Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Qupperneq 3
FYRIR SÓLARUPPRÁS Eftir Vladimir P. Gorjúskin ^FVLkím vaknaði. Á himninum grillti í nokkrar stjörnur, fölar og guggnar.... Við hlið hans var heitur líkami konu hans, en til faðmlaga hugsaði hann ekki. Hann var handalaus frá olnboga. Hann lá og lét ekki á sér bæra....... IHann langaði til að segja henni, hve vænt honum þótti um hana, reyndi að rifja upp, hvað þyrfti til að hann fyndi eftur réttu orðin, en hann gat það ekki. í>að var langt .síðan orðin viku frá hon- um, — í stríðinu þegar hann særðist. Gluggarnir á bænum voru opnir, júlí, linditréð í blóma, en við ofninn hékk vagga á járnkrók. í henni var sonur, son ur hans, öryrkjans Akíms. Akím hefur hvorki hendur né fætur, tunga hans bærist ekki. En hann á son. Sonur hans hefur hendur og fætur, furðulega hljómsterka rödd. Akím bros- ir. Hann finnur til hljóðlátrar gleði, þegar honum kemur sonur hans í hug. Og Akím dreymir akur, feiknlega víð- áttumikinn og himinn hvelfist yfir . . . . Hann var einn á dráttarvél, hélt með höndunum um stýrið, lét annan fótinn hvíla á benzíngjöfinni, söngurinn sem kvað við í brjósti hans varð að ópi. Og Akím finnst hann hafi hrópað með rödd sonar síns, sinni eigin hefur hann Xöngu gleymt. Akím lokar augunum; „Ég vildi ég gæti séð mig sjálfan, með hendur og fætur, syngjandi úti á akri“. Annars þarfnast Akím ekki. Svo gæti hann dáið. IConan vaknar, bregður sér hljóð- lega framúr á skyrtunni einni saman og fer að mjólka kúna. Hún lokar ekki gangadyrunum á eftir sér. Brátt mun hann heyra gæluorð hennar við kúna. Mjólkurbunurnar streyma með þægilegu hljóði í fötuna, hænurnar vakna og byrja sð klaka .... Sumarið fellur Akím vel. Þá ber kon- an hann fram á dyrapallinn, og þar situr hann til hádegis. Og hve mikið má -kki sjá fram til hádegis? Nágranninn rekur kúna til hinna, þær eru þegar á beit í gjá nokkurri. Hann hefur sofið yfir sig. Önugur kastar hann lauslegri kveðju á Akím, hásri syfjulegri röddu, og heldur áfram án þess að skilja, hvers vegna öryrkinn Akím á konu, en hann, alheilbrigður maðurinn, á enga. Akím finnur til með nágrannanum, langar til að segja eitt- hvað uppörvandi, en það myndast að- eins hrukka við vinstri augabrún. Það fer líka bezt á því, að Akím veit ekki, hvers vegna konan hans bindur ást við hann. Það fara hjá konur með hrífur, heilsa, bú hvatlegasta skotrar til augum, hvísl- ar ákaft í eyra, spyr hvenær hún megi koma — Akím skilur, hann segir ekki konu sinni frá, því hann getur það ekki. Konurnar hlæja, og Akím roðnar eins og stráklingur og brosir. Því konur eru glaðværar, og liann nýtur þess. Hani baðar út vængjunum í húsa- garðinum, ýfir fjaðrirnar, og leiðir hæn- urnar að mykjuhaug, sem hann hefur fundið, og hanagalið berst um þorpið, virðist deyja út, en nei, blossar upp aftur .... Yfir þorpinu fljóta dúnmjúkir ský- hnoðrar, eins og hægfara andarungar, himinninn er heiður, kyrr. Svala flýgur að ups og gæðir unga á ormi. Járnsmiðru-inn, hann Vasjka, æsku- vinur og vopnabróðir Akíms, lítur við á leiðinni í smiðjuna og segir: „En skeggið á þér, Akímka, ég kem eftir vinnu og raka þig. Rakhnífurinn minn er eld- beittur — síðan i stríðinu“, — og rennir fingrum um skegg Akíms, neðanfrá og upp. — „Og þessi blessuð blíða....“ — strýkur sér um órakaða kjálkana, and- varpar og heldur áfram til smiðjunnar, þar sem hans bíða félagi hans og fun- andi afl — til að afla brauðs sér og börnum sínum. Crasið við veginn var tómur ný- græðingur — kímblöð ein, en græðisúr- an stóð í blóma, sett hvítum pcrlum. Rykið á veginum var heitt og mjúkt, spörvar veltu sér upp úr því. Ef hann skriði nú eftir stígnum gegnum garð- inn, niður hallann, sæi hann brunn- inn, klæddan eik, sem þeir faðir hans smíðuðu. Unglingur flaugst hann á við Vasjka smið hjá þessum brunni, tð blóðs.....Hann man ekki lengur, hvað kom til, en Akím hafði yfirhöndina, það bjó ekkert undir, var græskulaust, heiðarleg áflog. — En var það heiðarlegt, hugsar Ak- ím, annar minni máttar, hinn sterkari, það var nú allur heiðarleikinn. Hvers vegna varð allt þetta yfir mig að ganga, einmitt mig? Hvernig á ég að skilja?...... Stráþaktir bæirnir teygjast langt yfir gjána, út yfir sjóndeild, en Akím vill sjá, hvar þorpið endar, já langar. En verið getur, að þorpið hafi engan endi. Teygist, teygist um alla jörð, jarðar- kringluna á enda, og komi aftur úr hinni áttinni, eins og farið sé fingri í hring um boltann barnanna. Smiðjuhöggin óma um þorpið, leysast upp í bláma himinsins, með aðfalli og útfalli, enduróma í söng lævirkjans. Æ, ílygi hann um heiminn og liti um alla jörð, — aðeins eitt var að: vængi hafði hann enga. Þegar dögg var á grasi sýnd- ist Akim stundum, að tími væri til kom- inn.....Loftið yfir endalausum ökrun- um var hressandi og hann dró djúpt að sér andann, lokaði augunum og.... hóf sig til flugs, eða kannski ekki, hver veit. En hann opnaði ekki augun fyrr en hann heyrði rödd kennarans: — Lánið er með þér, Akím, segir þá kennarinn, og Akím veit, að það er ekki háð, heldur einlæg skoðun hans. Kennarinn setur upp grettna virðingar- grímu. Akím virðir fyrir sér kennarann og honum kemur í hug merhryssi að þrotum komið eftir langan vetur og hirðulausan eiganda. Framhald á bls. 12 DÁNI VINUR Eftir Þórunni Elfu Dáni vinur, sem birtist mér í framandi borg, aldrei gleymi ég kaldri hendi þinni á nöktu brjósti mínu og bæninni í augum þér. Efiaust var það kuldablandin undrun min, óp mitt út í myrka nóttina, sem hrakti þig burt. Þú hvarfst mér þögull um aldur og ævi, en aldrei mun ég gleyma þér, dáni vinur, né spurn minni: Hver var bæn þín? 20. nóvember 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.