Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1966, Side 15
svona börn færa manni aldrei óblandna ánægju, en hann þrælaði nú líka eins og húðarklár allan daginn, meðan önn- ur börn léku sér. Allir töluðu um þetta og hneyksluðust en fannst það í raun- inni ekkert nema sanngjarnt. Drengurinn hneigði höfuðið og óttað- ist að hún myndi taka í höndina á hon- um. Hendur hennar voru svo slyttis- legar og lyktuðu alltaf af uppþvotta- vatni eða einhverjum óþverra. Þær minntu hann á dauðu dýrin á eldhús- borðinu, íkorna og skógarmýs, sem fað- ir hans fékk peninga fyrir að drepa, og stundum var það lítið rádýr með blið- leg brostin augu og sperrta fætur, eins og það hefði ekki enn jafnað sig á undruninni yfir því, að skyndilega var allt horfið um aldur og ævi. Að vera skotinn er bara eins og að sofna, sagði móðir hans, sem sjálf hafði einu sinni kennt í brjósti um öll þess smákvik- indi. Frú Pelersen fór og drengurinn flýtti sér inn í stofuna. Móðir hans lá í iegu- bekknum og var þreytuleg, með lolcuð augu. Ungbarnið svaf í vöggunni við ofninn. „Var ég ekki fljótur?" spurði hann varfærnislega. ÞRESTIR Framhald af bls. 6 og létu það aldrei falla á lóðina, eða í nánd við húsið. Það var eins og fugl- arnir kostuðu ekki aðeins kapps um að gæta ýtrasta hreinlætis í hreiðrinu sjálfu, heldur virtist hreinlætisskyn þeirra einnig ná til nánasta umhverfis Og jafnvel lengra. Hún opnaði hægt augun: „Ó, ert það þú“, sagði hún, „þú ert sannarlega góður drengur". Svo féll hún aftur í mók. Utandyra heyrði dreng- urinn föður sinn sparka af sér tré- skónum, hundarnir þutu gjammandi á móti honum. Hann stóð og horfði á móður sína opinmynntur. Hann ætlaði að verða enn- þá betri og hlaupa ennþá hraðar. Hann vissi að hann var í skuld við mennina, en greiddi hana niður með smáaf- borgunum og af litlum efnum. Bara að ég yrði bráðum stór, hugsaði hann og syfjaði af hitanum í stofunni. Hnugg- inn læddist hann framhjá föður sínum í litlu anddyrinu og fram í eldhúsið. Faðirinn kastaði ekki á hann kveðju, ef til vill sá hann hann alls ekki. „Hvernig líður þeim litla?“ kallaði hann. „Uss-s“, hvíslaði móðirin blíðlega, „hann sefur“. Svo tók drengurinn til við að kveikja upp í eldavélinni. Kaldir járnhring- irnir virtust logheitir við loppnar hend- ur hans. Torfey Steinsdóttir þýddi. E g herti nú á njósninni um at- hafnir fuglanna, eftir því sem annir leyfðu og varð fyrir bragðið nokkurs visari um tiltektir þeirra í hreinlætis- málum. Dag nokkurn þóttist ég nefni- lega standa móðurina að verki við að láta einn ungann gæta hreinlætis. Hún stóð á hreiðurbarminum og virtist huga að ungum sínum. Allt í einu stakk hún nefinu niður í ungakösina, og ég sá ekki betur en að hún ýtti duglega við einum unganna, með þeim árangri, að afturendi 'hans kom upp og gaf frá sér eitthvað ljósleitt, sem móðirin greip óðar í nefið og flaug með á brott. Fuglarnir héldu áfram að bera frá ungunum í nefi sínu, án þess að ég gæti gengið úr skugga um, hvað það var, eða hvernig það liti út, sem þau báru burt. Loks kom þó að því, að mér gæfist kostur á að athuga þetta nánar. Einu sinni sem oftar flaug kerla frá hreiðrinu með eitthvað í nefinu og hvarf með það fyrir húshornið, en kom von bráðar til baka, svo að augljóst var að hún gat ekki hafa farið langt. Ég gizkaði á, að hún hefði ekki farið nema rétt fyrir hornið. Hún hefir sjálfsagt átt óvenju-annríkt í þetta sinni, og því haft hraðan á og farið styttra en vanalega. Ég fór nú út fann brátt það, sem ég raunar bjóst við að finna, rétt handan við húshornið. Það var Ijósgrátt, eða nærri hvítt, með dökkum drefjum í, og utan um var einhvers konar seig 'himna, sem hélt því saman, svo að fugl- inn gat borið það í nefinu í heilu lagi. Hér hafði fuglamamma látið þetta detta, þó að hún væri að þessu sinni tæpast komin út fyrir umdæmi sitt, í þetta eina sinni, svo að ég yrði var við. arna sá ég fyrir mér, hvernig þetta gerðist. Við mér blasti, hvernig lítil fuglamóðir, sem maðurinn nefnir fávísa, rækti sín skyldustörf. Hvernig hún lét sex unga sína gæta þrifnaðar. Hversu hún passaði upp á hvern og einn þeirra á réttum tíma og með ná- kvæmni og fyrirhyggju, sem aldrei skeikaði. Þetta kann nú að þykja smátt undrun- arefni, en furðulegt og óskiljanlegt er það samt. Eins og svo oft endranær, í ýmsum tilvikum, fellur maður alveg í stafi yfir þessari visdómslegu niður- röðun, í smáu sem stóru, í náttúrunnar ríki. Frá mennsku sjónarmiði séð, er engu líkara en að fuglinn sé gæddur hreinlætisskyni, eða hugmyndum um hollustuhætti. Og því er líkast, sem honum sé blásið tímaskyn í brjóst. Manni finnst ekki eins með ólíkindum, að fuglinn svari gapandi nefi ungans með því að fylla það af fæðu, svo stór- furðulegt sem það þó er, eins og hitt að hann fylgist með starfi innýfla ung- ans og sinni ósjálfráðum nauðþurftum hans, eins og eftir klukku. Hið tíðkanlega svar er: Þetta er eðlishvöt. Einhverju verður drottnari jarðar- innar að svara til, þegar spurt er. Já, það er sitt hvað að sjá og reyna, eða að skilja hin dýpstu rök tilverunn- ar. Gegndarlausar eru ráðstafanir nátt- úrunnar til þess að kveikja og tryggja líf eins þrastarunga, sem svo ef til vill lýkur lífi sínu innan fárra daga í kattar- kjafti við rætur trésins, þar sem hreið- ur hans stóð. — ★ — etta var nú aðeins ofur hvers- dugsleg saga af venjulegum þröstum. Ungarnir í hreiðrinu döfnuðu og kom- ust á legg í fyllingu tímans. Við þótt- umst þekkja, að það væru þeir og for- eldrar þeirra, sem héldu sig í garðinum alllengi sumars. En að því kom, að við þekktum þá ekki lengur sem okkar þresti, og eftir var aðeins minningin um einn örlítinn kafla í hinni eilífu þró- unarsögu lífsins á jörðunni. Sú saga er gömul, en þó si ný. í ys og þys hvers dags eru skilningarvit vor ekki ævinlega opin fyrir henni. En á stundum vaknar maður til nokkurrar íhugunar um furður og dásemdir lífs- ins við að sjá stóran eða smáan viðburð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 12. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.