Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 5
Bókasöfn forn og ný IV: Miðaldasöfn Eftir Siglaug Brynleifsson ANorðurlöndum voru bóka- söfn í klaustrum og við kirkjur og þá helzt dómkirkjurnar. í Svíþjóð voru elztu söfnin við dóm- kirkjurnar í Skara, Uppsölum og Strengnás. Elztu handritin í þessum söfnum voru frönsk að uppruna og þegar kemur fram á 13. öldina er töluvert keypt af handritum frá Þýzkalandi. Mikið af þessum söfnum eyðilagðist á 16. og 17. öld eða dreifðist eftir siðaskiptin. Safnið í Strengnás varðveittist þó. Merkustu klaustrasöfnin voru í dóminíkana- klaustrinu í Sigtuna og fransiskana- klaustrinu í Stokkhólmi. Stærsta klaustrasafnið var í Vadstena, sem var stofnað á 14. öld. Það safn taldi alls um 1400 hindrit og af þeim eru nú varðveitt um 400 í Háskólasafn- inu í Uppsölum. í Noregi voru bækur einkum í eigu klaustra og kirkna, en þar er einnig vit- að um bækur í eigu einstaklinga. í norsk- um heimildum er getið um bókaeign kiaustra og kirkna og til er bókaskrá Arna Sigurðssonar biskups í Bergen (lézt 1314). Múnklífi við Bergen er talið ihafa verið bókauðugast norskra klaustra. Arni Sigurðsson biskup átti nokkurt bókasafn og hluti þess safns féll í hlut Múnklífis hjá Bergen, eftir fráfall hans, síðar komust þessar bækur í eigu Vadstena-klausturs. Áslákur Bolt biskup í Bergen (1408-28) er talinn hafa átt feækur, meðal þeirra var norður-franskt fciblíuhandrit frá því um 1260. U m 1846 var tekið að safna saman gömlum skinnhandritum. Meginhluti þessara handrita er á latínu eða um 1600, en aðeins um 100 á norrænu. Elztu handritin eru frá 9. og 10. öld og ritiuð á latínu, elztu norrænu handritin eru irá 12. öldinni. Meginhluti þessara handrita voru lagatextar, biblíuþýðingar (þar á meðal „Stjórn“, sem var sett saman að frum- kvæði Hákonar V um 1300-10), legendur og sögur af Ólafi digra o. fl. Kaupmannahafnar-háskóli var stofn- aður 1482 og myndaðist bókasafn við þá stofnun, safn þetta brann að mestu 1728. 1665 stofnar Friðrik III til Konunglega bókasafnsins og í það safn runnu leif- arnar af klaustra og dómkirkna söfnum nuðalda í Danmörku. Hér á landi voru bækur einkum í eigu dómkirknanna og klaustranna og einstakra kirkna; bókaeign almennra kirkna virðist hafa verið algengari hér en á Norðurlöndum. Einkasöfn voru fágæt, og fáskrúðugar heimildir um slík. Bækur voru mjög dýrar og því ekki á færi einstaklinga að eignast þær, r.ema því auðugri manna. Fátækar kirkjur hérlendis áttu töluvert magn bóka, að þeirrar tíðar mati og sé miðað við bókaeign samskonar kirkna erlend- is á sama tíma. Mikill hluti þesssara bóka voru handbækur presta við tíða- gjörð, og voru margar þeirra af enskum eða írskum uppruna, Kirkjan í Grímsey a snemma á 12. öld 25 bindi. Kirkjan á Völlum í Svarfaðardal á 56 bindi 1318; meðal þeirra' eru Maríu saga, Postula sögur og Ólafs saga. 1358 á kirkjan í Reykholti 33 bindi. Bækurnar voru geymdar í „bókakistum" og þá oftast í kirkjunum sjálfum, einkum þær, sem vörðuðu tíðagjörð; veraldlegri bækur voru geymdar í stofu ábóta eða biskups. Af klaustrunum átti Helgafells- kiaustur mest bóka, ca. 160 bindi um 1397. Möðruvallaklaustur á 127 bindi 1461 og 76 bindi 1525. Munkaþverár- klaustur á 82 bindi 1525 og Þingeyrar 46 bindi sama ár; bæði þessi klaustur voru benediktinaklaustur. Viðeyjarklaust ur á 60 bindi 1397. Hólastóll á 234 bindi árið 1396; 1525 er talan 332 bindi og 1550 er hún 120 bindi. Vitað er um bækur á einstaka höfð- ingjasetrum, en heimildir eru mjög til- viljunarkenndar. Við siðaskiptin tvístr- ast bækur klaustra og kirkna og mikið er eyðilagt af bókum. Gömul handrit eru notuð til bókbands og til annarra fjarskyldari nota. Aukin fátækt þjóðar- innar og ný lífsviðhorf valda hirðuleysi um fornar skinnibækur. Árni Magnússon bjargaði því sem bjargað varð úr landi. H eilagur Benedikt frá Núrsía er upphafsmaður klaustrabókasafna. I 48. grein klaustrareglna hans er reglúhræðr- um skipað að fá bók að láni til þess að lesa í daglega, þar til lokið er lestri. Benediktínar stofna til fyrstu klaustra- safnanna, og aðrar klaustrareglur taka dæmi af þeim. Cluný-bræður stofnuðu til fyrirmyndarsafna og sumstaðar voru starfræktar sérstakar útlánadeildir