Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 14
f miðaldasögu 1 Cambridge, heldur því aftur á móti fram í nýrri bók: A History of Political Thought: The Afiddle Ages (1965), að Stjórnmála- stefnur nútímans séu sögulega séð ekki annað en beint áframhald ýmissa skoð- ana, sem í heild sinni mynduðu póli- tísk hugmyndakerfi miðalda, og að öll meginhugtök þeirra þá séu í engu frá- brugðin því sem þau eru nú. Samkvæmt rúmverskum skilningi kom allt vald of- an að frá keisaranum, sem jafnframt veraldlegu valdi var æðsti prestur og guðdómlegur. Aldalöng barátta milli keisara og páfa var í raun og veru lög- fræðileg deila um það, hvort uppspretta valdsins væri hjá páfa, umboðsmanni Krists, eða keisaranum af guðs náð. Valdið kom ofan. að, samfélagið var ems og pýramidi og aðeins einn steinn gat myndað topp hans. Germanir skoð- uðu valdið aftur á móti runnið neðan að, frá fólkinu sjálfu sem kaus sér leið- toga í hernaði og síðar konung, sem að visu varð að jafnaði að vera goðborinn, — af ættstofni Óðins. En konugurinn var bundinn af lögum og af samning- ¦um við þegna sína. íslendingar, sem lengst héldu þennan germanska arf í heiðri, gerðu sinn contrat social — Gamla sáttmála — við Hákon gamla 500 árum áður en Rousseau orðaði það hugtak. - • -íl-gústínus kirkjufaðir hafði haldið því fram, að sannleikanum bæri að veita viðtöku með áfergju, hvaðan sem hann kæmi. f lok miðalda voru menn orðnir þreyttir á háspekilegum og frumeðlisfræðilegum geimferðum og gripu því með áfergju þeirri nýju þekk- ingu á kenningum hinna heiðnu spek- inga fornaldarinnar, sem fékkst er rit þeirra höfðu verið þýdd. Snjallasti guðfræðingur síðmiðalda, Tómas Aquin- as (1225-1274), tók sér fyrir hendur að sameina í eitt kerfi trúfræði kirkjunn- ar og heimspeki Aristótelesar, hins heiðna snillings, sem hafði haldið því fram, að náttúran fylgdi föstum lög- málum og eitt þeirra iögmála væri framþróun Tómas hélt því fram, að Guð birtist mönnunum bæði í náttúr- unni og í opinberun sinni, og að trú og vísindi ættu því samleið. En að dómi prófessors Ullmanns er hann einnig höfundur þjóðfélagsfræði sem vísinda- greinar, því að hann taldi ríkið eiga að vinna að heill og velferð þjóðarinnar, og að lei'ðtoga hennar mætti velja úr röðum fólksins af fólkinu sjálfu, enda þótt konungdæmi væri ríkjandi. Læri- sveinn hans, Pétur frá Auvergne, bisk- up í Clermont, gekk það feti framar að vilja takmörkun barneigna til að koma í veg fyrir of mikla fólksfjölgun. Þetta gerðist á þeim „myrku miðöldum" Cg kirkjan brenndi ekki Tómas Aquin- as, heldur tók hann í helgra manna tölu. Ofstækið kom seinna, þegar þjóð- féiagsskipun miðalda var komin í upp- lausn, kirkjan hafði glatað miklu af virðingu sinni og undarlegur ofsi var hlaupinn í viðbrögð manna, eins og J. Huizinga lýsir í bók sinni Herbst des Mittelalters. Síðmiðaldirnar áttu jafn- vel sín unglingavandamál, þar sem flökkustúdentarnir, vagantes, fóru, en þeir voru oft í uppreisnarhug gegn kirkju og þjóðfélagi. í>ví lýsir Helen Waddell í bók sinni The Wandering Scholars (1954). Niðurlagsorð I þáttum þessum hefur verið far- íð líkt að og fréttaritari gerir, er hann leitar álits manna víðsvegar að til þess að varpa ljósi á viðfangsefni sitt frá sem flestum hliðum. í>eir eru því nokk- uð á víð og dreif, enda samdir jafnóð- um. Vísindi nútímans eru orðin svo um- fangsmikil, að það er á fæstra færi að rannsaka til þrautar nema örlítinn hluta, analysera eða gergreina viðfangsefnið niður í smæstu frumeindir þess. Það faefur verið gert við manninn, að því Biðjandi hendur. 