Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1966, Blaðsíða 10
SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. þegar böron eru orðin of syfjuð, hugsa þau tóma vitleysu. Farðu nú að sofa. — Ég held nú samt að ég þori ekki að eignast börn; það er ekki víst að það verði óhætt. Eitrið gæti borizt hingað lika, fyrst það er komið upp í Ihimininn. Kannski geri ég bara eitt- hvað annað í staðinn. — Ég segi þér satt, Hjúfra mín, það verður óhætt. Hefur mamma nokkurn tíma skrökvað að þér? — Nei, mamma, en þú veizt ekki allt. Enginn getur vitað allt, ekki þú heldur. — Þú hlýtur að vera orðin mjög syfjuð, barnið mitt, hugsar tóma vit- leysu og trúir hvorki guði né mömmu þinni. Lokaðu nú augunum og hættu að hugsa. — Já, ég skal reyna; ég get hvort sem er ekki hætt að hugsa, þegar ég er vakandi. — T elpan lokar augunum og sofnar á örskammri stund. Sofnar frá því vandamáli, þeirri ógnþrungnu spurn- ingu, sem ekkert sjö ára barn ætti að þurfa að stríða við. Hvað skyldi hún duga þér lengi, guðsmyndin, sem ég dró fram og þurrkaði rykið af, Hjúfra litla? Kannski lengi, alltaf. Kannski aðeins skamma hríð. Og hvert verður viðhorf þitt til lífs- ins, sem þér var gefið? Á ég eftir að sjá þig vonsvikna, harða, bitra, dómara okkar, fólksins sem skap- aði þér framtíðina? Eyðir þú einmanalegum kvöldum við vínglas og vindlinga, elskandi einn í dag og annan á morgun, eða engan? J>ví ekkert hefur framar tilgang. Það gætu fæðzt vansköpuð böm. Mestar líkur til þess. Ég horfi á þig, þar sem þú sefur með brúðuna þína í fanginu; þú skilur hana sjaldan við þig, því þú ert fyrst óg fremst ofurlítil mamma. — — — STEINUNN Framhald af bls. 7. S teinunn er nú orðin ekkja í annað sinn rúmlega fertug eftir Ólaf mann sinn. Nú gerist það í lífi Stein- unnar, sem er að mörgu leyti torráðin gáta, því nú ber fundum þeirra saman, Eggerts Hannessonar, riddara og lög- manns, fyrrum hirðstjóra, og hennar. Að vísu er ekki mesta ráðgátan að þau hittast, þar sem Eggert er lögmaður norðanlands og vestan og hefur sjálf- sagt komið oftar en einu sinni að Hofi í yfirreiðum sínum urn landið og séð hina stórlátu höfðingskonu, heldur hitt að þau skyldu giftast. Eggert var einn siðskiptamanna og tengdur Daða í Snóksdal, höfuðand- stæðingi Jóns biskups og sona hans, og eru ólíkindi að nokkur sérleg vinátta hafi verið á þessum tímum með Eggerti lögmanni og húsfreyjunni á Hofi, ekkju séra Björns á Melstað. Eggert var á þessum árum, um 1560, einn voldugasti, auðugasti og glæsileg- asti höfðingi landsins, dóttursonur Björns ríka í Ögri Guðnasonar, og sat í ríki hinns gömlu Vatns- firðinga á Vestfjörðum. Var hann aðalborinn riddari í föðurætt, sonar- sonur Eggerts lögmanns Eggerts- sonar í Víkinni í Noregi, sem aðlaður var 1488 af Hans Danakonungi. Fékk Eggert yngri staðfest það aðalsbréf 1551 og var riddari með kynjadýrið einhyrning í skjaldarmerki sínu. Eggert hafði búið á I./pi í Dýrafirði, Nesi á Seltjarnarnesi og viðar, og munu höfuð- ból hans hafa verið skartmiklir viðhafn- arbæir, ef dæma má af drykkjarhorni þvi sem varðveitt er úr búi hans. Eggert hafði víða sýsluvöld og Helgafells- klaustur