Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Qupperneq 2
Hússein (Husain) konungur af Jórdaníu er aðeins Jirítugur að aldri, en hefur þó bor- ið kórónu Hassemítaættarinnar 1 þrettán ár. Emíratið Trans-Jór- danía var sett á stofn árið 1922, þegar Abdúlla, afi Hússeins, var gerður að emír yfir landinu milli Arabíu og Sýrlands, en ættmenn hófðu áður ríkt yfir E1 Hejaz eða Hedjaz við Rauðahafið á norð- vesturströnd Arabíuskaga. Þegar land Hassemíta (eða Achémíta) var lagt undir hið nýstofnaða ríki, Saudi-Arabíu, fengu þeir yfirráð yfir tveimur ríkjum, sem búin voru til úr fyrri skattlöndum Tyrkjasoldáns í Miklagarði, þ. e. írak (Mesópótamíu) og Trans-Jór- daníu. Völdum ættarinnar lauk sviplega í írak. Árið 1946 var emíratinu í Trans-Jórdaníu breytt í konungsríki, og Abdúlla emír tók sér nafnið Abdúlla I. konungur af Trans-Jórdaníu. Hann var myrtur í Jerúsalem árið 1951. Elzti sonur hans, Talal, tók þá við völdum, en biátt kom í ljós, að hann var hald- inn ólæknandi geðsjúkdómi. Var hann þá sendur í heilsuhæli í Sviss, en elzti sonur hans, Hússein, gerð- ui að ríkisstjóra hinn 11. ágúst 1952. Samkvæmt lögum, sem mót- uðust af fornri, arabískri hefð, gat hann ekki borið konungsnafn, fyrr en hann hafði lifað sautján sinnum tólf rétta tunglmánuði. Þegar hann hóf átjánda tunglárið, var hann krýndur í Amman, höfuð- borg ríkisins, 2. maí 1953. Eftir að friður komst á við ísrael, eignaðist Trans-Jórdanía land í Palestínu, vestan Jórdanar, og var nafn ríkis- ins breytt í samræmi við það, svo að það heitir nú Jórdanía. Hússein er fæddur árið 1935, svo að hann verður 31 árs á þessu ári. Hann 'nlaut fyrstu menntun sína hjá öldungum ættar sinnar og skriftlærð- um fræðimönnum, sem sóttir voru til beztu skóla í Arabalöndunum. Amman var í æsku hans ekki annað en frum- stætt sveitaþorp í miðju eyðimerkur- lanai, sem bedúína-hirðingjar reikuðu um með hjarðir sínr.r. Afi hans fékk einnig kennara frá Bretlandi, til þess að afkomendur hans fengju víðari sjón- deildarhring en miðaldaþjóðfélagið í evðimörkinni gat veitt þeim, og jafnyel frá Frakklandi, se.nnilegn aðeins til þess að stríða Englendmgum, sem héldu þó lífi í ríkisnefnu hans. Þegar Hússein hafði aldur til, var hann sendur í hinn virðulega, ensk- egypzka skóla, Vicloria College, í Alex- andríu. Síðar stundaði iiann nám í Bret- landi (við Harrow og Sandhurst), þar sem áhugi hans á íþróttum gat notið sín til fulls. K.onungur Jórdaniu er tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Dina, systir Farúks Egyptalandskonungs. Hjóna- bandið var ekki hamingjusamt. Dina var eldri og lífsreyndar; en eiginmaður hennar og stóð honum sízt að baki um andlegt atgervi og eh.beitni. Konungi i þótti nóg um ráðríki hennar og eilífar ráðleggingar um ríkismálefni, svo að hjónabandið var leyst upp. Dina ól kon- ungi eina dóttur, sem hann hefur hjá sér. Síðari kona hans ér ensk, Muna prinzessa. Hún er af ensku miðstétta- fólki komin, en hefur aðlagað sig ara- bískum siðum aðdáanlege vel. Hún hefur alið konungi tvo syni. 