Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 12
— i ........ " WANG Framhald af bls. 4. fyrsta þing æskulýðsfylkingar kommún- ista, sem haldið var á sjö ára tímabili, en viðfangsefni þess var hin brýna þörf á að fylla æskuna „eldmóði bylt- ingarinnar". ]Víaó og aðrir háttsettir, kínversk- ir kommúnistar hafa viðurkennt fús- lega við blaðamenn, sem átt hafa við- töl við þá, að æskan hirði lítt um áróður stjórnarvaldanna og enn minna um kommúnismann. Hinir ungu hafa ekki verið „hertir og stæltir" í byltingu og styrjöld. Flokkurinn á ekki annars kost en að „fræða og endurfræða“ æskuna, og raun- ar einnig hina eldri, því að alþýðu er ekki heitið neinu nema striti og erfiði. Rit Maós eru eina leiðsögnin og inn- blásturinn, sem flokkurinn getur boðið þjóðinni — og bregðist þetta, bregzt aUt. ang og 100.000 orða dagbók hans teljast því til enn einnar tilraunar til að auka á dýrð Maóismans með því að skapa eins konar goðsagnahetju. Eru kínverskir kommúnistar sannarlega illa á vegi staddir, ef þeir verða að grípa til þessarar aðferðar til að tryggja sér hylli fjöldans. Þetta er nefnilega í ann- að skipti á skömmum tíma, sem þeir gera það. Það eru aðeins tvö ár, síðan reynt var að gera annan hermann, fyrirrenn- ara Wangs, Lei Feng, ódauðlegan. Lei var einnig óþekktur, ungur hermaður, sem fórst af slysförum. Hann hafði líka unnið ótal góðverk, kannað rit Maós dyggilega og — sem vekur einna mesta athygli í þessu sambandi — látið eftir sig dagbók, þar sem hann söng Maó og byltingunni lof og dýrð. Flóttamenn, sem komizt hafa frá Kína, láta í ljós mikinn efa um, að Lei þessi hafi nokkru sinni verið til. Flokksblöðin birtu samt fjölmargar myndir af hermanni, sem sagður var heita Lei Feng, þar sem hann var sýnd- ur vinna hin ýmsu góðverk sín, meðan hann reikaði um Kínaveldi í snyrtileg- um einkennisbúningi og með sama brosið sífellt á feitlögnu andlitinu. „Sumt fólk kallar mig fifl“, skrifaði Lei í dagbók sína. „Ég vil gera góðverk í þágu ríkisins og þjóðarinnar...... Byltingin þarfnast fífla eins og mín“. Þar sem Wang Chiah er, virðist Kommúnistaflokkur Kína hafa fundið verðugan arftaka Lei Fengs. ÍSLENZK FORNRIT Framhald af bls. 1. I afrekum þeirra voru íslendingar stöð- ugir hluttakendur — gegndu þar stund- um miklu hlutverki, og hurfu svo heim á ný með frásagnir af því sem þeir höfðu gert, séð eða heyrt. Og einnig þessar frásagnir lögðu þeim mönnum til ríkulegt efni, sem sögur sögðu. En sögurnar, sem þannig voru sagðar, urðu veigamikill þáttur í íslenzkum forn- sögum. 5. önnur lönd. — En því fór fjarri að kynni íslendingsins væru bundin við eingöngu Ísland og Noreg. Að einu leyti var honum miklu auðveldara um ferðalög þá en nú. Hann talaði þá tungu sem á þeim tímum gekk um öll norð- urlönd, í meginatriðum alls staðar hin sama, og hafði víða náð festu í öðrum löndum (Skotlandi, Englandi, írlandi og Normandii á vesturlöndum, og til aust- urs á Rússlandi og í Miklagarði). Það liggur í augum uppi, hve mikilsvert þetta var, að því er varðaði öflun fróð- leiks. Það var ekki aðeíns í Vestur- Evrópu heldur og í Austur-Evrópu, að Islendingur gat fræðzt mikið af sam- neyti við þá menn, er töluðu hans eigið móðurmál, og í þeirra hóp gat hann séð og gert margt í öðrum löndum. Með- an Haraldur Noregskonungur barðist í þjónustu Grikkjakeisara í löndunum við Miðjarðarhaf, hafði hann íslendinga í liði sínu, þeirra á meðal Halldór