Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Blaðsíða 9
ast margbrotinna rannsókna og annars undirbúnings, áður en ákvarðanir eru teknar. Ég vil aðeins benda á þá stað- reynd, sem ég drap á frá öðru sjónar- miði fyrr í greininni að unglingur í framhaldsskóla stundar nám aðeins 8 mánuði á ári hið mesta; þriðja hluta ársins ver hann til annars. Þannig er líf hans í raun tvískipt og klofið: Ann- ars vegar námið, sem hann verður að inna af hendi kauplaust, hins vegar at- vinna, sem gefur pening beint í aðra hönd. Unglingar hlytu að vera frábitn- ari en aðrir menn þeim þægindum, sem hægt er að veita sér fyrir perjlnga, þeir hlytu að vera sterkar heillaðir af mennt- unarhugsjónum en við fullorðnir erum yfirleitt, ef þessi kjaramunur við at- vinnu og nám markaði ekki að nokkru leyti afstöðu þeirra til skólans. Raun- verulega veldur þessi tvískipting í lífi nemerida íslenzkum framhaldsskólum miklum örðugleikum, sem varla þekkj- ast hjá þeim þjóðum, sem ætla nem- endum langan árlegan kennslutíma, en ekkert starf utan skólans. Hér á landi gera æ fleiri skólamenn sér það ljóst, að hið langa sumarleyfi með mishollum áhrifum, sem fylgja atvinnu barna og unglinga, torveldar fræðslu- og upp- eldisstarf skólans verulega og ónýtir það jafnvel í mörgum tilvikum. Með þessum orðum neita ég því engan veg- inn, að hófleg vinna og líkamsáreynsla hafi sitt uppeldis- og manndómsgildi. Þvert á móti: Ég er sannlærður um og hefi látið þá skoðun oft í ljós bæði í ræðu og riti, að starf og sú skyldu- kvöð, sem því fylgir, styrkir skapgerð og manndóm hvers þess manns, sem rækir það að alhug. Eigi að síður er ég sannfærður um það, að framangreind tvískipting milli atvinnutekna og skóla- náms er mörgu ungmenni ekki holl. Um það veldur þó miklu, hver atvinnan er og hvernig er að unglingnum búið. Atvinnumarkaður, sem börn og ungl- ingar sækja, hefir breytzt mjög á síð- ustu 2-3 áratugum. Hann býður upp á tekjur, sem jafnaldra mína hefði ekki einu sinni dreymt um á unglingsárun- um, en hollustan hefir ekki vaxið að sama skapi. Mikill fjöldi unglinga af báðum kynjum sækir sumaratvinnu sína í umhverfi, sem frá uppeldislegu sjónarmiði verður að teljast mjög ó- heppilegt. A uk þess eru allir hlutir beztir í hófi. Það er tilgangslaust að reyna að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að fjölda hálfvaxinna barna og unglinga er í sumarleyfinu og jafnvel samtímis skólanum ofþjakað með líkamlegri og í mörgum tilvikum óhollri vinnu. Nám er áreynsla og fullkomið starf, meðan skólinn stendur. Ef það er rétt, að hver íullorðinn starfsmaður þarfnist sumar- leyfis, sem honum er líka tryggt með lögum hjá öllum menningarþjóðum, þá þurfa unglingar á skólaaldri þess engu síður. Þeim ætti ævinlega að vera tryggt 3-4 vikna raunverulegt sumarleyfi. Of- þreyta eftir sumarstarfið mun hefna sín sem' sljóleiki í námi, — og margur unglingur grípur til vindlingsins eða annarra nautnameðala til þess að reyna að hrista af sér lamandi þreytu- kennd og sljóleika. En þá hefir lokazt eins konar vitahringur; þungt vinnu- álag og mikil fjárráð vekja hjá ungl- ingnum þarfir og festa hjá honum venj- ur, sem samræmast illa góðu náms- hugarfari og ástundun, en kosta hins vegar mikla peninga og beina hug ungl- jngsins þvi fremur að leiðum til öflunar skotsilfurs en að þolni og skyldurækni við nám. Því að unglingar eru haldnir sömu tilhneigingu og flest fullorðið fólk að reyna að sefa lamandi þreytukennd með nautnalyfjum eða skemmtunum; þeirri tilhneigingu verður margur of- þreyttur og yfirkeyrður unglingur Bnemma háður, svo sem reykingum, ákafri skemmtanafíkn og jafnvel áfengisnautn. Ég vil ekkert fullyrða, hversu algengt þetta er, og vitanlega á tízkan og fordæmi hinna fullorðnu sterkan þátt í því að mynda nautna- venjur unglinganna. En sú vanlíðan, sem fylgir langvarandi þreytu, dregur úr viðnámsþrótti unglingsins gegn slík- um freistingum, og góð fjárráð, sem af atvinnunni leiðir, beina honum inn á þessa braut. Að mínum dómi væri það