Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 5
Bókasöfn, forn og ný VIII: Bókasöf n á 17.-18. öld Eftir Siglaug Brynleifsson 17. öldin var framanaf ömurlegt tíma- bil í sögu Þýzkalands. Trúarbragða- styrjaldir forörmuðu þjóðir þser, sem byggðu keisaradæmið. Övinaherir óðu yfir landið, rændu, brenndu og drápu, atvinnuvegir lömuðust og tímarnir voru engan veginn hagstæðir bók- menntaiðju og lista. Á siðaskiptatím- unum hafi fjöldi klaustrasafna verið gerður upptækur, söfn þessi runnu til safna þjóðhöfðingjanna eða til háskóla- safna, sum þessi söfn voru að nokkru opin almenningi. Á 16. öld er stofnað til bæjarbókasafna og háskólasafna. Uppruni allra þessara safna eru einka- söfn fursta eða þjóðhöfðingja. Á 17. öld eru það einkum furstarnir, sem viða að sér bókum, þrátt fyrir erfiða tíma. Agúst yngri hertogi af Braun- schweig var óþreytandi safnari og við fráfall hans taldi safnið um 28 þúsund bindi og 2 þúsund handrit. Þetta safn rann til safnsins í Wolfenbiittel, sem var á þessum árum talið til beztu safna Evrópu. Þrátt fyrir slæmt ástand á 17. öldinni er stofnað til bæjarsáfna og háskólasafna, kjörfurstarnir í Prúss- landi stofna bókasafn í Berlín 1661, söfn eru stofnuð í Kiel, Halle og Hann- over, við það síðast talda var heim- spekingurinn Leibniz bókavörður og það er hann, sem heldur fram þeirn stefnu í bókasafnsmálum, að safna skuli ritum í öllum fræðigreinum. Þessi söfn og mörg fleiri eru stofnuð af furstun- um. í þrjátíu ára stríðinu voru bækur einn hluti ránsfengsins, sem óvinaher- ir fluttu burt með sér. Maxmilian af Bayern rændi safni háskólans í Heidel- berg 1622. Safnið í Mainz var rænt af Svíum og háskólasafnið í Prag fór ekki varhluta af rupli Svía, „Codex argen- teus“, sem eru þýðingabrot úr Biblíunni á gotnesku, sett saman á Ítalíu á 6. öld, var rænt og flutt til Svíþjóðar, er nú geymt í Uppsölum. Háskólasafnið í Prag var stofnað 1348 um sama leyti og háskólinn þar, þetta safn átti margt merkra handrita, en efldist mest á 18. öld við upptöku klaustra og Jesúita- safna. Svíar rændu einnig dýrmætum handritum í Wurzburg. Fuggarnir áttu merkileg bóka- og handritasöfn, sem runnu öll í háskóia eða furstasöfnin á 16. og 17. öld. Þetta var ein auðugasta kaupmannaætt keis- aradæmisins og ýmsir þeirra ættmenna vörðu miklu fé til bókakaupa. Ein merk asta safnaraætt í Evrópu var Lichten- stein-ættin, austurríska. Safn þetta var varðveitt í Vínarborg og víðar. Safnið jókst mjög á 18. öld um daga Andreas Liechtenstein. Þetta safn hverfur svo á dularfullan hátt í lok heimsstyrjaldar- innar síðustu, þar sem það var varðveitt í Liechtenstein höll hjá Mödling. Sá hluti safnsins, sem var varðveittur í Vínarborg var eyðilagður um sama leyti. Þetta voru mjög vönduð söfn og band mjög vandað. egar kemur fram á 18. öld tek- ur hagur manna í Þýzkalandi að batna nokkuð og með vaxandi efnum eykst bókasöfnun. Hinrik greifi von Búnau var saxneskur stjórnmálamaður og sagn fræðingur. Hann hóf söfnun 1725 og safnaði einkum vísindaritum og fræði- ritum. Hann lagði mikla áherzlu á að eignast góð eintök og var mjög vand- fýsinn um bókband. Safn hans taldi rúmlega 42 þúsund bindi. Þetta safn rann inn í þjóðbókasafnið í Dresden, en stofn þess var safn Ágústs kjörfursta, sem var uppi 1528-86. Auk þess rann safn Hinriks greifa von Brúhl til þessa safns, en hann safnaði öllu og átti um 62 þúsund bindi. Xavier prins af Sax- landi keypti þetta safn til Dresden- safnsins fyrir 900 þúsund franka. Eitt fegursta einkasafn í eigu Þjóðverja, var safn Karls Hinriks greifa von Hoym, 1697-1736. Von Hoym var sendiherra Saxlands við frönsku hirðina. Hann hóf söfnun bóka 1717 og átti ágætt safn bóka, prentaðra á pergament og 17. og 18. aldar bækur, sem voru bundnar af frægustu bókbandsmeisturum Frakka. Safn þetta var selt á uppboði 1738. Eugen prins af Savoyen var einn frægasti herforingi sinnar tíðar og mik- ill safnari. Hann tók að safna bókum 1712 og kom safninu fyrir í höll sinni Belvedere í Vín. Band var mjög vand- að og skjaldarmerki áþrykkt á bóka- spjöldin, eins og oft tíðkaðist á þessu tímabili. Þetta safn rann inn í hirðbóka- safnið í Vínarborg, sem má rekja til 14. aldar. Habsborgarar juku safnið gegn- um aldirnar. Maxmilian I, Friðrik III og Maxmilian II söfnuðu bókum af áfergju. Á 17. og 18. öld voru ýms merk einkasöfn keypt