Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 8
Þegur Játvarður VIII missti krúnuna ANNAR HLUTI lr egar ég kom aftur til Englands ók ég tafarlaust til Fort Belvedere, konungshallarinnar skammt frá Wind- sor, og þar hitti konungur mig við dyrnar. Hann hafði tilbúinn sérstak- an hádegisverð, sem átti við heilsufar mitt, eins og það var þá. 1 fjarveru minni hafði margt gerzt. Hinn 20. október 1936, fjórum dögum eftir að ég hafði fyrst fengið áheyrn hjá konungi, hafði Baldwin komið til hans í heimsókn. Með því að æskja áheyrnar, hafði Baldwin ekki gert nema skyldu sína, en svo þegar kom að eina málinu, sem nokkru skipti, var hann þögull og dró sig inn í kuðung sinn. í stað- inn fyrir að spyrja um giftinguna, bað hann um viskí og sóda. í>egar hann hafði hresst sig nægilega á drykknum, herti hann sig upp í það að fara þess á leit, að konungur stöðvaði skilnaðar- málið í Ipswich. Konungur svaraði því til, að hann gæti ekki farið fram á það við frú Simpson, að hún afsalaði sér lagalegum rétti sínum, vegna vináttunnar við hann. Þetta var fullkomlega rétt svar, eí samband þeirra konungs var ekki ann- að en vinátta. En væri um dýpri til- finníngar að ræða og hann hefði í hyggju að ganga að eiga hana, var það alls ekkert svar. En konungur gættl þess að tala ekki af sér og þegar for- sætisráðherrann hafði tvístigið kring um erindið, fór hann að tala um rós- arækt. f itanlega var konungurinn ekki íullkomlega hreinskilinn, en for- sætisráðherrann sýndi af sér beina sviksemi og óheiðarleik. Því að hann vissi, þegar hér var komið, að konung- ur ætlaði að ganga að eiga frú Simpson, og því leyndi hann konung. Svarið, sem hefði átt að koma ótil- kvatt, var ekki gefið. Þetta viðtal varð bæði konungi og forsætisráðherra til lítils sóma. Þeir nálguðust ekki málið, sem átti eftir að vekja miklar hræringar hjá allri þjóð- inni, með neinu, sem líktist hrein- skilni. /x heyrnin hafði verið sérlega misheppnuð, og Baldwin fór ekki fram á annað viðtal, heldur tók hann að safna liði sér til hjálpar. Hann hafði þegar fengið hvatningu frá Kemsley lávarði, hinum volduga blaðaeiganda. Hann kallaði saman fuíid, þar sem komu Ramsey McDonald, Neville Chamberlain og Halifax lá- varður, til þess að komast að afstöðu frjálsu kirknanna. En hér má geta þess, að Halifax var merkilega fróð- ur um athafnir og viðhorf kirknanna í hverju máli. Sjálfur var hann vitan- lega mjög eindreginn hákirkjumaður, og þá auðvitað eindreginn andstæð- ingur hjónaskilnaða og endurgiftinga. Hann hlýtur að hafa verið þarna til þess að bæta vígstöðu Baldwins. Myndin hér að ofan vakti athygli meðal almennings. Hún var tekin á Miðjarðarhafsströnd Frakklands og þótti bera vitni um, að kunningsskapur konungs og fráskildu konunnar frá Baltimore í Bandaríkjunum væri orðinn allnáinn. B • aldwin talaði við Clement Attlee, foringja jafnaðarmanna, og fékk hjá honum loforð um fylgi. Einnig var talað við Sir Archibald Sinclair, for- ingja frjálslyndra, og með sama árangri. Baldwin hitti einnig Vincent Massey, stjórnarfulltrúa Kanada í Lundúnum. Hann komst að því, að Massey var í vafa um réttu aðferðina, hvað sam- veldislöndin snerti. Jr að var ekki fyrr en 16. nóv- ember, fjórum dögum eftir að ég lagði af stað til Kanada á línuskipinu „Brem- en“, að konungur tjáði forsætisráðherr- anum fyrirætlun sína. En nú, í Fort Belvedere, sagði hann mér alla söguna og sagði hana vel. í fyrsta lagi, að hann ætlaði sér að ganga að eiga frú Simpson. Ef ríkis- stjórnin vildi ekki samþykkja þetta hjónaband, yrði ekkert af neinni krýn- ingu. „Engin gifting — engin krýning“. Hann sagði þessi orð með miklum þunga og barði í borðið til frekari á- herzlu. Hann vildi gefa til kynna, að málið væri útrætt og afgert. Hann minntist á bréf, sem honum hafði borizt 13. nóvember frá einkarit- ara sínum, Alexander Hardinge, majór, þar sem sagði: 1) Að þögn brezku blaðanna um frú Simpson yrði rofin og að mikils upp- náms væri að vænta innan fárra daga. 2) Að forsætisráðherrann og helztu ráðherrar í ríkisstjórninni ætluðu að halda fund til að ákveða að hafast eitt- hvað að, og afsögn stjórnarinnar gæti komið til mála. 3) Að önnur stjórn gæti ekki komið til méla, „að því er hann hefði ástæðu til að halda“. 