Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Síða 14
Spítali Jóhannesarriddara í Ródos. tfma sínum, og var frægastur sá I Kaírð. Kirkjan hafði alltaf og hefur líknar- starfsemi á stefnuskrá sinni og ýmsar reglur innan hennar reistu slíkar stofn- anir og ráku þær. Sumar þeirra starfa enn í dag, svo sem St. Bartholomew Hospital inni í miðri City of London, upprunalega klausturspítali frá 12. öld, og Hótel Dieu í París. Sumar kristnar riddarareglur höfðu hjúkrun sjúkra að markmiði, svo sem Jóhannesarreglan, sem seinna var kennd við Möltu. Hún var stofnuð tii þess að liðsinna sjúk- um pilagrímum í Jerúsalem um 1070. Fyrsta spítala sinn stofnuðu Benedikts- munkar í Cassino-klaustrinu og er sá tal inn elztur miðaldaspítali í Evrópu. Árið 820 var stofnaður undir þeirra stjórn spítali í Salermo við Napoli-flóa og þar myndaðist seinna fyrsti læknaskóli Vesturlanda, fyrirrennari allra náskóla seinni tíma. Samkvæmt A Pictorial Ilistory of Medicine (1965) eftir dr. Felix Martini-Ibanez voru alls stofnuð um 40,000 klaustur í Evrópu og það líknar- og fræ'ðslustarf, sem þar var unnið af munkum og nunnum, skapaði það al- menningsálit og andlega andrúmsloft, sem velferðarríki nútímans rekja rói sína til. V M. firstjorn kirkjunnar lenti oft í veraldarvafstri, stirðnuðum kennisetn- íngum og beinni spillingu, og sama mátti segja um sum klaustrin, þegar þau auðguðust meira en góðu hófi gegndi eða voru gerð að framfærslu- stofnunum hirðgæðingja, eins og síðar í Frakklandi, en klaustraregl- urnar hafa alltaf endurnýjað sig með innri siðabót. Hundruðum þúsunda nafnlausra manna og kvenna, sem fórn- uðu ævi sinni til þess að bæta úr böli rneðbræðra sinna, er það að þakka, að kirkjan varð ecclesia semper reformanda SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 mikill dýravinur; þau áttu þrjá veiði- hunda og einn rottuhund sem bráðlega átti að skjóta vegna þess að hann fór úr hárunum og litli bróðir fékk hósta af öllum þessum hundahárum. Það hafði læknirinn sagt. John þótti annars svo vænt um þennan hund,- Það var ótalmargt sem sá litli hafði valdið umróti á. Um miðjar nætur vakti hann mann með orgum, og jafn- vel þegar John endurbætti sín fyrri hraðamet heim úr skólanum ellegar frá bakaranum, þá bar það við að móð- ir hans gleymdi að hrósa honum. í von- brigðum sínum vakti hann svo sjálfur athygli á því: ég var aðeins tíu mínútur í dag, mamma — þá leit hún sem snöggvast í áttina til hans og sagði: — endurnýjaði og aðhæfði sig stöðugt breyttum tímum. Þeir menn hugsa grunnt, sem telja fráhvarf lýðsins frá kirkjunni nú á tímum stafa af fastheldni hennar við forna helgisiði. Þeir líta að- eins á hið ytra en gleyma því, að kirkj- an sem stofnun brást því boði meistara síns að vera líknari og málsvari þeirra aumu og undirokuðu í miskunnarleysi iðnbyltingarinnar, t.d. í Englandi, þar sem börn urðu að þræla í kolanámum 12—16 klukkustundir á sólarhring. drottinn minn dýri, þú ert nú líka sá alduglegasti, hvað gætum við gert án þín? En glansinn var farinn af því. An þess að hugsa út í það hægði drengurinn ferðina síðasta spölinn. Mjóikin gutlaði í flöskunni. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi litli gaur getur þambað, sagði móðirin, þegar barnið lá við brjóstið. í allt öðrum tón en þegar þau sögðu (það var nú aðal- lega faðirinn): hvað strákurinn getur látið í sig; hann étur okkur bráðum út á gaddinn. En þá var það John, sem hann átti við. Og maturinn stóð í hon- um og blóðið þaut fram í kinnarnar. Þá hló móðir hans og strauk honum um kollinn: bara að hann vildi vaxa og verða stór, sagði hún vingjarnlega. Faðirinn hafði þá ekki meint neitt illt með bví. En samt sem áður! Hann stökk upp á snjóskafl við veg- arbrúnina og renndi sér niður hinum I þessum þætti hefur verið sýnt fram á samhengið í menningarlegri fram þróun Vesturlanda, sem slitnaði aldrei, ekki einu sinni á miðöldunum, sem ekki voru eins myrkar og fáfræðin um þær. Hér á íslandi sköpuðu þær þá menn- ingu, sem hefur borið birtu síðan. í næsta og síðasta þætti þessara hug- leiðinga verður leitazt við að rekja skyld leikann milli húmanismans í lok mið- alda og þess nýja húmanisma, sem þær hafa að fyrirsögn. megin; síðan upp á