Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 13
mmm ■ pr m\> mm miuwtiAR TAIKh: HAHUD&KR^SON- ÞA A1ÆL7I qAMQLtRi: ÞETT/?Atfl E»f AT v'lSU SKlhJfl./lTSATT ER. þLSSfl ULVTI NA £K SJ'A.ER Þl> UZM NÚTiL DÆMaTEKIT. EM H\/£RM|<4 VAR FJÖTORRINN SN'iÐAÐRí IJ'ARR SECIR: MT K/JMN £K ÞlR VEL SíOA- FJÖTl/RINN VARÐSLETTR OK OLAOTR 5EM SILKlRÆNA,EN Sv'A TRAV5TR OK ST6RKR SíN NÚ SKfl LTl/ HE.YRA. ÞA £R fJÓTORRlNN VflR F/LRÐR MSC/A/C/Al. PÖ'KKUÐV f»£lR VEL SENDIMAnNI SlTT j--------------------------------órendi . t>A FÖRl/ÆílRMIR CrT í VÁTN ÞflT, £R ‘/l/1SVARTM|R HEHlR, 7 tfÖLM ÞANN, £R LYNCJi/l £R KAU.AÐR, OK KÖLLUÐU M£Ð S'£R OlFINN-, ... SVNDU HOWUM SILKHSANDIT OK oaeu HANM SClTA OK KVflÐU V£RA TRAOST’ flRA £W LlKENDl ÞÆTTl A FV/?II? DIQRLBIKS SflKflR. OK S£LDI NVBRR ÖORUM OKTREySTl MEÐ HflNDflFLI, OKSLfTNAÚI £|GI £N t>D KVAOU ÞEIF C/LFINN SL'ITA MUNDV. ' legt, er að gefa nokkra hugmynd um það, hvað sögurnar segja okkur um ís- 3and og fslendinga á söguöld. Þetta er aðeins unnt að gera í meginatriðum, og að mörgu þvi, sem fróðlegt mundi þykja, er aðeins unnt að víkja laus- lega, og annað verður að láta með öllu óumtalað. 1. Landið sjálft. Svo má heita, að sögunum og hinu sérstæða riti Land- námabók eigum við að þakka allt það, er við vitum um landið sjálft, fund þess og landnámið. Og svo fullkomin er bessi fróðleikur að við vitum nafn og upp- runa hvers og einstaks landnámsmanns, og nákvæmlega hversu mikið land hann tók sér. (Af þessu flýtur það, að engin Þjóð í Evrópu á sér svo glöggt upphaf sem íslendingar, og að þorri manna getur með nákvæmni rakið ætt sína þús- und ár aftur í tímann.) Okkur er Jíka irá því sagt, að margir hinna uppruna- legu landnámsmanna völdu sér aðset- Ursstaði eftir dulrænum bendingum, og með hverjum hætti þeir helguðu sér i>au landsvæði er þeir köstuðu á eign Sinni. Þá fáum við líka að vita um það, hvernig háttað var siglingum á þessum tímum, áttavitinn var óþekktur og eklsi var eftir öðru að fara en sól og stjörn- um, og hvernig svo gat farið í þokum og stórviðrum að farmenn töpuðu öll- um áttum og þá bar Xoks að allt öðrum ströndum en þeim, er þeir hugðust ná. Með þessum hætti var það, að Græn- 'land fannt og austurströnd Ameriku. Sögurnar greina frá landnámi á Græn- landi og misheppnaðri tilraun tíl ból- festu í Amerílcu. Þaer sögur, er írá þessu segja, hafa að vonum dregið að sér mikla abhygli nú á síðari timum. TiXviljun olli því, að ísland hlaut það nafn er það ber, en aftur á móti er frá því greint, að Grænland var af ráðn- um hug þannig nefnt til þess að laða fólk þangað. En Vínland (strönd Ame- riku) hlaut nafn sitt fyrir það, að þar fundust berjaklasar sem talið var að væru vínber. 2. Landslagið. Af sögunum fræð- umst við mildð um landslag á íslandi, strendur landsins og firði, fjöll þess og dali, vötnin og árnar, en minna en vænta mátti um eldfjöllin og hverina. Allt var þetta vitanlega eins þá og það er nú, en á einu hefir mikil breyting orð- ið: Þegar hinir fyrstu landnámsmenn komu til íslands, var þar gnægð þess, er kallað var skógur, þ.e.a.s. stór svæði vaxin birki og reyni, nægilega hávöxn- um trjám til þess að skýla búpeningi og til þess að útlægir menn gætu falizt þar, jafnvel að þar fengist húsaviður. Þetta er nú horfið, að smávægilegum leifum undanskildum. Skógurinn hefir öld fram af öld verið höggvinn til elds- neytis, eða þá að hann hefir dáið út. í þessu efni er nú ísland verr á vegi en það var á söguöld. Og þar með hefir komið til sögunnar nýr tjónvaldur. Sög- urnar geta þráfaldlega bæja þar sem nú er enginn bær. Þeir hafa liðið undir lok vegna þess að gróðurinn hvarf — blés upp, svo að vindur feykti burt öll- um grassverði. Sögurnar geta þrásækilega um korn- yrkju — um plægingu og sáningu — og mörg örnefni bera þess enn í dag vott, hve