Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Blaðsíða 10
------ SIMAVIÐTALIÐ ----- Karlmenn íhaldssamari í klæcabuiai — 15005. — Herrahúsið. — Er Björn Guðmundsson klæðskeri við? — Andartak. — Björn. — Góðan dag, Lesbók Morg- unbiaðsins. Hvernig eigum við karlmennirnir að klæða okkur til þess að tolla í tízkunni? — Það fer sennilega eftir því í hvaða tízku þið viljið vera. Vonandi eruð þið ekki á bítla-bylgjulengdinni? — Nei svo slæmt er það ekki. — Meginlinurnar hafa lítið breytzt. Nýjungar eru alltaf að koma fram á sjónarsviðið, en fæstar verða langlífar. Heild- arblærinn breytist mjög hægt. — Hafið þér verið ytra ný- lega? — Jú ég er nýkominn frá Bandaríkjunum. t>ar eru þeir ekki jafnróttækir í þessum málum og Evrópumennirnir, mikiu íhaidssamari, enda er fjöldaframleiðslan þar miklu stórfeildari en í Evrópu. — og þoiir ekki mikiar sveiflur. Sama er að segja um kven- fólkið og karimennina í Banda ríkjunum. Konurnar kiippa ekki endalaust neðan af pils- unum, þótt einhverjum apa detti það í hug. Þær hlaupa ekki upp til handa og fóta yfir hvaða nýjung sem er — eins og gert er hér á íslandi. — Einhverjar breytingar hafa samt orðið á bandarísk- um karlmannafötum að und- anförnu? — Ég veitti fataefnunum meiri athygli en sniðunum hvað breyt ingunum viðkemur. Fyrir fimmtán árum var hægt að fá þar föt úr svipuðum efnum og við notum hér. Nú virð- ist mér það ógerningur. Fata- efnin eru orðin jafnþunn og skyrturnar. Það er fyrst og fremst árangur langra til- rauna með gerviefnin — og auk þess er þægilegt að vera í þunnum fötum í hitunum. En sem dæmi um það hve Bandaríkjamenn eru fastheldn- ir í þessum efnum má nefna, að skórnir, sem þeir fram- leiða nú, eru nákvæmlega þeir sömu og þar voru á mark- aðnum fyrir fimmtán árum. Þeir fóru aldxei í támjóu skóna, eins og Evrópumenn- irnir. Evrópumenn segja líka, að Bandaríkjamenn séu yfir- leitt illa klæddir. Ég mundi ekki fallast á það fullyrðingu. Vitanlega eru þeir misjafnlega vel klæddir, en hagkvæmni og þægindi ráða þar hins vegar mestu. Þetta er þó e.t.v. enn meirá áberandi hvað kvenfólk varðar. Það er mjög „casual“ klætt, eins og það er orðað — og víða í Evrópu mundi sá klæðnaður ekki teijast hæfa umhverfinu. En Bandaríkja- menn hafa sitt lag á þessu — og ég kann vel við það. — Hvað kemur þá nýtt frá Evrópu? — Eins og ég sagði eru nýj- ungar stöðugt að koma á mark- aðinn, en fæstar vinna sér hylli eða festast. Hér eru það ekki aðeins óskir neytenda, sem ráða. Sjónarmið framleið- enda eru þung á metunum. Þeir stóru þola ekki miklar sveiflur og mundu aldrei taka þátt í neinum stórum stökk- um, sem hefðu það e.t.v. í för með sér, a'ð miklar birgðir yrðu verðlausar, óseljanlegar. Allir þreifa samt fyrir sér. En ef minnzt er á Evrópu, þá er ekki hægt að neita þeirri staðreynd, að ýmiss konar dægurflugur eru þar mjög áberandi, ekki sízt í Englandi. Aftur á móti sjást ekki síðhærðir strákar fyrir vestan haf, ég sá þá hvergi nema á Kennedy-flug- vellinum — og ferðaðist ég þó töluvert um Bandarikin. — Hvað um köflóttar bux- ur og allan þennan nýstáriega klæðnað, sem nú er komin á markaðinn? — Um leið og köflóttar bux- ur eru komnar á markaðinn eru köflóttar buxur hættar að vera eftirsóknarverðar. Þetta unga fólk, sem er í þessari bítlahringiðu, eða