unglingn- um hollara og efnahagslega séð miklu hagkvæmara fyrir þjóðina, að þeir, sem ætla sér lengra nám, mættu ein- í staðinn 1-2 árum yngri en nú gerist, t.d. stúdentsprófi 18 eða 19 ára. Þegar sú stóraukna aðsókn að menntaskóla- riámi verður raunveruleiki hér á landi, sem nú þegar er sýnileg með öðrum þjóðum og skólamenn og hagfræðingar spá að verði almenn, þá mun það sýna sig berlegar en nú, hversu óhagkvæmt það er, að skipta skólaárinu milli náms og atvinnu, enda eru allar aðrar menn- ingarþjóðir löngu horfnar frá því. Frá mínu sjónarmiði veldur þetta miklum vanda í uppeldisstarfi okkar og menn- beita sér að því óskiptir, en lykju því ingarþróun, vanda sem leysa þarf bæði út frá menntunarpólitískum og hag- fræðilegum sjónarmiðum. E g lýk nú þessu spjalli. Samfé- lagshættir hér á landi hafa breytzt mjög ört, svo að við þurfum ekki að undrast, þótt af því vaxi nokkrir erfið- leikar í uppeldi ungrar kynslóðar. En á engum tíma — og ekki heldur nú — má kynslóð foreldranna hlaupa frá ábyrgð sinni. Með framsýnni og öruggri handleiðslu ber okkur að ala æskuna upp til ábyrgðar, Við megum ekki misskilja aldursbundnar mótþróatil- hneigingar unglinga á gelgjuskeiði þannig, að þeir þoli ekki myndugleika uppalandans. Óspilltur unglingur vænt- ir mundugleika og öruggrar hand- leiðslu foreldra og kennara, og það engu síður þó að hann gefi sjálfræðislöngun sinni lausan taum við og við. íslenzk börn og unglingar hafa hæfi- leika til jafns við það, sem við þekkj- um bezt með öðrum þjóðum — mann- vænlegri æska óx aldrei upp í þessu landi —, en andstæð öfl og óvæntur hraði í menningarþróun okkar gera uppeldisstarfið vandasamara en það var nokkru sinni fyrr. ÖRNEFNI Framhald af bls. 4 til gulls eins og Gullborg í Gullborgar- hrauni. Norður í Aðaldalshrauni neðan- verðu eru sums staðar dálitlar kletta- borgir, eins konar bólur í hrauninu. Gufa virðist hafa lyft hraunstorkunni án þess að sprengja hana og mótað hraunhvelfingar, sem minna á græn- lenzk snjóhús. Dyr hafa verið rofnar á sumar borgirnar og þær notaðar sem fjárhús. Þannig er um Knútsstaðarborg rétt austan við veginn skammt frá Knútsstöðum. Bændur voru óvíða eins vel settir og Aðaldælir um borgargerð handa fé sínu og urðu að hlaða þær sjálfir. Hér syðra standa allvíða slík mannvirki í bithögum, en engin, sem mér eru kunn, eru hvelfd eða topphlaðin eins og nú er kallað. Einna veglegust er Staðarborg eða Prestsborg suður af Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd. Kristrúnarborg er skammt fyrir utan svonefndan smala- skála, hraunhæð við veginn nokkru fyrir utan Straum. Þetta er allmikil fjárborg, sem Kristrún Sveinsdóttir húsfreyja á óttarsstöðum í Hraunum á að hafa hlaðið með vinnumanni sín- um um vetur seint á 19. öld. Mannvirk- ið sýnir, að konur hafa verið liðtækar við hleðslu engu síður en karlar. —■ Suður af Hrauntungum skammt fyrir utan Krísuvíkurveginn undan Stór- höfða er sérkennileg, tvískipt og mjög vel hlaðin borg, og tvær voru sunnan Hafnafjarðar á hrauninu við veginn suður í Kaldárseli. Önnur þeirra hvarf nú fyrir skemmstu. Einhver grjótþurf- andi garðhleðslumaður hefur gert sér lítið fyrir og haft borgina heim með sér. Það var of greiðfært til hennar af vegi. Það sýna hjólförin eftir farar- tæki borgarspillisins. Fleiri slíkar borg- ir eru í nágrenni höfuðstaðarins, og munu þær nú allar standa undir vernd þjóðminj avarðar. Það er því vonandi, að þessir menningarsögulegu mannvirki fái að standa í friði. Húshlutav. Forfeður okkar fundu ekki einungis í lögun fjalla og fella líkingar við hus, bæi og borgir, heldur einnig einstaka húshluta, húsmuni og tízkubúning. Landið hefur Bása, burst- ir, dyr, hurðir og upsir. A Suðurnesj- um eru margir Básar meira að segja Kerlingarbás, og þeim lýkur að Bás- endum, en það heiti ruglast oft í munni, verður Bátsendar, Bátsandar og ýmsar aðrar útgáfur eru til á því örnefni. Margir munu kannast við Burstarfell, 20. nóvember 1966 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.