Snorrason, sem sagði svo heima á ís- landi söguna af því sem þar gerðist. Þegar Sigurður Noregskonungur og Rögnvaldur Orkneyjajarl fóru til Landsins helga, voru líka íslendingar með þeim, ortu á móðurmáli sínu ljóð á bökkum Jórdanar, og þau ljóð bár- ust til íslands og geymdust þar. I þessu, sem nú hefir verið sagt frá, er að finna frumskilyrðin fyrir til- orðningu íslenzkra fornsagna — annars vegar iandnámið með eðlilegum erjum meðal landnemanna, sprottnum upp af umdeildum réttindum og kröfum, en hins vegar þá ævintýraþrá sem freistar íslendingsins til að leita gæfunnar með- al framandi þjóða. Alltaf var verið að fara fram og aftur, eins og vænta mátti um menn af siglingaþjóð, sem ógjarna una því að lifa í einangrun. Hvort sem maðurinn var heima eða erlendis, var líf hans fullt af áhugaefnum og ævin- týrum, sem gáfu tilefni umræðu og frá- sagnar. Allt miundi þetta eflaust hafa skipt litlu máli ef ekki hefði verið fyrir einn eðlisþátt íslendinga: Þeir voru yfirleitt hnýsnir. Mátti segja að hver maður hefði mikla löngun til að vita, hvað var að gerast. Honum var mjög í mun að vita hvað hver maður umhverfis hann gerði og hvar hann fór. Slrkt hugarfar glæðist eðlilega hjá þeim, er lifa í miklu strjálbýli, þar sem hver maður, og sér- staklega ef hann er ókunnugur, er settur undir smásjá og allt hans athæfi gaum- gæft. Þessi forvitni, þessi athygli á hverju einu í fari einstaklingsins, virð- ist hafa orðið að sérkenni þjóðarinnar. Þjóðin í heild sinni tók á sama hátt og einstaklingurinn að beina huganum að því, sem fram fór, bæði innan lands og utan. Til þess að þroska þennan eigin- leika, hafði hún tvö mikilsverð tæki- færi: veturna löngu og þingin. Vetur- inn veitti tækifæri til þess að tala og hlusta, til þess að rökræða út í ýztu æsar það sem fróðlegt þótti, og til þess að skiptast á skoðunum á því sem um- deilanlegt var. Þingin — og þá umfram allt Alþingi — veittu óviðjafnanlegt tæki færi til þess að safna sér fróðleik úr öllum áttum. Sá forvitni átti þess kost að hitta þar þá menn, sem komnir voru hvaðanæva að; ekki aðeins úr öðrum landsfjórðungum, heldur og frá útlönd- um, Bretlandi, og jafnvel alla leið utan úr Miklagarði. Og með því að allir mæltu þeir á íslenzku, var enginn þrösk- uldur tungumáls því til fyrirstöðu, að fá forvitninni svalað. Þrátt fyrir legu sína, var Island í þá daga í raun og sannleika ein hinna miklu miðstöðva þar sem allt það var vitað og rætt, sem varðaði norðurlönd og grannlönd þeirra. Hvort sem það nú var fyrir meðfætt eðli íslendingsins, eða af því að hann tróð sig með þessum hætti fullan af fróðleik, varð hann ekki aðeins áheyr- andi að sögum, heldur og sjálfur sögu- maður. Hann ræktaði með sér sögu- mennskuna sem íþrótt, og hann iðkaði hana þangað til hann var orðinn snilling- ur. Að segja sögu, eins og það var kallað, var að skemmta á hinn vinsælasta hátt, og á þenna hátt sköpuðu íslendingar bókmenntir á óbundnu máli áður en þeir höfðu hugmynd um ritaðar bókmennt- ir. Sjálfar nefna fornsögurnar mörg dæmi þess, að sagðar voru sögur, og þær bera því vitni, hve vinsæl sú skemmtun var. E kki þarf mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér atburð þann, er Njálssaga greinir frá, þar sem Gunnar Lambason, í höll Sigurðar Orkneyja- jarls, er Xátinn sitja og segja söguna af Njálsbrennu, og segir hana svo ódrengi- lega að fyrir það er hann gerður höfði styttri. Eða þá kvöld eftir kvöld