hefur lent í hiiðstæðum straumum, leitar stöðugt að einhverju, sem ekki er til. Þegar köflóttu buxurn- ar koma, er ekki hægt að vera í öðrum en þeim, sem hafa skálmar með sitt hvorum lit. En þeir, sem vilja kiæðast eins og fólk gerir flest, þurfa ekki að vænta stórfelldra breytinga. Hálsbindi hafa breikkað, tá- mjóu skórnir virðast úr sög- unni. Tilraunir hafa verið gerðar til að koma tvihneppt- um fötum á markaðinn, líka einhnepptum með tveimur töl- um, en hvorugt virðist hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Karlmenn eru bæði ihaldssam- ir í klæðaburði — og yfirleitt ekki reiðubúnir til þess að kaupa sér ný föt með stuttu millibili — af augljósum ástæð- um. En ullin verður alltaf í hæsta gæðaflokki, a.m.k. enn um skeið, þótt stöðugt sé unn- ið að endurbótum á gerviefn- um. — Og þið gerið þá ekki miklar breytingar á ykkar framleiðslu? — Nei, ekki geri ég ráð fyrir því. Annars fer allur kostnað- ur svo ört hækkandi, að við vitum ekki hve lengi við get- um keppt við innflutninginn að óbreyttu. Hér eru t.d. pólsk föt á markaðinum og þau kosta ekki meira en sem svar- ar efninu í stranganum, þeg- ar tollurinn hefur verið lagð- ur á það. Saumaskapurinn virðist frír, því að við getum keypt sams konar efni til landsins við sama verði og föt- in kosta fullgerð. — Og hver er ástæðan? — Ástæðan? Ætli það sé ekki einhver tæknileg hlið áætlun- arbúskaparins. Eða álíka fyrir- komulag og er á útflutningi lambakjöts hjá okkur. Eitt- hvert niðurgreiðslufyrirkomu- lag. JÁTVARÐUR VIII. Framhald af bls. 7 en allur almenningur. Ég hafði einu sinni séð frú Simpson, rétt sem snöggv- ast í veizlu, sem haidin var í Wimborne House. Auðvitað vissi ég um þennan fréttaburð í Ameríku, og Evening Standard, sem ég átti, hafði orðið fyrir mikilli ásókn um að birta „uppljóstr- anir“, frá ýmsum einkaaðilum, sem vildu, að sögurnar um konunginn kæm- ust til alls almennings. Öllum slíkum tilboðum var hafnað. En þetta breytt- ist, er Evening Standard varð þess vís- ari, eftir venjulegum fréttaleiðum, að skiinaðarmál frú Simpson yrði tekið fyrir í Ipswich, hinn 27. október. Þessi frétt barst blaðinu um hálfum mánuði áður en málið skyldi tekið fyr- ir. Vitanlega er það almenn venja að geta um skilnaðarmál fyrirfram, ef það vekur áhuga almennings. Á venjulegan mælikvarða reiknað var svo i þetta sinn. Nafn frú Simpson var þegar orð- ið kunnugt öllum almenningi, og allir vissu um kunningskap hennar og kon- ungs. Skilnaðarmál hennar var án alls vaía fréttamatur. Engu að síður ráðgaðist ritstjóri Ev- ening Standard, hr. Percy Cudlipp, við mig um það, hvort ráðlegt væri að birta fréttina. Ég var því hlynntur. Ef út í það var farið mundi nafn konungs ekki verða nefnt, enda ekki hægt, í einka- máli tveggja borgara. riðjudaginn 13. október hringdi konungur til mín og bað mig finna sig í Buckinghamhöll. Þegar ég bað hann að nefna tímann, sagði hann aðeins: „Komdu hvenær sem þér er hentugt". Ég var að drepast í tannpínu og var öllum stundum hjá tanniækninum mín- um næstu tvo dagana, en föstudaginn 16. október fór ég til hallarinnar. Konungurinn bað mig að reyna að kæfa niður allar fyrirframfréttir um skilnaðarmál frú Simpson og takmarka sem mest fréttir af því, eftir að það væri afstaðið. Hann flutti þetta mál sitt með