Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 14
Bréf til Lesbókar LESBÓK Morgunblaðsins hefur borizt bréfljör óþarfi. í>að getur vel verið, að ekki um Svipmyndina af Joan Baez, sem birtist hér 25. sept. sl. Bréfið fer hér á eftir, svo og svar þess, er sá um Svipmynd Lesbókar- innar að því sinni. „Kæra Lesbók! Ég ætlaði bara að skrifa þér til að þakka þér fyrir greinina um Joan Baez. Systir min skrifaði þér nefnilega fyrir nokkru og bað þig um að birta grein um hana, og mér finnst það reglulega vel gert af ykkur að gera það, og þess vegna vil ég þakka ykkur. En mér finnst greinin bara alls ekki (nógu) góð. Myndirnar eru fínar, og þegar ég sá þær, hlakkaði ég mjög til að lesa greinina, þó að ég byggist við að vita allt, sem stæði þar. En það var nú eitthvað annað! Ég er ekki að segja, að það eigi bara að telja upp alla kostina, sem mannsekjuna prýða, (eins og í öllum þessum minningargreinum), langt frá því. En mér finnst samt of langt gengið, þegar gallarnir yfirgnæfa algjörlega kostina. Ef manneskjan er svona ógurlegur gallagrip- ur, þá er hún í rauninni ekki þess virði, að um hana sé skrif að! Það finnst mér að minnsta kosti. Ég hef oft lesið þáttinn ,,Svip- mynd“, og ég hef aldrei rekizt á, að taldir séu upp óteljandi gallar á persónunni, þangað til kostirnir hverfa alveg í skuggann. Og ég get ekki ímyndað mér, að Joan sé svona miklu meiri gallagripur en hinir, sem hafa komið í ,,Svipmynd“. Þetta gerir ekkert til mín vegna, en þeir, sem ekkert vita um hana og aldrei hafa lesið neitt um hana, hljóta að velta því fyrir sér, eftir að hafa lesið þessa grein, hvers vegna 1 ósköpunum hún var skrifuð. Ekkert er sagt um uppruna hennar, og hvergi kemur einu sinni fram, hvað hún er gömul; hvað þá, hvar hún er fædd eða nokkuð þess háttar. Ég veit bara, að Joan hefur áreiðanlega fleiri kosti en galla, eins og flestir, sem eitthvað er í varið, en það kemur bókstaflega hvergi fram, að hún hafi nokkra kosti. Ef ég hefði lesið þessa grein, án þess að vita nokkuð um Joan áður, þá hefði mér fundizt hún hræði- lega leiðinleg eftir lýsingunni að dæma, og það hlýtur ykkur iíka að finnast, ef þið hafið ekki heyrt neitt almennilegt um hana áður. Svo finnst mér vera gert hálfgert gys að skólanum hennar, og það finnst mér al- öllum geðjist að svona skóla, en mér finnst sannarlega vera meira vit í honum en mörg- um öðrum. Og ég held, að það sé ekki allt rétt, sem stendur þarna um hann. Ég hef ekki áður heyrt, að stúdentarnir komi til Carmel um helgar, heldur að þetta sé nám- skeið (nokkurra vikna) og „skólinn“ sé á hverjum degi. Ég er viss um, að ma/,ur hefði ekki nema gott af því að taka þátt í slíku námskeiði! Svo er það bölvuð della, að Julie Felix sé farin að skyggja á Joan, því að Julie er alls ekkert þekkt í Bandaríkjunum, og vinsældir hennar eru eiginlega bara 1 Englandi. Ég vildi bara óska, að þið hefðuð frekar látið vera að birta grein um Joan, fyrst þið gátuð ekki fundið neina betri, því að þeir, sem hafa lesið hana, hafa fengið ranga og mjög leiðinlega hugmymd um hana, Elsa Guðmundsdóttir. Laugateigi 35. Reykjavík“, SVAR SVIPMYNDARHÖFUNDAR: Ég, sem sá um umrædda Svipmynd, vissi, að Lesbók hafði borizt bréf (frá Báru Guðmundsdóttur, Laugateigi 23), með ósk um, að fjallað yrði um Joan Baez. Þar eð ég rakst á grein um hana í ágætu og áreiðan- legu