Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 6
ar tungur, þar á meðal á íslenzku. Af fræðimönnum var Isidór frá Sevilla í mest um metum, einnig Bóethíus og Beda prestur hinn fróði. „Huggun heimspek- innar“ var víðlesið rit af þeim, sem læsir voru, en sá hópur var ekki fjöl- mennur. Allur almenningur var á þess- um árum ólæs og óskrifandi. Prestar og ihöfðingjar, þó ekki allir, voru læsir og gátu párað nafn sitt. Af skáldskap voru vinsælust rit Prudentíusar, sem var af spænskum ættum og eitt fremsta latínuskáld og sálmaskáld miðalda; Fortunatusar, sem var af ítölsku bergi brotinn, var uppi um 535—600, hlaut menntun sína í Ravenna og var talinn ágætt sálmaskáld, varð síðar biskup í Poitiers. Fulgentínus var sá þriðji, rit hans voru mikið lesin og líf hans þótti einkar eftirbreytnisvert; hann hafði þol- að stöðugar ofsóknir af hendi Þrasimund- ar konungs, sem var Aríusartrúar. Hann var biskup í Rupse í Norður-Afríku og var uppi á árunum 463—533 og setti sam- an trúfræ'ðileg rit og sálma. Auk þessara rita var fjöldi annarra, svo sem rit Gregors frá Tours, Alkúins, Hrabanusar Maurusar; ævir dýrling- anna voru mjög vinsælar og ævir og frásagnir af ábótum eða biskupum þess b.éraðs, þar sem klaustrið stóð. Heilagra- manna sögur voru í öllum klaustra- söfnum og voru ein vinsælasta lesning á miðöldum. Hver kirkja og klaustur átti sinn árnaðarmann og það var hverri þjóð mikið kappsmál að eiga eigin dýrlinga; páfastóllinn gerði sér fulia grein fyrir þýðingu og gildi þessa, fyrir framgang heilagrar kirkju. Áróðursgildi dýrlinga var geysilegt á þessum árum fyrir kirkjuna. Bókaeign klaustra var mjög mismunandi, sum áttu eingöngu foækur varðandi tíðagjörð, í öðrum var foókaeignin fjölskrúðugri. Þetta má sjá af bókaskrám sem til eru frá ýmsum klaustrum. 1123 lét Arnold ábóti í Saint- Pierre le-Vif í Sens gera skrá yfir þær foækur, sem hann lét afskrifa í stað þeirra, sem eyðilögðust í eldsvoða tutt- ugu árum áður. Bækurnar voru alls 20, þar af fjórtán tíðabækur og biblíuhand- rit, rit Gregoríusar, Ágústínusar og Origenesar kirkjufeðra og Langbarða saga Páls djákna og frásögn af fyrstu krossferð um „baráttu kristinna við þá óskírðu og lýsingu hinna helgu staða“. Friðrik ábóti í St. Godehard í Hildes- iheim gaf klaustrinu 16 vandaðar skinn- foækur og í þessum bókum voru: Moralía Gregoríusar, átta hómilíur, heilagra- manna sögur og hlutar úr Biblíunni. Seint á 11. öld eru ixm 270 s'kinnbækur til í Toul-klaustri; þessar bækur voru bæði guðfræðilegar og veraldlegar, með- al þeirra voru rit klassíkeranna. Slík SÖfn voru fremur sjaldgæf. Corbie-safnið var þó eitt slíkra og var talið vera eitt stærsta klaustrasafn á miðöldum. í sum- um þessum söfnum voru til rit um laekn- isfræði og stærðfræði. Flest þessi söfn dreifðust í aldanna rás, en þó eru nokkur söfn enn á sínum stað, merkust eru nokkur klaustrasöfn í Austurríki og St. Gallen í Sviss. B ækur miðalda voru gerðar úr skinni, papýrusinn hafði verið notaður jöfnum höndum með skinni nokkuð fram á miðaldir og pappír var ekki kom- inn til sögunnar. Skinnin voru dýr og bækurnar mjög mismunandi að stærð. Og bækurnar voru gerðar í klaustrun- um. í hverju klaustri, sem