Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 14
þjóðum. Það gefur þessum fróðleik auk- ið gildi, að unnt sé að staðsetja hann nákvæmlega. Oft er hægt með ná- kvæmni að rekja atburðaröðina í tiltekinni frásögn, þar sem hið yfir- náttúrlega er uppistaðan, og að benda á nákvæmlega þann stað, þar sem merkilegur atburður gerðist, eða eitt- hvað óvenjulegt sást. Tiltekið dæmi skýrir þetta ljóslegast. Og það er þess vert, að nokkuð ýtarlega sé frá því greint til þess að sýna hvernig höfundar fornsagnanna segja frá atburðum, þar sem hversdagslífið vefst saman við hið yfirnáttúrlega, eða yfirskilvitlega: Frá 'því er sagt, að ekkja ein, Þór- dís að nafni, bjó í ólafsdal. Eyjólfur hét sonur hennar. Þann mann hafði hún alið upp, skyldan sér, er Þorgeir nefnd- ist, og var auknefndur hófleysa, sökum stjórnlausrar eyðslusemi sinnar þegar hann hafði fé handa á milli. Mikil vin- átta var með þeim fóstbræðrunum, Eyj- ólfi og Þorgeiri. Framfærslukerling ein var á vist með Þórdísi. Þessir tveir ungu menn angr- uðu hana oft með glensi sínu, glettust við hana og spilltu fyrir henni verki því, er hún hafði með höndum. Reidd- ist hún þá eitt sinn og sagði að þetta væri þeim lítil fremd, og þó að nú væri vel með þeim, mundi þó þeirra vináttu ljúka með endemum. „Furðu óspáleg sýnist okkur þú vera“ sögðu þeir. Hún kvað iþetta þó mundu eftir ganga. Síðar, er tímar liðu fram, fóru þeir til Nor- egs, og á heimleiðinni deildu þeir um það, hvar þeir skyldu leita hafnar eftir að hafa lent í sjóvolki. Varð missætti þeirra svo hatramlegt að þeir gripu til vopna, og urðu skipverjar að ganga í milli þeirra, svo að þeir næðu ekki að berjast; en skipið tók höfn í Straum- firði. Fékk Þorgeir sér þegar heat og reið til Garpsdals. Þar bjuggu þá bræður tveir, Kálfur og Steinólfur, og tók hann sér vetrarvist með þeim. En Eyjólfur fór til móður sinnar í Ólafsdal. Kerling sú, er áður var frá sagt, tók sótt um veturinn, lá lengi og andaðist næstu nótt eftir pálmasunnudag. Kirkja var þá engin nær Ólafsdal en á Reyk- hólum. Eyjólfur og heimamenn hans fluttu líkið þangað sjóleiðis til greftr- unar. Eftir jarðarförina gerði hríðar- veður með hörkufrosti, svo að ekki mátti komast sjóleiðis til Ólafsdals fyrir ís. Þorgils bóndi á Reykhólum sagði við Eyjólf: „Það sýnist mér ráð að þú farir eigi fyrr heim en liðin er páskavika; mun ég þá fá þér menn með skip þitt heim, ef þá má komast fyrir ísum, en ef þá er eigi með skip fært, þá mun ég Ijá þér hest heim að ríða; en ef nauðsyn ber til, þá megu húskarlar þínir fara heim fyrir, ef þú vill.“ Þetta boð kvaðst Eyjólfur þiggja, en húskarla sína sendi hann heim gangandi inn fyrir Króks- fjörð. Fimmtudaginn í páskaviku tók honum að leiðast biðin, og kvaðst fara mundu heim. Þorgils lét hann ráða, léði honum hest og bauð að senda mann með honum, en Eyjólfur kvaðst fara mundu einn saman, og reið síðan inn fyrir Berufjörð og Króksfjörð. Þegar hann nálgaðist bæinn í Garps- dal, voru þeir Kálfur og Steinólfur úti staddir undir húsvegg einum og töluð- ust við. Sáu þeir þá allt í einu hvar menn nokkrir gengu vestan eftir tún- inu. Þeir voru níu saman og þóttust bræðurnir þekkja þar Þorgeir Hávarsson og þá menn átta, er með honum höfðu fallið í Hraunhöfn á Sléttu fyrir nær tveimur árum. Voru þeir alblóðugir. Flokkurinn gekk fram hjá og út um garðshliðið. Við ána, sem þar fellur skammt fyrir innan, hurfu þeir. Sýn þessi orkaði mjög á þá Kálf og Steinólf. Gengu þeir inn sem í