þann næsta. Hann hló að þessum litla leik og gleymdi því hve annríkt hann átti. Heima lá móðir hans og var veik vegna litla bróður og bráðum kæmi pabbi heim úr skóginum og yrði sjálfur að elda matinn, en John legði á borðið. Það var svo skrítið að borða einn með honum. Þegar hann var í góðu skapi, stríddi hann drengnum. Jæja, John framtönn, liefur þér gengið vel í dag? Hann hafði misst tvær framtennur og faðir hans hélt þvi fram, að hann myndi aldrei fá aðrar. Þvaður, sagði móðir hans gremjulega, krakkinn gæti farið að halda að þetta væri satt! Æ, hún mamma hans. Svo feit, svo hlý og góð. Síðasta spottakornið hljóp hann aftur, framhjá brunndælunni, sem líktist kvef uðum, gömlum manni, sívafin tuskum til þess að hún skyldi ekki frjósa, yfir bæjarhlaðið, þar sem viðarhlaði lá og beið þess að verða stungið í ofninn. í fyrrasumar hafði hann hjálpað til að hlaða honum upp. Hann hafði leikið að viðarkubbarnir væru hermenn og hefði helzt viljað reisa þá alla upp á rönd, en þá fór of mikið fyrir þeim. Vinnan var leikur hans og leikurinn var vinna. Allt fór vel þannig, þar til litli bróðir kom. Þá urðu að vísu bleyj- urnar að sjóræningjasveiflum, en hann var þreyttur lítill sjóræningi sem átti við of marga fjandmenn að etja. Og sá’litli var prins sem einhvern tíma ætti að erfa kóngsríkið. John var þræll hans sem hann leitaði ávallt ráða hjá þegar mikið lá við. Spyrjið þrælinn minn, myndi hann segja, hann hefur al- ið mig upp svo hann á að ráða í öllu. Hann lyfti klinkunni af hurðinni og gekk inn í eldhúsið. Svo lagði hann körfuna frá sér á eldavélina og stóð um stund og lagði við hlustir inn í stofuna. Þar var ein rödd auk móður hans. Þær höfðu ekki heyrt hann koma. Hann heyrði að þetta var grannkona þeirra, frú Petersen, sem kom svo oft inn og fékk kaffisopa. „Jæja, eruð þið ekki himinlifandi yfir því að það skuli nú samt sem áð- ur hafa tekizt?“ Hvað hafði skeð? Það var ljótt að hlera, en þetta var svo spennandi. „Hvort við erum, þér þurfið víst varla að spyrja, eftir öll þessi ár.“ „Þetta hefðuð þér bara átt að vita, þegar þér tókuð John að yður!“ Þetta var sagt í umkvörtunartóni, og dreng- urinn stirðnaði er hann heyrði nafn sitt nefnt. »Ojæja“, sagði móðir hans og dró seiminn, „þess höfum við nú eldrei iðr- azt; hann er bæði góður og duglegur drengur". „Já, gagn hafið þér þó alltaf af hon- um“. Það var eitthvað í hreimnum sem kveikti litla, nagandi kvöl djúpt í sál drengsins. „Svona, frú Petersen, hann ofreynir sig nú ekki og hann gerist ekki ánægð- ari en þegar hann getur hjálpað okkur við eitthvað“. Nú var mömmu skap- raunað og John langaði til að þjóta inn í stofrma og leggja henni lið. En hann vildi gjarna heyra ofurlítið fleiri lofs- yrði um sjálfan sig. „Nei, vitaskuld ekki“, sagði hin rödd-i in óðamála, „og það veit Guð einn, hvar þetta vesalings barn hefði verið á vegi statt án yðar, það var sannarlega góð- verk, sem þér gerðuð þá. Er hann ekki þakklátur? Því að hann veit um þetta, er það ekki?“ „Víst er hann þakklátur", sagði mumma stutt í spuna, og frammi við eldhúsborðið stóð John og var samá- byrgur og þakklátur svo augun ætluðu út úr höfðinu á honum, „og auðvitað höfum við sagt honum það; þess háttar berst börnum hvort sem er til eyrna íyrr eða síðar, og manninum mínum fannst einnig að það færi bezt á því.“ Hann dró af sér vettlingana og hlustaði ekki lengur. Hjarta hans sló þunglega. Hann hafði ekki hlaupið nógu hratt, hann hafði ekki verið nógu þakk- látur. Hann var ekki eins og almenni- leg börn. Hann var „alinn upp“. Sam- vizkubitið vall upp í honum eins og þung, seig kvoða. Hann ætlaði að kveikja upp í eldavélinni, áður en faðir hans kæmi heim. Hann ætlaði að útbúa pelann handa litla bróður og hræra egg með sykri handa mömmu sinni. Hann ætlaði að fara á fætur í nótt, þegar sá litli færi að gráta, svo mamma gæti legið kyrr, hann ætlaði........ „En Guð sé oss næstur, stendur þú þarna, John?“ Frú Petersen batt hyrnuna um höfuð sér og starði tortryggnislega á hann, hann hafði kannski heyrt eitthvað?! Hann var nú ekki eins laglegur og ung- barnið inni, afréð hún með sjálfri sér, Börn að vinnu í k olanámu á 19. öld. 41 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.