Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR ÞAÐ er ekkert nýmæli meðal íslenzkra manna að skrifa bæk- ur um ísland, eða jafnvel um „furður íslands“. Allir landsmenn ættu að vita nokkur skil á sr. Arngrími Jónssyni lærða, enda lifir nafn hans í sögu vorri að miklu leyti fyrir þá sök að hann var mikill afkastamaður um kynn- ingu lands og menningar um og eftir aldamótin 1600. Nefna mætti marga fleiri innlenda menn og útlenda íslandsvini, þótt hér gefist ekki tóm til þess. Viðhorf manna til landkynningar eru öll önnur en þau voru á tímum sr. Arngríms. Allir er- lendir menn sem vilja geta nú fengið sannsögulegan fróð- leik um land vort og þjóð í stórum alfræðiritum. Nokkrir erlendir menn læra mál vort og allmargir koma hingað ár hvert, sjá landið með eigin augum og ræða vi’ð íslenzkt fólk. Það er nú allvinsæl íþrótt að leiðbeina útlendingum, fylgja þeim í hópferðum og segja þeim það, sem segja skal um landið. Handbækur um land og þjóðfélag eru nú nokkrar til á ýmsum málum og flestar greinargóðar, þótt finna megi einn- ig skrumskæld rit, sem menn geta ekki verið þekktir fyrir að gefa kunningjum sínum erlendum. Að vissu marki er það auðvelt verk a'ð segja erlendum mönnum nokkuð frá furðum íslands og sýna þeim þær, a.m.k. ef maður fer með ferðamenn líkt og vel rekinn fjárhóp, sem fer þar sem hann á að fara, sér það sem hann á að sjá, fer hæfilega hratt yfir og hittir á gott veður. Málið getur hins vegar vandazt ef erlendir gestir taka upp það háttarlag að hugsa um sum vafasöm íslenzk mál, spyrja óþægilegra spurninga, setja fram staðhæfingar, sem eru oss óþægilegar eða til þess fallnar áð stinga upp í menn. Ut frá þessu mætti flokka ferðamenn í þá, sem kalla má þægilega og óþægilega, ánægða og óánægða, hrifna ferðamenn og „fúla“, og síðast en ekki sízt furðulega, því ekki fer hjá því að við- brögð sumra þeirra veki með oss nokkra undrun og furðu. Oss er í minni maður einn, sem stóð á Lögbergi og fékk þar leiðsögu, eins og aðrir menn, en maðurinn virtist ekki taka eftir öðru en einni lítilli kríu, sem sveif yfir Öxarárhólm- um. Var engu líkara en krían héldi sér þar í loftinu af ásettu ráði til að sýna gestum íþróttir sínar, enda spurði gesturinn ekki um neitt nema um allt sem hann gat fengið að vita um þennan fallega fugl. Varð oss þá ljóst áð furður íslands eru fleiri en ætla mætti. Kona ein, sem kom á Þingvöll, varð svo hrifin af staðnum að hún vildi helzt setjast þar að og hvergi fara. Það bjargaði henni hins vegar frá að verða eftirlegu- kind að hún var í langferðahópi, sem varð að halda áfram samkvæmt áætlun. Önnur kona spurði hvort íslendingar hefðu byggt hamraveggi Almannagjár í tilefni af hátíðinni 1630. Þegar vér tjáðum henni að Guð hefði smíðað þessa hamra löngu fyrir það ár, varð hún mjög ánægð, tók að rölta um gjána og virða hamrana fyrir sér af mikilli athygli. Vel má vera að hún hafi lofað Guð í stað þess að bera lof á oss, og mun það ekki verða oss til tjóns. Óþægilegra var tilsvar annarrar konu, sem sagði: „Þér fs- lendingar hafið ekkert nema rykið á vegunum, engar forn- leifar né neitt, sem vert er að sjá“. „Hafi'ð