4000 ára gömul mynd frá Sumer sýnir þrá allra alda eftir Guo'i. er líkama hans snertir. En til þess að þekkja hann og þarfir hans, bæði sem einstaklings og liðs í þeirri heild, sem framþróunin virðist stefna að, þarf heildaryfirsýn yfir sem flest fyrirbæri nútímans og alla fortíð hans og sögu menningarlegrar og andlegrar þróunar hans. Vísindin hafa beinzt annarsvegar að leyndardómum himingeimsins, þar sem við blasa ljósuppsprettur, . sem taldar eru vera í þúsund milljón ljósára fjarlægð, og þvi ef ,til vill uppþornaðar löngu áður en Móðir jörð varð til. Hinsvegar er leyndardómur örsmæðar- innar, sem brýtur í bága við alia hvers- dagslega reynslu af efni og orku, tíma og rúmi. Aristóteles taldi að náttúran virtist vita á sig framtíðina. Það gerir einnig sá nýi húmanismi, sem telur framþróun- ina vera markmiðaða, en ekki háða lög- má'lum, sem orðið hafa til af einhverri tiiviljun. Hann tekur aftur upp þann þráð, sem slitnaði í lok miðalda, þegar reynt var að fella í eina heild trúfræði og takmarkaða þekkingu á lögmálum náttúrunnar. Nú þarf að fella í eina heild sundurlausar sérgreinar náttúru- visindanna, og trúarlega reynslu kyn- slóðanna, svo að maðurinn finni sjálfan sig og eygi markmið tilveru sinnar. Giordano Bruno sagði, að það væri ekki sæmandi Guði að skapa minna en allan himingeiminn. Við verðum að trúa því að honum sé heldur ekki sæmandi að skapa minna en fullkomnari menn en mannkynið er nú. JLííffræði efnishyggjualdarinnar taldi baráttu'allra gegn öllum vera burðarás tilverunnar. Liffræði nútímans telur aftur á móti sambýli — symbiosis — vera'eðlilegt ástand náttúrunnar og lít- ur alvarlegum augum þá rányrkju, sem raskar jafnvægi þessa sambýlis. Kristn- ir menn á fyrri öldum börðust um rök- fræðilegar skýringar á leyndardómum, sem engin rök ná til. Nú á tímum er aftur á móti sú stefna að verða ríkjandi innan flestra kirkjudeilda, að samvinna þeirra sé nauðsynleg, ef kirkjan á að rækja þjóðfélagslegt hlutverk sitt. Einn helzti brautryðjandi þessarar stefnu var hin ágæti erkibiskup Svía, Nathan Söderblom, og síðar Ijúfmennið á páfa- stóli, Jóhannes XXIII. Alexis Carrel, sem vann áratugum saman að því að ránnsaka líffræðilegar þarfir líkamans, taldi manninn enn framandi sjálfum sér, nema hann lærði líka að þekkja félagslegar, listrænar, andlegar og trúarlegar þarfir sínar. Rannsókn þeirra þarfa er hlutverk hins nýja húmanisma. Raunvísindi um manninn hljóta að taka til allrar reynslu hans, einnig þeirrar trúarlegu. Það hefur heimspeki síðustu alda van- rækt að mestu leyti. Á þessu er að verða breyting, sem sjá má af ummæl- um ýmissa þeirra höfunda, er vitnað hefur verið til. í sögu líffræðilegrar framþróunar er maðurinn eina greinin sem hefur aldrei staðnað en lifað af allar ytri breytingar, fært með menningu sinni lífið á jörð- inni inn á nýja braut óútreiknanlegra möguleika. Á þeirri braut er kristin kirkja eina stofnunin, sem hefur þrátt fyrir margs konar mistök og allar breytingar á ytra umhverfi sýnt sig þróunarhæfa og þróunarmagnaða, hafna yfir öll takmörk litarháttar og mis- munandi þjóðfélagsforma. Frá