Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Side 6
jGerið þér svo vel,“ sagði hann. „Ég leit undrandi á handritaböggulinn, síðan á manninn og sagði: „Hvað er þetta?“ „Þetta eru öll leikrit Shakespeares í japanskri þýðingu eftir mig. Verkið hefur tekið mig tæp fjörutíu ár; en nú er því lokið. Ég kem hingað skemmstu leið frá Tókíó til þess að afhenda safni yðar frumritið að gjöf. Mér finnst það eiga fremur heima hérna en í skápnum mínum.“ Þegar ég spurði hann nánar af hög- um hans, kvaðst hann vera aðalsmaður af auðugum japönskum ættum og hafa verið svo lánsamur að geta eytt ævi sinni algjörlega að eigin vild. Hann hefði kynnzt verkum Shakespeares á há- skólaárum sínum í Cambridge, tékið þá ákvörðun að þýða þau á japönsku, gefa sér góðan tíma, og hér væri hann.“ Gamli maðurinn tók af sér gleraugun, brá upp hvítum vasaklúti og fægði glerin annars hugar. Mér virtist hann voteygari en áður. Hann hafði lokið frásögn sinni; og nú var eins og annað umræðuefni væri hjómið eitt. Ég kvaddi því skömmu síðar, þakkaði honum með virktum og fór leiðar minnar. essi litla endurminning sýnir, að með margvíslegu móti er hægt að bregða Ijósi yfir frægð þessa dularfulla vit- manns og snillings, Vilhjálms Shakes- peares. Svo merkilegar bókmenntir eru leikrit hans, að hver sá er leysir vel af hendi þýðingar á þeim eykur með því RABB Framhald af bls. 5. síðar undir því homið, að hann kunni að hífa síldarblökk eða sitja traktor — samt gerir þjóðfélagið góðlátlegt grín að honum, ef hann kann hvorugt. Engan hef ég heyrt gera gys að sjómanni eða bónda fyrir það að hafa ekki háskólapróf. Það er bara menntamaðurinn, $em af einhverri misskilinni uppeldis- legri nauðsyn þarf að vera þúsund- þjálasmiður. Það er nauðsynlegt, að þjóðin 'skilji að nám er vinna, þótt ekki skili arði fyrr en síðar. Það er nauðsynlegt, að námslán verði ekki skorin við nögl, svo að námsmað- urinn geti stundað nám sitt allt skólaárið — og jafnvel lengur, ef þurfa þykir — án þess að fjárhags- áhyggjur lami starfsþrek hans, og án þess, að samvizkubit þjaki hann þótt hann taki sér hvíld öðru hvoru eins og aðrar vinnandi stéttir. Að öðrum kosti á þjóðin á hœttu að hér ríki œtíð andlegur kotungs- bragur í málum menningar og vís- inda — án traustrar menntamanna- stéttar getur enginn þjóð borið virðingu fyrir sjálfri sér. Þegar allt kemur til alls, er ekki spurt að því á alþjóðaþingum, hvort full- trúi íslands hafi einhvern tíma róið til fiskjar eða gengið fyrir fé — það er spurt, hvað hann hafi vitrænt til málanna að leggja: hversu gagnmenntaður hann sé. Það er trú mín að Háskóli íslands sé þeim vanda vaxinn að útskrifa slíka menntamannastétt, séu réttar aðstœður fyrir hendi. Svava Jákobsdóttir. bókmenntaauð þjóðar sinnar og tungu. Ég vona því að fleirum en mér sé það gleðiefni, að íslenzka sjónvarpið hefur ákveðið að kynna verk þessa heims- fræga höfundar mjög myndarlega. Er hér um að ræða framhaldskvikmynd í fimmtán köflum, sem sérstaklega hefur verið gerð fyrir brezka ríkissjónvarpið. Kvikmynd þessi er leikin og gerð ein- göngu fyrir sjónvarp, og telja tækni- fróðir menn að slík verk njóti sín enn betur en þau sem gerð eru fyrir kvik- myndahúsin. Meðal hinna sagnfræðilegu leikrita Shakespeares eru fimm sem Steingrímur Thorsteinsson. samantekin ná yfir áttatíu og sex ár við- burðaríkrar Bretlandssögu. Leikrit þessi segja frá valdatöku og falli sjö konunga; hefst atburðarásin með Ríkharði II og heldur áfram yfir valdatímabil Hinriks IV, V og VI, Játvarðs IV og V til Rík- harðs III, en með falli hans komst Tudor-konungsættin til valda. Þetta er tímabilið sem fjallað er um í þessari framhaldskvikmynd íslenzka sjónvarps- ins, sem heitir ÖLD KONUNGA. Af þessu tilefni finnst mér ekki úr vegi að ræða dálítið um það, hver verk þessa mikla höfundar séu til á íslenzku, hverjir hafi þýtt þau og að einhverju leyti hvernig telja megi að tekizt hafi. Lítillæti er oft einkenni þeirra, sem yfir miklum hæfileikum búa. Gott dæmi þess er það, að þegar Steingrímur Thorsteinsson og Matthías Jochumsson um svipað leyti hófu að þýða Lear kon- ung eftir Shakespeare, þá hætti Matt- hías þegar við þýðingu sína, er hann frétti af verki Steingríms, því að hann bar mikla virðingu fyrir hæfileikum hans. Tæplega hefur hann þá grunað, að hann ætti sjálfur eftir að verða kunn- ari Shakespeare-þýðandi en Steingrím- ur. Þýðing Steingrims kom út hjá forlagi Kristjáns Ó. Þorgrímssonar árið 1878. Það verður fljótt ljóst af lestri á þýðingu Steingríms, að Matthías hafði fulla ástæðu til þess að vænta mikils af þessu snjalla