Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Page 7
Næst fann ég nornir norræns anda í draumdjúpum Dana-prinsi; sá þar sýnir seinni alda sjúkra sálna og siðspillingar. Saman dragast þar dulvísindi eilífðaróms og ægidóma; dreymt hefur Hamlet Dies illa, náhljóð, er nú nísta heiminn. Þá við Othellós ægi-drama átti mín íþrótt erfiðan leik. Set ég það sjónspil sýnu ofar harmleik hverjum, er ég hefi séð. Rómeó og Júlíu reyndi ég síðast í Sögulands að sýna gervi, óð þess elds, er ísa bræðir eins á ísafold sem Ítalíu; þar sem elskendur ástir sungu, svo veröld öll viknaði og grét. 1. egar minnzt er hinna miklu af- reka Matthíasar Jochumssonar í þágu íslenzkra bókmennta, má aldrei gleyma því, að hann opnaði fyrstur manna mörgum íslendingum hina ægi- fögru heima, sem felast í harmleikjum Shakespeares. Okkur leikurunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur þótti mikill fengur að nýrri þýðingu eftir Sigurð Grímsson á Kaupmanninum í Feneyjum, sem gerði okkur kleift að sýna þetta bráðsnjalla leikrit á stríðsárunum. Þýðing þessi hafði þá kosti að vera bæði lipur og leikræn. Myndi maður sakna þess, að ekki hafa birzt eftir hann fleiri Shakespeare-þýðingar, ef ekki hefði komið fram á sjónarsviðið annar þýð- andi, sem að mínum dómi er snjallasti Shakespeare-þýðandi, sem við íslend- ingar höfum eignazt, en það er Helgi Hálfdanarson. Á prenti hafa þegar komið út eftir hann íjögur bindi af Shakespeare-þýð- ingum. í fyrsta bindi eru þessi leikrit: Draumur á jónsmessunótt, Rómeó og Júlia og Sem yður þóknast. í öðru bindi eru: Júlíus Sesar, Ofviðrið og Hinrik 30. októbér 1066 ■— fjórði (fyrra leikritið); í þriðja bindinu eru Hinrik fjórði (síðara leikritið), Þrettándakvöld og Macbeth; og í f jórða og síðasta bindinu eru svo Hamlet, Ys og þys út af engu og Allt í misgripum. Þýðingar þessar eru ómetanlegur feng ur íslenzkum bókmenntum, að ógleymdu gildi þeirra fyrir leikhúsin. Þótt fara megi nærri um gildi þýðinga úr erlend- um málum við lestur og samanburð, gildir það sérstaklega um þýðingar á leikritum, að þær hafi ekki staðizt próf sitt fyllilega fyrr en leikritið hefur verið flutt á sínum rétta vettvangi — leik- sviðinu. Þær þessara þýðinga Helga, sem fluttar hafa verið opinberlega, hafa sýnt svo ekki verður um villzt, að þær eru snilldarverk. í Þjóðleikhúsi hafa verið sýnd Sem yður þóknast, Draumur á jónsmessunótt og Júlíus Sesar. Leik- félag Reykjavíkur hefur sýnt Rómeó og Júlíu, Leikfélag Akureyrar og Mennta- skólinn í Reykjavík Þrettándakvöld og sá, sem þetta skrifar, sýndi kafla úr Ilinriki fjórða (fyrri hluta) með ung- mennum í Leikfélagi æskunnar í Tjam- arbæ. Eins og sjá má af upptalningu þessara þýðinga, þá hefur Helgi ráðizt í að þýða sum leikrit, sem aðrir höfðu áður glímt við. Ég ætla að leyfa mér að full- yrða hér, án þess að vanþakka það sem aðrir áður hafa vel gert í þessum Sigurður Grímsson. efnum, að það var ekki vanþörf á því að fá þessar nýju þýðingar. Víst er t. d. margt stórvel gert hjá Matthíasi í Mac- beth og Hamlet, en þó skortir víða á nákvæmni í þessum þýðingum, og hvað viðkemur Rómeó og Júlíu, þá var bráð- nauðsynlegt að fá af því leikriti nýja og ferska þýðingu. Þá er vert að vekja athygli á því, að hér koma fyrstu söguleg leikrit Shakes- peares á prent á íslenzku, verkin tvö um Hinrik fjórða. En sagnfræði-leikrit hans fjalla um tímabilið í sögu Bret- lands frá 1199—1533. Hefst þessi flokkur á verki um Jóhann landlausa og endar á leikriti, sem fjallar um Hinrik áttunda, en hann lézt árið 1547. Eftir að hafa gert nokkurn saman- burð á enska textanum og þeim íslenzka, virðist mér ekki annað sýnna en þar haldist í hendur hjá þessum þýðanda skáldleg innsýn og nákvæmni í smau sem stóru. Með þessum snilldarþýðing- um hefur Helgi Hálfdanarson lyft Grettistaki í íslenzkum bókmenntum, þótt það virðist hafa litla athygli vakið hjá þeim, sem annars skrifa mest um bókmenntir hér á landi. Hér er þó hverjum íslenzkum almúgamanni opn- aður nýr dásamlegur heimur andlegrar fegurðar. