Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1966, Page 15
egi. Tók Klaufi af honum gott sverð,
er síðan var kallað Atlanautur. Þegar
Klaufi var veginn tók Sigríður systir
hans sverðið til sín og gaf það svo Karli
hinum rauða. Seinna var Karl veginn
og heygður hjá Karlsá og er svo að sjá,
sem sverðið hafi verið lagt í haug hjá
honum, því svo segir að afkomandi
hans, Þjóstólfur hinn hamrammi, hafi
sótt sverðið í haug Karls, en eftir það
er það nefnt Karlsnautur.
Hér eru þá talin þau sverð, sem
nefnd eru með nafni í íslendingasög-
um. Þó er enn eftir að minnast á tvö
sverð, sem fræg eru, enda þótt ekki sé
getið nafna þeirra. Það eru sverð þeirra
Þorgauts á Þorgautsstöðum og Þor-
bjarnar á Veggjum, sem sagt er frá í
Heiðarvíga sögu.
Þegar Barði Guðmundsson í Ásbjarn-
arnesi lagði á stað suður í Hvítársíðu
til þess að hefna Halls bróður síns, af-
henti Þórarinn fóstri hans honum sverð,
sem hann kvað Þorgaut eiga, en Þor-
bergi syni sínum afhenti hann annað
sverð, sem Þorbjörn á Veggjum átti.
Kvaðst hann hafa heyrt, að sverð þessi
„væri sigurauðug“ og því sent Lyfi-
Torfa, frænda þessara manna suður, til
þess að ná sverðunum með brögðum.
Og svo sagði hann. „Það þótti mér mak-
legast, að vopn þeirra lægði ofmetnað
þeirra og dramb.“ — f þessari ferð varð
sverð Þorgauts honum sjálfum að bana
og tveimur sonum hans, Gísla og Katli
brúsa.
á má enn minnast á tvö söx, sem
ekki eru nefnd með nöfnum, en þó fræg.
Annað er saxið góða sem Kolskeggur á
Hlíðarenda átti. Það hafði hann með
sér. er hann fór alfarinn frá íslandi
til útlanda og mun það hafa horfið suð-
ur í Miklagarði eftir hans dag. Hitt er
sax Þorkels háks, er hann gortaði af
á alþingi að hann hefði fengið í Sví-
þjóð, er hann drap hinn mesta kappa,
og síðan hefði hann vegið með því
margan mann.
Með Snorra-Eddu eru birtar nafna-
þulur og eru þar talin nöfn á sverðum.
Þar á meðal eru nöfn nokkurra þeirra
sverða er hér getur, svo sem: Drag-
vandill, Skrýmir, Fetbreiður, Sköfnung-
ur, Hvítingur og Kaldhamarsnautur, en
það mun vera annað nafn á sverði
Bjarnar Hítdælakappa (Mæringur).
Þar er á tveimur stöðum nefndur
Grindlogi, en mundi ekki vera mislest-
ur á öðrum staðnum og þar hefði átt
að standa Gunnlogi? Kvernbiti er nefnt
sverð, en það mun vera hið sama og
Kvernbítur, en svo hét sverð Hákonar
konungs góða, er Aðalsteinn konungur
hafði gefið honum. Sagan segir að með
þessu sverði hafi Hákon höggvið kvern-
stein inn í augað og þess vegna hafi
sverðið verið kallað Kvernbítur. Nefnt
er og sverðsnafnið Fjörsoðnir og minnir
það á nafnið Fjörsvafni á sverði Kára
Sölmundarsonar. Þá er og nefnt sverðið
Skelkvingur, en skölkving kallar Hall-
freður vandræðaskáld sverðið konungs-
naut í vísu sem hann orkti um það.
Nú er það vitað, að allir land-
námsmenn hafa komið hingað með út-
lend vopn. Hefir eigi aðeins hver höfð-
ingi haft alvæpni, eins og kallað var,
heldur einnig allir frjálsir förunautar
þeirra. Upphaflega hefir því flutzt mik-
ið af vopnum til landsins, og ef til vill
hafa kaupmenn einnig flutt hingað
vopn. Hefir því ekki verið aðkallandi
þörf upphaflega að smíða vopn í land-
inu sjálfu, enda er þess ekki getið, að
það hafi verið gert.
