Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Side 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR „SÍSYFOS er að rogí við geysistóran stein og veltir honum másandi upp eftir emni brekku, en ávallt er hann hyggst munu geta komið steininum upp á brúnina, þá veltur hann ofan á jafnsléttuna aftur, og tekur Sísyfos þá til að velta hon- um á nýjan leik. Þessir þrír menn, sem allir höfðu misboðið goðunum með óhæfuverkum, eru aðeins til dæmis settir um þá mörgu, sem goðin haia refeað eftir dauðann fyrir stórglæpi“. (Úr goðafr. Stol'ls, þýðing Steingríms). Út frá þessari gjðsögn Forn-Grikkja ræða menn um viða veröld um Sísyfosarvinnu, strit, sem er dapurlegt, erfitt og ár- angurslítið. Menn stirta og mæðast, en mæðunnar sér engan stað að öðru leyti en því að tíminn eyðist og orkan frá ánægju- legu lífi og skemmtiltgri vinnu. Leiði og sljóleiki nær tökum á mönnum eða umbreytist í þrjózku og neikvæða afstöðu til manna og málefna. Fyrir fám árum fékk ég að njóta þeirrar ánægju að hitta tvo af gömlum menntaskólakennurum mínum úr Noregi og vera með þeim í fáeina daga. Rúmur aldarfjórðungur var lið- inn frá síðustu samfundum. Spurði ég þá hvað þeir viildu segja varðandi skólana út frá áratuga reynslu sinni. Og hér er svar- ið: ,.Það er allt of mikið tungumálastagl, bæði í okkar skólum og öðrum sams konar um öll Norðurlönd. Fyrsta skrefið til um- bóta á menntaskólunum er að skera mikið af þessu niður og láta nemendur læra annað, sem þeim kemur að meira gagni í lífinu en framandi mál“. Nú var annar málakennari sjálfur, en hinn líffræðingur. Gömlum kennuram mínum verð ég að gefa þann vitnis- burð að margt gagnlegt lærði ég af þeim, t.d. fornmálin, latinu og grísku. vegna þess starfs, er síðar varð hlutskipti mitt. Menntaskólarnir standa sig vel í að kenna dauð mál, en lifandi mál kenna þeir á mjög líkan hátt og hin dauðu. Meginmunur er hér sá að munur er á bókum og mönnum, og nýmálin eru fyrst og fremst tæki til samskipta við lifandi menn af öðrum þjóðum, en þau fornu snerta undirstöður menningarinnar og vísindanna. Ríkið ætti að hætta sínu núverandi framferði að troða erlendum má’lum alls staðar inn og rækta námsleiða hjá fjölda manns. Frjáisir málaskólar gætu gert og gera miklu betur en ríkisskólar.nr í þeim efnum, og í þá fara ekki aðrir en þeir sem raunver jlega vilja læra mál. Fyrir rúmri öld var uppi snja’ll skólamaður, er Heltberg hét og starfrækti hann „stúdentaverksmiðju" í Ósló, þar sem hann bjó þroskaða ,nenn u,ndir stúdentspróf á tveim árum. Sagði hann að heimskan fitnaði á sumrin, líkt og sauðkind á fjalli, og væri orðin þung og feit þegar skólar hófust að hausti. Nemendur hans, Ibsen, Björnsson og fleiri stórskáld Norð- manna gátu sér ekki trægð fyrir kunnáttu framandi mála (t.d. féll I'bsen), heldur fyrir skapandi hugsun og frábæra meðferð móðurmáls. Fyrir þjóðina verður verk þeirra ekki metið til fjár. Sú spikfeita heimska, sem hér á landi setur metnað sinn í að troða hverri málkennslubókinni á fætur annarri í heiiabú æskusfólks (en lætur Ljarta þess vera tómt) þyrfti áreiðanlega að megrast duglega til þess að þjóðin mætti betur menntuð verða. Ár eftir ár velta menn á undan sér mörgum framandi málum — eða málakennslubókum, og á hverju sumri veltur mikið aftur niður á siéttu gleymskunnar. Og þegar brúninni ei loksins náð og prófi lokið, þá kemur ein veltan enn: Menn treysta sér ekki til að nota málið nema með hálfum huga — og finnst erlendar bækur, aðrar en þær einföldustu á náskyld- um málum, æði erfiðar. Það kom flatt upp á skólasystkini mín frá ýmsum löndum í enskum skóla þegar kennarinn skipaði mönnum að kaupa Daily Telegraph og hafa með sér í tíma daglega. Blaðið var lesið og rætt um það, sem í því stóð. Samræðurnar reyndu jafnt og þétt á kunnáttu manna á flestum sviðum. Tilgangur- inn var að kenna okknr að nota lifandi mál í mannlegum sam- skiptum, ekki að taka próf. Meðan vort blessaða ríki getur ekki borgað mönnum meir fyrir kennslu í vandasömum vísindum en almenningur greiðir fáfróðum strákum fyrn að draga nagla úr spýtum, verður ekki annað séð en að nokkuð þyrfti að létta á klyfjum ríkisins, svo að það hafi efni á vísmdum, og væri það bezt gert með afnámi Sísyfosarvinnu margra manna. Enginn skyldi píndur til að læra framandi mál, en hins vegar haldið uppi góðum mála- skólum, þar sem menn læra mál með fimmfalt betri árangri en almennt er í ríkisskölum. Gallinn við skóla vora er ekki kunnáttuleysi (nema : mikilvægum efnum), heldur það þroska- leysi sem eftir stendur hjá nemendum, þótt öllum prófum sé lokið. A erlendum bókamarkaði The Struggles of Albert Woods. William Cooper. Penguin 1966. 