tímariti, „Weekend Telegraph'4, sem er sunnudagsfylgirit „The Daily Telegraph“, þótti mér bera vel í veiði. Við yfirlestur henn- ar kom þó í ljós, að hún var ekki nógu full- komin, t.d. vantaði upplýsingar um fæðingar- án hennar, uppruna og fyrri ævi, en Svip- myndahöfundum finnst yfirleitt nauðsynlegt, að slík atriði fylgi með. Venjulega eru Svip- myndirnar unnar upp úr tveimur eða fleiri greinum í erlendum blöðum og tímaritum, auk þess sem stuðzt er við uppsláttarrit og ævi- sögur, ef til eru. Þótt fyrrnefnd grein væri ekki tæmandi, var samt ráðizt í að skrifa Svipmynd um Joan Baez, einkum þar sem ýmsar fleiri upplýsingar fengust í greinum 1 „The Observer Magazine“ og „New York Times Magazine“, og var sú ákvörðun tekin til þess að reyna að verða við óskum áður- nefnds bráfritara. Nú er svo að sjá, sem betur hefði verið heima setið en á bæi farið, en ég hugga mig við það, að hér sé um gagnrýni aðdáanda Baezar að ræða, sem geri strangari kröfur en allur almenningur og sé fullviðkvæmur fyrir því, að skýrt sé frá ,,gölhim“ söngkonunnar. Mikill hluti Svip- myndarinnar var almennur fróðleikur um þjóðlagasöng og vinsæidir hans víða um heim um þessar mundir, en í þeim hluta hennar, sem fjallaði eingöngu um Baez, var bæði skýrt frá kostum hennar og göllum. Hún var sögð „óumdeilanleg drottning þjóðlagasöngvara“, sem hafi gert „þjóðlagasöng víðfrægan. Hún hóf þjóðlagasöng í æðra veldi, . . . gæddi hann töfrum með ótrúlega blæfagurri rödd og ómót- stæðilega yndislegri framkomu á sviði“. Síðar er talað um „seiðandi framkomu, geðþekkt útlit og hreimfagra rödd..........Hún hefur sérstæða fegurð til að bera, sem verður ómót- stæðileg, þegar hún syngur af ástríðu......... Öllum ber saman um, að framkoma hennar sé heillandi og skemmtileg. . .“ Hvað viljið þlð hafa. það betra? Hins vegar er að sjálf- sögðu einn-xg sagt frá ókoscum hennar, en hún virðist tiafa þá ýmsa tdl að bera, sKv. fyrrgreindum heimildum, eins og allar aðrar mannlegar verur. Það er mikill misskilningur, að dregin sé fjöður yfir bresti þeirra, sem fjallað hefur verið um í Svipmyndum. Ein- mitt hefur stundum komið fyrir, að gallarnir skyggi á kostina í þeim 176 Svipmyndum, sem birzt hafa hér í Lesbók síðan 1962. Er þess skemmst að minnast, að mörgum þótti óþarflega margt tínt til af göllum forsætisráð- herra Dana, Jens Ottos Krags, er Svipmynd birtist um hann í 11. tbl. Lesbókar nú í ár. Svo er þess að gæta, að maður getur verið ágætur og framúrskarandi á einu, ákveðnu sviði (t.d. í ákveðinni listgrein), þótt hann sé að öðru leyti óskemmtileg og jafnvel ó- þolandi persóna. Bréfritari veltir því fyrir sér, hvers vegna Svipmyndin hafi verið skrif- uð um Baez, ef hún sé svona mikill galla- gripur. Því er til að svara, að í fyrsta lagi kemur glöggt fram, að hún skarar fram úr öðrum í þjóðlagasöngi, þótt sumum finnist hún ekki sérlega skemmtileg í viðkynningu, og í öðru 1-agi væri vel hugsanlegt að skrifa um þekkta persónu, sem væri einkar óskemmtileg á flestum sviðum. Væri skrifuð Svipmynd af Maríu Callas, yrði sjálfsagt fjallað um söng- list hennar og henni hrósað, en líklegt er, að persónulýsingin yrði ekki mjög skemmtileg. — Rétt er skýrt frá skólanum í Carmel; stúdentar koma þangað frá San Francisco um helgar, þótt vera megi, að einhverjir fasta- nemendur dveljist þar um skeið. — Þá er það