Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 4
< lngjunni, sem hesturinn okkar hefur skapað á meginlandi Evrópu. Haustið 1958 fór ég til Þýzkalands til að stofna eigendafélag íslenzkra hesta, og voru stofnendurnir tæplega 100. Árið 1964 sýndi meðlimaskráin, að félagarnir voru orðnir 815, og Pony- var kenndur bæði við Þýzkaland, Sviss og Austurríki. Nú á þessu ári eru fé- lagar í Pony-klúbbnum orðnir á 2. þús- und. Sama haustið og klúbburinn var stofnaður, hófst ganga fræðsluritsins Pony-Fost, og hefur það komið út stöð- ugt síðan í 8 ár. Alls höfum við flutt út um 3000 reið- hesta eða efni í slíka síðan 1954, og öruggt má telja, að erlendis hafi fæðzt um 1500, svo að nú munu vera 4-5 þúsundir íslenzkra hesta á meginland- inu. Hollendingar hafa keypt nokkur hundruð íslenzkar hryssur af misjöfn- um gæðum og hafa stofnað ræktunar- félagið „Stamboek vor islandsje pon- ys“. Þeir rækta íslenzku hestana eftir eigin fræðum og flytja þá út til Þýzka- lands og artnarra landa. Það verða tæp- ast íslenzkir reiðhestar, og þurfum við ekki að óttast samkeppni frá þess Si starfsemi Hollendinga. íslenzki hestur- inn á aðeins framtíð sem íslenzkur reið- hestur, riðið samkvæmt hinum íslenzka reiðskóla, töltgengur og flugvakur. Hestauppeldi er dýrt, og fram- leiðsla á reiðhestum er mjög vanda- söm ræktun. Reiðhestaþörfin er orðin mikil hér innan lands, svo að við höf- um lítið til aflögu fyrir hinn erlenda markað, en þar er okkur mikil nauð- syn á að stunda ýtarlega vöruvöndun. Það eru varla til nema 100-200 út- flutningshæfir reiðhestar árlega hér, eins og málin standa. Mikilvægt væri að flytja út valin reiðhestaefni, ótam- Framhald á bls. 7 Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. — E. Ben. (Myndirnar úr WOHIN). DAGUR HESTSINS Framihald af bls. 1. sölu að ræða, nema til filmtökufélags- ins og til hins fyrsta útreiðahótels í Bæjarlandi, sem stofnsett var vorið 1957. Við gáfum hesta í kynningarskyni, m.a. mikinn, jarpan graðhest frá Pétri Ottesen á Ytra-Hólmi. Gjaldeyrisverzl- unin var þá með þess háttar endemum, að fyrir hvert þýzkt mark, sem landið þénaði í andvirði hests eða reiðtygis, fengust um kr. 3,90, en væri það greiðsla fyrir ýsu, þá fengust rúmar kr. 7,00 fyrir markið. Man ég, að stjórnarvöld vildu ekki leyfa mér að selja úr landi 50 hesta á ári í tilraunaskyni með ýsu- verði á hesta mörkum. Þetta taldi ég nauðsynlegt meðan ég var að reyna að búa til þennan mark- að. F yrsta hestaverzlunin fór eigin- lega fram árið 1958, og voru þá seld úr landi um 600 hross. Einkennilegt var það, að meðan ég var að réyna fyrir mér með þessi nýju viðskipti, voru flestir landsmenn tilrauninni vin- samlegir og margir mjög hjálplegir. Fyrsta árið, sem raunveruleg verzlun fór að komast á, komu ýmsir aðilar fram í dagsljósið til að leggja steina í götu útflutningsins, og sl. 8 ár hefur verið vandalaust að selja íslenzka reið- hesta erlendis, en hins vegar hefur málið mætt margvíslegum örðugleik- um frá íslenzkum aðilum. Einna örð- ugast hefur verið að kljást við ís- lenzka dýravini, Hér skal ekki rekja frekar hrakfallasögu útflutningsins, sem oft hefur verið svo bágleg, að menn vilja helzt ekki koma nærri hestaút- flutningi, heldur ætla ég að segja frá björtu hliðinni, gleðinni og lífsham- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.