Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 2
JlÍMfliSiik SVIP- MVND Svíum hefur orðið tíðrætt um það undanfarið, hver standi næst því að taka við af Tage Erlander, þegar hann hættir að vera formaður sænska sósíaldemókrata- flokksins (Sveriges socialdemokrat- iska arbetarparti) og forsætisráð- herra. Sænski sósíaldemókrata- flokkurinn fékk við síðustu þing- kosningar 47.3% atkvæða og hefur hreinan meirihluta í efri deild (1. kammaren), eða 79 þingsæti af 151, en ekki nema 113 sæti í neðri deild (2. kammaren) af 233. Átta komm- únistaþingmenn veita honum þar brautargengi. Erlander forsætisráð- herra sagði nýlega í viðtali, að hann væri að hugsa um að draga sig í hlé árið 1968, sem er kosningaár, þegar hann kemst á eftirlaunaald- ■ ur. f>eir, sem helzt eru nefndir nú sem væntanlegir arftakar Erland- ers, eru landbúnaðarráðherrann, Eric Bertil Holmquist, fæddur árið 1917, og samgöngumálaráðherrann, Olof Palme, fæúdur 1927. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um innanríkismálaráðherrann, Rune Johansson, (fæddur árið 1915), sem hugsanlegan „krónprinz", en hann heyrist nú sjaldnar nefndur en hin- ir tveir. Nýtt nafn hefur einnig komið til sögunnar, Svante Lund- kvist, ráðherra án stjórnardeildar, sem fæddur er árið 1919. E ric Holmquist hefur, eins og Rune Johansson áður, lýst því yfir, að hann hafi ekki hug á þessari upphefð, er. engu að síður er ekki ólíklegt, að honum verði boðið að taka við af Erlander, þegar þar að kemur, enda er sjaldnast hægt að taka slíkar yfirlýs- ingar mjög hátíðlega. Bæði Holmquist og Palme hafa getið sér orð sem vinnu- þjarkar, harðduglegir menn, er ekki hlífast við að axla þyngstu byrðar ríkis- stjórnarinnar. Jafnvel má segja, að þeir sækist eftir örðugum verkefnum, og bæði aðferðir þeirra og hugmyndir um lausn vandamálanna hafa verið um- deildar. Báðir eru þeir Holmquist og Palme harðskeyttir baráttumenn í stjórn málalifinu, en það aðskilur þá, að Palme er háskólamenntaður maður, sem hefur hlotið frama sinn í flokksskrifstofum og stjórnarskrifstofum frá unga aldri, með- an Holmquist vann sig upp „neðan frá“ og hefur ekki hlotið æðri menntun. S umir Svíar ætla því, að árið 1968 endurtaki sig sagan frá 1925, þegar Hjalmar Branting lézt. Þá stóðu tveir menn næst honum innan sænska sósíal- demókrataflokksins, Per Albin Hansson, sem var sjálfmenntaður, en snjall og dugmikill stjórnmálamaður, og Ernst Wigforss, ljóngáfaður og háskólamennt- aður fræðimaður. Per Albin bar sigur úr býtum. Slíkar samlíkingar ná vitan- lega skammt, en Holmquist, sem er frá Skáni eins og Per Albin, hefur sama eðlilega myndugleikann til að bera, starfsorku og viljaþrek. Holmquist hefur staðið í ströngu að undanförnu. Það hefur ekki verið létt verk að vera landbúnaðarráðherra í Svíþjóð hin síðari ár, þar sem við sömu vandamál eða svipuð er að etja og í flestum öðrum háþróuðum löndum. Stjórnmálaferill hans getur ákvarðazt eftir því, hvernig honum tekst að halda á málum nú. í fyrra var ráðizt heiftar- lega á hann persónulega, bæði í þinginu og á almennum fundum úti á lands- byggðinni, þegar ný löggjöf um landbún- sðarmál var sett. Hann var kallaður lík- grafari sænska landbúnaðarins og fleiri ófögrum nöfnum, en hann stóð ávallt óhagganlegur í „bondestormen". Enn blæs hvasst í kringum hann, og bændur kalla hann nú „bezta landbúnaðarráð- herra, sem Danmörk hefur haft“, af því að þeim þykir hann hafa staðið sig linlega í útflutningsmálum landbúnað- arins. Holmquist hefur samt ekki hvikað hið minnsta frá upphaflegri stefnu sinm, sem hann er sannfærður um að veiði að fylgja. Han svarar fyrir sig með bein- skeyttum athugasemdum og ómótmælan- legum röksemdum. Honum liggur frem- ur lágt rómur, og tungutakið, hin svo- r.einda „ádelskánska“, ber uppruna hans suður á Skáni vitni. Hann er þó ekki sérlega skánskur í