leiðslu og rann á þá ómegin. Meðan þessu fór fram, gekk nauta- maður úr fjósi í Garpsdal og sá Eyj- ólf ríða hjá. Var hann gyrður sverði og hafði spjót í hendi. Nautamaður gekk til skála, en þar var þá Þorgeir hófleysa og konur nokkrar. Sagði nauta- maður hvað hann hefði séð. Þorgeir spratt þá upp, greip spjót, hljóp út og rann eftir Eyjólfi, sem ékki sá til ferða hans, en leitaði eftir færu vaði á Garps- dalsá, er var bólgin mjög. Þorgeir kallaði til hans og bað hann bíða sín, ef hann þyrði. Leit þá Eyjólfur um öxl, hljóp af baki hesti sínum er hann sá Þorgeir og rann á móti honum. Lögðu þeir jafnsnemma spjótum sínum hvor til annars, en þau gengu þegar gegnum þá og féllu þeir báðir. Þegar þeir Kálfur og Steinólfur komu til sjálfs sín, fengu þeir að vita hverju fram hafði farið. Brugðu þeir við sem harðast og gengu austur til árinnar. Þar fundu þeir fóstbræðurna aðeins ólátna, sátu yfir þeim unz þeir létust og fluttu síðan líkin til kirkju. Þannig hljóðar saga þeirra Eyjólfs og Þorgeirs. En þó að hún gripi lesand- ann, má kalla hana hartnær hversdags- lega þegar hún er borin saman við sumt annað í íslenzkum fornsögum. Má þar til nefna Fróðárundrin á Snæfellsnesi og söguna af Gretti og Glám, sem köll- uð hefir verið bezta draugasagan í bók- menntum veraldarinnar. 5. Mannlýsingar. Eitt hið markverð- asta sérkenni íslenzkra fornsagna er það, með hve skýrum einkennum persónurn- ar koma lesandanum fyrir sjónir. Mjög iðulega lýsir söguritarinn í fáum orðum útliti þeirra manna, er mest koma við söguna, og sömuleiðis skaplyndi þeirra. En þeitta, sem sagt er um fól'kið, karla og konur, er ekki nær því eins merki- legt eins og hitt, af hve mikilli list þess- ar sömu sögupersónur eru látnar sýna sérkenni sin í gangi sögunnar. Venju- legast heldur söguritarinn sér alger- lega hlutlausum, hvorki lofar né lastar með berum orðum, heldur lætur hann söguna tala fyrir sjálfan sig og lesar- ann fella sinn eigin dóm. Með því að hinar ófalsaðri sögur segja eingöngu frá sannsögulegum mönnum, og atburðum sem gerðust á níundu, tíundu og elleftu öld, og geta um hundruð einstaklinga, verður útkoman af 'þessu sú, að við höf- um miklu meiri persónulega þekkingu á Islendingum (og öðrum norrænum mönnum) af öllum stéttum á því tíma- bili heldur en á konungum og aðals- mönnum á Englandi og í öðrum löndum Evrópu. Engar miðaldabókmenntir eru nátengdari lífinu eins og það var í raun og veru heldur en íslenzkar forn- sögur af þessari gerð. 6. Mál og stíll. Eins og álykta má af því sem þegar 'hefir verið sagt, mundu íslenzkar fornsögur vera nægilega mark verðar fyrir efnið eitt saman, jafnvel þó að bókmenntagildi þeirra væri smátt. En það er nú ekki minnst fyrir bókmenntalegt ágæti sitt að þær hafa dregið svo mjög að sér athygli nú um einnar aldar skeið, allt frá því að farið var að meta og leggja rækt við bók- menntir miðalda. Ég hefi þegar vikið að nokkrum hliðum hinna bókmennta- legu yfirburða — hinni fágætu frá- sagnarlist, miklu nákvæmni í hinum smærri atriðum og mannlýsingunum. Ekki eru þær minna merkilegar fyrir yfirburða-málsnilli. Hún var fýrst þró- uð með langvarandi iðkun munnlegrar frásagnar, þar sem hversdagslegt við- ræðumál var smámsaman gert að bók- menntamáli, áður en almennt var tekið að rita. Þess vegna er það, að óbundið mál íslenzkt, í sinni ómenguðu mynd, er hið eina góða óbundið mál frá mið- öldum í Vestur-Evrópu. Það þróaðist eðlilega án þess að verða fyrir áhrif- um