Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Blaðsíða 5
GREIN sú, sem hér birtist, er íormáli þýðanda enskrar útgáfu af hinni helgu bók Múhameðstrúarmanna, sem gefið hefur verið nafnið „Kóraninn". Hann hefur ekki enn sem komið er verið þýdd- ur á íslenzka tungu. Þeir, sem einhvern áhuga á að þekkja til þeirrar bókar, settu að kynna sér umsögn og álit hins enska þýðanda á einu af frægustu meist- araverkum heimsbókmenntanna. Þýð. Þegar hér var komið hafði hann getið sér mikinn orðstír fyrir vizku sína og heiðarleik, sem hann hafði öðlast vegna kynna sinna og áhrifa af gyðingdómi og kristinni trú. Þá þegar, löngu áður en köllun Múhameðs átti sér stað, hafði heiðinn dómur verið kominn á undan- hald meðal Araba. Þeir dýrkuðu ekki einungis Allah, þann æðsta hinna semítísku guða, heldur einnig kvengoð sem þeir töldu dóttur Allah. Þeirra á meðal voru: Al-Lat, Al-Uzzah og Al- ]\í úhameð hafnaði valdi til þess að gera kraftaverk, var staðfastur í þeirri trú, að hann vœri sendiboði guðs, sendur til þess að staðfesta fyrri kenningar heil- agrar ritningar. Guð hafði opin'berað Gyðingum og kristnum mönnum vilja sinn með orðum hinna útvöldu postula, en þeir höfðu óhlýðnast boðum guðs og gengu á hönd ýrnsum sundrandi trú- flokkum. Kóraninn ásakar Gyðinga fyrir að afbaka ritninguna og kristna menn KORAMIMIM B ók þessi, Kóraninn, er elzta, en jafnframt sú bókin, sem án efa er talin gnæfa hátt yfir allan fjölda hinna arabísku rita óbundins máls. Meðal Múhameðstrúarmanna er hann hið ó- skeikula guðsorð, sem teikn af himni, opinberað spámanninum Múhameð af Gabriel höfuðengli. Að því þó undan- skildu, að í byrjun málsgreinar og á nokkrum stöðum öðrum, talar spámað- urinn eða engillinn í fyrstu persónu gagnvart guði. ]\lúhameð var sonur Abdulla bin Abdul-Muttalib af ættkvísl Ouraysh. Hann fæddist eftir dauða föður síns um 570 e. Kr. Móðir hans að nafni Aminah dó þegar hann var enn í bernsku. Ólst hann svo fyrst upp hjá afa sínum en síðan hjá föðurbróður Abu Talito. Ungur að árum tókst hann ferð á hendur með kaupmannalestum frá Mekka til Sýr- lands. En 25 ára gamall gekk hann að eiga Khadja dóttur Khuwailid, ríka ekkju, sem var 15 árum eldri en hann. Manat, sem táknuðu hver um sig sól, Venus og hamingju. Fyrir áhrif þeirrar eingyðistrúar, sem gyðingdómur og kristni höfðu boðað, höfðu nú, fyrir þá meinlætatrú, fjöldi manna þekktir sem „hanifs“, hafnað allri skurðgoðadýrkun. Múhameð virðist hafa orðið fyrir áhrif- um af þeim. Það var venja hans, að ganga jafnan til fjalla, dvelja þar í helli einum til þess að gera þar í einrúmi frammi fyrir guði bæn sína og reiknings- skil. En munnmæli herma að nótt eina í Ramadham árið 610, er hann var í fasta svefni eða leiðslu, að engillinn Gabriel kom til hans og sagði: „Prédika þú!