frá 1559, og ekki við eina fjöl- ina felldur í kvennamálum; hafði hann þegar hér er komið sögu verið tvígiftur. Fyrst átti hann Sigríði Þorleifsdóttur sýslumanns á MöðruvöJium Grímssonar, en hún var systir Halldóru er átti Ara lögmann fyrrverandi mág Steinunnar, en tengdir þessar urðu eftir dráp Ara. Þá átti Eggert Sesselju Jónsdóttur fra Kirkjubóli, ráðskonu sína að sögn í Við- ey, og með henni nokkur börn. Þeirra kunnust voru Jón murtur og Ragnheið- ur. E ggert hefur verið hálffimmtug- ur, f. um 1515, er hann gengur að eiga Steinunni. Er ekki ólíklegt að Stein- unn hafi séð sér hér leik á borði að rétta hag barna sinna og giftast öðrum lögmanni landsins og miklum höfðingja og auðugum og bæta þannig aðstöðu sína og barna sinna. Hér hafa það verið glæsimennska og skörungsskapur Stein- unnar sem réðu úrslitum. Mun hún og hafa verið skartkona að þeirra tíma hætti; hún er þó orðin roskin kona, og Eggert verður að fá konungsleyfi vegna legorðs þremennings Eggerts, Guðna Þormóðssonar, með Steinunni, og var það leyfi veitt 20. marz 1563. Bak við þennan ráðahag hafa og stað- ið þeir bræður Steinunnar, sem hefur verið mikil stoð að Eggerti, og einnig gagnkvæmt mun Eggerti hafa verið styrkur að þeim bræðrum. Magnús prúði, bróðir Steinunnar, kvæntist 1565 Ragnheiði, dóttur Eggerts mágs síns. Þannig samtvinnast þessar tengdir, og á Steinunn hér án efa stóran hlut í, en Ragnheiður stjúpdóttir hennar var rík- asli kvenkostur í landinu. Var hún þá 15 vetra, en dó 6. ágúst 1642 í Sauð- lauksdal, komin yfir nírætt. Átti hún eftir föður sinn Saurbæ á Rauðasandi, Sauðlauksdal, Stóra-Laugardal í Tálkna- firði, Haga á Barðaströnd, Ögur við fsa- fjarðardjúp og fleiri jarðir. S teinunn lætur hér ekki staðar numið, giftir 1567 Guðrúnu dóttur sína kornunga Hannesi í Snóksdal (d. 1615) Björnssyni, bróðursyni Eggerts og dóttursyni Daða í Snóksdal. Var þá gamli maðurinn dáinn fyrir 4 árum úr átumeini. Dvaldi Steinunn oftast hjá Guðrúnu í Snóksdal, dóttur sinni, sem varð nafnfræg ágætiskona. Sambúð þeirra Steir.unnar og Eggerts gerðist köld, þó þau hafi getað lifað með prakt og pelli. Var nú svo komið að Steinunn, ekkja séra Björns á Mel- stað, sat hjá dóttur sinni í Snóksdals- auðinum. Hefðu það þótt tíðindi nokkr- um árum fyrr. Eggert hafði borgað 500 ríkisdali fyrir Hannes bróðurson sinn, þegar Bessastaðavaldið ætlaði að liremma Snóksdalsauðinn. Eggert, sem hafði umboð Hannesar, bjargaði eign- únum með þessum fjárútlátum. Steinunn lét ekki alveg hér staðar numið með tengdir milli hinna gömlu óvina. Önnu Björnsdóttur, systur Hann- esar, fékk hún til handa Árna syni sín- um og séra Björns. Var þá þar komið áð dótturdóttir Daða í Snóksdal átti son líjörns Jónssonar biskups Arasonar og ættirnar tengdar mcð blóðböndum. Bjuggu þau Anna og Árni á Sauðafelli I Dölum, gömlu þrætuepli Daða og Jóns biskups og sonar hans, en þar voru þeir feðgar handteknir 1550 af Daða og niönnum hans. Hér var því vel og vitur lega á málum haldið til sætta og bund- ið um gömul sár. Voru þau Sauðafells- hjón kynsæl. Bjarni Björnsson og Steinunnar kvæntist Sessélju, sem talin var