eitthvað kvað að, var „scriptoríum" eða skrifara- stofa eða salur. Það er til uppdráttur að klaustrabyggingum í St. Gallen-safninu í Sviss. Á þessum uppdrætti er gert ráð fyrir „scriptorium“ í bókasafnsbyggingu, /sem var við hliðina á kirkjunni. Sex gluggar voru á þessu herbergi, stórt borð á miðju gólfi og sjö skrifpúlt við veggina. Umsjónarmaður var nefndur Armaríus, bókavörðurinn, sem átti að sjá um að öll nauðsynleg áhöld væru til reiðu, útvega skinn og bækur til afskrifta og fylgjast með starfa skrif- aranna. Skrifararnir nutu ýmissa for- réttinda, þetta voru oft ungir munkar eða fræðimenn, þeir þurftu ekki að vinna úti við og voru undanþegnir messukvöð á vissum tímum sólarhrings- ins. Alkúin sagði að „það væri betra að skrifa upp helgar bækur en að yrkja víngarða, því að það fyrra svalaði sál- inni, það síðara aðeins maganum". Alkúin var lengi einn helzti ráðgjafi Karls mikla og dvaldi síðustu ár sín í St. Martin-klaustri í Tours. í þessu klaustri voru um tíma allt að tuttugu munkar starfandi í „scriptoríum“ og heimildir geta þess, að tólf munkar hafi stöðugt starfað að uppskriftum og bóka- gerð í Fulda og Hirsau. Skrifarastarfinn þótti leiðinlegur og gat verið hrein þján- ing. Króniku- og annálaskrifarinn Od- erikus Vitalis (d. 1142) varð að hætta skriftum þegar fingurnir voru orðnir svo loppnir af kulda, að hann mátti ekki lengur halda á fjöðurstafnum. Reynt var að fá munka til skrifta með loforðum um sæluvist annars heims og sú skoðun var ríkjandi að skrifaðar skinnbækur væru drjúgar til að vega upp syndahlassið, þegar kæmi að skulda dögum. Oderikus segir frá brokk- gengum munki, sem frelsaðist frá djöfíi fyrir dugnað við uppskriftir; syndir hans voru margar en skrifin töldust einu fleira en syridimar. Auk skrifar- anna voru skreytingameistarar eftirsótt- ir til að skreyta handritin. Skreytt handrit voru mjög eftirsótt og voru í háu veriði; skinnbækur voru hentugar til skreytinga, enda hleypur mikil gróska í bókaskreytingu þegar tekið er að nota skinn í foækur. SVIPMYND Framhald af bls. 2 in, semur „lagafrumvörp", friðar á- hyggjufulla háklerka og refsar leti- draugum. Dugnaður hans smitar út frá sér. Upplýsingamálaráðherrann fylgist t.d. sjálfur með því, að menn mæti á réttum tíma til vinnu og dragi ekki af sér. Þetta er nýstárlegt fyrirbrigði í þessum hluta heims. Harðastur allra er varnarmálaráðherrann, Soldán prinz (bróðir Feisals, 41 árs gamall), sem krafðist þess nýlega, að konungur ræki þrjá fjórðu starfsmanna varnarmála- ráðuneytisins fyrir að mæta of seint til vinnu eftir löng hátíðaihöld nú í vor. Reynt er að berja niður mútu- þægni meðal opinberra starfsmanna, og t.d. hefur Soldán prinz lýst því yfir, að hann muni persónulega krefjast taf- arlauss lífláts sérhvers starfsmanns síns, sem verði uppvís að því að þiggja mútur. í fyrsta skipti geta stúlkur gengið í skóla. Sérhver stúdent, sem getur feng- ið að nema við erlendan háskóla (pilt- ur eða stúlka), fær rikulega styrki. Feisal á nú átta syni og hefur sent sjö hina yngstu til skólanáms erlendis. Þeirra á meðal er næstelzti sonur hans, hinn gáfaði Múhameð bin Feisal. Konungur hefur mikla vegaáætlun á prjónunum, og á að