latínunnar. Jafnvel í þessari ó- menguðu mynd sinni gefur það svig- rúm fyrir fjölbreytni. Það er mikið bil á milli stílsins í stuttri og fábrotinni sögu og svo aftur á móti í hinum lengri og hátíðlegri eða viðhafnarmeiri, og I hvorum flokknum fyrir sig er svigrúm fyrir breytileg einstaklingseinkenni af hálfu höfundarins. Þetta á við jafnvel þegar sagan er hreinlega íslenzk, og af- brigðin í stílnum verða vitanlega enn greinilegri þegar erlendra áhrifa tekur að gæta. Kynni af latneskum bókmennt- ttm á aðra hönd og franska skáldskapn- um á hina höfðu að lokum spillandi áhrif á stílinn, og að hve mik'lu leytí. þessara áhrifa gætir, eða hvort þeirra gætir ekki, er einn öruggasti prófsteinn- irm á það, hvort texti sögunnar er ó- mengaður eða ekki. 7. Hverjir voru höfundarnir? Eðlilegt er að spurt sé, hverjir þeir rnenn voru, er rituðu íslenzkar fornsögur. Sumir þeirra vitum við að voru fræðimannlega hugsandi menn, sem höfðu dómgreind og lögðu sig alla fram til þess að afla sér þess lærdóms, innlends og erlends, sem þeir áttu kost á. Sumir voru menn þessir líka af fornum og frægum ættum og voru í nánum kynnum við öll stór- menni landsins og lærdómsmenn alla. Enn voru sumir iþeirra miklir athafna- menn og miklir áhrifamenn í stjórn- rr.álum síns tíma í heimalandinu. Þá voru og þeir, sem voru hreinlega kirkj- unnar menn og heyrðu þá stundum til einhverju klaustra þeirra, er sett voru á stofn á íslandi á síðara hluta tólftu aldar. Slíkum mönnum voru eðlilega hugstæðastar ævisögur helgra manna og biskupa, eða þá þeirra Noregskonunga, er mestan þátt áttu í að grundvalla kristinn sið í Noregi og á íslandi. En þegar tillit hefir verið tekið til aflra þessara manna, er enn eftir mikill hluti íslenzkra fornsagna, sem sennilegt er að færður hafi verið í letur fyrir til- verknað manna af allt annarri gerð — manna með þrengra og staðbundnara þfckkingarsvið, en bjuggu samt yfir hinni almennu tilhneigingu, að koma fróðleik sínum á bókfellið. Fyrir þeim mönnum, sem kynnzt hafa íslandi nú- tímans, er ekkert ósennilegt við þá hug- niynd, að margar sagnanna, þar á meðal sumar hinna beztu, kunni að hafa orðið til í höndum slíkra manna. Það er enn í dag ekki fátítt að hitta fyrir íslenzkan bóndamann, sem býr í einhverjum af- dalnum við lítinn bókakost, en er samt eigi að síður manna fróðastur um eitt- hvert atriði í sögu íslands eða bók- menntum þess. Slífca menn hefir ávallt verið að finna á íslandi, og alveg efa- laust áttu þeir sinn þátt í varðveizlu hinna fornu arfsagna, enda þótt nöfn þeirra séu nú löngu gleymd. Til hinna höfundarlausu sagna heyra (ásamt mörgum öðrum), allar þær sög- ur, sem ég hefi hér sérstaklega tekið tillit til. Það er aðeins í einu tilfelli eða tveimur að getið er tiltekins manns, sem á tilteknum tíma er talinn hafa sagt söguna. Hitt finnum við hvergi staðhæft, né heldur það gefið í skyn, að þessi eða hinn ritaði hana. Svo sérkennilegt atriði sem þetta, stafar eflaust af því, að sög- urnar í heild sinni voru myndaðar af nokkrum ættliðum sögumanna, og sá sem fyrstur færði hina arfgengu sögu í letur, leit alls ekki á sig sem höfund hennar, jafnvel þó að hann skrifaði hana með sínu eigin orðalagi. Samt sem áður erum við ekki með öllu ófróðir um nöfn þeirra, er sögur rituðu, og sérstaklega vitum við all- mikið um þá menn, er lögðu stund á sögu Noregs. Nafnaskrá þessara manna Blaðsíða úr Flateyjarbók, handriti frá 14. öld. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.