Julie Felix að lokum. Ekki er hægt að búast við því, að sama söngkonan geti verið „á toppinum“ samfleytt á sjöunda ár; nýjar söngkonur koma til sögunnar. í Svipmynd- inni var ekki fastar að orði kveðið en þannig: „Sumir eru þeirrar skoðunar, að aðrar söng- konur séu farnar að skyggja á ha-na, a.m.k. á sviði hreins þjóðlagasöngs“. Það er víst, að fylgjendum „hreins“ þjóðlagasöngs þykir Baez hafa la-gzt of lágt með því að syngja „rock’u 'roll“t nota rafmagnsgítara og fleiri nýtízku- græjur. Það þykir þjóðlagaunnendum „in the traditional camp“ ekki nein framför hjá eftir- lætissöngkonu sinni. Judy Collins er sjálfsagt þekktari í Bandaríkjunum en Julie Felix, sem býr’nú í Englandi, en um hina fyrrnefndu 1-as ég nýlega: „The most sensitive interpret- ation of fol-k songs is in the traditional camp, from Judy Collins“. í „Weekend Telegraph*4 segir um Joan Ba-ez: ,,Her style is beginning to change from pure folk singing*4. Jæja, ekki meira um það. Lesbók þakkar bréfin frá þeim systrum og birtir í sárabætur mynd af Joan Baez, þar sem hún iðkar leik- fimi í skól-astofnun sinni í Carmel Valley vest- ur 'í Kaliforníu. — Svipdagur. Þær gömlu syndir gleymast ei Árið 1907 gnæfði Loftskeytastöng Mar conifélagsins ini í Rauðarármýrinni. Þá voru menn vantrúaðir á loftskeytin, eins og símann tveim árum áður. Þó bai ekki á öðru en fréttirnar bærust frá stönginni um atburði, strax og þeir gerðust í útlöndum. En loftskeytin gátu verið hættuleg, það var alls ekki víst að þau lentu í stönginni, þau gátu villzt og maður var eiginlega hvergi óhultur um lífið fyrir þeim. Og hvernig var ekki með beljuna uppi í Kjosinni, sem steindrapst af því eitt loftskeytið lenti í hausnum á henni. Þegar síminn kom fyrir norðan trúði Árni á Mýri því vel, að hægt væri að tala frá Lækjamóti suður til Reykja- víkur. En að segja honum að vírinn væri ekki holur, það þýddi ekkert. Eina veitingahúsið í Reykjavík, sem hægt var að kalla því nafni, var þá Hótel Reykjavík. Þar var vínsala í glös um og snöfsum. Allir fyrirmenn, skip- stjórar og stýrimenn drukku í salnum uppi. Þar var fínt og virðulegt, danskur þjónn með svo háan flibba, að höfuðið kertist aftur á bak. Eg kom þar einu sinni með pabba, sem bauð með sér gesti, þeir drukku viskí, en ég vildi límonaði. Ég man alltaf fyrirlitningar svipinn á danska þjóninum. Niðri í kjallaranum var snafsasala, sem kölluð var svínastía, og oft voru þar mörg svín. Skútukarlar, verkamenn og sveitamenn drukku þarna brennivín úr snafsaglösum, stóðu við hátt borð, því engin sæti voru. Menn ræddu saman milli snafsanna, rifust og skömmuðust. Viö strákarnir vorum oft að gægjast inn um bakdyrnar, því oftast voru þarna einhverjir útúrfullir áflogahundar. En þegar karlarnir komu út oft barðir, riinir, blóðugir og auralausir skriðu þeir í felur. Þá þótti óhæfa að láta sjá sig fullan á almannafæri, nema áfloga- hundar, sem enga sjálfsvirðingu höfðu og gistu oftast í steininum. „Komdu sæll, Siggi, kominn er ég enn“, sagði einn við fangavörðinn, sem alltaf aumkvaðist yfir vesalinginn, og hlúði að honum. Templarar voru þá öflugir hafa lík- lega aldrei verið meiri né sannari bind- indismenn, og áhrifamíklir í bæjarlíf- inu. Sjálfboðaliðar konur og menn, hófðu varðstöðu við brennivínsbúðirnar, vöruðu menn við áfengisósómanum, gættu þess, að öllum fyrirmælum væri hlítt, og ekki selt eftir lokunartíma né á sunnudögum. Þeir kærðu hlífðarlaust aliar misfellur, og eitt sinn kærðu þeir Bensa Þór fyrir að hafa selt Þórði „godda“ brennivín á sunnudagsmorgni. I.