Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1966, Page 5
Bókasöfn forn og ný VI. hluti: r ■■ r BOKASOFN A14.- 16.010, FRAMH. Eftir Siglaug Brynleifsson Firenze (Flórenz) var ein höfuðstöð bófcmennta og lista á Ítalíu á 14. og 15. öld. Borgin var auðug og landstjórnarmenn þar miklir áhugamenn um hstir og bókmenntir. Mediciættin réð Flór- enz svo til alla 15. öld, og var það tímabil glæstast í allri sögu borgar- innar. Cosimo de’Medici (1389-1464) var verndari lista og bókmennta og mikill handrita- og bókasafnari. Hann hafði marga fremstu snill- inga í þjónustu sinni, Donatello, Filippo Lippi og Fra Angelico og áhugi hans á klassík var ekki nein sýndarmennska, því að hann var óvenju vel menntaður í þeim fræð- um. Hann hafði sendimenn í förum um alla Evrópu til þess að safna handritum og galt vel fyrir. Hann lánaði Parentucelli fé til bóka- kaupa, og sá endurgalt það, með því að skrásetja bókasafn hans, og þegar hann var orðinn Nikulás páfi V. lét hann Medici-bankann í Rómaborg sjá um fjárreiður páfa- stólsins. Cosimo komst yfir mörg ágæt söfn, og meðal þeirra var safn Niceolo dei Niccoli (1363-1437), sem var ástríðu- fullur handritasafnari; hann komst m. a. yfir safn Petrarca og viðaði að sér hand- ritum hvaðanæva. Hann var ráðgjafi Cosimos um handritakaup. Niccoli átti um 800 handrit og sagði svo fyrir dauða sinn, að 16 vinir hans skyldu ákveða, hvað yrði um safnið. Þessir vinir kusu, að Cosimo ráðstafaði iþví. Hann tók að sér að greiða skuldir búsins og tók liandritin til ráðstöfunar. Hann tók til sín um 200 og afhenti afganginn til bókasafnsstofnunar við Markúsarklaust- ur í Fiórenz 1441, sem var fyrsta opin- bera bókasafnið á ítalíu. 1 þessu safni eru mjög dýrmæt handrit, þ. m. bezta handrit, sem til er af bréfum Cicerós og ljóð VirgilíUsar í handriti frá 4. öld. Lorenzo de’Medici (1449-92) „il Maximilian keisari I. Myndina gcrði Albrecht Diirer árið 1519. Magnificio" varð frægastur sinna ætt- menna. Hann tók við völdum ættarinnar ungur að árum, var ágætt skáld og mik- iil frömuður bókmenntar og lista. Hann stofnaði akademíu í Flórenz, sem kennd var við Platón, en Flórenz varð ein höf- uðstöð grískra fræða, eftir að Konstant* Framhald á næstu síðu. ÆÐI langur tími er nú lið- inn síðan ráða menn sögðu fyrst frá því, að endanleg niðurstaða í flugvallar- máli olckar vœri á nœstu grösum. Síðan hafa sömu tíðindi verið boðuð hvað eftir ann- að — og virðist þetta œtla að verða eitt af eilífðarmálunum, því að hin vísindalega rannsókn á framtíðar- úrlausn í flughafnarmálum höfuð- staðarins hefur greinilega engin takmörk í tíma og rúmi. Á meðan flestar þjóðir Vestur- og Norðurálfu hafa verið önnum kafnar við að endurskipuleggja flugmál sín og færa út kvíarnar til þess að greiða fyrir hinni stöðugu þróun á þessu sviði, hafa hœfilega fljótvirkir sérfrœðingar rannsakað okkar mál með hœfilega löngu millibili. Þess vegna œtti varla að 21. ágúst 1966 , skorta vísindalegar upplýsingar, þegar loks verður ákveðið að ákveða eitthvað. En stundum efast maður hálf- vegis um, að vísindanna sé þörf. Ekki aðeins við álmúgamenn, held ur einnig ráðamenn — að því er virðist. Eitt dœmi um það er skil- yrðið, sem ríkisstjórnin setti fyrir veitingu ríkisábyrgðar til handa Flugfélagi íslands. Tœknifrœðingar Boeingverk- smiðjanna segja, að umrædd þota gæti með góðu móti athafnað sig á Reykjavíkurflugvelli — og þessir sérfrœðingar eru ekki lakari en það, að þeir hafa smíðað aðra hverja þotu, sem er í farþegaflutn- ingum á V esturlöndum. Mér er kunnugt um, að flugmálastjóri fs- lands og hans lið telur ennfremur eðlilegt að prófa þotuna á Reykja- víkurflugvelli og láta reynsluna skera úr um, hvort dæmið gengur upp eða ekki. Þannig hefur verið farið víða að erlendis — og út- reikningar Boeing-manna hafa hlotið staðfestingu. Ekki er óeðlilegt, að ábyrgðar- aðili setji ýmis skilyrði til þess að tryggja, að staðið verði við fjár- hagslegar skuldbindingar. En ekki virðist fyrrnefnt skilyrði tengt þeirri hlið málsins. Eðlilegt hefði verið, að óskir um, að þotan yrði ekki gerð út frá Reykjavík, hefðu komið frá borgaryfirvóldum — og þá með hliðsjón af reynslu, sem fengist, þegar þotan kœmi. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar getur ekki verið byggð á vísinda- legri niðurstöðu, enda þarf þotan í ýmsu tilliti minna athafnasvæði en Cloudmastervélar þœr, sem um árabil hafa verið gerðar út frá Reykjavíkurvelli. Þess vegna vœri ekki óeðlilegt að túlka þessa afstöðu á þann veg, að stjórnarvöld telji, að allt millilanda flug eigi að flytjast til Keflavíkur, án tillits til þess, hvort hægt sé að reka það frá Reykjavík. En á þessu hefur ekki verið gefin nein frekari skýring. Ef hér örlar á vœntanlegri yfir- lýstri stefnu stjórnarvalda i flug- málum, hefði varla þurft margar sérfrœðinganefndir til þess að kanna Reykjavíkurflugvöll, því að hér er ekki bent á neina vísinda- lega niðurstöðu — og ekki einu sinni beðið eftir því að hœgt verði að reyna þotuna á Reykjavíkurvelli. Vísindanna er sem sé ekki þörf, þegar öllu er á botninn hvolft. Ég er ekki þar með að segja, að þotuna eigi fyrir allan mun að reka frá Reykjavíkurvelli. En ákvörðun um þetta atriði hefði verið eðlilegra að taka með hliðsjón af tœknileg- um atriðum — ekki sízt eftir að stjórnarvöld hafa flaggað með sér- frœðinganefndir í mörg ár og ekki talið sig geta ákveðið neitt fyrr en álit þeirra lœgi fyrir. Að kasta upp túkalli og segja: „Ef talan kemur upp, þá þetta — eða hitt“, er auðvitað hœgt að gera í öllum málum, og eigi þessi aðferð að ráða framtíðarstefnu í íslenzk- um flugmálum, er vart eftir neinu að bíða. Þótt ýmsir segi, að krónan sé ekki mikils virði — þá stendur tú- kallinn greinilega fyrir sínu. Haraldur J. Hamar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.