vera búið að leggja tæpa tíu þúsund kílómetra af nýjum vegum á árinu 1970. Hann er líka að láta endurleggja járnbrautina í Hejaz (við norðausturströnd Rauðalhafs) frá Medína um Jórdaníu til Sýrlands, en brautin hefur verið í rusli síðan Ara- bíu-Lárus sprengdi hana í loft upp í fyrri heimsstyrjöldinni. í Jidda er hann að láta byggja verksmiðju, sem breytir sjó úr Rauðafoafinu í vatn og framleið- ir um leið 45 þús. kílówött. S aúd faðir hans leyfði naumas't útvarp í ríki sínu, en nú hefur útvarps- tækjum verið dreift svo að segja til allra fjölskyldna í landinu, og hinar tvær sjónvarpsstöðvar hófu sendingar í fyrra. Sýndar eru m.a. endurskoð- aðar bandarískar kvikmyndir, þar sem hetjurnar eru látnar sötra límonaði í stað whiskys. Eftirlit ríkisstjórnarinn- ar er mjög strangt, og mikill tími fer í að láta þylja kóraninn. Allt kossaflens er harðlega bannað, svo að jafnvel Mikki mús fær ekki að kyssa Mínu sína. Svoleiðis ósiðsamlegheit eru klippt burtu af filmunni. Myndir af stúlkum í baðfötum fást ekki birtar. Persónulega er Feisal talinn hafa viðbjóð á ýmsum miðaldavenjum, sem viðgangast í ríki hans, en hann fer sér hægt í að afnema þær, því að hann verður að taka tillit til klerka- veldisins, Wahabítanna, ættanhöfðingja og almenningsálits, sem er um margt fornlegt og grimmdarlegt. Hann hefur látið banna þræilafoald með lögum, þótt illa gangi að uppræta það, en hendur eru enn teknar af þjófum. Þó hefur Feisal komið því til leiðar, að fyrst er dælt í þá deyfilyfjum, síðan er hönd- in snúin úr liðnum, án þess að bein brotni, og að lokum er höndin losuð með sótthreinsuðum tækjum. Morðingj- ai eru skotnir oftast nær nú orðið (háls- höggnir á'ður). Á ýmsan hátt hefur Feisal reynt að draga úr grimmdinni í refsiákvæðum Múhameðstrúarmanna og orðið nokkuð ágengt. essi „bylting“ Feisals nær langt eða skammt eftir því, hver áforif Nass- ers verða í Arabaríkjunum á næstu árum. Nasser hatar Feisal, og útvarpið í Kaíró sendir út ofboðslegan áróður gegn honum. Nasser gremst að von- um að hafa meginihluta herafla síns bundinn í eilifðarþrætu í Jemen, og hann veit, að sigur vinnst ekki, nema klekkt verði fyrst á Feisal. Nasser hef- ur margfoótað Feisal styrjöld, og því áætlar Feisal, að hann verði að verja sem svarar um 60 þús. milljónum ísl. króna til varnarútgjalda næstu fimm árin. Nóg er af peningunum, meðan olían streymir upp úr iðrum jarðar, og innan tveggja ára er líklegt, að Saúdí-Arabía fari fram úr Kúwait og verði mesta olíuframleiðsluland verald- ar. Til þess að reyna að koma í veg fyrir stríð, vill Feisal boða til fundar æðstu manna þeirra ríkja, þar sem íslamstrú er játuð. Fundinn vill hann halda í Mekku. Hann hefur þegar fengið upp- örvandi svör frá Marokikó, Túnis, Jórd- aníu, íran, Kúwait og furstaríkjunum við Persaflóa. Nasser hefur verið boð- ið, en hann hefur engu svarað til nema skætingi einum það sem af er. Feisal tekur því öllu með ró. F eisal telur sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna í heiminum. Hann lítur á sig sem fulltrúa hins sanna, arabíska heims, þar sem Nasser sé fulltrúi útlendra öfgaafla. Innan hins geysistóra ríkis hans eru allir helztu helgistaðir Múhameðstrúarmanna, og