ógreglan leitaði Þórð uppi og færði hann fyrir fógetann, sem spurði Þórð, hvort hann hefði keypt brennivínsflösku af Bensa Þór. „Ha, sagði Þórður, ég heyri ekkert, það er hella fyrir hægra eyranu". Þeir höfðu þá enn hærra, en Þórður heyrði ekkert, sagði bara ha. Þá grenjuðu þeir spurninguna í vinstra eyrað. „Hana þar fór hún líka fyrir hitt eyrað“, sagði Þórður, og þar með gafst bæði fógetinn og lögreglan upp. „Að láta sér detta í hug að ég færi að koma Benedikt vini mínum í bölvun", sagði „goddi“ á eftir við félaga sinn, saimóðgaður yfir því, hvað menn gætu verið ómerkilegir. Einsi gamlf í Nesi sendi mig eftir brennivínsflösku um haustið, en hann sagðist skyldi drepa mig, ef ég keypti brennivínið annarstaðar en hjá Thor- steinsson í Ingólfshvols kjallaranum. Gömlu karlarnir trúðu á brennivínið þaðan, töldu það ósvikið og hörkugott. Þegar ég kom niður í kjallara voru þar átta karlar, skítugir, vesaldarlegir og rátæklegir, hímdu þar úti í horni. Ég gekk mannalega að búðarborðinu og sagðist eiga að kaupa flösku af brenni- vmi, sem kostaði 1.45. Búðarmaðurinn afgreiddi mig óðar, en þá kom einn karlinn með svarta pelaflösku og sagði: „Heyrðu góði, má ég splæsa". Ég vissi hvað það var og sagði að mér væri sama ef búðarmaðurinn vildi afgreiða. Ég var svo móðurskip fyrir alla karl- ana, sem allir voru með svartar pela- fióskur. Enginn þeirra hafði ráð á að kaupa flösku, en hver borgaði sína smá- peninga í hrúgu á borðið, sem búðar- maðurinn svo taldi úr. Ég var einn kaupandinn, því ekki mátti selja minna en heilflösku. Brennivínið hjá Gunnari Þorbjarnar- syni kostaði 1,35 flaskan, og þótti sæmi legt. En hjá Gunnari Gunnarssyni kost- aði það 1,25 og var kallað „mannskíts- brennivín“, líklega af því að það var nýblandaður spíritus, sem þótti um of vatnsborinn. Það keyptu skútukarlar fyrir tros og bændur fyrir ull og smjör. En þrátt fyrir nafnið bar ekki á öðru en menn gætu orðið nógu fullir af því. Thomsens Magasín seldi í kjallaranum fiestar tegundir vína, en brennivínið þar þótti ekki gott. Hjá Brynka Bja keyptu aðallega heldri borgarar viskí og ónnur ensk vín, og hjá Brydesverzlun var vínsala þá ekki áberandi. En Siggeir Torfason hafði mikla brennivínssölu uppi á Laugavegi, þar kom ég aldrei. Þó naut enginn jafnmikillar virðingar og brennivínsfrægðar og Bensi Þór. Þar kom heljarmikill ámubotn út úr búðar- þilinu, og þar í þrír kranar. Úr einum kostaði flaskan 1.35, öðruml.45 og þeim þriðja 1.65. Það var úr þeim krana sem kóngurinn keypti, svo sem segir í Al- þingisrímum. „Þú ert sá mesti maður, nafni minn, og gerir það sem enginn Islendingur leikur eftir“, sagði Bensi sótari, sem var að kaupa flösku af ódýrustu sortinni. Og hvað er nú það spurði kaupmaðurinn. Það er að selja þrjár sortir af vínj úr sömu tunnunm. Þórður læknir á Kleppi sagði, að dauð ir drykkjumenn notfærðu sér veiklynda menn til að seðja áfengislöngun sína, drykkju í gegnum þá. Lífsreynsla mín —bendir til þess, að læknirinn hafi þarna rétt fyrir sér. Dabbi gamli í Nesi bragðaði ekki vín þar heima, hélt jafn- vel út í tvo mánuði. En svo labbaði 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.