4) Að eina lausn málsins væri þing- rof og nýjar kosningar, þar sem kosið yrði fyrst og fremst um frú Simpson. 5) Að frú Simpson yrði að fara taf- arlaust úr landi. 6) Að málið væri mjög áríðandi, vegna afstöðu blaðanna. Og konungur lauk máli sínu með þessum orðum: „Hver hefði getað sagt Hardinge þetta nema forsætisráðherr- ann sjálfur?“ K. k,onungur sagði mér frá seinna viðtali sínu við Baldwin, 16. nóvember, þegar hann hefði skýrt honum frá hjú- skaparfyrirætlunum sínum. Hann sagði, að Baldwin hefði „ráðið frá“ gifting- unni og tjáð konungi, að ef hann ætlaði að halda því til streitu, ætti hann held- ur að segja af sér, þar eð hvorki þjóð- in né samveldið mundi viðurkenna frú Eftír Beoverhrook lávarð Simpson sem ' drottningu. Konungup hélt áfram og sagðist hafa beðið Bald- win að ráðgast við samráðherra sína í ríkisstjórninni, í þeirri trú, að yngri ráðherrarnir mundu standa með sér. Hann sagði einnig við Baldwin, að hann vildi gjarna tala við Sir Samuel Hoare, flotamálaráðherra, og Duff Cooper, her- málaráðherra. Baldwin samþykkti þetta og þessi viðtöl fóru fram án tafar. Hann tjáði mér, að Sir Samuel Hoare hefði ekki veitt sér neinn stuðning', en hins vegar hefði hann enn von um Duff Cooper. Sá hafði ráðið til að fresta giftingunni í eitt ár eða jafnvel lengur, en konungur trúði því, að hann mundi vera meðmæltur honum í ríkisstjórn- inni. ir á sagði hann, að 21. nóvember hefði hr. Esmund Harmsworth, sonur Rothermere lávarðar, boðið frú Simp- son til hádegisverðar og fært í tal við hana „morganatískt“ hjónaband. Kon- ungur kvað frú Simpson vera hlynnt- ari slíku hjónabandi en nokkru öðru formi til lausnar málinu. (Þetta hefði þýtt, að hún hefði orðið eiginkona konungs, án þess þó að vera drottning, og börn þeirra hefðu ekki orðið arf- geng til ríkis). Til þess að gylla enn betur fyrir mér möguleikana á slíku hjónabandi, sagði hann mér, að Rothermere lávarður, eig- andi Daily Mail, hefði lofað því ein- dregnum stuðningi sínum. Ennfremur tjáði hann mér, að Baldwin hefði ráðg- azt við Attlee, sem hafði verið andvígur morganatisku hjónabandi. En konungur sagðist halda, að afstaða Attlees hefði verið affærð, og hann héldi ekki að afstaða Verkamannaflokksins yrði neitt fjandsamleg, þegar tímar liðu. Hann hélt áfram og lét þess getið, að morganatiskt hjónaband væri sann- gjörn tillaga, og mundi njóta mikils stuðnings í þinginu og eins hjá yngri mönnunum í ríkisstjórninni. IV ú kom ég með mínar ráðlegg- ingar: Hættið þegar í stað við morganatiskt hjónaband. Ríkisstjórnin mundi fella það. Um þetta atriði var ég einbeittur. Beiðnin um morganatiskt hjónaband mundi selja konung í hendur Baldwins og hinna annarra stjórnmálamanna. Stjórnmálamennirnir höfðu alls ekkert vald um aðalatriðið, hjónabandið. Kon- ungi var frjálst að giftast hverri sem hann vildi, og ríkisstjórnin hafði ekkert vald til að banna það. En hins vegar gat hann ekki gengið í morganatiskt hjónaband, af því að slíkt hjónaband var óþekkt að enskum lögum og hefði kostað ný lög frá þing- inu, sem gætu veitt honum nauðsyn- legan stuðning. En um leið reyndi ég að draga úr þessari óvelkomnu ráðleggingu gegn morganatisku hjónabandi, með því að segja að konungur þyrfti ekki nauð- synlega að slá hendi við slíku tilboði ef það að lokum kæmi frá ríkisstjórn- inni. IConungurinn var í mjög sterkri aðstöðu. Framkvæmdavaldið (þ.e. ríkisstjórnin), kynni að hafa ó- beit á fyrirhugaðri giftingu hans, en hafði hins vegar ekkert vald til að hindra hana. Ef framkvæmdavaldið héldi, að morganatiskt hjónaband gæti gert málið auðveldara og komið í veg fyrir afsögn stjórnarinnar, gætu ráð- herrarnir komið með tillögu um það og konungur tekið hana til athugunar. Ef hann gengi að þvi, væri hann ekki að biðja sér neins greiða, miklu fremur gera hinum greiða. Þá væri hann ekki að leika upp í hendurnar á Baldwin. Hug- myndin ætti að koma frá ríkistjórninni eða blöðunum en ekki frá lconungi sjálfum. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.