“ Hann svaraði: „Hvað á ég að prédika". Skipunin var endurtekin þrisvar sinn- um, þar til engillinn sagði: Prédikaðu í nafni Drottins, skapara þíns, sem skap- aði manninn úr blóðtrefjum. Prédikaðu! Drottinn er örlátur. Með einangruninni hefur hann kennt mannky-ninu áður óþekkta hluti. Þegar hann vaknaði, voru áður grei-nd orð sem greypt í hjarta hans. fyrir að tilbiðja Krist sem son guðs; þótt guð hefði gagngjört boðið iþeim að til- biðja sig einan. Þegar þeir höfðu villzt af réttri leið, varð að snúa þeim aftur við til hinna sömu, réttu trúar, þeirrar er Abraham boðaði. En það var hin skilyrðislausa hlýðni og undirgefni við vilja guðs — hins heilaga Allah. Guðs- hugmynd sú, sem Kóraninn boðar er eingyðistrú, sem segir fyrir hina guð- dómlegu náð og fyrirgefningu. Guð er aivitur og almáttugur og iþótt hann sé misku-nnsamur börnum sínum, er hann strangur í refsingu sinni. Ha-nn fyrir- skipar réttláta breytni og fagra hegðun. Að auðsýna ekkjum og munaðarlausum og gjafmildi fátækum. Æðsta skylda Múhameðstrúarmanna er trúin og traustið á Allah og postulum hans, bænahald, föstur og pílagrímsferðir til hins heilaga húss í Mekka, sem byggt var af Abraham, til þess að tilbiðja hinn eina guð. Opinberanir Kóransins voru í mörgum fremur stuttum grei-num, sem í fyrstu voru varðveittar í minni vissra stjórnskipaðra embættismanna. Á dög- um Múhameðs var letrið skráð á pálma- blöð, steina eða yfirleitt á hvað sem hendi var næst. Greinum þessum var fyrst safnað sam- an í eina heild á stjórnarárum kalífans Omars annars og löggilt þýði-ng var ákveðin í stjórnartíð kalífans Otman eft- irmanns Omars (644—56). Enn í dag heldur þessi þýðing gildi sínu sem hið fullkomna gúðsorð. En vegna þess, að letur það, sem Kóraninn var í upphafi skráður á, fól ekki í sér nei-na skýringu á hljóðtáknum og merkingu stafanna. S kaSi var það, að þegar haflzt var handa um að safna efni Kóransins í bókarform, að útgefandi eða útgefendur fylgdu ekki röð tímatalsins. Hinum ein- stöku köflum var tíðast raðað niður eftir lengd, hinir lengstu voru hafði fyrstir, hinir stytztu síðastir. Tilraunir voru gerðar af þeim Noldeke, Grimme, Rod- well og Bell að feera kaflana til í rétta röð hins viðurkennda tímatals. En í skól- um var það einróma samþykkt, að ná- kvæm tímatalsleg niðurröðun væri ó- framkvæmanleg, án þess að skera kafl- ana niður í sundurliðaðar setningar. En annað þótti ekki fært vegna þess, að meðtalning þeirra kafla opinberunarinn- ar. sem sagðir eru fram í Medína hófst nokkrum árum fyrr en í Mekka. Um leið og hafizt var handa um þessa nýju þýðingu var það takmark mitt að leiða fram fyrir lesandann mjög auð- skilda útleggingu Kóransins á nútíma- ensku. Það er skoðun mín, að Kóraninn sé ekki aðeins einn hinna merkustu bóka, sem tilheyra bókmenntum þeim sem kenndar eru við spádóma, heldur ei-nnig yfirburða bókmenntalegt meist- araverk. Við það, að fylgja stranglega og bókstaflega í túlkun hinum arabísku málum, hefur í fyrri þýðingum, að minnii hyggju fullkomlega misheppnazt að ná bæði merkingu, tilgangi verksins og upp- runalegri tig-n þess og hrynjandi. Það NÚ á tímum hafa margir tekið trú á áætlanagerð. Víða um lönd, vilja stjórnmálamenn skipuleggja allt athafnalíf út í yztu