Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 6
Eftirmynd af „Acra“ í Perjamou Rómverskir auðmenn gáfu stundum fæðingarborgum sínum bókasöfn, eins og gerist stundum nú á dögum í Banda- ríkjunum. Plíníus yngri gaf Como safn, sem var talið mjög verðmætt. Róm- versku keisararnir gáfu ýmsum borg- um í ríkinu bókasöfn. Ágústus gaf Alexandríu bókasafn árið 12 f. Kr. Hadríanus gaf Aþenuborg safn, og slík söfn voru gefin Efesus og Timgad í Alsír. í rómverskum söfnum var mikil á- herzla lögð á gott safn grískra heim- spekinga og höfunda, svo og róm- verskra. Þegar kristnin sigrast á heiðn- um dómi, eiga þessi rit ekki upp á pallborðið hjá forráðamönnum kirkj- unnar. Það má ætla að fjöldi safna hafi verið eyðilagður á þessu tíma- bili, og vitað er um nokkur, sem eydd vom af áhugamönnum um kristindóm. Söfn í Konstantínópel. IConstantínus keisari lét efna til bókasafns í Konstantínópel þegar hann flutti stjórnarsetrið þangað frá Róma- borg. Þetta safn taldi um 6.900 bæk- ur. Júlíus keisari jók það mjög og einnig Þeodósíus, og við dauða þess síðarnefnda var bindafjöldinn talinn um 100 þúsund. Júlíus keisari var mikill áhugamaður um bókasöfnun og stofn- aði til bókasafna í ýmsum borgum. Þegar líða tekur á síðari hluta keisaraaldar verða bókmenntirnar meira og minna kirkjulegar; bóka- söfn myndast við kirkjurnar. Stærsta safn af þessari tegund var safnið við dómkirkjuna í Caesarea, sem stofnað var af heilögum Pamfílosi (deyr 309). Þetta safn var aukið mjög af heilögum Evsebíosi kirkjusöguhöfundi, og er tal- ið 30 þúsund bindi við fráfall hans. Heilagur Ágústínus arfleiddi kirkjuna í Hippó að safni sínu. Keisararnir efldu mjög söfnin í höf- uðborginni, en varðveizla þeirra var erfið, sökum tíðra upphlaupa og hall- arbyltinga. Mikið eyðilagðist í brun- um; og þegar trúardeilur stóðu sem hæst var mikið magn bóka eyðilagt. Miðaldasöfn. V arðveizla bókasafna var erfið við upphaf miðalda. Þjóðflutningar og stöðugur ófriður gáfu mönnum lítið tóm til fræðistarfa eða rannsókna; einu staðirnir, þar sem bækur urðu varð- veittar, voru klaustrin eða kirkjurn- ar. Klaustrin urðu vinjar, þar sem ir.unkar og prestar gátu starfað að bóka- gerð og uppskriftum. Heiðnir höfund- ar voru í litlum metum og lítið hirt um að várðveita rit þeirra, en þótt áhugi á slíku væri takmarkaður, urðu þó þessi heiðnu rit varðveitt í kaustrun- um. Klaustrasöfnin voru fyrst og fremst söfn kristinna trúfræðirita og kirkju- sögu. Frumkvöðull klaustrasafnanna var heilagur Benedikt frá Núrsíu (lézt um 550). Hann hvatti reglubræður sína til þess að leggja stund á ýmis fræði, og þá fyrst og fremst kristin. Til þess að svo mætti verða var sæmilegt bóka- safn frumskilyrðið. Klaustur heilags Benedikts, Monte Cassinó, sem var stofn að 529, verður ein mesta menningar- stofnun Evrópu á fyrri hluta miðalda. í þessu klaustri verður söfnun helgra rita kvöð, svo og lestur þessara rita og bókagerð. Kristniboð var mjög stund- að frá Cassínó, og með kristniboðum berast áhrif reglunnar um alla Ev- rópu. U m 600 hefst trúboð reglubræðra meðal Engilsaxa; þeir stofna til margra merkustu klaustra á Englandi, svo sem Canterbury 597, Wearmounth 672, Jarrow 682 og síðar Durham, og Bury St. Edmonds. Klaustur eru stofnuð að þeirra frumkvæði á Frakklandi og Þýzkalandi: St. Denis 624, St. Amand, St. Vandrille og Fulda 744, Reichenau 724, Lorsch 763 og fleiri og fleiri. í Sviss eru stofnuð St. Gallen, Rheinau og Einsiedeln 937. í öllum þessum klaustrum var farið að reglu heilags Bernhards og á Englandi og írlandi vaknar trúboðsáhugi og munkar þaðan halda til Evrópu og stofna klaustur, og jafnvel suður á Ítalíu, Bobbíó, stofnað