Sigurðardóttir, en var laundóttir Eggerts Hannessonar. Er sagt að Bjarn! festi hana Eggertsdóttur að ráði og for- lagi Magnúsar prúða Jónssonar í litlu stofunni í Haga á Barðaströnd daginn eítir giftingardag þeirra. Var það vott- fest. Voru hér komnar á aðrar góðar tengdir. Sátu þau hjón, Bjarni og Sesselja, á Brjánslæk á Barðaströnd, góðu höfuðbóli. Með öllum þessum fyrr- r.eíndu tengdum og veru Steinunnar 1 Snoksdal var svo komið, að ættir Jóns biskups Arasonar og Daða í Snóksdal voru orðnar svo nánar hvor annarri, að ófriður og deiluefni voru úr sögunni. Enginn átti ríkari þátt í þessu en Stein- unn frá Svalbarði. Ástareldur þeirra Eggerts kulnaði skjótt; cftir voru mörg hjónabönd barna hennar og ættmenna, sem fylgdi mikill auður og aðstaða til vegs og valda í hinu nýja þjóðfélagi, sem reis upp úr baráttu siðskiptaald- arinnar og margir máttu bera höfuðið hallt eftir. Svo kynsælar urðu ættir af Jóni biskupi og börnum hans, að á kom- andi öldum var nærri hvert stórmenni hérlendis, biskup eða lögmaður, af honum komið og að síðustu hvert m'mnsbarn á öllu landinu. Eggert Hannesson átti eftir að eiga í rniklu stímabraki; hann og Jón murtur sonur þans riðu heim í Síðumúla á Hvítársíðu 1571, og drap þar Jón murt- ur Jón Grímsson bónda í Norðtungu, og var Jón dæmdur útlægur. Arið 1578 komu enskir ræningj- ar að Vestfjörðum, að sögn 180 talsins, á einu stóru skipi og tóku Eggert Hann- esson höndum fáklæddan og óviðbúinn að Saurbæ á Rauðasandi, einu af höfuð bóium hans. Jón sá, er fyrir ræningja- flokknum réð, var að eftirnafni Neflen eða Neslen og hafði verið fálkafangari hér í mörg ár og átti Eggerti að gjalda synjun á vetrarvist á ísiandi. Varð Egg- ert að kaupa sig lausan fyrir stórfé. Var að sögn Ragnheiðar dóttur hans svo mikið kvensilfur í þeim sjóði, að það var upp á 13 konur. Úr Snóksdal komu 640 ríkisdalir. Var Steinunn þá í Snóks- dal hjá dóttur sinni og hefur þurft að fórna einhverju af kvensilfri sínu og skarti til frelsunar bónda síns. Eggert vai sleppt úr haldi eftir þessi miklu íjárútlát, og kærði hann til Danakonungs mál þessi og bar sig aumlega vegna fá- tæktar í bréfi því sem hann skrifaði hátigninni. Af nógu var þó að taka hér- lendis, stórar jarðeignir, sem runnu flestar til dóttur hans, Ragnheiðar, og stórfé sem hann kom út til Hamborgar með Jóni murti syni sínum, sem dvaldi í útlegð, og var upphæðin talin nema 5000 ríkisdölum. Þau Eggert og Steinunn hafa að fullu slitið samvistir. Hélt Eggert eftir kveðjudrykkju mikla á Vatnseyri á Patreksfirði til Hamborg- ar og settist þar að og kvæntist í fjórða sinn konu að nafni Arngert. Jón murtur var og kvæntur þar og atti afkomendur í Hamborg; varð hann skammlífur. Eggert dó í Hamborg i583 úr brenni- vinsofdrykkju, að sögn Guðrúnar stjúp- dóttur hans í Snóksdai. Lauk þar lit- rikustu ævi íslenzks höfðingja á sið- skiptaöld. Hvíla þeir feðgar, Eggert Hannesson riddari og Jón murtur sunur hans, í St. Katrínarkirkju í Hamborg, og er kirkja sú enn við lýði. S teinunn lifði lengi eftir þessa at- burði og er talin hafa andazt 1592 eða jafnvel síðar. Guðrún dóttir hennar bjó við rausn í Snóksdai. Hannes