Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 11
— hi þú heldur þér ekki saman — þá er ég „EF VÉR höldum nú áfram og lítum á sálræn viðbrögð, sem í ljós komu í samfeJögum, er komust í snertingu við vestrænan mi'ðalda-kristindóm, munum vér finna þá ásæknustu fylgjendur Heródesarhyggjunnar, sem sagan þekkir, meðal þessara fyrri skrælingjalegu skandínavísku innrásarmanna, sem, sökum eins fyrsta og einstæðasta menningarsigurs vestrænnar siðmenn- ingar, urðu fulltrúar Normanna og útbreiðendur vestræns kristins lífernisháttar. Normannar sóttu fram til að taka, ekki aðeins við trúarbrögðum, heldur einnig við máli og ljóðum hinna innbornu rómönsku manna, í fylgiríki því, sem þeir höfðu skorið út handa sjálfum sér í gallversku hjarta Karl- ungaheimsveldisíns. Þegar hinn fransknefndi ráðherra Nor- mannanna, Tallifer, hóf upp raust sína til að innblása hugrekki í félaga sína, riddarana, þegar þeir riðu til orrustunnar við Hastings, mælti hann ekki fram Völsungasögu á norrænu, held- ur Rolandsljóðið á frönsku; og á'ður en Vilhjálmur (bastarður) sigrari Englands tók með upplyftum armi að efla vöxt ný- fæddrar kristinnar vestur-siðmenningar í vanþróuðum og ein- angruðum landshluta, sem hann hafði unnið með sverði, höfðu aðrir norrænir ævintýramenn byrjað á því uppátæki að út- víkka landamæri hinnar vestrænu kristnu veraldar á öndverð- um svæðum, á kostnað rétttrúa'ðs kristindóms og Dar-al-Islams í Apúlíu, Kalabríu og á Sikiley. Enn furðulegri var heródesar- leg viðtaka Skandínavíumanna við hinni vestrænu kristnu menningu, þeirra sem kyrrir höfðu verið í heimalöndum sínum". „Þessi viðtökufúsa afstaða norrænná manna gagnvart framandi menningu var ekki bundin við menningu vestræns kristindóms ..." (Arnold Toynbee: A Study of History II, bls. 232, útg. Sommerwells). Þeim mönnum, sem skilja ofanskráð og hugsa og tala um styrkleika íslenzkrar menningar, ætti að vera það nokkuð um- hugsunarefni, sem eitt mesta gáfnaljós menningarsögu á vorri öld segir um afstöðu margra norrænna manna til eigin menn- ingar og framandi menningar. f stuttu máli verður menning vor ekki talin sterk nema vér berum langt af öðrum mönnum, sem af norrænu bergi eru brotnir. Við hvað á Toynbee me'ð „Heródesarhyggju" norrænna manna? Menn ættu að renna grun í það — en til að taka af öll tvímæli, skal þess getið að Heródes konungur mikli, synir hans og fylgismenn, reyndu að taka við sem mestum grískum og rómverskum menningaráhrif- um inn í land sitt. Þannig hugsuðu Heródesarsinnar þeir, sem' Biblían getur um: Látuin eins mikið af erlendum menningar- áhrifum og verða má koma inn í land vort. Um sams konar hugsunarhátt bregður Toynbee frændum forfeðra vorra, nor- rænum mönnum miðalda, og sannar sitt mál. — Hins vegar ættu menn að vita hverjir Normannar voru og hver Vilhjálmur bast- arður var og hvar Hastings er. Sögumenn erum vér ekki ef vér gleymum Göngu-Hrólfi og Karli einfalda. Þegar vestræn kristin menning knúði að dyrum hjá oss, voru gó'ð ráð dýr. Forfeður vorir völdu í stórum dráttum á þessa leið: 1. Ásatrúnni skyldi fórnað og kristni tekin, og um leið mun hafa verið fórnað þeirri litlu leiklist, sem kann að hafa fylgt Ásatrúnni. 2. Haldið skyldi sjálfstæðinu og íslenzkum lögum og Alþingi. 3. Haldið skyldi norrænni tungu, ljóðin skyldu varðveitt og ræktuð, sögur skyldu varðveittar og nýjar sögur skrifaðar. Þessi ákvörðun var ekki tekin á einum degi, nema þar sem um trúanbrögðin var að ræða. Aðrar ákvaröanir varð að taka jafnóðum. — Um leið var lögð rækt við latinu og önnur samþjóðleg fræði, en latínan ógnaði aldrei íslenzkunni. fslenzkri fornmenningu hrakaði sökum spillingar og valda- græðgi, einkum höfðingja. íslenzk kirkja var sterkasta aflið til iramleiðslu og varðveizlu innlendrar menningar, og lágmarki náöi menningin um leið og kirkjan — a.m.k. á það við í aðal- atriðum. Þessi þróun er ekki eins hliðstæðulaus og oft er látið í veðri vaka. Má nefna þróun arabískrar menningar á miðöldum og kínverskrar á Tang-, Sung- og Yuen-tímabilunum. Þá urðu mikil menningarverðmæti til, samtíma vorum fornu. Mikilvæg spurning er hve sterk ítök Heródesarhyggjan, sem Toynbee nefnir svo, á í hugum nútíma íslendinga. Hætt er við að hún vaxi hvarvetna þar sem hagvöxturinn verður hin æðsta hugsjón — en hann er það nú í mörgum löndum, og ekki síður hjá frændþjóðum vorum en öðrum. 