Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Síða 12
SMASAGAN
Frámhald af bls. 3.
— Þú íhugar. Líf þitt er æðra, ókleift
okkur, syndugum. Hégóminn er að vísu
ekki einn okkar hlutur, en samt, og
kennarinn bandar hendi. — Segirðu
vinna? Gcgnum þessa blessaða vinnu
tkríðum við eins og skordýr, sækjumst
eftir vindi, áður en maður veit af er
veturinn skoiinn á og dauðastundin
upprunnin. En enginn veit, eftir hverju
við erum að sækjast. Ég sótti nám, átti
drauma, bjóst við að sjá heiminn í öðru
ljósi....Sit við að leiðrétta, — hend-
urnar í mykju.
— Hann öfundar, hugsar Akím —
hvern? Mig, limalausan...... . Hvað
er að gerast í heiminum, já, hvað er
það?.......Kennarinn hélt, að tilgang
h'fsins mætti finna í vinnu, í þjónustu
við mannfólkið......En það er tóm
kredda! Hræðileg, steindauð kredda. Og
hvorki efasemdir né staðfesting . . . Sem
aktygjaður hestur, vagnkjálkar til
beggja hliða, og til að snúa til vinstri,
hægri.... ójá, til þess er svipan.
— Ef ég hefði aðeins hendur, hugsar
Akím, myndi ég plægja.
— íhugun, heldur kennarinn áfram,
er hin æðstu gæði, sem manninum
hlotnast, æðsta stig mannsandans....
Nú ræðum við saman, en heima er kon-
an veik, líklega að lexta mín — gyltan
fer að gjóta, það þarf að sjá um að
hún fargi ekki grísunum.
— Líf barnanna minna, hinar skæru
hugsjónir, samlífið við konuna er allt
komið undir því að gyltan gjóti....Er
þetta ekki gár, kaldhæðni örlaganna?
Kennarinn er ekki að krefja Akím
svara, hann er að tala við sjálfan sig,
þennan vængjaða limleysingja, sem býr
innra með hverjum manni. En Ak-
ím lætur sér ekki leiðast, hann horfir
eftir þorpsgötunni, í von um að sjá
fyrir endann....
Og kona kennarans, beinamikil,
síþunguð. Hún sér til manns síns og
kallar, biðjandi, bænandi: „Kolja, Kol-
jenka......“. Hún heldur aftur af sér í
viðurvist Akíms. En heima fyrir út-
hellir hún sér, hrópar um glataða ævi,
grætur og hvæsir: „Berfætlingur, úr-
þvætti, bókvitringur“. En núna stendur
hún við pílviðargerðið og þvingar fram
vingjarnlegt bros: „Koljenka". Kenn-
arinn streitist við að halda aftur af
grettukrampa og segir: „Ég tel mér trú
um að ég sé nauðsynlegur nemendum
mínum. Kreisti hendur um líf barn-
anna minna .... Reyni að standa ....
Getuleysið — það er voðinn“.
Hann er lesinn maður með hendur og
fætur, en þjáist... Hvers vegna? Ó-
teljandi oft hefur Akím spurt sig þess
arar spurningar og ekki fundið svar.
Hópur hermanna fer um veginn í
rykskýi og syngur um Kolja undir-
foringja, sem missti málið við að sjá
hina svartbrýndu Mösu. Gi-ómteknir
smástrákar reyna að ganga í takt við
soldátana, taka undir viðlagið ....
Akím dreymxr engan akur, snýr sér
eins og hrygglaus ormur, erfiðlega, var-
lega, til að vekja ekki konu sína of
snemma. Engin furða þó hún þreytist
.... Ætíð ein . . . . í tuttugu ár . . Hún
sefur fast, andar þungt, eins og hún
gráti.... Gráti.... —„En ég gat ekki
grátið, ég gat ekki sagt þér: Farðu
frjáls, gerðu þér ekki lífið óbærilegt".
Hann gat aðeins tautað, starað. „Ef
ég gæti sagt þér, þá segði ég: Það eru
til hus, sem okkur er komið fyrir í,
okkur sem þjáðst höfum fyrir föður-
landið. Þeir sem misst hafa hendur
dansa; fótalausir spila dómínó; þeir
sem hvorki hafa hendur né fætur
syngja; en sá sem ekki getur sungið
horfir í himininn, og sá sem ekki get-
ur horft............ Þar myndi
mér líða vel, þar er kyrrð og ró. Hvað
um það að þú festir ást við mig heil-
brigðan? Hvað um það að þú barst
heim brauð? Húsið reisti ég fyrir okk-
ur. Þá var ég heill. . . .En núna auðnu-
laus örkumlamaður .... fargaðu ekki
lifi þínu. Þér ber ekki skylda til að
slita þér út fyrir hjálparlausan öi-yrkja“.
]Vístingskalt janúarkvöld flutti
María Akím á sleða yfir akurinn heim
af sjúkrahúsinu. Snævi drifinn stígur-
inn hvarf undir sleðanum. Bak kon-
unnar hans skyggði á stjörnurnar, sem
voru eins og úlfsaugu. Akím æpti,
muldraði í kófið.
