Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 8
geislaði frá sér tortryggni. „Ég þarf ekki að taka það fram, að sem greindur og menntaður ungur maður munir þú fara eftir reglunum í þessari stofnun. Ég ætlast til þess, að þú gerir enga vitleysu af þér“. Þegar skilríki mín voru komin í lag, fór ég inn í braggann, sem ég bjóst við, að yrði heimili mitt næstum þrjú ár. af arna voru 300 fangar, allt út- lendingar eða landlausir menn, í deild nr. 5, sem var ætluð útlendum föng- um einum. Þarna voru Grikkir, sem höfðu barizt sem skæruliðar með komm- únistum eftir síðari heimsstyrjöldina, íransmenn, sem höfðu strokið yfir landamærin í leit að betri lífskjörum, Kóreumenn, sem höfðu átt heima á so- vézku (áður japönsku) eyjunni Saklh- alin, Spánverjar, sem höfðu verið flutt- ir frá heimalandi sínu á barnsaldri í borgarastyrjöldinni, Þjóðverjar, sem Ihöfðu flutzt til Sovétríkjanna, og svo slangur af Kínverjum, ves.tur-evrópskir menn, sem höfðu einhvern veginn kom- izt inn í Sovétríkin, og ýmsir aðrir. Þetta voru menn á öllum aldri, gram- ir og kærulausir, og glæpir þeirra náðu yfir allan sovézka glæpabálkinn, allt frá smávægilegum skemmdarverk- um til fjöldamorða. Deild 5 var ekki ólik öðrum deildum þarna að öðru leyti en því, að hún var ætluð útlendingum. Flestir með- fangar mínir höfðu verið mestalla ævi sína í Sovétrikjunum og höfðu engar fyrirætlanir — og víst heldur enga von — um að fara þaðan nokkurn tíma. Þeir skoðuðu sig sovézka borgara — að öllu nema skilríkjum sínum. Braggarnir voru óvistlegir en vel lýst- ir, nýmálaðir og hreinlegir. Beddarnir okkar voru þægilegir með tréspóna- dýnum í. Við fengum hrein nærföt, bað og krúnurakstur á tíu daga fresti. Við vörum vaktir klukkan 6 og fengum enn að heyra rússneska þjóðsönginn. Smám saman færðist líf í braggana, svo var bölvað og farnar göngur til holunnar í jörðina, sem köliuð var kamarinn, og klukkan sjö stikuðum við inn í borðsalinn, þar sem við feng- um morgunverð, sem var þunn súpa og sneið af svartabrauði. Þegar aftur kom í braggann, fengum við fyrsta te dags- ins. „Te“ var brennt korn, soðið í vatni á ofni, sem kyntur var viði, og oft fengum við soðnar kartöflur, ef þeir, sem unnu í grænmetisgeymslunum, höfðu getað smyglað nokkrum til okk- ar. Með þéssu var brauð og svo það sælgæti, sem við annað hvort höfðum verið svo heppnir að fá sent, eða gát- um keypt í búðinni þarna. Þetta gat verið smjör, sulta, niðursoðinn fiskur eða flesk. Þetta var mikilvæg, félags- leg athöfn: Þrír eða fjórir sátu saman á neðri kojunni og deildu því, sem þeim hafði áskotnazt, þótt ekki væri nema klessa af smjörlíki. V- T mnudagurinn hófst klukkan átta og var átta stundir. Mánud. til laug- ardags vorum við í byggingarvinnu við Fangelsisvagnarnir þutu í austurátt frá Moskvu, en stönzuðu á brautamótum, þar sem við vorum settir inn í flutninga- vagna og fluttir eftir ótrúlega ó- sléttum vegum í fangagistihúsin. — Fimmtán dögum eftir brottförina frá Minsk komum við að lítilli sveitastöð, og þegar verið var að útskipa okkur fékk ég fyrstu hug- myndina um landslagið og andrúms- loftið á staðnum. Vegurinn var ein leðjuræma gegnum þétta birki- skóga. Allt hafði á sér þetta frum- stæða útlit rússneskra sveita. Við vorum reknir inn í vinnubúðir, þar sem voru gaddavírsgirðingar á stólpum, ljóskastarar og varðturnar úr timbri. Þetta var nákvæm eftir- mynd af fangabúðunum í heims- styrjöldinni síðari. Fangabúðastjórinn, grófgerður of- ursti með gremjulegt augnaráð, lagði fyrir okkur nokkrar spurningar um persónur okkar, og hreytti síðan út úr sér nokkrum skipunum í tón, sem gaf til kynna, að við hefðum eitthvað ver- ið að pretta hann. Svo var gerð leit, sem náði til hverrar blaðsíðu í bókun- um mínum, og að því loknu var ég spurður spjörunum úr af foringja, sem ■1 • f anni EftirPeterLanderman í Sovétríkjimum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. iúlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.