Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 6
fcann lét binda bækur sínar í rautt feitarskinn og var vandfýsínn á eintök. Hann kom sér einnig upp prentsmiðju í höll sinni í Berlín. Þetta safn rennur síðan inn í hið Opinbera Vísindasafn. Við lát Friðriks II taldi safnið um 150 þúsund bindi. ' A átjándu öld eru stofnuð nokkur háskólasöfn í Þýzkalandi, og bæjarsöfn, meðal þeirra í Fulda, Stuttgart, Erlang- en og Göttingen, en það síðast talda, sem stofnað var 1737 og var undir stjórn von Múnchhausen, sem vandaði mjög val bóka til þess og gætti þess að viða að öllum merkari ritum í öllum helztu fræðigreinum, bæði erlendum og þýzk- um. Þetta safn taldi 1787 um 120 þúsund bindi og var þá talið til merkustu safna í Evrópu. Þrátt fyrir skárri hag á 13. öld var minni blómi í þýzkri bókasöfnum en enskri eða franskri, það er ekki fyrr en á 19. öld, að slíkt gerist í Þýzkalandi. Fyrir landafundi hafði verið mikill blómi í bókasöfnun á ítalíu, austurlanda- verzlunin var þá í höndum ýmissa verzl- unarborga á Ítalíu og borgirnar auðgast. Eftir landafundi verður mikil breyting hér á, verzlun dregst saman og arðurinn af austurlandaverzluninni streymir til landanna, sem liggja að Atlantshafi. Á 16. öld er Gian Vincenzio Pinelli einn merkasti einkasafnari á Ítalíu, safn hans dreifðist að honum látnum og hluta þess var rænt af sjóræningjum á leiðinni frá Padua til Neapel. Á 17. öld er eljusam- asti safnari á Ítalíu hinn ljósfælni Magliabechi, 1633—1714. Hann var ein- hverskonar lifandi bók, mundi flest allt sem hann las og lifði og hrærðist í bók- um. Fræðimenn og grúskarar streymdu tii hans víðs vegar úr Evrópu til að ráðfæra sig við hann og spyrja hann út úr. Hann mundi allt og grúskaði í öllu. Hann lifði algjörlega í heimi bók- ,anna og átti þar heima, þegar hann neyddist til þess að fara út, varð hann flaumósa, ruglaður og áttaviltur, fram- koma hans og klæðnaður vakti háð og spé hvar sem hann fór, svo að hann hyllist helzt til þess að fara út um næt- ur, þegar fáir voru á ferli. Þessi áægti maður átti um 30 þúsund bindi og arf- leiddi húsbónda sinn Cosimo III að safn- inu, það varð síðar sameinað „Bibliot- heca Nationale" í Flórenz. Angelo Rocca og Casanata kardínáli voru mestir safn- arar á 18. öld. Á 18. öld er stofnað til borgarbókasafna og önnur söfn opnuð almenningi, einnig eru þá stofnuð 12 háskólasöfn. Eldri söfn voru til í Flórenz, Feneyjum og Mílanó, það síðast talda var stofnað af Borromeo kardínála, það var opnað almenningi 1609. „Biblio- teca Apostolica Vaticana" jókst mjög á 17. og 18. öld. Eins og víða annars staðar er saga ítalskra safna mótuð af aðlinum, auð- borgurum og háklerkum. Einkasöfnin ganga til borga og landsbókasafna og verða aðalstofn þeirra í upphafi. Á Póllandi safnaði aðallinn bók- um af mikilli ákefð þegar kemur fram á 17. og 18. öld. Kirkjufurstar gengu eílir góðu fordæmi og á 18. öldinni voru frægustu safnaðar bræður tveir, sem báðir voru biskupar, þeir Joseph Andreas Zaluski greifi og biskup í Kiew og Andreas Staníslaus Zaluski erfði ágætt safn eftir frænda sinn Andreas Chrysostomos Zalurki og jók það með aðstoð bróður síns Andreas Stanislauss. 