þér ekki kynnzt heita vatninu hérna í jörðinni?" spurðum vér frúna. „Jú, það er bæði hreint og gott“, sagði hún. „Þér megið nota eins mikið af því og þér viljið og þvo yður vel, og velkomnar aftur, þegar vér höfum grafið úr jörðu rústirnar þarna niðri við ána, því þar er nokkuð af fornleifum vorum enn í jörðu“. Mildaðist nú frúin, en hvort von hennar rætist, ef hún kynni a'ð koma aftur i þessu lífi, er ekki á voru valdi, heldur þjóðarinnar. „Die Islander respektieren nichts" — þ.e. fslendingar bera ekki virðingu fyrir neinu — sagði þýzkur menntamaður, sem víða hafði ferðazt um landið, vantaði hvorki gáfur né kunn- áttu, og gat talað talsvert í máli voru og hafði hitt marga menn. „Hafið þér hugsað það mál frá öllum hliðum?“ spurð- um vér, „því að oss virðist að menn beri talsverða virðingu fyrir peningum hér á landi.“ „Já, nóg er dýrtíðin," sagði hann, ”°S þetta er rétt hjá yður, menn bera virðingu fyrir pening- um, en fáu öðru. Þannig þurfa jafnvel lærðir gestir að athuga sinn gang og hugsa sig um, ef þeir fullyrða of mikið. A erlendum bókamarkaði Saga England's Apprenticeship 1603— 1763. Charles Wilson. Social and Economical History of England. Longmans 1965. 35/— Longmans gefur út margar ágætar bækur varðandi sagn- fræði. Þessi bókaflokkur er að koma út, og hafa komið tvö bindi fram að þessu. Þessi flokk- ur á að spanna efnahagssögu Eng lands frá dögum Rómver.ia og fram á okkar daga. Hvert Dindi á að spanna tímabil, sem mark- ast af ákveðinni efnahagsþróun, en þó þannig að frásögnin sé tengd heildarmynd efnahagssög- unnar. Þetta bindi er inngangs- saga iðnbyltingarinnar, á þessu tímaskeiði hverfur England írá miðaldaerfðum á efnahagssvið- inu og þróast efnahagslega til þess ástands, sem gerði iðnbylt- inguna mögulega. Höfundur skiptir bókinni í þrjá höfuðþætti. Fyrsti þátturinn nær yfir tíma- bilið 1603—1660. Á því tíma- bili gætir meir og meir aukinn- ar verziunar og iðnaðar, sem er samfara efnahagserfiðleikum og innanlandsróstum og sam- keppni við Hollendinga. Næsta tímaskeið 1660—1700 einkennist af framförum í landbúnaði og síðasta tímabilið 1700—1763 var efnahagslegt gróskuskeið og þá er lagður grundvöllurinn að iðnað- ar- og verzlunarveldi Bretlands. Höfundur hefur ætíð hliðsjón aí öðrum þáttum þjóðfélagsins. sem hafa bein og óbein áhrif á efna- hagslífið, mannfjölda, veðurfar, afskipti ríkisvaldsins af atvinnu- vegum og efnahagskenningar. Bókaskrár fylgja og registur. The Rome—Berlin Axis. A Study of the Relations between Hitler and Mussolini. Elizabeth Wiske- mann. Collins — The Fontana Library 1966. 10/6 Bók þessi kom út hjá Oxford University Press 1949 og er nú endurprentuð í Fontana-útgáf- unni. Þegar bókin kom út, var henni tekið mjög vel. Höfundur var talinn hafa skrifað heimild- arrit um efni sem enginn hafði rannsakað fyrr, og með slíkum ágætum að ekki yrði betur gert. Höfundur var blaðakona á þess- um sögulegu árum, auk þess sem hún var lærður sagnfræðingur, og hafði því allar forsendur til þess að geta sett saman trútt heimildarrit. Síðan hefur komið út rit um sama efni, „The Brutal Friendship" eftir F. W. Deakin. í