land hans liggur á einum mikilvæg- ustu krossgötum veraldar. Því getur oltið á miklu, hvernig til tekst um hægfara framfarastefnu Feisals, sem byggist á þjóðlegum og trúanlegum erfðum, gagnvart byltingastefnu ný- tízku ofstækismanna. RABB Framhald af bls. 5. látna er lopinn teygður dálk eftir dálk með innantómu orðagjálfri, lofrollum, mærð og hálfsnöktandi klökkvaskrifum. Mjög er í tízku að halda hinum dauða uppi á snakki, masa við hann um daginn og veg- inn og liðnar samverustundir, og alltaf er hinn látni þá þúaður, þótt í lifanda lífi hafi eftirmælaskrifar- anum aldrei dottið annað í hug en að þéra hann. Saknaðargráturinn er einatt tjáður í óviðfelldnum og ósmekklegum stíl, sem er alveg sérstaks eðlis, bœði hástemmdur og „Vulgaire“. Það er eins og skrifarinn sé að reyna að sannfæra lesandann um, að hann sakni hins látna í raun og veru; hann sé ekki bara að þykjast. Úr þessu verður svo leiðinlegur stílrembingur. Oft er það svo, að lesandinn er engu nær um hinn látna, eftir að hafa lesið um hann langa grein. Það gleymist að geta um foreldra hans og fœðingarstað, œvisagan kemur hvergi fram, nema hægt sé að ráða í hálfkveðnar vísur, og þráfaldlega hefur lesandinn ekki hugmynd um, hvort hinn látni var giftur eða átti afkomendur. Stundum b irta blöðin margar minningargreinar um sama mann, og segir þá hver greinarhöfundur eitthvað á þá leið, að hann œtli ekki að telja neitt upp um hinn látna, — „það munu aðrir mér fœrari gera“, — en svo gerir það enginn. Hitt er lílca al- gengt, að sama uppistaðan sé í fimrr, greinum á sömu blaðsíðu. Ekki tekur betra við, þegar skreyta á eftirmælin með tilvitnunum í kvœði. Staglazt er á sömu tilvitn- unum áratug eftir áratug, og vitn- ar hver eftir minni, án þess að gá í bók, svo að fyrir hefur komið, að sama Ijóðið hefur birzt í mjög ólíkum útgáfum á sömu síðu. Eftir- mælaljóð, sem einhverjir eru fengn ir til þess að yrkja á stundinni, eru oft með þeim hœtti, að lesandinn veit ekki, hvort hann á heldur að hlæja eða gráta. Skáldskapurinn er þess konar, að engu er líkara en verið sé að cjera gys að hinum framliðna. Eftirmœli ættu að hefjast á því að gera grein fyrir œtt hins látna og uppruna, án þess þó endilega að rekja karllegginn til landnáms- manna og fornbiskupa, og geta mœtti systkina hans. Síðan á að rekja æviferil hans, minnast á helztu áfangastaði lífshlaupsins, og nœst má gjarnan koma lýsing á skapgerðareinkennum og öðru, sem greindi hann frá öðrum mönnum. Þarna sakar ekki að koma að einni eða tveimur smásögum, ef þær eru hnyttnar og varpa Ijósi á persón- una, — gera mannlýsinguna fyllri. Þá á að geta maka og afkomenda, — og síðan punktur og basta. Með þessu er fróðleiksþörf lesenda að fullu svalað, — um einkakveðjur og persónulegar orðsendingar greinarhöfundar til hins dána og aðstandenda hans varðar lesand- ann ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir, sem blöðum og tímaritum ráða, eiga hiklaust að skera niður, stytta og draga saman illa rituð eftirmæli og umfram allt að strika yfir smekkleysur og samræma minningargreinar, ef fleiri en ein birtast um sama mann. Magnús Þórðarson. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.