rósemi en með talsverðum krafti og áherzlu. Ástæðurnar, sem hann tilfærði, voru þær, að frú Simpson væri veik, hrygg og miður sín við tilhugsunina um allan fréttaburð af þessu. Hún yrði fyrir söguburði vegna ferðar sinnar á Nahlin og heimsóknarinnar til Baimoral. Og þar sem hann sjálfur hefði gefið til- efni til þessa fréttaburðar, væri það skylda hans að vernda hana. Þetta voru í mínum eyrum gildar ástæður, og því átti ég þátt í því að draga sem mest úr öllum fréttum af málinu, svo að þess var aðeins getið, en hitt ekki nefnt á nafn, að það stæði neitt í sambandi við vináttu hennar og konungsins. Flest brezk blöð féllust á það með góðu að gera sem minnst úr fréttinni. IVÍeðan ég stóð í þessu, hafði ég enga hugmynd um að konungurinn væri neitt að hugsa um hjónaband. Sjálfur hafði hann ekki vikið að því einu orði, og ennfremur hafði lögfræð- ingur frú Simpson tjáð mér, að ekkert slíkt væri í undirbúningi. Þessar full- yrðingar endurtók ég við aðra blaða- eigendur. Enda trúði ég þeim sjálfur. Jafnvel þótt ég hefði vitað, að hann hefði hjónaband í hyggju, hefði ég far- ið alveg eins að, en sú staðreynd stend- ur, að ég vissi ekki um það. Skilnað- armálið kom fyrir í Ipswich 27. októ- ber. Og fréttin kom í blöðunum, án þess að neitt væri gert úr henni, og alls ekki var minnzt á konung í sam- bandi við hana. Skömmu eftir skilnaðarmálið, var mér boðið til kvöldverðar hjá Brownlow lávarði (sem var hirðmaður og náinn vinur konungs), til þess að tala við konung. Boðið átti að standa 4. nóv- ember, en ég þurfti að vera annars staðar. Ég vonaði að heyra ekkert frek- ar um málið, þar eð ég var á förum til Kanada. En þegar hér var komið sögu, var ég tekinn að efast um þessar fuilyrðingar um, að ekkert hjónaband væri á döf- inni. Konungurinn var svo ákafur, að ég gat ekki trúað, að það stæði aðeins í sambandi við skilnaðarmál frú Simp- son og ekkert meira. Sem blaðaeigandi vildi ég losa mig við allar ráðstefnur undir fjögur augu við konung og end- urheimta málfreisi blaða minna. Brownlow lávarður bað mig að nefna þá eitthvert annað kvöld, og ég tiltók fimmtudag 5. nóvember. Þetta var skemmtilegt samkvæmi, enda var frú Simpson þar, auk konungsins sjálfs. Mér virtist hún vera ósköp blátt áfram, og eins í kiæðaburði, en ég varð ekkert hrifinn af hárgreiðslunni hennar. Hún brosti viðkunnanlega og vin- gjarnlega, og í tali hennar komu oft fyrir yfirlýsingar um það, að hún hefði engan áhuga á stjórnmálum. Hún kvað sig ósköp óbreytta manneskju, hvað lífsskoðun snerti, og lítt reynda í verald legum efnum. Allt kvöldið tók hún aðeins einu sinni þátt í umræðum um stjórnmál, og virtist þá vera fremur frjálslynd. Mér þótti efirtektarvert að sjá, hvern- ig hinar konurnar heilsuðu henni. Þarna voru eitthvað sex konur í sam- kvæminu, og aliar nema ein heilsuðu henni með kossi. Hún tók þessu með viðeigandi virðuleik, en svaraði því ekki í sama. Konungurinn talaði ósköp blátt áfram um nokkra ráðherra sína og setti út á bæði þennan og hinn. Ég talaði einnig frjálslega. Ekki var minnzt á skilnaðinn enda þótt ég byggist við, að s\t> yrði þegar konungur dró mig afsíðis inn í annað herbergi og lokaði á eftir sér. En hann minntist alls ekki á það mál, Framhald á bls. 12 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.