Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1966, Side 10
SKÁLDSKAPUR Framhald af bls. 7. þeirra liggur enn óprentaður, en marg- ar eru með öllu glataðar. Venjulegast voru þær ortar í flokkum, og gátu í ílokknum verið allt frá tveim eða þrem rímum upp í tuttugu og þaðan af fleiri. En lengd hverrar rímu var einnig mjög breytileg að erindatölu, og venjulega var hver ríma undir öðrum hætti en sú næsta á undan. Frá því fyrir 1600 hafa um áttatíu flokkar varðveitzt í handritum, og þar af hefir um það bil helmingurinn verið prentaður nú á síð- ari árum. Frá því á seytjándu öld og áfram mundi vera mjög erfitt að til- greina nákvæma tölu. f ítarlegu riti eftir séra Helga Sigurðsson um brag- fræði rímna, eru nafngreindir eigi færri en 127 flokkar, er samtals mynda geysiháa tölu rímna, eða 1568. Svo breytilegar eru þær um lengd að ó- rrögulegt er að gizka með nokkurri nákvæmni á braglínutölu þeirra; senni- legt að 500.000 mundi fremur vera und- ir en yfir hinu rétta. Efnið er lang- oftast einhver hinna ósannsögulegu sagna, eða lygisagna, og er sagan end- ursögð rímu eftir rímu unz henni lýkur. Venjulega hófst hver ríma á nokkrum inngangserindum, sem ekki voru í beinu sambandi við söguna, og í þeim erindum gat skáldið sagt hvað sem honum þóknaðist að segja. í þessum erindum, mansöngnum, er iðulega bezta skáidskapinn að finna. E kki hefði þessi yfirgripsmikla grein bókmenntanna með nokkru móti getað orðið til ef ekki hefði verið á undan gengin hin stranga ögun, sem dróttkvæður skáldskapur veitti. Og jafnvel þó að þessa sé gætt, er það furðulegt að svo tilgert og erfitt kveð- skaparform skyldi geta áunnið sér vin- sældir og haldið þeim svo langan tíma. Ekkert er það, sem betur sýni og sanni hina löngu þjálfun íslenzks hugar í skáldskaparíþróttinni en það, að svo margir menn (og nokkrar konur) úr öllum stéttum þjóðfélagsins, skyldu geta ort rímur, og að fólkið í heild sinni gat skilið þær og notið þeirra. Þær voru sí og æ lesnar, ýmist í hljóði eða upphátt, og þær voru kveðnar, hver háttur með því lagi sem honum hentaði, og margir voru þeir, sem kunnu heila flokka utanbókar, svo að þeii gátu skemmt öðrum með því að hafa þær yfir. Sá fjöldi rímnaflokka, sem sum skáldin ortu, sýnir hve létt þeim var um það, þrátt fyrir dýrleika háttanna og torveldi kenninganna. Sem dæmi má nefna það, að á milli 1795 og 1837 orti Magnús Magnússon (stund- um kallaður Jónsson) 21 flokk, alls 227 rímur. Af öllum þessum hafa, að því er ég bezt veit, aðeins tvennar rímur verið prentaðar. Og þetta dæmi er alls ekki nein undantekning. , Fjarstæða væri það, að öll þau kynstur, sem þannig hlóðust upp um fimm alda skeið, gætu verið góður skáldskapiar. Hin lélegri skáld, sém 'eíös og hin urðu að horfast í augu við langt og erfitt hlutverk, hölluðust eðlilega að því úrræðinu, að meta meir hljóminn en hugsunina. í>au vissu að áheyrend- urnir mundu meta hvorttveggja jafnt, bara ef þeir gætu fylgzt með efni sög- unnar, og jafnvel góðu skáldin freist- uðust til að gera sér svona hægt um hönd. Það var ekki aðeins í rímunum, beldur og í öðrum greinum skáldskap- ar að farið var að líta á formið sem rnikilvægara en efnið, og mælikvarðinn á skáldið varð sá, hve dýrt það gat kveðið. Eigi að síður vill þó svo til, að um fimm alda skeið er, með fáeinum áberandi undantekningum, bezta ís- lenzka skáldskapinn að finna í rímun- um. Þær höfðu það mikla gildi að þær varðveittu, hjá öllum stéttum