Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 4
NYR HUMANISMI Sverð og bagall M, :ðaldirnar eru móðurskaut vest- rænnar menningar, þótt ýmsir sagn- fræðingar sitji enn fastir í bleypidóm- um 19. aldarinnar og hafi því lítinn skilning á slíkri fósturfræði. I>að er ekki aðeins að velferðarríki nútímans séu sprottin úr þeim jarðvegi mannúðar- hugsjóna, sem miðaldakirkjan rækti, fyrst og fremst með tilstyrk munka- og nunnureglna sinna og getið var um í síðasta þætti. Öll æðri menntun á þar einnig grundvöll sinn. í bók sinn The Age of Bclief (1961) gerir Anne Fremantle, aðstoðarprófess- or við Fordham-háskóla, samanburð á miðöldunum, þegar heimurinn skiptist milli kristinnar kirkju og Múhammeðs- trúar, og á nútímanum, þegar hann skiptist í yfirráðasvæði kommúnista og kapitalista, með staðbundnum styrjöld- um á jaðarsvæðum svo sem Kóreu og Víetnam. Þó er sá munur á, að vestræn menning var eins og umsetin borg í full 1000 ár, fyrst vegna árása gotneskra og germanskra þjóðflokka, sem flestir tóku að lokum kristni; Vandala, sem náðu um tíma Rómaborg á sitt vald, en flæddu annars yfir Frakkland, Spán og Norður-Afríku; Húna, sem komust suður í Pódal og vestur fyrir Rín, áður þeir yrðu stöðvaðir, og norrænna vík- inga, sem eyddu að mestu hinni blóm- legu írsku menningu og lögðu strand- héruð Frakklands í auðn. Lengst var *"|>ó viðureignin við Islam, sem lagði undir sig alla Norður-Afríku, mikinn hluta Spánar og sótti þar alla leið norð- ur fyrir Pyreneafjöll, hafði Sikiley um tíma á sínu valdi, sigraði Austurróm- verska ríkið til fulls með falli Konstant- ínópels 1453 og komst að lokum að imúrum Vínarborgar, áður en þessi hol- skefla brotnaði og sogaðist út aftur. Sú forusta og samstaða, sem kristin kirkja veitti, forðaði Vestur-Evrópu frá því að verða arabískt eða tyrkneskt skattland. Afrek hennar inn á við voru engu minni. í þúsundum klaustra unnu iðnir munkar að samsetningu og afskriftum myndskreyttra handrita, en líknsamar nunnur að hjúkrun í spítölum. Það er taJið að á 13. öld, þegar holdsveiki var orðin að útbreiddri farsótt, hafi verið um 2000 holdsveikraspítalar í Frakk- EFTIR PAL V. G. KOLKA Xómas Aquinas landi, en am 19000 í aliri Evrópu (R. H. Major). Á þessum öldum var líka hver háskólinn stofnaður af öðrum og flykkt- ust þangað þúsundir stúdenta allstað- ar að. Tala þeirra í París og Bologna hefur verið áætluð 6—7000, þótt sumir nefni hærri tölur. Það tók 6—7 ár að ná B.A.-stigi, 12-15 að fá doktorsgráðu. Þar var lögð undirstaðan að vísindum nútímans, svo sem læknisfræði í Sal- erno, Montpellier og Padua, lögfræði í Bologna, heimspeki og guðfræði í París og Chartres, klassískum fræðum í Oxford. Arfsagnir geta a.m.k. um eina konu sem háskólakennara, Trotulu í Salerno, og er við hana kennd kennslu- bók í kvensjúkdómum og fæðinga- hjálp. Líkskurður var stundaður í Bol- ogna og Padua frá því á 14. öld, að vísu gegn mótspyrnu öfgamanna, eins og átti sér stað á Englandi fram á síðustu öld. í: raman af miðöldum var varla uir. aðra læknisfræði að ræða en þá, sem stunduð var af munkum og öðrum kirkjunnar mönnum, sem sumir urðu frægir læknar á sinni tíð. Einn þeirra, Peter Hispanus, frægur lærdómsmaður og rithöfundur á sinni tíð, varð páfi undir nafninu Jóhannes XXI. Hann er sá eini læknir, sem setið hefur á páfa- stóii (d. 1277). Fjöður og pentill J\ óstjórnaröldunum eftir fall Rómaríkis féll grísk menntun niður all- staðar á Vesturlöndum nema á Bretlands eyjum. Virðulegur Beda (673-735), sem lifði allan aldur sinn í klaustrinu á Jarrow á Norður-Englandi, þar sem kór- stóll hans er enn til sýnis, var jafnvíg- ur á grísku, latínu og móðurmál sitt. Mesti sérfræðingur í miðaldabókmennt- um, prófessor W. P. Ker (1S55-19Ö2), teiur í bók sinni, The Dark Ages, Beda svo merkilegan sagnfræðing, að hann standi nær mönnum 20. aldar en 19.