viða hún var stunduð. Það er meira en hugarburður ihöfundar Njálu þegar hann segir frá því, að Höskuldur færi út með kornkippu og sverð til þess að sá akur sinn, eða að Gunnar sæi bleika akra heima á bæ sínum þegar hann leit heim, lagður á stað í útlegð. Það var ekki fyrr en um miðja fjórt- ándu öld að íslendingar gáfust upp í við- leitni sinni að rækta handa sér brauð- korn. Að öðru leyti hefir útlit landsins tekið litlum breytingum frá því sem var á söguöld. í flestum héruðum er svipur- inn enn mjög hinn sami. Sérstaklega eru samgöngutækin að mestu leyti hin sömu. Enn ríða menn sömu göturnar og landnámsmennirnir fóru; um aðrar leiðir er ekki að ræða. Fyrir þetta er það ekki einungis skemmtilegt að koma til íslands, heldur er það og beinlínis nauðsynlegt til þess að öðlast fullan skilning á íslendingasögunum. Þannig er það, að Þorskfirðingasaga greimr frá því, að við brúðkaup á Kleifum í Gilsfirði var þess gætt, að engar njósn- ir skyldu berast til Ólafsdals um það sem fram fór. Óðar en gætt er legu þess- ara tveggja bæja, verður það augljóst, hvernig þetta mátti verða. Svo nátengd er ófölsuð fornsaga iðulega staðháttum héraðsins að gera má sér grein fyrir því, hvar söguritarinn átti heima, eða þó að minnsta kosti í hvaða átt frá sögu- staðnum hann bjó. Villt dýralíf í landinu var ekki fjöl- skrúðugra á söguöld en það er nú. Inn- lend dýr voru þar ekki önnur en refui- inn, sem mikið er þar af enniþá, og hvítabirnir flæktust þangað stöku sinn- um með hafisnum frá norðurskauts- slóðum. Larvdnámsmennirnir komu með þau dýr, sem viðhaldið hafa lífi þjóð- arinnar til þessa dags: nautgripi, sauð- fé og hross. 3. Félagslíf. Sögurnar eru svo sam- ofnar daglegu lífi fólksins að við kynn- umst því nálega í smáu sem stóru. Þær segja frá öllu því er varðar sauðfjár- búskap og fiskveiðar. Við fræðumst af þeim um hina innri tilhögun híbýla og innanhússstörf karla og kvenna. Efitir fornsögunum mætti taka saman bækur um þetta, og hefir enda verið gert. Má þar sérstaklega til nefna bók dr. Valt- ýs Guðmundssonar um húsaskipun á íslandi, en við hana hafa sérfræðingar í ritum Hómers stuðzt til þess að ráða þá gátu, hvernig háttað hafi verið höll ódysseifs. Um íþróttir og skemmtanir lærum við mikið af sögunum, um vopnaburð og sund, knattleik, hesta-at, o.s.frv., um að sagðar voru sögur og kvæði flutt. Einnig um þetta allt hefir verið ritað af lærdómi á ýmsum tungum. Sökum þess, hve háðir Islendingar voru bæði sjónum og landjörðinni, seg- ir það sig sjálft, að þeir gáfu mikinn gaum jafnt veðráttu sem stjörnum. Ný- lega hefir sænskur lærdómsmaður fært rök fyrir því, að þeir voru eina þjóðin í Evrópu sem á tólftu öld gerði sjálf- stæðar athuganir í stjörnufræðL 4. Þjóðtrú og trúarbrögð. Auk þessa forna fróðleiks um raunveruleikann og hversdagslífið, eru fornsögurnar mikil náma fyrir hvern þann, sem fræðast vill um hverskonar þjóðtrú. íslendingar hafa alla tíð Mtið sig miklu skipta sam- band sýnilegs heims og hins ósýnilega, hins þekkita og hins óiþekkta. Draumar, fyrirboðar, og hver og ein tegund dul- rænna fyrirbæra hafa gegnum aldirnar verið mikið atriði í lifi fólksins. Upp úr þessum íslenzku athugunum er sprottið hartnær allt það, er við vitum um tvö vísindaleg viðfangsefni: germ- önsk trúarbrögð og ástand framliðinna. Hver sá, er tekur sér fyrir hendur að rarmsaka þessi efni, án þess að vita nokk uð um þau fyrirfram, kemst að raun um að það er ótrúlega lítið, sem varpar ljósi á þau annað en íslenzkar fornsög- ur. Svo sterkan hug höfðu íslendingar á þessum fornfræðum, að hann nægði til Þess að hindra kirkjuna í eðliiegri viðleitni hennar til þess að kefja hina og venjum, er af henni leiddi, enda þótt sú viðleitni megnaði mikiis hjá öðrum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.