þjóðfé- lagsins, tilfinningu fyrir máli og hljóð- falli, þekkingu á liðinni tíð, og áhuga 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS á sögnum og ævintýrum; og þetta stuðlaði meir en flest annað að blá- þráðalausu samhengi íslenzkra bók- mennta. Ágallar rímnaskáldskaparins voru augljósir, og ungum íslendingum í byrjun nítjándu aldar, sem hrifizt höfðu með straumi rómantísku hreyf- ingarinnar í Danmörku, þótti sem það væri þjóðinni nálega til minnkunar að húr. skyldi enn líta á rímurnar, ekki aðeins sem réttmætar, heldur því nær sem hina æðstu tegund skáldskapar. Upp af þessu spratt sú ofsafengna árás, sem Jónas Hallgrímsson gerði á þær 1837, og það er kaldhæðnislegt að hana gerði hann tveim árum eftir útkomu meistaraverks þess skálds, sem hann sérstaklega beindi árásinni gegn. Og svo varð lítill árangur þessa frum- hlaups að rímur voru ortar án afláts, og af meira bókmenntagildi, út alla nítjándu öldina. Heilbrigt skyn þjóðar- inr.ar mátti sín meir en aðfinnslur byggðar á alþjóðlegum rökum. Það er atbyglisvert, að enda þótt dregið hafi úr rimnakveðskap síðastliðna hálfa öld, hafa samt fleiri rímur verið prentaðar, i bæði alþýðlegum og fræðilegum út- gáfum, siðan 1900 heldur en á nokkru sambærilegu tímaskeiði áður. Bæði á íslandi og annars staðar, þar sem lögð er stund á íslenzkar bókmenntir í heiid, hefir nú gildi rímna hlotið við- urkenningu, ekki einungis sem einstæð tegund skáldskapar þeirrar þjóðar er skapaði þær, heldur og fyrir gildi þeirra í öðru tilliti. Skemmtilegt dæmi vm þessa endurreisn er það, að nýlega ei komin út þriðja útgáfa Númarímna með þeim frágangi ekki einungis sem stingur mjög í stúf við fyrstu útgáfu þeirra 1835 og aðra útgáfu 1903, heldur ein hin fegursta bók prentuð á íslandi. Sumir hinna algengustu bragarhátta rímnanna, einkum ýms tilbrigði af ferskeytlu, hafa líka siðan á sextándu öld almennt verið notaðir á þeim stöku vísum ferhendum, er komu í stað drótt- kveðinna lausavísna í fornöld, og svara tii epigramma nú á dögum, en eru meiri hagleikssmíð að formi til en hjá öðrum þjóðum. Margar af stökum þess- um, víðkunnar eða jafnvel alkunnar um allt landið, eru eftir óþekkta höf- unda og eru í rauninni ávöxtur hinnar aitíðu hagmælsku, sem verið hefir sér- stakur fylgifiskur íslendinga gegnum aldirnar. Margar eru þær líka til orðn- ar á augnabliki að kalla, án nokkurs hiks sem svar við spurningu, eða til þess að draga eitthvert efni saman í eirtn brennidepil, eða til þess að lýsa einhverju sem gerðist eða fyrir augun bar. Þær gætu ekki hafa orðið til nema hjá þjóð sem vaxin var upp í svo nán- um tengslum við skáldskap liðins tíma að henni var orðið hartnær jafneðlilegt að tala í bundnu máli sem óbundnu. U m hinn nýrri skáldskap íslenzk- an er ekki þörf að ræða í löngu máli, því hann er að formi til ekki svo sér- stæður sem hinn, er þegar hefir verið íjallað um. En vert er að geta þess, að á seytjándu öld átti Island tvö skáld, prestana Hallgrím Pétursson og Stefán Ólafsson, sem hvor á sínu sviði átti c-ngan sinn jafnoka á þeim tíma ineðal hinna norðúrlanda-þjóðanna. Með nitj- ándu öldirini hefst í íslenzkum skáld- skap nýtt tímabil, sem færir hann í nánari tengsl við löndin í vestanverðri Evrópu, en án nokkurs afsals á skáld- skaparforminu. Fyrir íslenzkt skáld nú á dögum getur ekki verið um að ræða r.einn skáldskap án stuðlunar, og enn finnst mönnum það vera eðlilegt skil- yrði til þess að kvæði sé gott