af Kólumba um 613. Aðrar munkareglur sýndu ekki minni áhuga á kristniboði og bókagerð. í öll- um þessum klautrum var unnið að bókagerð, og með tímanum myndast þar bókasöfn. Helztu klaustrabókasöfn á Frakklandi voru í Cluny, St. Riquier, Corbie og Limoges. Safnið í St. Riqu- ier taldi á 9. öld 256 bindi, og þá í nú- tímabókaformi. Bókfellið kemur í stað papýrusins og er bundið á sama hátt og bækur nú á dögum. Á Þýzkalandi voru beztu söfnin í Fulda, Corvey og Reichenau; þaðan er gestabókin þar sem skráð eru nöfn nokkurra íslendinga á suðurferð; rit- höndin er frá 12. öld. Einkabókasöfn voru ekki algeng á þessum tímum; meðal þeirra frægustu voru söfn Lúðvíks I, sonar Karls mikla; Karls II hins sköllótta; Kassíódórusar; Richards de Bury og Gerberts sem seinna varð Sylvester páfi II. Þessi söfn dreifðust yfirleitt við fráfall eig- enda sinna, og oft komust þau i eigu klaustra. fa ■ ■ ■ ■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ | Hagalagðar ■ Kirkjufóllc frá Engey. ■ Eitt sinn er ég fór í kirkju um vo'r I ... var altarisganga og sátu margar ■ konur skautbúnar á fremsta bekk : vinstra megin við kórtröppurnar. Ein ■ þeirra var ung mjög og yfirbragðs- ; mikil. Þótti mér hún bera íslenzka : faldbúninginn svo vel að ég hafði * ekki augun af henni og spurði fóstru : hver þetta væri. Hún sagði mér, að ; þarna sætu þær Engeyjarkonurnar ; og væri þessi unga kona Ragnhildur : kona Péturs. Síðan fór ég að horfa ■ á hinar konurnar, einkum Guðrúnu : Pétursdóttur, sem líka var höfðing- ■ leg á sinn hátt, þó allt værj yfir- ; bragð hennar annað. A fremsta : bekk undir prédikunarstólnum sátu ; karlmennirnir úr Engey. Var Krist- : inn þeirra mestur og Pétur næstur ■ honum. Allir voru þeir myndarlegir : í svörtu vaðmálsfötunum sínum. Frá ■ þeirri stundu fannst mér mikið til ; um Engeyjarfólkið, þó stórum yrði : það meira seinna. ; (Ævisaga Ólafíu Jóh.) ÞRESTIR Framhald af bls.l ur á, en hann flaug upp á hús og lét heyra hátt til sín. Næstu daga varð mér tíðlitið út um gluggann til trésins, þegar ég var heima. Kvenfuglinn, að því er ég taldi, lá oftast í hreiðrinu, en þess á milli lyfti hún sér upp á hreiðurbarminn, ýfði sig og hristi stundarkorn. Karlinn var að heimsækja hana öðru hverju, ekki sízt ef hún bærði eitthvað á sér. Snerust þau þá hvort um annað og bjástruðu eitthvað um stund, en síðan lagðist hún aftur niður, en hann flaug aftur til varðstöðu sinnar. Ekki virtist kvenfuglinn fara oft eða lengi burt frá hreiðrinu þessa daga. Þó urðum við þess vör, að á morgnana að minnsta kosti, voru þau bæði alloft samtímis í burtu góða stund og alltaf um sama leyti, eins og þau færu eftir klukku. Þau voru þó aldrei lengur fjarverandi en stundarfjórðung í einu, lengst þegar hlýtt var í veðri og sólin skein í hreiðrið. Var engu líkara en að þau vissu nákvæmlega, hve lengi þau mættu vera í burtu, án þess að eggin sakaði, og virtust þau haga sér eftir veðri í því efni Við flettum upp í bók Bjarna Sæmundssonar, ,,Fuglunum“, og þar stóð að fuglinn þyrfti ekki að liggja stöðugt á, meðan á varpinu stæði, því að nýorpin eggin þyldu vel að kólna nokkuð um ihríð. Að fimm sólarhringum liðnum voru komin sex egg í hreiðrið. Eftir það var frúin verulega þaulsætin í hreiðrinu, og varð þess ekki vart, að hún hreyfði sig þaðan, svo að neinu næmi. Karlinn var hins vegar mikið á ferli og kom títt að hreiðrinu, væntanlega oft með mat handa maka sínum, milli þess sem hann stóð 'borginmannlegur uppi á burst og kyrjaði söngva sína alltaf annað veifið. Er nú ekki að orðlengja það, að eftir eðlilegan klaktíma, sem er hálfur mán- uður, voru komnir sex ungar í hreiðr- ið. Blindir