1748 var safn þetta orðið um 300 þús- * und bindi og 12 þúsund handrit að auki. Sama ár var saíninu komið fyrir í Varsjá og gefið pólsku þjóðinni. Eftir skiptingu Póllands var safnið flutt til Pétursborgar (Leningrad) að frum- kvæði Katrínar II. 1921 var Pólverjum skilað aftur pólska hluta safnsins, þ. e. bókum á pólsku og öðrum, sem vörðuðu Pólland sérstaklega. Á Ungverjalandi upphófst bókasöfnun í s+órum stíl með Malthíasi Corvinus á 15. öld. Með her- námi Tyrkja dofnar mjög áhugi manna á bókasöfnun þar í landi sem og öll m°nningarstarfsemi. Það er ekki fyrr en á 18. öld að ur.gverski aðallinn hefur bókasöfnun í stórum stíl. Meðal fræg- ustu safnara á 18. öld voru: Ignas Batt- hány greifi, Martin Georg Kovahich og Nikulaus Eszterházy fursti, en ættmenn iians voru miklir stuðningsmenn hljóm- iistar og mennta þá og síðar. Söfn aðals- ins, bæði í Póllandi og á Ungverjalandi ge.ngu síðar til opinberra safna í þess- um löndum. 1 Rússlandi komu upp klaustrasöfn á miðöldum og einnig voru söfn við dóm- kirkjurnar. Frægustu söfn frá þessum tímum voru: safnið við Sophiu dóm- kirkju í Kiew, sem stofnað var 1037 og safnið við Etschmiadsin klaustur, stofn- að 1303, en þar var lengj eitt merkasta handritasafn Rússa. Síðar á öldum taka furstar og aðall að safna bókum, meðal þcirra Ivar IV, ofíast nefndur „hinn grnnmi". Pétur mikli stofnaði til bóka- saíns 1714 og síðar á öldinni var stofnað til háskólasafns í Moskvu Katrín drottn ing var óhugasörn um bókasöfnun og safnaði frönskum bókum af miklum úhuga. Hún keypti söfn frægra manna, ef föl voru, svo sem safn Voltaires, sem taidi rúmlega sex þúsund bindi og safn Diderots. Katrín II var mikill mennta- vinur og stundaði sjálf samantektir. í Sviss stóðu borgirnar víða að stofn- Uii bókasafna og tekið var að stofna þorpssöfn í byrjun 18. aldar. Með aukn- urr. áhrifum skynsemisstefnunnar lileypur víð grósk'i í sófn, sem ætluð voru almenningi bæði í Sviss og annars staöar um Evrópu. Á Norðurlöndum koma upp stór söfn á 17. og 18. öld. T Ncregi eru það emkum embættismenn, sem leggja sig eftir bókasöfnun. 1767 er fyrsta opinbera bókasafnið stofnað í Noregi, sem var safnið í Þrándheimi. Um svipað leyti er safn stofnað í Bergen og síðar í Osló. Svíþjóð var eitt stór- velda Evrópu á 17. öld. Meðal safnara var Kristín Svíadrottning. Hún dró sam- an mikið safn bóka, sem Svíar stálu cg rændu á herferðt m sínum um Þýzka- iand í Þrjátíuára stríðinu. Þetta safn drottningar varð með stærstu söfnum Evrópu. Þegar hún sagði af sér, flutti liún safn sitt með sér til Rómar. Smekk- ur hennar var mjög frábrugðinn svensk- um smekk um hennar daga, hún hafði mikinn áhuga á heimspeki og bauð heimspekingnum Descartes til dvalar við hirð sína. Hún þitti duttlungafull og nndarleg í landsr.jórn og eins og áður segir, sagði hún af sér 1654 og ferðað- ist eftir það um tíma um Evrópu, klædd sem karlmaður. Síðan tekur hún ka- þólska trú 1655, en það gekk Svíum illa að skilja og skilja ekki ennþá að dóttir Gústafs Adólf gæt.i gert. Hún settist að í Iióm og safn hennar rann síðar til Vatí- ican safnsins. Magnus Gabriel de La Gardie var mikill safnari og náði sam- an miklu safni, þar á meðal bókum úr ránsfeng Svía í Þijátíuára stríðinu. Á 18. öld hefst blómaskeið sænskra einka- tafna, þá eru uppi C. G. Tessin, E. Benzelius og C. G. Warmholtz og fleiri. IVIerkasta safn Danmerkur á 17. öld var Konunglega bókasafnið í Kaup- mannahöfn, sem slofnað var 1665 af Friðrik III. Einveldi kontmgs var þá ný- komið á í löndum Danakonunga og kon- ungur taldi sig foisjón þjóðanna, sem undir hann heyrðu í einu og öllu. Áhugi dönsku konunganna á bessum tímum fór menntun og vísindum var meiri en einber sýndarmennska. Þeir veita mikið fé til fræðistarfa og áhuga vex mjóg í löndum Danakonunga á fornum fræó- »sm. Þessi áhugi varð ti1 þess að tekið var að sækjast mjög eftii- heimildum að sögu Danmerkur. Noregs og annarra ianda sem tilhevrðu konungsríkinu. Heimilda þessara var helzt að leita á íslandi og hafði það sínar afleiðingar fyrir varðveizlu íslenzkra bóka og bóka safna. 