kvaeðí, að það sé að vissu leyti dýrt kveðið. Mik- ilsmetið íslenzkt skáld sýndi mér eitt sinn kvæði sem. hann var nýbúinn að yrkja undir alþýðlegum hætti, sem þó var fjarri því að vera einfaldur, og hann sagðist hafa gert þetta bara til þess að sýna, að hann gæti rimað þannig ef hann kærði sig um. Eitt er- indi úr þessu kvæði hefir orðið þekkt um allt ísland fyrir snilldarlegt sam- ræmi milli þess er það lýsir og hljóms- ins í braglínunum. Til þess að blása lifsanda í ó- persónulega lýsingu íslenzks skáldskap- ai, er nauðsynlegt að eitthvað sé sagt um skáldin sem hann sköpuðu. Á ís- landi var aldrei nein bókmenntastétt. Það var sannast að segja ekkert rúm fyrir hana hjá þeirri þjóð, sem gegnum aldirnar getur sjaldan hafa verið yfir fjmmtíu þúsund sálir. En alla tíð voru í þessum fámenna hóp óvenjulega margir menn sem lifandi áhuga höfðu á sögulegum og skáldlegum menntum, öldum saman eingöngu munnlegum, en siðar að nokkru leyti rituðum. Skáldið var blátt áfram einn þessara manna, en hafði frá náttúrunnar hendi fengið þá gáfu, að geta ekki aðeins notið ljóða heldur einnig ort þau; og að hann neytti þeirrar gáfu, var algerlega því óviðkomandi, hvar í þjóðfélagsstigan- um hann var upprunninn, enda þótt síðari aðstaða hans og ævikjör kynnu að hafa áhrif á það. Því er það, að ævi- sögur íslenzkra skálda eru hver annarri ólikari en þær eru með öðrum þjóðum, og ef lítillega er gripið ofan í nokkrar þeirra, stuðlar það að skilningi á því, að í heild sinni hefir íslenzkur skáld- skapur verið engu síður þjóðlegur en persónulegur, og að hann lýsir alveg eins þeim, sem ort er fyrir, eins og hinum, sem ortu. Á tíundu öld er ekki þann mann að fmna á íslandi, er sérstæðari sé en Egill Skallagrímsson, ævintýramaður, harðlyndur og ágjarn. Hann barðist í crrustunni við Brunanburgh, og hann bjargaði lífi sinu í York með því að yrkja á einni nóttu lofkvæði um Eirík konung blóðöx. Egill gat ekki síður rætt um kvæði en ort þau. „Það var eitt sumar á Alþing“, segir í sögu hans, ,.að Einar (Helgason, yngra skáld) gekk til búðar Egils, og tókust þeir að orðum og kom þar brátt talinu að þeir ræddu um skáldskap; þótti hvorum- tveggja þær ræður skemmtilegar". Ár- ið 960 drukknaði eftirlætissonur Egils, seytján ára gamall, og.eftir hann, ásamt öðrum syni, er hann hafði misst nokkru áður, orti Egill það erfikvæði, sem um dýpt hugsunar og tilfinninga, og um mergjað orðfæri, hefir naumast eignast sinn líka á íslenzka tungu. Spánskt skáld á fimmtándu öld, Sant- ihana markgreifi, kemst svo að orði er hann ræðir um skáldskaparíþróttina: „Hver efar það, að rétt eins og grænt laufskrúðið klæðir á vorin nakin trén, svo prýði einnig hjartnæm orð og sam- læmdir hljómar hvert rím, hvern brag- arhátt, hverja vísu, hverrar tegundar sem hún er og hversu þungvæg eða léttvæg". Þá hugmynd, sem þarna er rakin til lengdar, hafði Egill þegar innibundið í þessum f jórum stuttu braglínum: Þat berk út úr orðhofi mærðar timbr máli laufgat. Nær lokum kvæðisins harmar hgnn að Óðinn hafi rofið við sig tryggðir með þv’ að svifta sig sonum sínum; en hann bætir við: Gáfumk íþrótt ulfs of bági vammi firða; og á þar við skáldskaparíþróttina, en Óðinn var höfundur hennar. A f mjög ólikri gerð var öndvegis- skáldið á fyrra helmingi næstu aldar, Sigvatur Þórðarson. Átján ára gamall varð hann, trúnaðarvinur pg íylgis- maður Ólafs konungs helga og var í sumrAi orrustum hans, enda þótt hann vsc^T að eðlisfari