En María: „Akímúska" hjartað mitt....
— og þurrkaði froðu úr munnvikjum
hans, lyfti honum og kom honum fyrir
á sleðanum; aðeins hátíðlegt ískrið í
snjónum íór sigri hrósandi til stjarn-
anna. En hróp Akíms og grátur kon-
unnar héldu sig við jörðina.
Veturinn var djöfulleg þjáning, eins
og snævi þakinn endalaus akur, í hálf-
dimmum bænum með drjúpandi kertis-
stubb, við dapurlegan söng engisprett-
unnar....
María er önnum kafin, en hann ligg-
ur á bakinu og horfir vikum saman á
hampspotta, sem losnað hefur undan
einum bjálkanum........Það þyrfti að
troða honum í. Rifa sem þessi.... það
kólnar í herberginu, gengur á eldiviðar
birgðirnar. Þetta er ekki svo hátt, hann
gæti ef til vill staðið upp á stúfana
og bent með handleggsstúfnum. En
þetta er uppi undir lofti, utan seilingar.
Akím muldrar, bendir með handleggs-
stúfnum, en María skilur ekki, horfir
upp í loftið, er á þönum, sléttir svæfil-
inn, sækir vatn, sezt á bekkinn og fer
að snökta . . . Hvernig á hún að koma
auga á litinn hampvisk? En örkumla-
maðurinn sítur fast við sinn keip, ber
utan bjálkana í veggnum með stúfnum.
María þurrkar tárin: „Hvað er það, Akí-
múska? Loftið? Þakið? Viltu mat?“.
Akím hristir höfuðið: „Nei, ekki það,
ekki það....“.
María sáir rófum og setur niður
kartöflur og hugsar með sér: „Hvað
vill hann?“ Enn kemur vetur og Akím
heldur uppteknum hætti og María spyr
aftur: „Þakið? Himinninn?“
Stundum var sem höfuð Akíms rifn-
aði, spryngi. Andlitið eldrautt, svita-
dropar á enni, varirnar blátt strik —•
samanherptar ..... Hann skalf, hljóðn-
aði, andardráttur hans heyrðist ekki
— vart lífsmark sjáanlegt. María horfir
í opin augu manns síns, en sér ekkert
í þeim nema mosagróna kvöl og spyr
andvarpandi: „Guð?“ Stutt hárbeitt orð
sem svipuhögg. En það fær ekki á hann,
hann hreyfir höfuðið — neitandi.
S jötta sumarið féll hamptróðið,
sem Akím hafði haft áhyggjur af, niður
bak við rúmið, og Akím hélt að loks
hefði María skilið hann. Hann gladdist
ólýsanlega, varð hljóður og þakklátur,
en ekki lengi.....
Nasir Akíms þenjast út og hvítna,
þefurinn af sjúkum líkama hans þjáir
hann, honum finnst ólyktin verri en af
svínaskitshaug....María þvær honum
með ilmandi sápu, hann horfir á kýlin,
á legusárin, finnst hann líkjast veggja-
títlulirfu, viðbjóðslegri, forljótri. Hann
engist, kvelst.
Stundum skoðar hann orðurnar. Tuldr
ar eitthvað, lemur stúfnum á þrútið
brjóstið, og María skilur. Hún opnar
kistil, sem orðurnar eru geymdar í á-
samt hnöppum og tvinna. Akím á fjölda
af orðum og heiðursmerkjum — nóg
til að þekja allt brjóstið. Á hátíðis-
dögum nælir María heiðursmerkin á
gamla ermalausa peysu, og þá situr
Akím á dyrapailinum. Þá kann hann
sér ekki hóf, vekur Maríu um miðja
nótt og bendir á brjóstið: „Hvar eru
orðurnar mínar?.........“.
Það er hlýtt í kofanum, hljótt, kertið
logar. Akím horfir á orðurnar alla nótt-
ina, mánuð, ár, tíu ár, . . . María skelf-
ist að horfa á Akím. . . .Eitt sinn skreið
Akím að glugganum, braut glerið með
höfðinu og lagðist með hálsinn á hár-
beitt glerbrotið i rammanum. Allan
veturinn lá hann meðvitundarlaus; Mar-
ía varð tekin og föl. Einn aurbleytuvor-
dag barst öryrkjanum til eyrna hljóð-
látt skraf, sem tilviljunin bar honum.
— Þetta r leikur..........leikur. Ah,
María, allir börðust, jafnvel hetjur lentu
á hælum ..... Fávís kona ertu. . . . Þú
þarfnast stuðnings, styrkrar handar,
reyndi hás karlmannsrödd að sannfæra
hana. Hvers þarf hann með? . . . Það
eru til stofnanir, öryrkjaheimili. .. .Ann-
ars er mér glötun vís........
Akím lagði við hlustirnar, reyndi að
missa ekki af einu orði.