til safnsins. Jesúíta og klaustrasöfn bættust safninu seint- á 18. öld. Fyrirmæli voru gefin um afhendingar- skyldu eintaka 1579, 1624 kemst þetta í framkvæmd í öllu keisaradæminu og stóð svo til loka 1806. Friðrik mikli Prússakonungur hóf ung ur bókasöfnun og safnaði einkum frönsk- um bókum, franskar bækur, bókmennt- ir og frönsk tunga var annað andlegt heimkynni manna á meginlandi Evrópu á 18. öldinni. Þessi söfnun krónprinsins var litin hornauga af föður hans, sem lét gera safnið upptækt og seldi það Haude bóksala, sem löngu síðar afhenti það sínum fyrri eiganda, þegar hann var tekinn við ríki. Koiiungur safnaði eink- um bókum í oktav og í minna broti, Háskólabókasafnið í Osló. Eitt hið athyglisverðasta, sem geiúC nejur i vei uinasmanna sioan oarjjjonarmr joru i siimpuKassaverKjauio, er stojnun sieuarjeiags spamsjoos- sijora. pessi stétt hejur um árabil barizt í bökk,- um, verið háljgerð hornreka í þjóðjélaginu, eins og kunn- ugt er — og œtlar nú í krajti sam- stöðu og ein- hugar að sýna landsins börnum, að jajnvel hinir smœstu eiga rétt á að njóta líjsins. Úr því að „minnaprójsmennirn- ir“ hafa sýnt þessa einurð og jestu œttu „meiraprófsmennirnir“, sjálfir bankastjórarnir, ekki að þurfa að hugsa sig lengur um, því þurfi einhver ein stétt að styrkja aðstöðu sína í lífsbaráttunni, þá eru það bankastjórar okkar. Æski- legast vœri samt, að báðir hópar gætu komið sér saman um sam- tvy.in-cy I/ 5'tcua/ jjuí uiaziI iLuyyULegra ao vxta uj omuuyaoorn- uiu jjjuujeiaysins unucr sama mer/ci. £j%n neuaarsamLOK munau ejia pau mjug i kjarauaratiunni og auo- veiaa eittnvað jramsókn jelags- manna til betri lífskjara. Nógu erjið er hún samt. Við, sem sitjum stundum nokkr- ar klukkustundir í biðstofu banka- stjóra og gerumst svo djarjir að nefna tíu þúsund króna víxil, þeg- ar komið er inn í hið allra helg- asta, gerum okkur Ijóst hvílíkum hœfileikum góðir bankastjórar þurfa að vera búnir. „Komið þér aftur í nœsta mánuði, eða á næsta ári“, er sagt — og það leynir sér ekki, að húsbœndum jinnst ánœgju legt að fá okkur í heimsókn, vilja meira að segja fá okkur aftur — enda er það aðalsmerki allra góðra þjónustufyrirtœkja — ekki sízt þeirra, sem bera það nafn með rentu — að kitla svolítið hégóma- girnd viðskiptavinanna, reyna að gera allt fyrir þá — og láta þá jinna, að stofnanir, í þessu tilviki bankarnir — eru fólksins vegna, en fólkið ekki vegna bankanna. u>ji myiur puu sanu uu reyna miKio a Uautcasijora otucar ao luaupa a ejur ouum auuLungum viostupLavinanna. íi.n þetta gera þeir samt, blessaöir — þvi engmn vill lala það spyrjast, að þjónustan sé ekki í lagi. Slikt gæti kostað þá starfið. Sá dagur kemur vonandi, að þeir losni við þennan mikla gestagang — og þeir geti farið að njóta lífs- ins. í Bandaríkjunum eru banka- stjórar víða lausir við slíkan á- troðning og truflun á starfsfriði, því þar ganga bankarnir á eftir almenningi um að taka nú lán, og þeir auglýsa: „Takið lán hjá okk- ur“. Bankastjórar okkar segja aldrei svoleiðis brandara, enda mundi enginn skilja þá. Ég er að ímynda mér, að einn góðan veðurdag skapist e.t.v. sama ástandið hér og þarna vestra — og, þegar bankastjórarnir fara að koma til okkar og bjóða samninga, munum við auðvitað verða enn kurteisari en þeir hafa nokkru sinni verið. Við segjum ekki að- eins: „Komið þér í nœsta mánuði, eða á nœsta ári“ — heldur munum vlo seyja: „i\.uiiliu per nvenær sem yöur poKnasi — ug pott luið sé nœgt aö yera, pa er atltaf garnan ao s,a yður.“ Og við munaum lulii uunsku bloom liggja frammi i gangi fyrir þá að kikja i, ef þeir þyrjiu að bíða okk- ar í nokkrar klukkusiundir, sem ekki væri óeðlilegt. — Núverandi gestagang eiga bankastjórarnir ekki skilinn — og kominn er tími til að við hinir förum að endur- gjalda þeim gestrisni, alúð og lítil- lœti sem sumir þeirra eiga í rík- ari mœli en flestir aðrir. En þangað til þau umskipti -verða líður einhver smástund — og vonum við, að sparistjóðsstjór- arnir beri gœfu til þess að standa sem klettur í væntanlegri baráttu — og láta bankastjórana njóta þess, sem vinnst. Þótt sparisjóðs- stjórar fengju ekki öðru áorkað t fyrstu atrennu en að tryggja sér jafngreiðan aðgang að bönkum og sparisjóðum landsins og almenning ur hefur, þá vœri það ekki svo lítið. Haraldur J. Hamar. 18. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.