4*.- A erlendum bókamarkaoi Nýjar Penguin bækur Ævisögur The Life and Work of Sigmund Freud. Ernest Jones. Edited and abridged in one volume by Lion- el Trilling and Steven Marcus. Penguin Books 1964. 10/6. Fyllri útgáfa þessarar bókar kom fyrst út hjá Hogarth Press a árunum 1953-57. Síðan var bók- in stytt og kom út í þessari mynd í Bandaríkjunum 1961; þetta er endurprentun þeirrar útgáfu. Höfundurinn stundaði nám við háskóla í Lundúnum, Vín, París og Miinchen. Hann var um tíma læknir í London og síðar pró- íessor við háskdlann í Toronto. Hann kom aftur tU Englands 1913 og verður einn þeirra, sem á mestan þátt i að kynna verk og skoðanir Freuds á Englandi og víðar. Hann setti saman tólf bækur varðandi læknisfræði og sálfræði og skrifaði fjölda greina um þessi efni i blöð og tímarit. Meginrit hans er þriggja bmda ævisaga Freuds, sem hér birtist í styttri útgáfu. Þegar fyllri út- gáfan kom út, var hún talin til betri ævisagna á þessari öld, enda fjallar hún um þann mann, sem telja má til áhrifamestu manna tuttugustu aldarinnar. Freud lauk upp nýjum heimi með rannsóknum sínum í sál- fræði, og enginn maður á tutt- ugustu öld hefur haft önnur eins áhrif á þróun bókmennta og lista sem Freud, auk þeirra sem hann hafði innan fræðigreinar sinnar. Bókiri er skrifuð af kunnáttu- manni í þessum fræðum og af ást á viðfangsefninu. Bókinni fy?gja nokkrar myndasíður og registur. John F. Kennedy. Portrait of a President. Hugh Sidey. Penguin Books 1965. 6/6. Höfundurinn byrjaði að stunda blaðamennsku mjög ungur og hefur starfað við Life og Time, og er nú blaðafulltrúi þess tíma- rits í Hvíta húsinu. Hann kynnt- ist Kennedy 1958 og hefur síðan skrifað allra manna mest urn forsetann. Hann ferðaðist með honum um Bandaríkin og Evrópu og var honum nokkuð náinn. Hann hafði nær því lok- ið við þessa bók, þegar forset- inn var myrtur, og því hefur bókin ekki þann eftirmælablæ, sem margar ævisögur forsetans hafa. Bók þessi er lipurlega skrifuð og á að vera gott heim- ildarrit um John F. Kennedy. Bókmenntir Two Stories and a Memory. Giuseppe di Lampedusa. Trans- lated from the Italian by Archi- bald Colquhoun. Penguin Books 1966. 3/6. Giuseppe Tomasi, fursti ai Lampedusa og hertogi af Palma, fæddist í Palermó á Sikiley, þar sem hann bjó lengstum. 1954 ákvað hann að skrifa sögu af langafa sínum, sögu sem ger- ist á einum sólarhring. Þessi saga varð II Gattopardo eða Hlé- barðinn, sem hlaut almennt lof og seldist á tæpu ári í tvöhundr- uð þúsund eintökum. Giuseppe di Lampedusa ferðaðist víða um Evrópu; hann tók þátt í heims- styriöldinni fyrri og síðari. Hann las óhemju ósköp og var mikill málamaður og varð mjög vel að sér í evrópskum bókmenntum og hafði mikinn áhuga á listum og sagnfræði. Hann lézt úr lungnakrabba 1957. Auk þessarar bókar lét hann eftir sig þessa þætti og sógur, sem hér birtast. Fyrsti þáttur þessarar bókar er minningabrot hans úr æsku, síðan kemur smá- sagan „The Professor and the Siren" og loks „The Blind Kitt- ens", uppkast að skáldsögu um hina nýju stétt, sem er að hefj- ast til valda á Sikiley í lok Hlé- barðans. AUir þeir, sem losið hafa Hiébarðann, hljóta að l?sa þessa bók. Journey Into Russia. Laurens ' van der Post. Penguin BooliS 1965. 6/—. Höfundurinn fæddist f Afríki', 1906. Hann hefur lengst af ýmist dvalizt þar eða í Englandi. Aðal- starf hans hefur verið landbún- aður og ritstörf, nema hvað hann gerði hlé á þessum störfum um tíu ára skeið, stundaði þá her- mennsku í Eþíópíu, Norður- Afríku og Austurlöndum fjær, en þar var hann tekinn höndum af Japönum. Eftir dvöl í fanga- búðum fór hann til Java og var þar á vegum Mountbattens. Hann hefur stundað landkönnun í Afríku og ritað bækur um þess- ar ferðir sínar. Þessi bók er ferðasaga frá Rússlandi; hún kom út 1964 og er nú endur- prentuð hjá Penguin. Sir Robert Bruce Lockhart telur þessa bók vera hina beztu, sem hann hafi lesið um Rússland, en hann dvaldi lengi í Rússlandi í fyrri heimsstyrjöldinni og er allra manna fróðastur um það land. Höfundur fór vítt um Rússaveldi og talaði við þúsundir manna og kvenna. Bókin er skemmtilega skrifuð. 19. júní 1966 ¦ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.