allan jólatímann við hirð Haralds harðráða, þar sem konungur situr og hlýðir á sögu sinna eigin ævintýra, eins og ung- ur íslendingur segir hana, en konung- ur lætur það á engan hátt merkjast, hvort honum gezt vel eða illa að sög- unni, unz hún er á enda sögð. Svo mikilsvert skemmtanaförm þótti þessi munnlega sagnalist að fært var í letur, hver voru heiti þeirra sagna, er sagðar voru við brúðkaup á Reyk- hólum árið 1119. Þær sögur voru aðal- lega af skáldsagnaflokknum, og um eina þeirra er þess getið, að með henni „var skemmt Sverri Noregskonungi, og kallaði hann slíkar lygisögorr skemmti- legastar". Við þessi skilyrði var það, að íslenzk- ar fornsögur þroskuðust allt fram á byrjun tólftu aldar. Löngu fyrir þann tíma var lífið á íslandi komið í rólegra horf en það er ríkt hafði fyrstu öldina eftir landnámið. Arið 1000 hafði krist- inn dómur verið formlega í lög tekinn sem trú þjóðarinnar, og með honum hafði komið ekki aðeins friðsamlegra hugarfar, heldur og nýr lærdómur — hinn bóklegi. Nú var minna í frásögur að færa og hin nýja aðferð til þess að geyma atburðina var orðin mönnum til- tæk. I stað þess að leggja langa sögu á minnið, mátti nú festa hana á kálfskinn með penna og bleki. Þessi nýja uppgötv- un virðist einföld, en það tók um það bil öld að gera hana. Að því er við bezt vitum var það veturinn 1117-18 að haf- ið var að rita bækur á Islandi, og var byrjað á að rita lögin, sem þangað til höfðu verið varðveitt í minni þeirra manna, er laganna skyldu geyma. Aður langt leið, var farið að gera hið sama við annað það, er minnið hafði áður varðveitt, og fyrir 1130 hafi stutt íslands saga verið rituð. Um 1150 hófst það tímaskeið sem um gjörvallt landið lét pennana iða við skrásetningu þess fróð- leiks, er hvert hérað hafði varðveitt í söguformi. Svo hratt fór þessi tízka um landið að svo virðist sem flestar þessara sagna hafi verið búið að rita fyrir 1200. Þó var kappsamlega haldið áfram að rita og endurrita næstu tvær aldirnar, (þ.e.a.s. frá 1200 til 1400) og þá lokið að skrá það mikla og merki- lega safn, er við nefnum íslenzkar forn- sögur. Að mestu má flokka þær þannig: 1. íslendingasögur. Sögur nafntog- aðra íslendinga eða íslenzkra ætta, fró því á landnámstíð (eða litlu fyrr) til um það bil 1030. (Biskupasögur og Sturlunga saga ná þó miklu lengra nið- ur). 2. Sögur Noregskonunga, einkum frá dögum Hálfdanar föður Haralds hár- fagra (eða frá því um það bil 850 allt til dauða Hákonar hins gamla 1266). Þetta er efni sem íslenzkum sagnarit- ur'.im var einkar hugleikið um meir en heillar aldrar skeið, frá því kringum 1160 til 1270. 3. Sögur annarra norrænna landa, svo sem Færeyja, Orkneyja og Dan- merkur, 4. Þjóðsagnakenndar og uppspunnar sögur um menn á forsögulegum tímum norðurlanda eða í öðrum hlutum hins germanska heims. Þessi flokkur er bæði stór og margbreytilegur, og í sumum greinum er hann stórkostlegasta dæmið um þrautseigjuna að varðveita arfsagn- irnar í marga ættliði. Fyrir þekkingu okkar á tímum elzta germanska sagna- fróðleiksins í heild eru margar þessara sagna mjög mikilsverðar. Og þrátt fyrir það, að margir fræðimenn hafa um hálfrar aldar skeið lagt hið mesta kapp á að rannsaka þær, fer því þó f jarri að búið sé að nýta allan þann fróðleik, sem þær hafa að geyma. Frá sumum þess- ara sagna, þeim er þýddar hafa verið t.d. Völsvmgasögu, er að nokkru leyti runninn ýmiss konar misskilningur á ís- lenzkum fornsögum. 