4/-. William Cooper er dulnefni. Höfundurinn heitir H. S. Hoff. Hann stundaði nám í Cambridge og var lengi kennari í Leicester. Hann hvarf frá því starfi 1945 og starfar nú sem ráðunautur um mannaráðningar við ríkisfyrir- tæki. Hann hefur skrifað nokkr- ar skáldsögur undir eigin nafni, tók sér síðar dulnefnið Cooper og gaf út undir því nafni skáld- sögurnar „Scenes from Provinci- al Life“, „The Struggle of Albert Woods“ og fleira. Þessi saga er æviþáttur meðal- manns sem tekst að afla sér áhrifa og stöðu í þjóðfélaginu, sem hann á engan hátt rís undir, því að hann er ekki svo heimskur, að hann átti sig ekki á þessari staðreynd. Höfundur er laus við allan biturleika í lýsingum sín- um, styrkur hans er gamansemi og góðgirni. Sagan er mjög skemmtilega rituð og persónurn- ar minnisstæðar. Bókmenntir: An End to Running. Lynne Reid Banks. Penguin Books 1966. 4/6. Lynne Reid Banks fæddist í London, dvaldist í Kanada á stríðsárunum, kom síðan aftur til Englands og lagði stund á leiklistarnám. Hún setti saman nokkur leikrit, sem hafa verið sýnd og leikin bæði á sviði og í sjónvarpi og útvarpi. Síðar tók hún að gefa sig að blaðamennsku og vann við sjónvarpið í nokkur ár. Fyrsta bók hennar var „The L-Shaped Roorn*, sem kom út 1961. Þessi bók hennar varð þeg- ar metsölubók og var filmuð. „An End to Running" kom fyrst út 1962. Höfundur segir hér frá uppgjafa mannveru, sem reynir stöðugt að öðlast lífsfyllingu, en tekst það aldrei. Hann flytur til ísraels og ætlar sér að hefja þar nýtt líf ásamt heitkonu sinni, en honum verður ekki að von sinni. Höfundur aflaði sér efniviðar í þessa skáldsögu á samyrkjubúi, „kibbutz“, í ísrael. Þessi bók hlaut mjög góða dóma, þegar hún kom út, og er nú endur- prentuð í Penguin. Bókmcnntir: Coleridge: Poetry and Prose. — Edited with an Introduction by Carlos Baker. Bantam Book» 1965. Verð 12/6. Þessi bók er ætluð að vera kynningarrit á þessu afkasta- mikla skáldi og rithöfundi, heild- arverk hans fylla nær því tólf þéttprentuð bindi. Hér gefst sýn- ishorn af skáldskap hans, gagn- rýni, bréfum og öðrum greinum. Höfundur fæddist 1772 og deyr 1934. Hann var einn forvígis- manna rómantísku stefnunnar á Englandi. 1798 gaf hann út ásamt Wordsworth „Lyrical Ball- ads“, sem varð það rit, sem átti hvað mestan þátt í að ryðja róm- antísku stefnunni til rúms þar í landi, þar birtist „Rime of the Ancient Mariner" meðal annarra kvæða. Bréf hans gefa bezta lýs- ingu á skáldinu, þar birtist hann vinum sínum afdráttarlaus og án allrar sýndarmennsku. Útgefandi hefur valið fimmtíu og eitt bréf í þetta safn. Áhrifa hans gætti strax á yngri skáld og skoðanir hans sem gagnrýnanda gætti ekki síður bæði meðal samtíðarmanna og síðari tíma. Hartley sonur hans var einnig skáld og dóttir hans Sara, gaf út sum verk föð- ur síns. Þessi bók er gott sýnis- horn af verkum Coleridge og er smekklega útgefin. Heimspeki: The Triple Abyss: Towards a Modern Synthesis. Warwick Fair- fax. Geoffrey Bles 1965. 45/-. Höfundur er Ástraliumaður og mikill áhrifamaður þar í landi. Hann stjórnar fyrirtækjum, sem eiga hlut að blaðaútgáfu og sjón- varpsstöðvum, hann er mikill áhugamaður um leiklist og safnar listaverkum af miklum áhuga. Hann stundar búskap sér til skemmtunar og hefur mikinn áhuga á ferðalögum og íþróttum. Trúarbrögð hafa lengi verið hon- um hjartfólgin, og þvíhefur hann sett saman þessa bók, en með því að skrifa hana hefur hann reynt að glöggva sig á stöðu sinni og stöðu nútímamannsin* í heiminum. Heilleg heimsmynd er ekki til í þeirri mynd, sem orðið táknaði t. d. á miðöldum. Höfundur gerir tilraun til þess að leggja drög að heillegri heimsmynd, hann byggir á skoð- uninni „um guð í alheimsgeimi og guði í sjálfum þér“. Sumar kenningar hans minna á heim- spekilegar fantasiur Einars Benediktssonar og bland- ast þetta allt guðspeki- legum vangaveltum og þeirri sáru löngun höfundar að koma alheimi og mannlifi í ákveð- ið kerfi. Höfundur kemur víða við í þessum hugrenningum sín- um og leitar sér einkum fanga í þeim ritum, sem fjalla um skoðanir að skoðunum höfundar. Þetta er löng bók, um 470 blað- síður í stóru broti. — Afsakið, getið þér sagt mér hvað — Xiu mínútur að barinn opni! — Ég iief ekki skammast mín meira klukkan er? á allri ævinni. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.