Þegar litið er á skrána hér að fram-
an um frægustu sverðin á íslandi, þá
er það athyglisvert, að aðeins eitt þeirra
Dragvandill, hefir komið hingað með
landnámsmanni. Þó má vera að Skrým-
ir og Hvítingur hafi einnig komið með
landnámsmönnum.
Nú kann einhver að segja, að enga
ályktun sé hægt að draga af því, þótt
hægt sé að nefna 30 sverð og rekja fer-
il þeirra, þegar hins sé gætt, að á þeim
árum hafi hver fulltíða maður á ís-
landi átt vopn, og flestir sverð. En sé
litið á þetta frá öðru sjónarmiði, þá
sýnir saga þessara þrjátíu sverða hví-
líkar mætur menn hafa haft
á góðum útlendum sverðum. Það
eru þau ein, sem frægð
eru í sögum, og þeim eru gefin sér-
stök nöfn, en ekki er getið með nafni
eins einasta sverð, sem smíðað hafi ver-
ið á íslandi, og ekki eru heldur nafn-
greind þau sverð, er landnámsmenn
höfum hingað. Það er líkt og í sögu mann
kynsins: Þúsundir eru nafnlausar, en
nöfn hinna fáu, sem skara fram úr, lifa
á vörum kynslóðanna. Af þessu verður
að draga þá ályktun, að þessi nafn-
greindu útlendu sverð hafi borið af
öllxxm öðrum sem gull af eiri.
E flaust hafa orðið geysileg van-
höld á sverðum hér á landi. í heiðni
voru þau lögð í haug með eiganda sín-
um þau hafa brotnað og þau hafa týnzt.
Enginn veit nú hve mörg skip hafa far»
izt í hafi, en með þeim hefir horfið
margt vopna; menn reru ekki til fiskjar
nema hafa vopn sín með sér, og fjöldi
smábáta hefir farizt á hverju ári. Þótt
vopn geti enzt von úr viti, þá hefir af-
leiðing alls þessa orðið sú, að nauðsyn-
legt hefir verið að fylla í skörðin. ís-
lendingar hafa ekki getað fyllt i skörð-
in er stundir liðu. Þeir hafa ekki kunn-
að að smíða, eða öllu heldur yantað
gott efni í þau. Þess vegna fer vopnar
búnaður Islendinga að breytast þegar
líður á söguöld, og einkum þegar kem-
ur fram á Sturlungaöld. Þá eru sverð-
in að hverfa, en í staðinn eru komnar
axir og spjót sem aðalvopn, og þau var
hægt að smíða hér. Sennilega er glögg
vast dæmi til vitnisburðar um þetta,
að þá er Sturla Sighvatsson fór til
Grímseyar og þeir sóttu Aron Hjörleifs-
son þar í fjörunni þá stóðu spjótin svo
þykkt á honum, að hann gat ekki fallið.
Á þeim tíma hafa söx og sverð aðeins
verið heldri manna vopn en vopn al-
mennings hafa verið axir og spjót.
E ins og á var drepið var sá sið-
ur í heiðni að vopn manna voru lögð
í haug með þeim. Ef um fræg vopn
var að ræða, freistaði þetta framgjarnra
og áræðinna manna að brjóta haugana
og ná vopnunum. Og sum af hinum
frægu sverðum íslendinga höfðu verið
sótt í hauga erlendis. En siðinum þeim.
að grafa vopn með dauðum mönnum
eigum vér það að þakka, að hér hafa
fundizt allmörg sverð frá söguöld og
eru geymd í Þjóðminjasafninu.
En á hinn bóginn hafði skapast hér
sú trú, líklega vegna þess ofurkapps,
er sögur hermdu að menn hefði lagt
á að ná vopnum úr haugum, að betra
járn hefði verið í vopnum þessum held-
xxr en völ var á seinna. Þess vegna
hafa orðið Halfdanarheimtur á þeim
sverðum, er fundizt hafa hér í jörð,
að menn seildust til að smíða úr þeim
ýmis eggjárn, svo sem hnífa, hefiltannir
og sporjárn o. fl. í trausti þess að þau
myndi bíta betur en nokkurt armað
járn. Létu menn sér ekki nægja að
smíða aðeins úr þeim vopnum, sem
fundust af tilviljun, heldur eru til
sögur af því, að menn leituðu í gömlum
kumlum að sverðabrottun, til þess að
smíða úr þeim. Þannig hefur margur
forngripur farið forgörðum.
30. október 1966
IJ3SBÓK MORGUNBLAÐSINS 15