1697 var afhending skyldueintaka frá prentverkum lögboðin. Safnið jókst mjög á 18. öld, miklu fé var varið til bókakaupa og byggt var yfir safnið á árunum 1667—73. Sú bygging varð fræg um Evrópu á sínum tíma. 1793 var safnið opnað fræðimönnum og varð með tímanum önnur aðalmiðstöð nor- lænna fræða og sagnfræði á Norður- löndum. í þetta safn runnu mörg klaustrasöfn Danmerkur og einnig satn hins fræga danska stjörnufræðings Ty- cho Brahes, meðal dýrgripa safnsins, eru Flateyjarbók, sem er frægast ís- lenzkra handrita, bók þessi var gerð fyrir Jón Hákonarson í Víðidalstungu. Sr. Jón Þórðarson og sr. Magnús Þór- hallsson skrifúðu bókina og sá síðast- nefndi myndskreytti hana á árunum 1387—94. Á 16. öld var bókin í Flatey á Breiðafirði og þar fær Arngrímur Jónsson bókina að láni. Brynjólfur Sveinsson biskup eignast síðar bókina og gefur hana Frikrik II árið 1656. Cod- ex regius (Konungsbók) var einnig gef- in Friðrik III af Brynjólfi biskup 1662. Safn þetta eignaðist mesta einkabóka- safn Danmerkur 1785, en það var safn Ottós Thotts greifa. Safn þetta taldi um 140 þúsund bindi. 1796 eignast safn- ið bókasafn P. F. Suhm sagnfræðings, en það taldi um 100 þúsund bindi. A nnað aðalsafn og elzta safn Dana, var Háskólabókasafnið, sem stofnað var 1482. Þetta safn brann að mestu leyti 1728 og þar með eitt bezta einkasafn Danmerkur frá á 17. öld, Resenssafnið, sem Háskólabókasafnið eignaðist á ár- unum 1675—88. I þessu Resenssafni voru mörg forn íslenzk skinnhandrit, en þau höfðu flest verið afskrifuð ýmist af Þormóði Torfasyni eða Arna Magn- ússyni. Á 18. öld erfir Háskólaboxa- safnið safn Árna Magnússonar. Safn þetta taldi um 2300 handrit, tæplega 6000 skjöl og rúmlega 10.000 skjalaaf- rit. Þetta safn jókst mjög síðar. Safn Árna Magnussonar brann 1728 og óljóst er hve miklum hluta safnsins var bjarg- að. Sumir segja 1/3, aðrir að megin- liluti skinnbókanna hafi bjargast, en það sem bjargaðist rann til Háskóla- safnsins. Arni Magnússon átti mjög gott safn prentaðra bóka, en meginhluti þeirra eyðilagðist í brunanum. Háskóla- safnið var aukið mjög á 18. öldinni með kaupum og gjöfum. f lok aldarinnar er tekið að stofna til almenningsbókasafna í Danmörku eins og víðar fyrir áhrif upplýsingar eða skynsemisstefnunnar. Hér á landi voru bókasöfn einkum í eigu klerka, nokkur hluti þessara safna voru handrit. Borið saman við bóka- eign erlendis voru bókasöfn hér mjög fáskrúðug, nema hvað handritaeign var alltaf nokkur. Þegar kemur fram á 17. öld taka danskir fræðimenn að sækj- ast mjög eftir íslenzkum fornhandrit- um. Friðrik III konungur var mikill á- hugamaður um bókasöfnun, enda varð honum vel ágengt. Brynjólfur biskup átti gott safn að þeirrar tíðar hætti og Oddur Einarsson biskup átti ágætt handritasafn. Arni Magnússon kemdi landið að handritum og bjargaði þeim til Danmerkur. Varðveizla handrita var hérlendis ekki til fyrirmyndar og kom þar til armóður þjóðarinnar og afleit húsakynni. Þegar kemur fram á síðari Framhald á bls. 13. Úr Landsbókasafninu í Vínarborg. 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.