bóka við klaustrin. Bækurnar voru geymdar í vistarverum bræðranna, en þegar kemur fram á 15. öld hafa söfnin vaxið það mikið við sum klaustrin, að það þurfti að hýsa þau í sérálmum. I bókastofum klaustranna voru bækurn- ar hlekkjaðar við borðin, einkum þær scærri, aðrar voru geymdar í læstum skápum, meðfram veggjunum. Menn geta gert sér nokkra hugmynd um efnisflokka bókasafna á miðöldum af þeirrar tíðar bókaskxám. Það er mjög fróðlegt að vita hvaða bækur voru taldar nauðsynlegastar á þessum tímum; vitneskja um slíkt fyllir að nokkru þá mynd, sem mögulegt er að gera sér af andlegu ástandi og aldarfari þessara tíma. í sérhverju safni var Biblían oft í mörgum eintökum, auk skýringarrita og útlistana. Biblían var á þessum tím- um bæði trúarrit og nokkurskonar al- fræðiorðabók allrar mannlegrar þekk- ingar. Biblíuhandritin voru venjulega nokkur bindi og þetta rit var stundum nefnt „bibliotheca“ eða bókasafn. Sálm- arnir, guðspjöllin og bréfin voru oftast 1 sérstökum bindum til notkunar við guðsþjónustuna. í hverju bókasafni og við flestar kirkjur voru nauðsynlegar bækur varðandi tíðalestur og rímbækur og reglur múnklífa. Rit kirkjufeðranna, Híernónýmusar, Ambrósíusar, Agústín- usar og Gregoríusar mikla, voru talin sjálfsögð. Rit Ágústínusar voru þýðing- armest þessara og höfðu geysileg áhrif á heimspeki og trúanþróun miðalda. Vin- sælasti höfundur miðalda var Gregóríus mikli. Dialógar hans voru þýddir á flest- Konunglega bókhlaðan í Kaupmannahöfn. EIN er sú grein ritlistar, sem Islend- ingum œtti að vera einkar lagin, ef miða má við það, hve mjög hún er iðkuð hér. Þar á ég við eftir- mælaskrif. Eftirmœli hafa löngum notið sér- stakra vinsælda meðal lesenda blaða og tímarita á Islandi og svo mjög, að tímarit hafa verið gefin hér út, sem eingöngu voru helguð eftirmœlum og afmælisgreinum. Fyrst sá siður komst upphaflega á að senda látnum vini eða kunn- ingja kveðju á prenti, og votta að- standendum samúð með því um leið, er ekki svo auðvelt að leggja hann niður. Vinsœldir eftirmæl- anna stafa þó líklega einkum af gömlum og nýjum áhuga íslend- inga á persónusögu, — mannfrœði í hinni eldri merkingu orðsins. Mik- ill ættfrœðiáhugi og óvenjumikil innbyrðis kynni heillar þjóðar valda því, að menn lesa af áfergju œttartölu hins látna (hverjum var hann skyldur?), œviágrip hans (sá ég hann, hitti ég hann?), persónu- lýsinguna (var hann sérkennileg- ur?) og upptalningu á afkomend- um hans (kannast ég við þá?). Fáar greinar ritlistar geta talizt öllu þjóðlegri um þessar mundir, og fátítt mun að rekast á sams konar eftirmœlaáhuga hjá öðrum þjóðum. Satt að segja efa ég stór- lega, að hann finnist annars staðar í jafnríkum mæli. Nú heyrast þœr raddir stundum, að eftirrnœlin í blöðunum séu óþolandi, leiðinleg og gamaldags. Þau taki allt of mikið rúm, og birting þeirra sé vottur um útnesjamennsku okkar ís- lendinga. Ég er þó þeirrar skoð- unar, að þau eigi fullan rétt á sér ásamt afmœlisgreinum um menn, sem náð hafa a.m.k. sextugsaldri. Hin miklu og nánu kynni, sem eru milli flestra einstaklinga þessarar fámennu þjóðar, eru skemmtilegt einkenni á íslendingum. Ég býst við, að hver einstakur fslendingur þekki eða viti deili á fleiri ein- staklingum sömu þjóðar en tíðkast hjá öðrum þjóðum, nema e.t.v. meðal fámennari þjóða, eins og t.d. Fœreyinga, og hefur þó einangr- un byggðarlaga í Fœreyjum verið slífc fram á þessa öld, að þar hafa þróazt ólíkar mállýzkur og frá- brugðnir siðir innan sama lands í mun ríkari mœli en hér. Þessi víð- tœka „mannþekking“ hér gerir öll samskipti manna þœgilegri í vöf- um; rekstur þjóðfélagsins verður léttari og auðveldari fyrir bragðið. Hins vegar tel ég, að þrátt fyrir mikla iðkun þessarar tegundar rit- listar standi eftirmælaskrifin ekki á nógu háu stigi, og sé þar að leita orsakanna fyrir þeim óvinsœldum, sem vart hefur orðið hin síðari ár. Enginn vafi er þó á því, að vin- sœldir þeirra eru enn svo miklar, að yfirgnœfandi meirihluti dag- blaðalesenda mundi ekki vilja missa þau úr blöðunum. Allt of mikill hluti eftirmæla er í leiðinlegum langlokustíl. í stað þess að skrifa hnitmiðað um hinn Framhald á bls. 6. 10. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.