voru þeir og lítt fiðraðir, nefið tiltölulega stórt og oftast gapandi, tilbúið að gleypa það, sem að því var rétt. Foreldrarnir voru líka stanzlaust á þönum, í fæðuleit og að aðdráttum í búið. Móðirin sat þó töluvert á, sjálf- sagt til þess að halda hita á ungunum, milli þess sem hún aðstoðaði húsbónd- ann við að færa björg í bú. Þessir ungar eru óseðjanii, enda vaxa þeir skjótt, svo að greinilegur daga- rnunur er á stærðinni. Þeir þenjast bókstaflega út og fiðrast með ótrúleg- um hraða. Móðirin hækkar stöðugt í hreiðrinu, og fyrr en varir er hreiður- karfan orðin troðfúll upþ á barma og móðirin situr alveg ofan á körfunni, þar sem hún reynir að. breiða úr sér út yfir ungabeðjuna, einkum á kvöldin. Hversdagslegt undur E kki er hér svo sem um neina nýlundu að ræða. Hið mikla undur, sköpun lífs og viðhald þess, höfum við, ef að er gáð, í raun og veru ætíð fyrir augunum. Okkur, sem erum uppalin í sveit, eða 'höfum verið mikið úti í náttúrunni, hafa gefizt mörg tækifæri til að, vera vitni að fæðingu nýrrar líf- veru. í erli og önn dagsins vekur slíkt samt oft ekkert sérstaklega athygli okkar. Þetta er eitthvað svo sjálfsagt og þykir að jafnaði engum tíðindum sæta. Stundum stöldruðum við þó við, og þessir hversdaglegu atburðir vekja til sérstakrar umhugsunar. Okkur órar fyrir því að hafa verið vottar að furðu- legum atburði, stórfenglegum í eðli sínu, en óskiljanlegum. Tilburðir til skilnings og skýringa snúast upp í undrun og aðdáun. Viðbrögðin verða þó tíðum misjöfn. Sumir láta jafnvel sem þeim finnist fátt um, hjá öðrum taka tilfinningarnar og trúin við, er rökin þrýtur. Eftir meira eða minni heilibrot verða svör ýmist engin eða: Þetta kviknar bara. Flestum er þó tam- ast að játa: Guð er að skapa. Það er sennilega tilviljun, hvenær og hversu oft þessar smásköpunarsögur, sem verða á vegi okkar, vekja til um- hugsunar og tilfinninga fyrir dásemd« um sköpunarverksins og verða okkur undrunar- og aðdáunarefni. Oft er það eitthvert smáatriði, sem hversdagslega er lítill gaumur gefinn, er því veldur, þó að undarlegt kunni að virðast. Og þó. Hvað er stórt og hvað er smátt í þessum efnum? Oftast getur hvorugt án annars verið. Hið stærsta getur ekki staðizt nema fyrir tilvist hins smæsta. Oft sjáum við það stærsta og mikilfenglegasta aðeins í spegli þess smæsta. E g var búinn að fylgjast lengi með því, sem gerðist hjá þröstunum mínum í trénu, mér til mikillar ánægju. Þar voru mörg undrunarefni. Söng- urinn, varðstaðan, hreiðurgerðin, stund- vísin og svo framvegis, og sífellt bætt- ust ný við. Eitt af því, sem ekki var hægt annað en að dást að, var það, hve allt var hreint og þokkalegt i hreiðrinu, allt í kringum það og í trénu. Ekkert sást heldur umhverfis tréð, nema hreint og grænt grasið. Bæði af afspurn og eigin sjón vissi ég, að um- gengni og hreinlæti fugla í og við hreiður sín er mjög misjöfn. Hér var ekkert nema þrifnaðurinn uppmálaður. Hér voru þó sex ungviði í eins mikl- um þrengslum og hugsazt gat, og því hlaut að vera erfitt um allt hreinlæti í þeirri kös og það að kosta mikla fyrir- höfn. Fuglarnir báru mikið að í nef- inu, og allt hvarf það, eins og dögg fyrir sólu, niður í sígapandi nef ung- anna. Þessu feikna-áti hlaut að fylgja mikill úrgangur. En hvergi sá hans stað. Ég fór nú að gefa þessu nánari gaum og sá þá þrestina oft vera með eitthvað í nefinu, er þeir flugu burt frá hreiðr- inu. Þetta gat verið úrgangurinn frá ungunum. Já, það hlaut að vera hann. Það gat varla annað verið. En ég gat ekki skoðað það, því að fuglamir flugu alltaf eitthvað langt í burtu með það Framhald á bls. 15 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.