Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 2
: .......................... .->.->.->:->,..->>>>:>>>>>>>:-ro^ .....;;;;;;>:>>;::>:>;>:-;.:;;>;; ¦¦:>::::>:::>>:>>,¦>>>>>..>::>>:>¦¦>>>> "¦ISSS^ I amkvæmt almanaki Mú- ameðstrúarmanna, sem notað er í ^Saúdí-Arabíu, er nú árið 1386, og vestrænum ferðamönnum finnst oft, að eftir voru tímatali sé þar líka árið 1386. Ævafornir, austur- lenzkir siðir eru enn við lýði í þessu víðlenda og strjálbýla eyði- merkurlandi, svo að aðkomufólki finnst það vera komið til lands, þar sem sögurnar í Þúsund og einni nótt séu enn að gerast. Refsiréttur- inn, sem þar gildir og byggist á frum stæðum ákvæðum kóransins, gerir ráð fyrir því, að goldið sé með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn í bók- staflegum skilningi. Þjófarhafaverið handhöggnir, rægikarlar fóthöggn- ir, hórkarlar ýmist geltir eða háls- höggnir (eftir „stærð" afbrotsins), og kokkálaðir eiginmenn mega sjálf ir skera eyru, nef og varir af ber- syndugum konum sínum. Feður * semja um hjónabönd barna sinna, án þess að þau sjáist áður. Nú síð- ast í vor skrifaði vararektor íslams háskólans í Medínu lærdómslega ritgerð, þar sem hann styður ein- dregið þá kenningu, að jörðin sé flöt, og hann hallast að kenningu, sem sett var fram á 14. öld, þar sem fjöllin á jörðunni eru talin vera „ballest", er hindri, að jarð- kringlan steypist yfir um sig. "rátt fyrir allt þetta, eru gamlir siðir að víkja fyrir nýjum í Saúdi-Ara- bíu, eins og annars staðar. Konungur- inn, Feisal ibn Abdul Aziz ibn Saúd, j-eynir smátt og smátt að koma breyt- íngum á í landi sínu, og hann er ekk- ert feiminn við að kalla það byltingu. Feisal, sem nú er 61 árs gamall, segir: „Byltingar geta eins komið frá hásæti konungs og úr kjallara samsæris- manns". Feisal konungur fæddist í Er-Riyadh árið 1905. Hann var óvenju bráðþroska, og aðeins fjórtán ára gamall var hann ritari sendinefndar Saúdí-Araibíu á frið arráðstefnunni í París. Árið 1945 var hann formaður sendi- nefndar lands síns á stofnþingi Sam- einuðu þjóðanna í San Francisco. Hann er hægfara framfarasinni (mjög rót- tækur í samanburði við flesta bræður sína og frændur), ósérhlífinn og dug- legur, — hálfgerður meinlætarnaður, sem vinnur sjaldnast minna en 20 klst. *á sólarhring. Hann er einn af fáum leiðtogum Araba, sem hægt er að bera saman við einræðisherrann í Egypta- landi, Gamal Abdel Nasser, um gáfur og styrka skapgerð. Feisal konungur F eisal hefur verið konungur í Saúdí-Arabíu síðan árið 1964, þegar hann lét tilleiðast að ýta báverandi konungi, hinum íhaldssama eyðsluseggi og letingja, Saúd, til hliðar að fullu. Þeir Saúd eru hálfbræður. Saúd lét und an hverri ósk hinna mörg hundruð prinza ættarinnar. Frændamergðin krafðist æ fleiri hallarbygginga og skrautbifreiða, — sá lúxus var naumast til, sem prinsarnir létu ekki eftir sér. Þegar þeir ferðuðust til Evrópu og Ameríku, fylgdu þeim lífverðir, vopn- aðir rýtingum og byssum, hjákonur og þrælar. Þegar gamli Saúd, faðir þeirra bræðra, átti ráðstefnu við F. D. Roose- velt, Bandaríkjaforseta, í síðustu heims- styrjöld um borð í bandarískum tund- urspilli, gerði kóngur sér lítið fyrir og sló tjöldum á þilfari herskipsins, eins og hann væri staddur úti í eyðimörk- inni. Stór fjárhópur var síðan rekinn um borð og kindunum slátrað til kvöld- verðar. Saúd, sonur hans, var oft álíka frumstæður í umgengni við erlenda þjóðhofðingja. Þegar hann hitti Eisen- hower að máli í Washington árið 1957, kom hann ásamt fylgdarliði sínu, sem taldi mörg hundruð manns, í nokkrum flugvélumT Ferðatöskur konungs sjálfs voru 317, og í fylgdarliði hans voru hirðrakari, konunglegur kaffilagari, krúnugimsteinavörður, áttavitaberi, sem varð að geta sagt konungi hvenær sern var í hvaða átt Mekka væri, og sjötíu risavaxnir og kolsvartir þrælar frá Nú- bíu, sem voru einkalífverðir konungs. Þeir bár.u gullskefta og gimsteinum setta daggarða og handvélbyssur, sem þeir veifuðu framan í viðstadda. Jr riðji konungurinn, sem situr á veldisstóli í Er-Riyadh, Feisal, hefur ekkj eins mikið pomp og pragt í kring- um sig. Nú um síðastliðin mánaðamót, þegar hann heimsótti Johnson Banda- ríkjaforseta í Washington, báru ráð- herrar hans skjalatöskur en ekki rýt- inga. Feisal klæddist þó viðhafnarmikl- um klæðnaði og bar gullspangir í höíuð- búnaði sínum. Konungur hefur beitt sér fyrir marg- víslegum umbótum í ríki sínu. Tekjur konungsættarinnar af olíulindum á Ara- bíuskaga eru geysilegar, en Feisal álit- ur, að þeim tekjum eigi að verja í þágu allrar þjóðarinnar. