Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Side 2
SVIP-
MVND
elly Sachs fæddist 10. des.
1891 í Berlín. Þar ólst hún upp með
foreldrum sínum við góð efni. Hún
hlaut góða skólamenntun og á heim-
lli hennar var þýzkur menningar-
arfur í hávegum hafður. Goethe
skipaði þar heiðurssess meðal ljóð-
skálrfa Fjölskyldan tilheyrði að vísu
Gyðingasöfnuðinum, sem rækti ekki
guðsþjónustur í synagógunni. Nelly
Sachs hlaut þó nokkura fræðslu í
gyðingdómi hjá rabbí nokkrum, er
hún var unglingsstúlka. Þær sögur
er hún fékk gefnar út í Þýzkalandi
árið 1921, byggjast að mestu á kristn
um miðaldabókmenntum — margar
þeirra eru helgisögur, þar sem hið
góða sigrast á hinu illa fyrir áhrif
Krists og heilags Péturs. í ljóða-
gerð aðhylltist hún stefnu þýzkrar
nýrómantíkur. Nelly Sachs var því
fyrst og frems þýzk — mótaðist af
þýzkum menningaráhrifum, tileink-
aði sér þýzka menningarhefð.
Við valdatöku Hitlers er hún síðan
ofsótt sem Gyðingur og sett í bann sem
gyðinglegur rithöfundur. Þau örlög voru
örlög margra og sagan svo kunn, að
óþarfi er að rekja hana hér. Nelly
Sachs og móður hennar tókst að flýja
til Svíþjóðar m.a. fyrir atbeina sænska
prinsins Eugen og Selmu Lagerlöf, sem
hún hafði átt bréfaskipti við. Selma
Lagerlöf andaðist ári eftir að Nelly
Sachs komst til Svíþjóðar, svo að per-
sónuleg kynni þessarra tveggja Nóbels-
verðlaunskálda stóðu ekki lengi.
If egar Nelly Sachs settist að í
Svíþjóð var hún á fimmtugsaldri og
ekki aðeins líkamlega landflótta, en
einnig andlega. Þjóðverji gæti hún
aldrei orðið aftur jafnvel þótt vald
iHitlers yrði brotið á bak aftur. Hún varð
að nema nýtt land í hugarheimi Gyð-
inga. Og hún sökkti sér niður í bók-
menntir þeirra og heimspeki; og hún
varð Gyðingur í fyllstu merkingu þess
orðs. Og þó vissulega megi segja með
réttu, að þvingunarráðstafanir nazista
hafi verið frumkvöðull þessarar breyt-
ingar, varð þó hugtakið Gyðingur smám
saman fyrir Nelly Sachs tákn alls þess
mannkyns, sem þjáist og er útskúfað
og órétti beitt. En þýzkan er móður-
mál hennar og hún hefur alla tíð ort
á þýzku. Hún er hyllt nú við veitingu
Nóbelsverðlauna sem skáld Gyðinga.
Sem slík var hún einnig hyllt í Þýzka-
lándi, er hún sótti þangað friðarverð-
laun þýzkra bókaútgefenda árið 1964 —
og var það í fyrsta sinn sem hún steig
á þýzka grund eftir landflóttann. En í
þýzkri bókmenntasögu hlýtur hún samt
að eiga sess meðal allra annarra þýzkra
skálda. Sem Ijóðskáld á hún djúpar
rætur í þýzkum bókmenntaarfi og hún
hefur lagt þann skerf til endurnýjunar
þýzks ljóðmáls, að sagt er, að ekkert
nýtt, þýzkt ljóðskáld geti komizt hjá að
tjleinka sér ljóð hennar.
Þegar fortíð Nelly Sachs er höfð í
huga, verður ljóst, að það er enginn
tilgerð að baki þeim ummælum hennar
að sem skáld sé hún hvorki þýzk né
sænsk — aðeins maður. Og hún bætir
því við að þannig hljóti það að vera,
er ekki sé lengur spurt, hvernig maður
skuli lifa, heldur hvort maður fái lifað
af.
rkisefni Nelly Sachs eru örlög
Gyðinga á vorum tímum. Hún yrkir um
ofsóknir, pyntingar, dauða. Hún yrkir
um stríðandi ísrael, sem muni rísa úr
rústunum. En þess gætir í ljóðum
hennar að henni er ljóst að þetta getur
misskilizt. Hún er ekki baráttumaður
fyrir viðgangi hins nýja Israelsríkis
fyrir botni Miðjarðarhafs. Þótt af sam-
eiginlegum arfi sé að taka, er hún þar
ekki heimamaður. Hún á víðtækara er-
indi við lesendur sína. Það Israelsr. sem
hún sér í skáldsýn sinni, á sér ekki landa
mæri. „Ej blott land ár ísrael“, stendur
í einu ljóða hennar.
I verkum sínum byggir Nelly Sachs
að verulegu leyti á heimspekikenningum
Gyðinga og gömlum helgisögnum. En því
fer fjarri að lesandinn þurfi að kunna
á því öll skil — skáldskapur hennar er
tær og hreinn og oftast aðgengilegur.
En persónuleg reynsla hennar af hörm
ungum stríðsáranna er aðalkveikja verka
hennar. Mörg minni koma fram hvað
eftir annað í skáldskap hennar — í
ljóðaleikritinu Eli yfirbugast gamall
maður svo af sorg og þjáningum, að
tungan lamast. f einu ljóða hennar stend
ur:
Nár den stora skrácken kom blev jag
stum —
fisk med dödssidan vánd uppát
luftblásor umgállde den kámpande
andedrákten.