skáldi. Þýðing hans á þessu verki ætti fyllilega skilið að vera gefin út að nýju. Þá þýddi Eiríkur Magnússon M. A. frá Cambridge Storminn, sem gefinn var út af Sigmundi Guðmundssyni prentara árið 1885 í Reykjavík. Eiríkur Magnússon var mjög nákvæmur þýð- andi, en ekki skáld að sama skapi. Ef dæma má eftir þýðingunni á Stormin- nm, er ekki sérstök ástæða til að harma það að hann fékk ekki lokið Vetrar- ævintýrinu, eins og hann hugðist gera. Það er gjörsamlega tilgangslaust fyrir menn, sem ekki hafa skáldæð, að reyna að þýða Shakespeare-leikrit. Einn afkastamestur íslenzkra Shakes- peare-þýðenda hefur Indriði Einarsson verið, en hann hefur þýtt þessi leikrit skáldsins: 1) Þrettándakvöld 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2) Sem yður þóknast 3) Hinrik konung IV (fyrri hluta) 4) Hinrik konung IV (síðari hluta) 5) Kaupmanninn í Feneyjum 6) Jónsvökudraum 7) Vetrarævintýri 8) Mikla fyrirhöfn út af engu 9) Ríkharð III 10) Júlíus Cæsar. mt etta eru engin smáafköst önnum kafins embættismanns, sem auk þess frumsamdi fjölda leikrita sjálfur. Engin þessara þýðinga hefur verið gefin út, svo mér sé kunnugt, og ekki finnast handrit eða afrit af þeim í Landsbóka- safni. Hér verður því enginn dómur á það lagður, hvernig þær eru. En hvað sem því líður, þá bera þær vott um ódrepandi áhuga þessa mæta leikhús- manns á því, sem bezt hefur verið skrif- að í heimi leikbókmennta; enda eru bein áhrif frá Shakespeare greinileg í vissum leikritum Indriða, t. d. Dansin- um í Hruna. Hvað sem um Shakes- peare-þýðingar Indriða verður sagt, þá mfen hans ævinlega minnzt sem eins jpierkilegasta brautryðjanda íslenzkrar leiklistar og föður hugmyndarinnar um íslenzkt Þjóðleikhús. fslenzkir leikhús- vinir standa í ævinlegri þakkarskuld við þennan framsýna og djarfa menningar- frömuð. Þótt Steingrímur hafi fyrstur íslend- inga byrjað á að þýða verk Shakes- peares, þá á Matthías þó heiðurinn af Matthías Jochumsson. því að vera fyrstur þeirra, sem Shakes- peare-þýðing birtist eftir á prenti hér á landi. Fyrstu leikrit sem koma fyrir almenningssjónir á íslenzku eftir Vil- hjálm Shakespeare eru Macbeth og Hamlet í þýðingu Matthíasar; gefin út af „nokkrum mönnum" í Reykjavík árið 1874. Verður þessum ónafngreindu stuðningsmönnum útgáfunnar seint full- þökkuð þessi menningarviðleitni, því gróðafyrirtæki hefur þetta áreiðanlega ekki verið. En með þessari útgáfu hefst hið merkilega framlag þessa góðskálds til leikbókmennta okkar. Næst kemur út eftir hann þýðing á Othelló, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafé- lagi árið 1882, og fáum árum síðar var Rómeó og Júlía gefin út af sama forlagi. Eins og önnur verk Matthíasar eru þýðingar þessar misjafnar að gæðum; en þar sem honum tekst bezt upp í Macbeth og Othello er hann hamramm- ur. Eru þar kaflar sem ljóslega sýna afl íslenzkrar tungu til þess að lýsa ofur- mætti ástríðnanna, er þær fara hamför- um í huga hinna dramatísku höfuðper- sóna þessara harmleikja. Sums staðar gætir ónákvæmni í Hamlet, þótt sú þýð- ing sé að ýmsu leyti merkileg. Rómeó og Júlía stendur að mínum dómi mjög að baki fyrrnefndu þýðingunum. Virðist hin töfrandi tæra ljóðræna fegurð í ræð- um elskendanna hafa verið Matthíasi erfiðari viðureignar en ástríðuofsi hat- urs, ofmetnaðar og afbrýði í fyrrnefndu leikritunum. A. 300 ára dánardægri Shakespear- es árið 1916 birtist merkilegur kvæða- bálkur um skáldið eftir Matthías í Times Literary Supplement, ásamt þýðingu eftir Sir Israel Gollancz. Átti hann upp- haflega að koma í Book of Homage á Shakespeare-hátíðinni það ár, en .vegna stríðsins kom það of seint til fram- kvæmda. Þar má finna eftirtektarverðar upplýsingar um afstöðu Matthíasar til þessara miklu leikrita, sem hann þýddi. Get ég því ekki stillt mig um að vitna hér í annan kafla þessa kvæðabálks. Þar segir Matthías: Tamdi ég ungur — em nú áttræður — orð að yrkja á Óðins tungu; var og enn ungur, er mig ofurhugi í arma Shakespeares við arnsúg dró. Macbeth fyrstur inn meginrammi freistaði mín til Fjölnis iðju; hét ég á Iðunni, hét á Braga, en fyrst og fremst mína feðratungu. Því að und hennar hjartarótum vissi ég feiknstafi flesta liggja, Egils og Ormstungu afl og kynngi, svik og svartálfa, sögn ljósálfa. Minnti mig Macbeth á megingrimman Hákon jarl og Höglabrúði, á rógmálm Rínar, á Reginsmál, helreið Brynhildar og Hundingsbana. Loks var teninga tólfum kastað, greip ég fárramann fylki Skota báðum mundum að Bragafulli; þýddi þrjár rennur, þrisvar skráði. Eiríkur Magnússon. 30. október 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.