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að hreinar tekjur af olíu- vinnslu nemi um 33 milljörðum ísl. króna (33 þúsund milljónum). Um allt landið er verið að reisa nýja skóla, verksmiðjur og íbúðarhús. Vatnsleiðsl- ur eru lagðar, sandgræðsla stunduð, og verksmiojur hafa verið reistar, sem vinna ferskt vatn úr söltu. Tvær sjón- varpsstöðvar hafa verið reistar (í Riy- adh og Jidda). /Vllt hefur þetta áhrif á daglegt líf fólksins. Ofstækisfull trú Wahabít- anna, sem er ríkistrú, er smám saman á undanhaldi. Æ fleiri þora að neyta áfengra drykkja, dansa eða spila fjár- hættuspil, án þess að eiga yfir höfði sér reiði Allah og ríkisstjórnarinnar. Konungur hefur þó ekki gefið öllu laus- an tauminn, því að eins og flestir lands- menn vill hann ganga nýja tímanum á hönd með gát. í Riyadh, höfuðborginni, ganga enn varðmenn trúarlögreglunn- ar um götur, loka verzlunum með valdi á bænatímum, rífa útlend tímarit með myndum af fáklæddu kvenfólki í tætl- ur og slá með löngum og þungum stöfum sínum á óhulda kvenmanns- ökla eða úlnliði. Samt voga margar konur sér nú orðið að nota varalit og augnskugga innan veggja heimilisins. Úti á eyðimörkinni farga bedúína- hirðingjarnir úlföldum sínum og kaupa sér jeppa í staðinn. Bedúínarnir e^u taldir vera um 80% þióðarinnar, en þeir eru að byrja að fá sér fasta bústaði, eftir að ríkisstjórnin hefur látið grafa örugga brunna á heppilegum stöðum. Hve fjölmenn er þjóðin? Árið 1952 gáfu yfirvöldin upp töluna sjö milljón- ir, en hún er talin stórlega ýkt. Senni- lega væri 3.500.000 nær réttu lagi. J/ eisal er mjög ákveðinn í því að breyta þjóðskipulaginu á flestum svið- um. Hann lætur hinar fjóru ættbálka- samsteypur, sem þjóðinni hefur verið skipt í, haldast, en tekur annars ekkert tillit til þessarar skiptingar. Honum er mjög í mun að tryggja landi sínu er- lenda fjárfestingu og útlenda 'tækniað- stoð. Fyrir nokkru fór hann til Madríd til viðræðna við Franco, og þaðan hélt hann til Washingtonborgar. Vegna inn- rásar Egypta í Jemen, þar sem stuðn- ingur Feisals við landsmenn hefur enn komið í veg fyrir. sigur Nassers, er Saúdí-Aröbum nauðsynlegt að tryggja sér vináttu sem flestra erlendra ríkja. Feisal gerir sér ekki mikla rellu út af nútíma lýðræðishugsjónum. Þó heldur hann daglega e.k. þingfund með þegn- um sínum, svokallað majli. Þangað mega allir koma, — og þangað koma allir, sem vettlingi geta valdið, til þess að tjá -konungi áhyggjur sínar. Feisal situr þá í hásæti og hlustar á kvartan- ir ríkra kaupmanna, fátækra bænda og staurblanka frænda sinna, en þrælar hafa enn ekki fengið orðið á þessum fundum, enda á þrælahald eiginlega að vera^ afnumið í Saúdí-Arabíu, þótt vitað sé, að árlega sé enn smyglað fjölda þræla frá Afríku til landsns. Um þessa „þingfundi" og þjóðskipulagið í heild segir Feisal, að þetta sé í raun- inni hið æðsta form lýðræðis, „þótt Vesturlandamönnum þyki það frá- brugðið því, sem þeir eiga að venjast". E lins og fyrr segir, vinnur Feisal venjulega um tuttugu stundir á sólar- hringi hverjum; hann rannsakar sjálf- ur allar nýjar áætlanir, les heimsblöð- Framh. á bls. 6 Framkv.stJ.: Kitstjórar: Auglýslngar: Rltstjórn: Utgerandl: Slgfos Jónsson. SigurSur Bjarnason frá Vleux Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráO Jónsson. Arni GarSar Krlstlnsson. ASalstræU 6. Simi 22480. HJ.. Arvakur. Reykjavflt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- io. iúií imfí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.