æsar mörg ár fram í tímann; allt skal ná- kvæmlega ákveðið fyrir fram, jafnvel sjálft mannlífið. Stórkost- legir annmarkar hafa þó þegar komið fram á allri þessari áœtl- anagerð, vegna þess að enn er enginn svo forvitri, að hann þekki alla þætti, sem komið geta síðar til sögunnar og ónýtt vandlega undirbúna áætlun. Þess eru dæmi (einkum í ríkjum, sem búa við sósíalískt þjóðfélagskerfi), að trú- in á áætlunina verður svo megn, að hún verður beinlínis til þess að tefja framfarir og hagnýtingu nýrra uppgötv- ana. Áætlunin verður að standast í öll- um atriðum, smáum sem stórum, og því verður að miða við þá tœkni og þœr vinnuaðferðir, sem beztar þóttu á þeim tíma, þegar áætl- unin var samin. Allar breyting- ar raska áætluninni, og sé einu atriði hnikað til, hrynur allt kerf- ið. Sé átœlun um rekstur ríkisbús- ins gerð til mjög langs tíma í senn, er hœtt við að framfarir verði ekki nema í stórum stölck- um á margra ára fresti, í stað þess að komast í gagnið jafnóðum. í hálfa öld hafa valdhafar So- vétríkjanna trúað á mátt allsherj- aráætlana af óbilandi kreddufestu. Árangurinn hefur þó ekki orðið meiri en sá, að þjóðum Sovét- rikjanna tekst ekki að brauðfæða sig, og til skamms tíma (ef til vill enn) bjó hver þegn í Sovét- ríkjunum í þrengra húsnœði en feður þeirra og afar á tímum keisarastjórnarinnar (skv. sovézk- um hagskýrslum). Enn hefur stjórn Sovétríkjanna neyðzt til að festa kaup á gífur- legu magni af hveiti í Kanada. í tilefni af því birti bandaríska stórblaðið „The New York Times“ ACREÁQE UNDER CULTIVATION (Millionjef «crci) 316.3 U.S. U.S.S.R. GRAIN PRODUCTIOH (Millionjof mctrictens) T87.T U.S, U.S.S.R, samanburðarteikningar þær, sem fylgja þessum línum. Til vinstri er gerður samanburður á stœrð ræktaðs lands í Bandarikjunum og Sovétríkjunum. Sést þar, að land í ræktun í Sovétríkjunum er meira en helmingi víðlendara en rœkt- unarlönd í Bandaríkjunum, eða 316,3 milljónir ekrur á móti 153,3 milljón ekrum í Bandaríkjunum. En súlurnar til hægri gefa aðra óvœnta mynd af raunveruleikan- um. Þœr sýna, að á helmingi minna landssvœði í Bandaríkjun- um er hveitiframleiðslan nœstum 90% meiri en á rœktuðu landi í Sovétrikjunum. Bandaríkjamenn fá 187,1 milljón tonn af hveiti af 153,3 milljón ekrum, en Sovét- menn fá ekki nema 100 milljón tonn af 316,3 milljón ekrum. — Með öðrum orðum: Banda- rikjamenn fá rúmlega 1,3 tonn af hverri ekru lands, meðan Sovét- menn fá ekki nema 0,3 tonn af hverri ekru. Tekið er fram, að mis munur á landgœðum sé enginn. Báðir rækta lönd í alls konar lofts- lagi og með hvers konar gróður- mold. Ef nokkuð sé, œtti hin frœga „svarta mold“ í Úkraínu og Suður-Rússlandi að vera frjósam- ari en nokkur mold í Bandaríkjun- um. Þessi athyglisverði samanburður leiðir glögglega í Ijós, að eitthvað er bogið við sovézkan landbúnað. Hann sýnir einnig greinilega yfir- burði bandarísks þjóðskipulags fram yfir hið kommúnistíska þjóð- Framhald á blaðsíðu 6. 28. ágúst 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.