fremur maður friðar én stríðs. Hann fór á ýmsum tímum f mikil ferðalög, þar á meðal sendiför til Svíþjóðar. Til Frakklands fór hann einnig, og þá gafst honum tækifæri til að heimsækja Knút konung hinn ríka á Englandi. Það var Sigvatur sem tók á sig þá ábyrgð að gefa nýfæddum syni Ólafs konungs nafn, og lét hann heita Magnús. Þegar konungur spurði, hví hann hefði nefnt hann svo, svaraði Sigvatur: „Eg lét hann heita eftir Karla-Magnúsi konungi, því að hann vissi eg frægastan mann í frásögu“. Sú sögn, að Sigvati væri jafnauðvelt að tala í bundnu máli sem óbundnu, kem- ur vel heim ekki aðeins við það, hve mikið er til af ljóðum eftir hann, held- ur og hve ljóð hans eru að jafnaði lipur og Ijós. í mörgum vísum hans, rétt kveðnum undir dróttkvæðum hætti, eru eingöngu orð úr mæltu máli, án nokkurra þeirra flóknu kenninga, sem einkenna kveðskap fornskáldanna. Af hinum lengri kvæðum hans eru tólf varðveitt að meira eða minna leyti, og hið merkasta þeirra er það, er hann orti þegar hann var kjörinn til þess með hlutkesti að skýra Magnúsi kon- ungi frá óvinsældum þeim, er hann bakaði sér meðal þegnanna með stjórn- arháttum sínum. Enginn nema stór- skáld hefði getað ort þær Bersöglisvís- ur, og til þess þurfti hugdjarfan mann að hætta á að flytja konungi þær, svo emarðlega sem þær víttu hann. En þær báru þann árangur, sem til var ætlazt. Y JLngra skáld á þessu sama tímabili var Arnór Þórðarson, venjulega nefnd- ur jarlaskáld sökum lofkvæða þeirra, er hann kvað um tvo Orkneyjajarla. Frásögnin um það, hvernig hann flutti drápur sínar tveim konungum, er sam- eiginlega ríktu yfir Noregi, Haraldi harðráða og Magnúsi góða, lýsir vel bæði skáldinu sjálfu og konungum þess- um. Hún er á þessa leið: „Þá er skáldið bræddi skip sitt, þá koma sendimenn konunga og biðja hann ganga og færa kvæðin. Hann fór þegar og þó ekki af sér tjöruna. Og nú er hann kom til stofunnar, þá mælti hann við dyravörðu: „Gefið rúm skáldi konunga“. Hann gekk inn og mælti: „Heilir konungar báðir“. Haraldur kon- ungur spurði þá: „Hvorum skal fyrr íæra kvæðið?" „fyrr hinum yngra“. „Hví honum fyrr?“ spurði Haraldur. „Herra, það er mælt að bráðgeð verði ungmenni". Þegar Arnór flutti drápuna og kom þar, er hann segir um Magnús: „Hverr gramr er þér stórum verri“, greip Har- aldur fram í fyrir honum og segir: „Lofa konung þenna sem þá vill, en lasta eigi aðra konunga“. Og er lokið var lofkvæðinu um Magnús, hóf Arnór þegar upp drápuna um Harald, „og var gott lcvæði", segir sagan. „Og' er lokið var drápunni, þá var Haraldur konungur spurður, hvort hon- um þætti bétrá kvæðið, en hann segir: „Sjá kunnu vér, hver munur kvæðanna er. Mitt kvæði mun brátt niður falla og engi kurina. En drápa þessi, er ort er um Magnús konung, mun kveðin meðan Norðurlönd eru byggð“. Þetta hefir að svo miklu leyti reynzt rétt, að enda þótt kvæðið um Harald sé nú með öllu glatað, erú enn til 126 línur af hinu. En það er í mesta máta sennilegt, að yfirburðir Magnúsdrápu hafi að nokkru leyti legið í því, að Arnór kvað hana undir hinum máttuga hætti hrynhendunnar, og hún er fyrsta stórkvæðið, sem við þekkjum undir þeim hætti. A þeim öldum, sem voru blóma- skeið dróttkvæða og hrynhends háttar, var skáldskapurinn ræktur engu siður af þeim mönnum, er efstir voru í þjóð- félagsstiganum, heldur en hinum, sem kenndir voru við hann eingöngu og Framhalld á bls. 14. ------------------- 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.