'Sá eldri var rík- isarfi til skamms tíma, en nú hefur yngri bróðir Hússeins verið gerður að krónprinzi. Sú orsök cr til þess, að ætt- arhöfðingjum í Jórdaníu og sennilega almenningi einnig líkaði ekki, a'ð enskt lilóð skyldi renna í æðum ríkisarfans. betta var þó látið kvrrt liggja framan af, en sagt er, að konungui hafi neyðzt til þess að breyta ríkiserfðunum, þegar í ljós kom, að drengurinn varð æ norr- ænni í útliti, „Ijóshærður og bláeygður með fölt enni og rjóðar kinnar“. Út- litið var semsagt eins óarabiskt og hugsazt gat. Það er því ljóst, að hann mun aldrei bera konungsnafn í ríki föður síns, og móðir bans verður aldrei krýnd drottning. Hún verður að láta sér nægja prinzessutitilinn. Þ ótt konungur sé ekki eldri að ár- um, á hann viðburoaríkt líf að baki sér. Með ótrúlegri elju og atorku hefur hon- um tekizt að efla framfarir í landinu með undraverðum hraða, þó að íbúa- tala þess hafi aukizt úr 340 þúsundum í 1.800.000 á fáeinum árum. Mesta aukn- ingin varð í Palestinustyrjöldinni, þegar landflótta Arabar hrökkluðust til Jór- daníu undan fsraelsmönnum og Jór- daníumenn eignuðust iönd handan Jór- samans lægi ríki hans I rústum og hann sjáifur dauður í gröf sinni. Mörgum sinnum hefur verið reynt að ráða hann af dögum, en hingað til hefur hann sloppið undan ofsóknarmönnum sínum. Hann hefur stund.um átt sér mjög óvin- veittar ríkisstjórnir í öllum nágranna- rikjum sínum, sem hafa sent flugumenn inn yfir landamærin og beinlínis hvatt þegnana til uppreisnar og til þess að myrða konung. C>ft hefur sletzt upp á vinskapinn milli hans og Nassers, og hafa Egyptar haldið uppi sérstakri út- varpsstöð, sem útvarpar áróðri og óhróðri um konung dag og nótt, þar sem menn hafa verið hvattir til þess að drepa konung og jafnvel heitið gífur- legum launum fyrir. Hússein virðist ekki kunna að hræðast, heldur ferðast hann ódeigur um meðal þegna sinna. Nokkrum sinnum hefur verið reynt að steypa honum frá völdum, en þegnskap- ur landsmanna hefur jafnan komið í veg fyrir það. ins og nú er, er konungur mjög vinsæll meðal Jördaníumanna. Þeir sjá nú, að honum verður ekki um þokað, og þeir eru jafnvel farnir að trúa því, að hann sé ódrepandi, sem kannske er ekki að furða, svo naumlega sem hann hefur stundum sloppið undan byssu- Hússein konungúr danar. Þessir nýju ríkisborgarar fluttu einnig með sér pólitíska ókyrrð, og lengi Leíur verið efazt um trúnað þeirra við konunginn, þótt talið sé að hann hafi unnið hylli þeirra flestra á allraseinustu árum. Helztu einkenni konungs eru frá- bært hugrekki, framtakssemi, dugnaður, skarpar gáfur, einbeitni og viljastyrk- ur. Þetta eru mörg og góð einkenni, en sagt hefur verið, að án þeirra allra til Uússein konungur með sonum sínum. kúlum egypzkra launmorðingja. Vin- sældir hans stafa þó ekki sízt af því, að hann hefur leitt riki sitt örugglega til velmegunar, þrátt fyrir alla utan- aðkomandi erfiðleika og tiltölulega fátækt landsins, og honum hefur tekizt að koma á festu í landsmálum, bæði stjórnmálalega og efnahagslega. Fjölskýldulíf hans er mjög gott, enda unir hann sér hvergi betur en á heimil- inu með konu sinni og þremur börnum sinum. Áhugamál hans eru óvenjulega mörg og fjölbreytt. Hann er fæddur iþróttamaður, þótt lágur sé í loftinu. Auk alls konar íþróttaiðkana, skemmtir hann sér á vatnaskíðum, ekur kapp- akstursbílum um eyðimörkina, leikur sér að listflugi, stekkur úr flugvélum í fallhlíf, ríður út á gæðingum sínum (hann á nokkra r.tofna af kynföstum og hreinræktuðum, arab shum hestum) og glímir við lííverði sína. Hann er mikill áhugamaður um tónlist og bókmennur; á íramúrskarandi fjöloreytt hljómplöiu- safn og mikið bókasaín, þar sem mest ber á ritum um sagnfræði, stjórnmal og arabíska ljóðagerð og nýjum skuj.a- sögum frá Vesturlóndurn. Framhald á blaðsíðu 15. Framkv.stj.: Slglns Jónsson. Rltstjórar: Slgurður Bjarnason trá Vleur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arnl Garöar Kristlnsson. Ritstjórn: Aðalstræti fi. Simi 22480. Utgefandi: H,í. Arvakur. ReykjavlX. 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.