Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 1
*y$lfttl»lftlltö*t0 I 22. tbl. — 19. júní 1966 — 41. árgangur [ «8 kunnugt sé, og Þórdís giftist aítur Höskuldi, syni Þorgeirs Ljósvetninga- goða. Dætur hafði Helgi átt, áSur en hann kvæntist Þórdísi, en þær voru giftar íyrir dauða hans og höfðu stað- festu annars staðar. Ókunnugt er því, hvað varð um staðfestu á Eiðum eftir dagr. Helga, og verður ekki nema getgát- urr einum við komið, byggðum þó á nokkrum líkum. Þeir áttu goSorð saman, Helgi og Hrafnkell Þórisson, bræðrungur hans. HallJór Stefánsson, fyrrverandi alþingismabur: Höfuðbólið Eiðar á Fljótsdalshéraði Halldór Stefánsson. |B;»-jarnafi>iS EiSar hefur þótt nokkur ráS- gáta. ÞaS er myndaS af stofninum EID meS l'leirtöluendingu. LeitaS hefur veriS aS ein- kcnni í landslagi f grennd bæjarins, (sem algengt er, aS sé nafnstofn bæja), en ekki íuiidizt, svo aS órækt þyki. Augljóslega er nafnstofninn kominn frá Noregi, sbr. EiSsivaþing, EiSsvöllur, EiSa- ekógur. Þarf um hann ekki annarrar skýring- a.r aS leita, — Fleirtöluendingin er algeng um fslenzk bæjarnöfn, s.s. Melar, Saurar, Skógar, Moltar, Fitjar. Fjósar o fl.1 Að áliðinni söguöld — um það bíl sem kristni var lög- tekin — bregður höfðingjasetrinu Eiðum fyrst fyrir á spjaldi sögunn- ar, í ]eiftursýn að kalla má. Og þá er !það harmleikur, sem þar gerist. Helgi Ásbjarnarson, einn mesti höfð- lngi héraðsins, hafði flutt staðfestu sína írá Mjóanesi að Eiðum, eftir að hafa íellt Helga Droplaugarson í Kálfshóls- bardaga árið 9&8. Grimur, bróðir Helga Droplaugarson- ar, hafði sloppið lífs úr bardaganum. Vissi Helgi Ásbjarnarson hefndarhug hans á sér liggja, ef honum gæfist færi. Eústaðarflutningur Helga að Eiðum var varúðarráðstöfun gegn hefndarsókn Grims. Hann „þóttist þar betur kominn, er þingimenn hans voru umhverfis". í>órdísi toddu, konu Helga (síðari), iþótti þessi ráðbreytni vafasöm af þeirri ástæðu, að land á Eiðum var allt „skógi vaxið að húsum heim, og mátti hvergi sjá mannaferðir, þótt að garði færi". En Helgi lét það ekki í vegi standa bústaða- ekiptunum. Nokkrum árum siðar vá Grímur Drop- Saugarson Helga að næturiagi heima þar á Eiðum til hefnda eftir Helga bróður Cinn, er um 30 þingmenn Helga, ný- komnir af Lamlbanesiþingi, voru þar íiæturgestir. Er svo taiið, að þetta bermdarvíg hafi orðið árið 100«. Jr ótt þessi fyrsta kynning af Eið- um sé stutt, er sagan, sem þar gerðist, löng í minningunni. Og þótt kynningin af staðnum sé ekki önnur en að land hafi verið þar skógi vaxið að húsum heim, og að saga hans hverfi í djúp ókunnugleikans langa hríð, verða Eiðar samt í huga höfuðból allt frá þessu, enda má færa til þess nokkrar líkur, að svo hafi verið. Helgi og Þórdis áttu jekki börn, svo Hrafnkell átti tvo sonu, Þóri og Svein- björn. Mun Þórir hafa verið eldri og tekið staðfestu eftir föður þeirra. Um afkomendur hans er ókunnugt. Líklegt má telja, að Sveinbjörn hafi fengið staðfestu á Eiðum. Sonur hans hét Þor- steinn og hans sonur Bótólfur. Allir fengu þeir göfug kvonföng, og hafa því sýnilega haft góða staðfestu og héraðs- völd. Hefðu þeir feðgar getað setið á Eiðum alla elleftu öldina. Lljótt er um sögu staðarins á Eiðu'm einnig alla tólftu öldina. Það eitt er kunnugt, að í aldarlokin hefur verið stofnuð þar kirkja, helguð Maríu (skv. kirkjuskrá Páls biskups Jónsson- ar). Kirkjustofnunin bendir til þess, að alla tíð hafi Eiðar verið höfuðból, þótt sagu staðarins sé ókunn af skráðri sögu þessa merka tímabils. E nn er saga Eiða ókunn alla þrettándu öidina. En um aldamótin næstu eru kunn nöfn ábúenda þar. Sú vitneskja hefst á þvi, að Þorvarður Páls- son, sem samkvæmt nýjustu ættarrann- sóknum (Steinn Dofri) er talinn hafa verið sonur Páls Oddssonar, Þorvarðar- sonar hirðstjóra, Þórarinssonar, leitar^ kvonfangs við Ragnheiði dóttur Karls Arnórssonar á Eiðum og fær staðfestu þar. Vegna ættgófgi má telja víst, að Þorvarður hefur ekki leitað sér kvon- fsngs nema þar sem talizt gat jafnræði um ættgöfgi og auð að þeirrar tiðar venju. Um framætt Karls Arnórssonar er ekki fulikunnugt. Hann er að vísu tal- inn sonarsonur Ögmundar í Bæ í Borg- arfirði syðra (Æviskrár) en ýmislegt bendir til, að hann hafi verið af ætt Kirkbæinga og Svínfellinga, e.t.v. að Arnór hafi verið sonur Ögmundar Digur- Helgasonar og Steinunnar Jónsdóttur Sigmunds.sonar. Arnórs-nafn og einnig Sokka-nafn og Teits-nafn eru kunn í þei'm ættum. Og samkvæmt ártíðarskrá Valianeskirkju hafa tvö síðartöldu nöfn- in verið alltíð á Fljótsdalshéraði um þessar mundir. Er ekki ólíklegt, að Kirkbæingar hafi flutzt austur á eftir fiændum sinum Svínfellingum á þrett- ándu öld og hafi fengið staðfestu á Eið- um. Talið er, að Karl Arnórsson hafi búið á Eiðum 1320 — 1350 (Ártíðar- skrá, 142) Arnór faðir hans hefði þá* búið þar báðum megin aldamótanna 1300. E I n hvað sem er um þessa tilgátu um ættstofn Karis, þá er samt víst, að hann hefur verið kynborinn maður og auðugur að tali þess tíma, ella hefði hann ekki náð tengdum við svo kynstóra og valdamikla menn sem Hofverja í Vopnafirði. Samkvæmt því sem að framan er sagi um búsetu Karls Arnórssonar hef- Framhald á blaðsíðu 7. Jiiðar nú á dögum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.