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. hann eiginlega? Gat hann ekki passað sig að koma á réttum tíma? Ég var orðinn hamslaus. Og nú gerði hann nokkuð sem hann hafði aldrei gert fyrr. Hann gekk að glugganum. Hann horfði rannsakandi á eitt hornið. Þar var grænn blettur sem hafði verið þarna mmnsta kosti í tólf ár. Hann studdi hendinni á blettinn eins og hann væri að ganga úr skugga um að hann væri þarna í raun og veru. Hvurn andskotann vildi maðurinn eiginlega? Hann hafði aldrei komið svona ná- lægt mér áður. Ég þóttist finna það nú að hann hefði einmitt alltaf verið að horfa á þennan blett. Hann hafði litið vandlega í kringum sig áður en hann snerti blettinn. Þetta var mér ofraun. Ég stökk út. — Þetta er spanskgræna af kopar- loftneti. Hún kemur þegar rignir. Ég held ég hafi æpt þetta upp. Hann horfði á mig óttasleginh. Svo gekk hann tvö skref frá glugg- anum, leit á mig aftur' og lyfti hatt- inum. Hann horfði á mig stórum, gráum augum og það voru viprur í munn- vikjunum. — Er það svo? sagði hann mjúkri, hátíðlegri röddu. Svo setti hann á sig hattinn og gekk burt hægum, varkárum skrefum. Hann hvarf fyrir næsta horn. Reykjavík, í maí 1960. 0r Israel á Sálmahandrit frá Qumran Eitt hið vandlegast varðveitta leyndarmál var opinberað nýlega í ísrael af Yigael Yadin prófessor þegar hann tilkynnti í samkvæmi á iheimili Shazars forseta, að handrit, er á voru brot úr Sálmum 118, 104, 147 og 105 — „eitt merkasta Qumran- handrilanna“ — hefði verið í eigu ísraels síðustu fimm árin. Og Yadin skýrði hrifnium áheyr- endum sínum svo frá: Hinn 16. septemiber 1960, hafði honuim borizt bréf frá aðila í Bandaríkjunum, sem ekki vildi láta nafns síns getið. í bréfinu var ljósmynd af handriti, en frumritið kvaðst hann geta úit- vegað fyrir Yadin prófessor, gegn nokkurra milljóna dala gjaldi. Yadin prófessor svaraði um hæl, að ísrael hefði ekki efni á þessu, en gerði jafnframt tilboð í handritsbrotið. Um hálfum mánuði síðar — eða nánar tiltekið 7. októ'ber — fékk hann í flugpósti ábyrgðarbréf frá Banda- ríkjunum og innan í þvi fann ‘hann, sér til mikillar furðu, frumritið sjálft, vafið í léreftsdulu. Það þarf ekki að taka fram, að hann sendi um hæl upphæðina, sem hann hafði boðið, og gekk að þeim skilmálum, sem sendandi setti, að þessum eigendaskiptum handritsins skyldi haldið leyndum í nokkur ár. Þessi tími var útrunninn snemma árs 1965, en Yadin prófessor hafði þó beðið enn nokkra mánuði, áður en hann léti neitt uppskátt um málið, — af ástæðu, sem hann síðan gerði grein fyrir. S agan hefst árið 1956, er Jórdan-Bedúínar fundu handrit í Qumran-helli (sem nú er kallaður Hellir 11). Fimm árum síðar keypti frú Elizabeth Bedhtel af Jórdaníu- stjórn, fyrir hönd Austurlandafræða- skólans ameriska, réttinn til að gefa út handritið, en rannsókn þess og undirbúningur undir prentum var falin dr. J. A. Sanders, sem þá var við Rochester-guðfræðiskólann, en nú við Union Theological Seminary. Árið 1963 ritaði dr. Sanders grein, þar sem hann gat þess, að handritið væri brot af 38 sálmum, sem þekkt- ust úr helgibókum Gyðinga, og séx „apókrýfum11 sáimum. Hann gaf einnig út myndir af nokkrum brot- unum, og eftir að Yadin prófessor, hafði borið þær saman við handritin sem hann hafði í höndum — sem höfðu í millitíðinni verið skýrð af Bieberkraut, eftir að útrauðar ljós- myndir höfðu verið teknar af þeim — sannfærðist hann um, að hinar síðarnefndu væru hlutar af Sanders- handritinu. En til þess að vera alveg viss ákvað hann að bíða þangað tU bók sú, er Sanders kvaðst vera með í smíðum um þetta efni, væri komin út. Bókin kom út hjá Oxford-Claren- ■don Press fyrir nokkrum vikum, og þegar Yadin prófessor hafði rann- sakað ljósmyndirnar í henni sá hann að þessi ályktun hans hafði verið rétt, svo að þar gæti enginm vafi á leikið. N 13 eðri hlutar allra brotanna — bæði hjá Yadin og Sanders — voru rotnaðir af eða ormétnir. Handrit Yadins hefur inni að halda upphaf- ið á sálmi 105, en einn hluti brots Sanders hefur framhald sama sálms, svo að það er greinilegt, að brot Yadins á að koma framan við hitt. Stafagérð á öllum brotunum er hin sama — síð-heródísk, þ.e. hin forna kantaða hebreska stafagerð, iheð nafni Guðs (YHWH) rituðu á forn- hebreskan hátt. Bæði Sanders og Yadin eru meira eða minna sam- mála um aldur brotanna......... hinn fyrrnefndi áætlar þau vera frá fyrstu öld tímatals vors, en hinn síð- arnefndi frá fýrra helmingi sömu aldar. Yadin prófessor kvað handritið, sem Israel keypti, vera um 37 sm. á lengd og 13.5 cm. á hæð, skrifað 1 þrem dálkum á skinn, sem er tæp- ur 1 mm. á þykkt, og vel varðveitt. „Það er engu miður verðmætt en handritin úr Helli I — hin uppruna- legu „Dauðahafshandrit.“ Það mun verða til sýnis í Bókarhelgidóminum í Jerúsalem jafnskjótt sem afchug- anir Yadins prófessors á því hafa verið gefnar út í næsta hefti af „Textus“, tímariti hebresku biblíu- ranhsóknanna, eftir um það bil sex vikur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.