Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1966, Qupperneq 15
MANSÖNGUR FYRIR RlMU Móðir mín. húsfrú Guðrún Jóns- dóltir í Æðey, lét skrifa kvæði betta inn í vísnabók sina ásamt nokkrum öðrum kvæðum ýmissa höfunda. Ég lærði þetta kvæði barn að aldri og hef stundum lofað kunningjum mín- um að heyra það og sumum gefið það uppskrifað. En nú er svo komið, að margir hafa beðið mig um það og þvi set ég það fyrir almennings sjónir hér í Lesbókinni. Ég veit ekki um höfund, því að undir kvæðinu stendur aðeins Mansöngur fyrir rímu. Ásgeir Guðmundsson frá Æffey. Fleira þarf en fóstra börnin, fæða og klæða; það er meira þau uppfræða þeirra til andlegu gæða. 2. Ungra manna út skal byggja óhlýðninni, hirtingin ei meiri og minni mótuð eftir þeirra sinni. 3. Orga sum og óþægð mina ekki spara; fullum hálsi hinum svara; hvað um það sem er ljótara? 4. Því án baga þá skal aga þau sem snöggvast; verst það hagar veit ég g’/öggvast við þau jagast og munnhöggvast. 5. Það uppbætir þeirra geð og þrjózku veldur svo þau ekki hlýða heldur, háttur sá er ógeðfelldur. 6. Nokkrir í sig hleypa heift með heimsku ljóta, hinum ungu hrinda og blóta, hnefaslögin láta þjóta. Þessir um ei hirða hót, hvar höggin lenda, til og frá með tánum senda, tusku eins og væri að henda. 8. Slíkt er heimska hættuleg, það hlýt ég sverja, kúlur út í bræði berja börnum á og holdið merja. 9. Allir þeir serj yfir börnum eiga að illa varizt aðferð tjáða og sitt stilli skapið bráða. 10. Venja skal á ótta og elsku unglingana, fyrst við guð og foreldrana, og fengna yfirboðarana. 11. Þá og lengi athöfn enginn undan dragi verður fengið flest með lagi, forðist mengi að beita jagi. 12. Börn fullorðin sín að sið seint mun vera, mun ótamda þrjózkan þvera þar af lítinn ávöxt bera. 13. Á því ríður allra mest sem yngst að venja t/irnin af að breka og grenja og brúka þarflega kenja 14. Hirting barna ýmsir eftir öðrum taka, aumkva þau og sig ásaka, sorg þeim hafi gert að baka. 15. Það er oftast þá unglingar þetta heyra hrína fara miklu meira, meiddir tjást og annað fleira. 16. Strax þá hinna kemur kjass og klappið mjúka að hugga krakka harma sjúka, hér til þarf svo margt að brúka. 17. Til er unnið eftir þeim nú allt að láta og sem bezt í allan máta að þeim keypt að hætta að gráta. 18. Börn sér nota þetta þá með þverúð stranga, oft um tíð, já, undra langa, eftir sér þau láta ganga. 19. Öll er hirting ónýt gjörð við aðferð talda og verri en engin vil ég halda, víst þess börnin seinna gjalda. 20. Þau svo eftir æsku sinnar eðlisfari ana fram því óhræddari orðin reglu vön þessari. 21. Sínum börnum, svo þau heyra, sumir hrósa, um það mjög við aðra glósa, eins og bezt þau vilja kjósa. 22. Yfirsjón það er sem títt þann ávöxt færir, dramb hjá þeim og þótta nærir, þar af heimsku oft sig stærir. 23. Fémætast sem fást kann eftir foreldrana, ég tel fyrir erfingjana arf hinn bezta, góðan vana. 18. september 1966 IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.