H ér talar hún af reynslu. Eftir
eina yfirheyrsluna hjá Gestapo, fékk
hún lömun í raddböndin og missti málið
í fimm sólarhringa. Horfni brúðguminn
í Ijóðum hennar mun vera elskhugi
hennar í Þýzkalandi sem var myrtur af
nazistum. Um hann hefur hún ort mörg
fallegustu Ijóðin sín, m.a. ljóðaflokk,
sem hún nefnir „Böner för den döde
brudgummen“. f stórum dráttum má
segja að Nelly Sachs yrki um fólk, sem
er merkt þjáningu og k\<?lum—sorg þess
og missir hefur svipt það heyrn, máli
og sönsum. Sænski gagnrýnandinn, og
rithöfundurinn Olof Lagercrantz hefur
á einum stað sagt, að ekkert skáld sem
hann þekki, hafi lýst hinni orðvana
þjáningu svo vel sem Nelly Sachs. Sem
dæmi þess má nefna móðurina, sem
misst hefur barn sitt og heldur í örvænt
ingu sinni að hún geti endurheimt það
með þvi að rétta út hendur sínar og
fylla þær lofti:
Reden omsluten av den himmelska
tröstens arm
stár den vansinniga modern
med trasorna av sitt söderrivna
förstánd
med fnösket av sitt fönfcránda förstánd
lágger hon sitt döda barn i kista,
lágger hon i kistan sitt förlorade
Ijus,
kupar hon hánderna till krukor
och fyller dem ur luften med barnets
kropp,
fyller ur luften med dess ögon, dess
hár
och dess fladdrande hjárta —
Sedan kysser hon det luftfödda
och dör!
Hjá Nelly Sachs er dauðinn ekki böl-
valdur í sjálfu sér. Hún gerir greinar-
mun á tvennskonar dauða — sönnum og
fölskum. Falskur dauði er dauðinn í
gasklefanum. Glæpurinn er m. a. sá að
svipta fólkið eðlilegum dauðdaga, sem
allir eiga rétt á. í dauðanum er leyndar
dómur fólginn — í sjálfum dauðanum
felst líf. Sænski gagnrýnandinn Ulf
Linde segir einhvers staðar um Nelly
Sachs: „Hún sér fyrst og fremst þá
sorg, þrá og lífsþorsta sem felst í sjálf-
um dauðateygjunum, þjáningunni og
kvölunum“. Hringrás lífs og dauða er
eðlilegt fyrirbæri. Líf og dauði, gott og
illt vega hvort annað upp, nema glæpir
mannsins grípi þar inn í.
E ftir stríð hafa réttarhöld verið
rekin yíir nazistum svo sem kunnugt er.
Menn hafa verið dregnir fyrir dóm og
gerðir ábyrgir gerða sinna. Mörg skáld
og ekki sízt þau þýzku hafa mjög tekið
uppgjörið við nazista til meðferðar í
verkum sínum. Nægir þar að nefna
Peter Weiss, Enzensberger, Arthur
Miller. Þessir höfundar leita hins seka
og krefjast réttlátrar refsingar honum
til handa. Hés skilur með þessum skáld-
um og Nelly Sachs. Ljóðaleikritið Eli
er nokkurs konar reikningsskil Nelly
Sachs — persónulegt uppgjör við hið
illa, byggt á gyðingalegri heimspeki og
eigin skáldsýn.
Leikritið kom fyrst út í bókarformi
á þýzku árið 1962 og hefur verið leikið
víðs vegar bæði á sviði og í útvarpi.
Leikurinn gerist eftir píslavættið í pólsk
um smábæ. Þar býr fámennur hópur
Gyðinga, sem lifað hefur af hörmungar
ofsóknanna. Eli, átta ára hjarðsveinn,
er einn þeirra, er hefur látið lífið af
völdum nazista. Nóttina, sem hermenn-
irnir tóku foreldra han.„ hljóp hann
út á eftir þeim á náttskyrtunni einni.
Þegar hann sá, hvar hermennirnir ráku
foreldra hans á undan sér eftir götunni,
setti hann flautuna að munni sér og
blés. En ekki eins og hann var vanur
að leika úti í haga. Hann beindi flaut-
unni til himins og blés til Guðs. Her-
maður sló hann með byssuskefti sínu.
Barnatönn hrökk úr munni hins myrta
drengs um leið og flautan féll til jarðar:
Och nár Eli ság,
med sina attaáriga ögon ság,
hur de föste fram hans föraldrar
genom Kogrand, genom Kogrand,
dá förde han pipan till munnen och
spelade.
Men inte spelade han
som man spelar för kreaturen ellcr
för nöjes skull,
sade ánkan Rosa, som dá ánnu levde.
Huvudet kastade han bakát
som hjortarna, som rádjuren,
innan de dricker vid kállan.
Framhald á bls. 12.
Framkv.siJ.: Sigfns Jónsson.
Hltstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vlaur
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Könráð Jónsson.
Augjýslngar: Arnl Garöar Krlstlnsson.
Rítstjórn: Áðalstrætl s. SímJ 22480.
Utgelandi: H.t. Arvakur. Reykjavnt.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
30. pktóber 190G.