henni eru vissum þáttum gerð betri skil en I bók Wiskemanns, en hún er iafnframt mjög byggð á þeirri bók. Þessi útgáfa er end- urbætt og aukin efni, sem varð aðgengilegt eftir að fyrri útgáfan kom út. Höfundur dregur upp ágæta mynd af vinfengi harð- stjóranna, sem oftast hékk á blá- þræði. Bókaskrá og registur fylg- ir ásamt nokkrum myndum. History of Ancient Greece. Jean Hatzfeld. Revised by André Aymard. Translated by. A. C. Harrison. Edited by E. H. Godd- ard. Oliver & Boyd 1966. 30/—. Þessi Grikkja saga nær frá upp- hafi og fram á daga rómverskra yfirráða. Höfundurinn var pró- fessor við Sorbonne og sérfræð- ingur í grískri sögu. Þessi bók hans þykir bezt bóka hans um þetta efni. Bókin hefst á land- fræðilegum inngangi og lýsingu á löndum, sem liggja að Eyja- hafi, en örlög Grikkja voru alltaf bundin hafinu og ekki hvað sízt þessu. Grikkir byggja svæði öllum megin þessa hafs og eyjar þess, og þar kynnast þeir menn- ingu þeirra þjóða, sem þeir sigra við innrásirnar í Grikkland í fyrnsku. Á þessum slóðum hafði egísk menning blómstrað, æva- forn frjósemisdýrkun og blóð- þyrstir guðir höfðu mótað allt mannlíf þessa svæðis í óratíma. Það verður bylting við komu Grikkjanna, guðirnir verða mennskari, og blóðþorsti þeirra mildast. Og með tímanum hefst á þessu landsvæði sú menningar- lega undirstaða, sem menning Vesturlanda byggir svo mjög á. Andstaða Grikkja við yfirgang Persa mótar framvindu Evrópu- sögunnar í gríska átt, og ný- lendustofnanir víkka áhrifasvið grískrar menningar ásamt sigur- vinningum Alexanders mikla. Þetta rit er sígilt. Þótt eitthvað skorti á i nýjustu kenningum um frumsögu Grikkja, hefur höf- undi tekizt að segja meginþætti þessarar sögu á skýran og lifandi hátt, svo að bók hans er með beztu ritverkum af styttra tagi, sem sett hafa verið saman um Forn-Grikki. Bókinni fylgja bóka- skrár og tímatafla auk registurs. Bókmenntir The World in the Evening. Christopher Isherwood. Penguin Books 1966. 5/— Þessi skáldsaga kom fyrst út hjá Methuen 1954 og er nú end- urprentuð hjá Penguin. Höfund- urinn fæddist árið 1904; las við Cambridge-háskólann og stundaði læknisfræði í London á árunum 1928-29. Hann fór til Berlínar 1930 og kenndi þar ensku. „Goodbye to Berlin" er frá þeim árum. Sú bók kom út 1939. Hann varð bandarískur ríkisborgari 1946. Þessi bók minnir um margt á fyrri bækur hans. Sagan gerist í Bandaríkjunum og er aðalper- sónan 36 ára gamall maður, sem hefur staðnað í æsku og aldrei náð fullorðinsaldri. Um 1930 hneigðist Isherwood ásamt Auden, Stephen Spender og C. Day Lewis til marxisma, en með árunum breyttist þessi afstaða þeirra. Auden hneigðist til kristindóms og Isherwood gerðist lærisveinn Huxleys og tók að stunda austræn trúar- brögð og jóga. Isherwood hefur skrifað, auk skáldsagna, smásög- ur og leikrit og þýtt rit eftir Baudelaire. — iteynuu ao íaia peua ganga, íagsi. ivam komumst aö boröinu. Þaö veröur komiö miðnætti áður en viö — Viö ljúkum við spiliö þegar okkur synist, og hvorki þú né aörir koma í veg fyrir þaö. nvao varstu aitur ao segja? 10. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.