maður hennar drukknaði 1615. Gaf hún þeim, sem farín líkið, mikið fé. Sjálf varð hún háöldruð og er loflega getið í annálum. í Fitjaannáli segir, að Guðrún Óiafs- dóttir varð hálfníræð kona og sat í Snóksdal með tillagi barna sinna, gerði og fátækum gott af sér jafnaðarlega, slíkt hið sama hefur húsfrú Steinunn móðir hennar gert. (Heimildir; Árbækur Espólins, Forn- bréfasafn, Annálar, SagnaþæVtir Þjóð- ólfs o. fl.) FANGI Framhald af bls. 9. var ósvikið sovézkt skrifstofuveldi: Dátarnir, sem voru við skyldustörf ut- an búðanna, stóðu ekki undir stjórn yfirvalda fangabúðanna, heldur næstu herstöðvar, sem var þarna skammt frá). Við dunduðum þarna við eldinn I hálftíma, meðan verkstjórinn, sem var „eldri“ fangi, reyndi að lokka okkur til að vinna. — „Jæja, við skulum nú reyna að koma einhverju í verk í dag, karlar mínir. Annars frjósið þið í hel hérna.“ En það var engin knýjandi á- stæða til að leggja hart að sér, nerna einhver máttlaus hótun frá yfirmönn- unum í búðunum um minnkun á mat- arskammtinum, og við eyddum líka þriðjunginum af morgninum í að hita okkur og skrafa saman. Verkið var erf- itt, en meira gerði okkur þó kuldinn og það, hve verkfærin voru slæm. Það var tiltekinn skammtur, sem við áttum að afkasta á dag, en hann var áætlað- ur svo hlægilega stór, að engum datt einu sinni í hug að reyna að fylla hann. il hádegi þrömmuðum við svo aftur í matsalinn til hádegisverðar (kálsúpa aftur og einhverskonar kas- ja), og seinnipartinn var vinnan svip- uð og um morguninn. Ég minnist þess sérstaklega, að síðdegis fengum við vörðinn til að fara með okkur heirn klukkan hálffimm í stað fimm, og þá flýttum við okkur, til þess að verða fljótari en hinir flokkarnir inn um hlið- ið. Meðan við biðum þár eftir því að leitað væri á okkur, tindum við upp úr snjónum kartöflurnar, sem matar- geymsluflokkurinn hafði skilið þar eft- ir handa okkur, og földum þær í föt- unum okkar til að smygla þeim mn. En þennan dag var leitin óvenju vand- leg, og kartöflurnar fundust flestar. Og það, sem verra var: vörðurinn fann litlu vasabókina mína, sem ég geymdi inni á mér og notaði til að skrifa í þýðingar mínar á fangelsiskveðskap. Hann blaðaði í bókinni, og þar var þá eitt kvæði, þar sem dregið var dár að dómsmálastjórn Sovétríkj- anna, og ég þóttist alveg viss um, að hann mundi gera bókina upptæka. En að lokum skilaði hann mér henni aftur með aðvöruninni: — Vertu ekki að drabba í skáldskap og skrifa upp kvæði, þegar þú átt að vera að vinna. Framhald næst. Leiðrétting í GREININNI um dr. theol. Jón Helgason, biskup, í næstsíðustu LESBÓK (26. júní) féll niður lína í upphafi greinarinnar, en önnur kom inn, sem ekki átti þar að vera. Málsgreinin á að vera þannig: „Faðir sr. Helga var Hálfdan Ein- arsson, prófastur að Eyri í Skutuls- firði, en kona hans var Álfheiður Jónsdóttir lærða, að Möðrufelli í Eyjafirði, og var Jón Helgason lát- inn heita eftir þessum merka lang- afa sínum.“ Á mynd þeirri, sem fylgdi grein- inni (bls. 12) af heimili dr. Jons biskups í Tjarnargötu, þá er það húsið, sem er lengra til norðurs. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.