5. Þýðingar á miðaldasögum eða klassiskum ritum, sögur helgra manna og frægra kirkjuhöfðingja, sögur trú- arlegs eðlis, og annað efni frá lærðtun mönnum runnið. Með lestri þessara rita gátu íslendingar á þrettándu öld komizt í mikil kynni við sögu fornaldarinnar; — sögu Trjóu, ævi Alexanders mikla, borgarastríð Rómverja og stríðið við Júgúrtu, sögu Breta (Geoffrey of Mon- mouth), margar hinna frönsku skáld- sagna, og ennþá margt fleira er til- heyrði bókmenntum miðalda. Jafnvel þó að viðurkennd sé hlutdeild Noregs í þessum þýðingum, er það talandi vott- ur um bókmenntahneigð íslendinga að svo margar þýðingar úr latínu og frönsku ekki einungis urðu til, heldur bera því ljóst vitni, að almenningur sóttist eftir slíkum ritum. Og hvernig sem háttað var um frumtextann, er þýð- ingin oftast nefnd saga: — Trójumanna- saga, Alexanderssaga, Bretasaga, Róm- verjasaga o.s.frv. I\Æikið er það, sem segja mætti um hvern einstakan af þessum sagna- flokkum, en að þessu sinni ætla ég að takmarka mína fáorðu umsögn við hinn fyrsta þeirra: — sögur sem aðallega segja frá mönnum og atburðum á ís- landi á hinni svokölluðu söguöld, sem talið er að ljúki um 1030. 1. Það er athyglisvert, hve margar þessar sögur eru. Þær, sem varðveitzt hafa, eru um fjörutíu alls, misjafniega langar. Heildarútgáfa af þeim, gerð í Reykjavík handa almenningi, er um 3000 síður í litlu áttblöðungsbroti. Sum- ar sögurnar vitum við að glatast hafa á liðnum öldum. 2. Ekki eru þær allar iafnar að frum- leik, og ekki heldur um sannfræði. Frumlegastar að gerð eru venjuiega hinar styttri sögur, sem fyrst hafa ver- ið sagðar og síðan færðar í letur í um- hverfi sínu, en eftir það ekki við þeim hróflað. Þær, sem ófrumlegastar eru að gerð, bera þess merki að skrifarar hara gert á þeim breytingar, annað hvort með því að skeyta saman frásagnir sem uprunalega voru aðgreindar, eða þá með því að umskapa allt efnið eftir hugmyndum nýrrar bókmenntatízku, eða þeir hafa jafnvel freklega ofið sam- an óbrjálaða arfsögn og bókmenntaleg- an lilbúning. Til dæmis um þetta má nefna hina frægu Njálssögu. Það er greinilegt að hún er samsteypa óháðra sagna, og samsteypan hefir ekki tek- izt svo, að ekki séu þar hnökrar á sam- skeytunum. Egilssaga aftur á móti er verk vel uppfrædds sagnamanns, sem bætir sinni víðtæku þekkigu ofan á traustan grundvöll arfsagnar, er gengið hefir í ættinni, en Grettissaga er að efni til söguleg skáldsaga um ævintýra- legan feril raunverulegs útlaga. Hvernig háttað sé sambandi hverrar sögu við hinar eiginlegu staðreyndir, er hlutur sem ekki verður ákveðinn eftir iastri reglu, heldur verður úrskurðurinn í hverju tilfelli háður þeim ályktunum, sem draga má af öllum líkum og' at- vikum. 3. Misjafnt er það, hve miklar sög- ur gerast í hverjum landshluta á íslandi. Miklu flestar gerast í vesturhluta lands- ins. Norðurlands gætir og mikið, en á austanverðu og sunnanverðu landinu ger ast fáar sögur. Ef dregin er lina noröur og suður frá Húnaflóa til Ölfusár, ger- ast tveir-þriðju sagnanna fyrir vestan þá línu, einn sjötti á norðurlandi, en aðeins einn-tólfti austanlands og sunn- an. Til þess liggja ýmsar ástæður , að sögurnar dreifast svona misjafnt á land- ið, en óþarft er að fara út í þá sálma. Vitaskuld getur það ekki komið til mála að gera hér grein fyrir efni sér- stakra sagna. Hið eina, sem hér er mögu 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.