- aldar menn gera. Sagnfræðirit Beda, Bedae Opera Historica, hafa verið gefin lít á latnesku með meðfylgjandi enskri þýðingu, síðast 1962. 1 formála þeirra biður Beda lesandann afsökunar á því, ef eitthvað skyldi reynast sannara en hann segir frá, og minna orð Ara fróða á þau ummæli, enda er vitnað til Beda prests heilags í Landnámu. Einn af lærisveinum Beda var Egbert, erkibisk- up í York, sem stofnaði þar skóla, og lærisveinn hans var Alcuin, fræðslu- málastjóri Karls mikla (Karlamagnúss), sem kom á föstu skólakerfi í ríkjum hsns. Þ að virðist nokkuð útbeidd skoð- un hér á landi, að sagnfræðirit íslend- inga hafi orðið til fyrir eins konar sjálfgetnað. Prófessor Edvard Bull tel- ur í Det norske Folks Liv og Historie, H. bd., líklegt að munurinn milli ís- lendinga og Norðmanna í þessum efn- um stafi af því, að flestir prestar á fyrstu öldum kristninnar í Noregi hafi verið útlendir kaupamenn eða umkomu- Jausir menn, sem aldir vojru upp á kostnað kirkjueigéndanna gegn þjón- ustu við kirkjur þeirra síðar meir, en á Islandi námu margir höfðingjasynir sjálfir klerkleg fræði og á þeim tímum var það ekki á annarra færi en auð- ugra manna eða stofnana að rita eða láta rita bækur. Höfðingjastéttin hér var betur menntuð en í öðrum Jöndum, og um menntun var þá ekki að ræða nema á klerklega vísu. Ýmsir höfðingjasynir íslenzkir dvöldu árum saman við nám erlendis og hafa því kynnzt, keypt eða látið afrita helztu. rit, sem þá voru þekkt innan vestrænn- ar kristni, Sum klaustrin lögðu svo mikla áherzlu á söfnun bóka, að Bene- dikt Biscop gerði skv. frásögn Beda hvað eftir annað ferð til Rómaborgar tii þess að afla klaustri sínu í Jarrow bóka. Þetta styður og sú kenning próf. Sigurðar Nordals, að íslenzk sagnarit- un hafi hafizt í eða í sambandi við Þingeyraklaustur. Ein af þeim bókum, sem sjálfsagt hafa verið þekktar hér á landi ekki síður en Exposiciones Greg- oríusar páfa, sem Lárentius biskup lét Jesa fyrir sig, er Historia Francorum eftir Gregorius af Tours, (53®-594). Frankasagan, sem til er í danskri þýð- ingu, Frankerkronikken minnir um margt á Sturlungu, enda ber W. P. Ker Gregoríus af Tours saman við Sturlu Þórðarson, sem var að vísu miklu þroskaðri rithöfundur. Vitanlega hafa íslendingar líka átt yfirburði sína að emhverju leyti að þakka arfgengum eða tileinkuðum eiginleikum írskrar og enskrar menningar. Próf. Sig. Nordal telur Egil Skalla- grímsson hafa lært bragarháttinn að Höfuðlausn fyrir vestan haf og W. P. Ker, sem kunni vel íslenzku, ber sam- an ljóðlínur úr latneskum sálmi Quando celox currit velox við Brustu broddar, Nathaa Söderblom NIÐURLAG enn bitu oddar. Þótt Egill væri heiðinn maður og kynni ekki latnesku, hefur brageyra hans hrifizt af hætti og rími hins latneska sálms. Framhald á bls. 13. LEIT AÐ MANNINUM Stóll virðulegs Beda í Jarrow. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.