sjónar- miði þess húmanisma, sem trúir á ó- meðvitaða opinberun hins Skapandi rráttar til handa öllu lífi í sókn þess til þroska, hefur kirkjan rétt og skyldu tíl að boða þann leyndardóm, að sá guð- dómur opinberaðist í mannlegu holdi til þess að birta kærleikann sem meðvitað- an leiðarþráð frekari framþróunar. Innan kirkju Krists finnur maðurinn sig þá ekki lengur einmana og öryggis- lausan einstakling, heldur lið í sam- félagi, sem nær til endimarka jarðar og út yfir allar eygjanlegar víðáttur tíma og rúms. HÖFUÐBOLIÐ Framhald af blaðsíðu 10. Grænmó, auk þess verstöð við Selfljót (Eiðaver) og reki allur í Kolbeinsfjöru fyrir Hafnarlandi í BorgarfirtSi. f fríðum peningi átti að fylgja 12 málnytakúgildi. Auk þessa átti kirkjan að eiga smiðju, alfæra. Innanstokks skyldi vera til ílát ýmiss konar, svo sem ketill, kerold, tunnur, biður, trog, skjólur, strokkar, smjörsigti, og ennfremur einn rúmfatn- aður. Bændahlutanum fylgdi íbúðarhús úr timbri, gripahús og önnur venjuleg út- hýsi. Með stofnun búnaðarskólans á Eiðum vorið 1883 verða þáttaskil í sögu staðar- ins. Saga hans hefst á nýjum grunni og verður að aðalefni skólasaga. 1. 2. 1957. JATVARÐUR VIII. Framhald af blaðsíðu 9. getað staðizt til frambúðar. Ráðherrarn- ir, sem segðu af sér um leið og Bald- win, hefðu vel getað fundið sjálfa sig einmana og yfirgefna og mundu fljót- lega leita til hjarðarinnar aftur. Ég tók því til óspilltra málanna að reyna að afla konunginum fylgis. En ástand- ið versna'ði alvarlega 25. nóvember. Það var þá, sem hugmyndin um morg- anatiska hjónabandið tók á sig sína kvíðvænlegustu mynd. Mi lalcolm MacDonald, samveldis- ráðherra, hafði minnt Baldwin á það, að lagasetning um slíkt hjónaband hlyti að krefjast sams konar lagasetningar í sumum samveldislöndunum. Baldwin varð það samstundis ljóst, að ef þessi spurning væri sett fram berum. og ákveðnum orðum, mundu þessi sam- veldislönd segja nei. Hann tjáði því konungi, að þessa beiðni um morgan- atiskt hjónaband yrði að leggja fyrir öll samveldislöndin, auk breziku stjórn- arinnar, og spurði, hvort konungur vildi, að hann bæri hana fram. Konung- ur svaraði því játandi — og um leið voru örlög hans ráðin. Boð voru send samveldislöndunum hinn 27. nóvember. Þau voru kænlega orðuð. Baldwin kom þar með sína út- gáfu af deilunni og sínar röksemdir. Álit konungs kom þar ekki fram. Þannig var vilhöil og villandi skýrsla um beiðni konungs til síns eigin forsætis- ráðherra send samveldislöndunum. Föstudaginn 27. nóvember var hald- inn ríkisráðsfundur, sem samþykkti orðalag boðskapar Baldwins til sam- veldislandanna, og það orðalag varð kon- unginum til falls. Sir Samuel Hoare kom að finna mig, eftir að fundinum var lokið, og tíðindi hans af ávarpinu til samveldislandanna urðu mér stór- fellt undrunarefni og sannkallað reið- arslag. Ég skundaði til hallarinnar í þeirri von, að enn ynnist tími til að breyta þesari örlagaríku ákvörðun, því að ég hélt, að boðskapurinn hefði enn ekki verið sendur út. En Baldwin kom honum áleiðis, næstum eins fljótt og ég komst til hallarinnar. V iðtal mitt við konunginn var sérlega ófullnægjandi. Hann staðfesti þessar slæmu fréttir. Hann sýndi það einnig, að hann skildi mjög glöggt, 41 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 19. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.