útliti að því leyti, að hann er ekki feitlaginn og sléttfelldur, en hins vegar hefur hann þunnt, ljóst hár, sem farið er að grána. Hann er stórbeinóttur og kraftalega vaxinn. Hann er vanur vinnu allt frá barnæsku. í æsku vann hann sér inn 50 aura um klukkutímann við að vera lifandi fuglahræða. Þá hljóp hann um akrana með hrossabrest í hendi frá því kl. fjögur á morgnana og til hádegis. Þegar hann tók fullnaðarpróf þrettán ára gamall við barnaskólann í SvaLöv sem er nokkuð uppi í landi fyrir aust- an Landskrónu (í Malmöhuslán), gerð- ist hann sendisveinn við fræeftirlitsstöð þar í bæ. Smám saman hækkaði hann í lign, og ungur fór hann að taka þátt í alls konar félagslífi, ekki sízt pólitísku. Menn veittu þessum duglega og greinda unglingi athygli, sem kunni vel að koma fyrir sig orði á stjórnmálafundum, og sósíaldemókratar réðu hann til ýmiss konar erindreksturs. Rúmlega tvítugur fluttist hann til Málmhauga (Malmö), þar sem hann fékk starf hjá sambandi verzlunarmanna. Næstu árin vann hann að hvers kyns verkalýðs- og stjórnmála- störfum á Skáni, og 35 ára gamall var hann kjörinn á þing, eða árið 1953, -1 sænska þinginu hagnýttu menn sér þegar starfsþrek hans. Hann var kosinn í ýmsar nefndir, en helzta verk hans var skýrsla, sem hann samdi einn um stjórn sænska hersins. Á fyrstu þing- mennskuárum sínum las hann mikið, því að honum fannst hann skorta þekk- ingu á ýmsum sviðum. 1958 varð hann starfsmaður í varnarmálaráðuneytinu og r.okkrum árum síðar i fjármálaráðuneyt- inu. Um þetta leyti varð mönnum ljóst. aö Holmquist mundi fyrr eða síðar taka sæti í ríkisstjórn, en engu að síður kom Svíum það mjög á óvart, þegar hinri valdamikli „innstri hringur“ sænska sósíaldemókrata ákvað árið 1961 að gera hann að landbúnaðarráðherra. Menn þóttust þess fullvissir þá, að ef honum yrði boðin ráðherrastaða, mundi það verða staða varnarmálaráðherra. Samt hikaði hann ekki andartak, þegar hon- um var skyndilega boðinn stóll land- búnaðarráðherra. Hann hefur vafalaust vitað, hverjir erfiðleikar biðu framund- an, og hve áhættusamt þetta var fyrir stjórnmálamann á uppleið, en hann greip tækifærið án þess að sýna nein óttamerki eða skort á sjálfstrausti og sökkti sér þegar í stað niður í vanda- mál sænska landbúnaðarins. Nú er hann orðinn kunugur erfiðleikum ladbúnaðar- ins og hefur kynnt sér landbúnaðarmál á ferðalögum i Vestur-Evrópu, í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. A ð lokum má nefna, að hann á lítinn bæ á Skáni. Hann er giftur og á fjögur börn. I tómstundum sínum fæst hann við steinaldarfornleifafræði, sem hann hefur mikinn áhuga á. Hann átti eitt sinn heima á Jaravallen við Lim- hamn fyrir sunnan Málmhauga, þar sem margar fornleifar frá steinöld hafa fundizt. Þar kom hann sér upp álitlegu safni af steinöxum og ýmsum verkfær- um úr tinnu. Hagalagöar STJÓRNIN VARÐ AÐ SKERA ÚR. Levetzow kammerherra var maður stríðlyndur, smámunasamur og held- ur gikkslegur, svo sem fram kom í viðskiptum hans við Hannes bisk- up. Þær deilur spruttu m.a. af því, að Levetzow heimtaði, að biskup ritaði nafn sitt hóti neðar nafni stiftamt- manns á skjöl, er þeir áttu báðir hlut að, og gekk þref þetta svo langt, að stjórnin varð að skerast i málið'. (Við Skaftárelda) KVELDSKUGGAR. Jóhann Bessason á Skarði í Dals- mynni, d. 1912, var hagmæltur eins og fleiri Þingeyingar. Seinasta vísa hans var þessi: Þrekið rénar það ég bar, þyngist efnahagur. Komnir eru kveldskuggar, kólnar ævidagur. N. Khl. Framkv.stJ.: Sigías Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjarnason trá Vítnir. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garöar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti G. Sími 22430. Utgeíandl: H.t. Arvakur. Reykjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júní 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.