— Líttu á, hendur, fætur, dávænt bú,
og til hvers fjandans er það allt án
þín?......Það eru stofnanir..........Allt
leikur... .Leikur tilviljunarinnar.
— Hvað veizt þú?. . . í leik . . . í þess-
um........
Akím heyrir þrusk við gerðið, eins
og gæsir baði vængjum, þungan andar-
drátt, slitrótt hvísl konunnar hans,
Maríu; „Láttu mig vera, heyrirðu það.
Ég elska hann, heyrirðu það....“.
JAPAN
Framhald af bls. 1
skepnunum tveim, Kína og Indlandi,
og auk þess tveimur stórveldum, Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum, en kem-
ur svo við hliðina á Pakistan og Indó-
nesíu í stórlandaflokknum, þeirra sem
komast aðeins yfir 100 milljóna markið.
Þannig hefur það næstum helmingi
fleiri íbúa en hin gömlu og góðu stór-
veldi í Vestur-Evrópu.
lÍvað framleiðni snertir, mældri
eftir brúttó-þjóðarframleiðslu (G.N.P.),
er Japan í sjötta sæti í heiminum, að
vísu langt að baki Bandaríkjunum, og
aðeins að tveimur þriðju eða þremur
fjórðu borið saman við Sovétríkin, en
fylgir fast á hæla V-Þýzkalands, Frakk-
lands og brezka samveldisins, og verður
á undan Kína og ítalíu. Nokkra hug-
mynd um stærð þess á þessu sviði má fá
með því að bera það saman við miður
þróuð lönd. Að G.N.P. en það nokkurn
veginn eins og öll Rómanska Ameríka
samanlögð, tvöfalt á við alla Afriku,
næstum tvöfalt á við Indland, og nokkru
framar Asíu að öðru leyti, allt frá ís-
rael til Kóreu, þegar frá eru dregin
Kína, Síbería og Indland.
Hvað fólksfjöldann snertir, er Japan
heldur að dragast aftur úr, með 1%
fjölgun sína á ári, og dregst þannig
brátt aftur úr Brazilíu, og eins hafa
S tuttar júlínætur, sætur ilmur
linditrjáa.
Akím þrýstir sér að slegnu hári kon-
unnar, minnist þess þegar hún bar
hann út. á dyrapallinn, sagði honum
rjóð frá barninu. Þá kastaði hann sér
fram af pallinum í poll fyrir framan
húsið, dýfði andlitinu í aurinn, kyssti
moldina......
Frá botni gjárinnar stígur upp þoka,
rennur og teygist, eins og hún leiti
hælis, grípur um runnana, trjákrón-
urnar: „Hjálpið, veitið mér skjól. . .. “
Þokan grætur, og tárin glitra á breiðu
loðgrasblaði, án þess það mögli. Hvar-
vetna er kyrrð. Að stundu liðinni rís
sólin. Döggin þornar á enginu, og dag-
urinn gleymir, að þokan grét, þar til
sólin rís úr nóttu á ný.
Arnór Hannibalsson þýddi úr
rússnesku.
Indónesía og Pakistan nýlega farið
fram úr þvi. En um framleiðnina, sem
meira er að marka, er Japan að sækja
sig. Á siðustu árum hefur hún aukizt
um 10% á ári raunverulega, og er það
mesti vöxtur sem átt hefur sér stað
í hinum stærri löndum heims. En svona
mikill hagvöxtur hefur sennilega þótt
of bráður fyrir þjóðfélagsheilsuna, og
nú eru Japanir að reyna að halda hon-
um niðri í 7,5%. Jafnvel þótt þeim
takist þetta, verða þeir eftir sem áður
örast vaxandi meðal hinna stærri þjóða
og munu, áður langt um líður, fara fram
úr brezka samveldinu og Frakklandi og
jafnvel V-Þýzkalandi, og verða þriðja
stærsta þjóðfélag heims, efnalega séð
E n þrátt fyrir alla sína tölulegu
vissu á pappírnum verður G. N. P,
frekar þokukennd spegilmynd af veru-
leikanum. Þegar bezt lætur, er því náð
með því að hagræða hagskýrslum, sem
sjálfar eru ekki alltof áreiðanlegar, og i
mörgum löndum er þetta ekki annað
en getgátur. Þar eru reiknaðir klukku-
tímarnir sem dagferðamenn fara um
vegina, og taldir vera velgengnimerki,
en sleppt ábatanum hjá þeim, sem búa
meir í sveitunum. Þær reikna lágmarks-
upphitun, til þess að frjósa ekki í hel,
sem mælanlega eign, en sleppa að minn-
ast á hita heitu landanna, sem þó er
miklu meira virði.
En ef við látum nú gott heita að
koma fram með svona vitleysur, þá
Japanir eru mesta skipasmíðaþjóð veraldar, næstir þeim koma Bretar og
Vestur-Þjóðverjar. — Myndin er frá Mitsubishi — skipasmíðastöðinni í
NagasakL
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
20. nóvember 1966