Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1966, Page 15
hjá Japan mundi gera þá órólega. Marg- ir Japanir óttast, vegna þess sem nýlega hefur gerzt, að voldug hernaðarvél gæti jafnvel reynzt ógnun við lýðræðið í Japan. Þegar nú afstaðan er þannig í Japan og nálægum löndum, virðist það líklegast, að hernaðarlegt hlutverk Jap- ans í heimsmálunum verði áfram held- ur smávaxið. Kn sennilega er ekki nema gott eitt um það að segja. Ein ástæðan til þess að Japan gat haft svona mikinn og hraðan nagvöxt eftir styrjöldina var sú, að það lagði ekki mikinn hluta fjármuna sinna í hernaðar útgjöld sem ekkert gefa í aðra hönd. Varðir öryggissáttmálanum við Banda- ríkin, hafa Japanir getað takmarkað her- kostnað sinn, jafnvel síðustu árin, við aðeins 1,4% af G. N. P. (brúttó-þjóðar- framleiðslunni), sem er aðeins fjórði eða fimmti hluti þess, sem flestar aðrar iðnvæddar þjóðir, álíka efnaðar, eyða til þeirra hluta. Menn í hinni ríkjandi frjálslyndu og lýðræðislegu ríkisstjórn tala um að hækka þetta í 2%, en jafn- Vel þá væri þetta tiltölulega óveruleg upphæð. essi lági herkostnaður kann að verða affarasælastur bæði fyrir Japan og heiminn í heild. Hversu mikið sem Japanir kynnu að eyða til hermála, þá gerir landfræðileg og hernaðarleg staða þeirra þaS ~-vnilýjanlegt að njóta varn- arbandalags við Bandaríkin, eftir sem áður, svo gagn væri í. Og þar sem þessu er þannig varið, er lítil þörf á að fara að bæta við þann herstyrk sem Banda- ríkin hafa þegar í fjarlægari Austur- löndum. Sennilega yrði það öllum hlut- aðeigandi hollara, ef Japan verðu því, Eem sparast þannig, til tæknihjálpar og íjárhagsaðstoðar langt fram í tímann. Hinar iðnvæddu þjóðir, sem aðild eiga að OECD, hafa komið sér saman Um, að hver þeirra verji 1% af brúttó- framleiðslu sinni í þessum tilgangi. Árið 1965 varði Japan 486 miljónum dala eða 0,73% af G. N. P. til hjálparstarf- semi eins og slík starfsemi hefur opin- berlega verið kölluð af OECD. Og eng- in ástæða virðist vera til þess, að Jap- an verji ekki miklu meiru en 1%, þar sem landið býr við svo vægan her- kostnað. Lítill vafi getur á því leikið, að einn meginþáttur hlutverks Japans í heims- málunum mun verða sá að leggja all- verulegan skerf til fjárhagsstuðnings og tæknihjálpar. Eftir því sem dregur úr skaðabótagreiðslum, er trúlegt að Jap- an taki upp aftur hinar smávægilegu en þó vaxandi frjálsu styrkveitingar. Einnig er líklegt, að það lengi og vægi útlán sín, og geri þau léttbærari hin- um miður þróuðu þjóðum. S ennilega mun Japan einnig auka bein verzlunarviðskipti sín við löndin í fjarlægari Austurlöndum. Það er þegar orðið stærsti viðskiptavinur margra þeirra og kaupir í sumum tilvikum 30% af útflutningi þeirra, og önnur viðskipti við þau munu sennilega vaxa í sama hlutfalli. En efnahagsleg áhrif þess munu sennilega ná miklu lengra. Japan er þegar stærsti notandi og fram- leiðandi olíu í vesturhluta Asíu, það hefur fjárfest mikið í Brazilíu, og færi það að vinna járngrýti í Indlandi, með útflutning til Japans fyrir augum, gæti það orðið stærsti veitandi erlends gjald- eyris til Indlands. Tæknihjálp Japana í S-A-Asíu hefur næstum takmarkalausa möguleika og í vanþróaða heiminum yfirleitt. Japanir eigia í ríkum mæli kunnáttuna og reynsl- una, sem þessi lönd skortir. Vanda- málið er að finna aðferðina til að koma með árangri þessari kunnáttu og reynslu þeirrar yfir hindranir, sem menning og tungumál valda. Námsmenn eða tilvon- andi sérfræðingar frá vanþróuðum lönd- um, sem læra í Japan, verða venju- lega að læra japönsku, sem er erfið. Japanir, sem fara til útlanda, verða að leggja það á sig að ná valdi á ensku, frönsku eða spænsku, og ef til vill einhverju staðbundnu tungumáli í viðbót. E n þessir erfiðleikar eru ekki ó- viðráoanlegir. Þegar eru hundruð náms- manna frá vanþróuðum löndum Asíu farnir að læra í Japan, og japanskir kunnáttumenn fara til útlanda tugum saman. Ef frá eru taldir nokkrir þeirra allra vinstrisinnuðustu, eru flestir Jap- anir hlynntir þessari aðferð. Hún veldur ekki neinum pólitískum vandræðum heima fyrir, eins og ýmsir aðrir þættir utanríkismála gera. Hin nýju alþjóðlegu áhrif Japans gera einnig vart við sig á öðrum mikilvæg- um sviðum. Tregða þjóðarinnar á að beita hervaldi erlendis þýðir ekki sama sem hún ætli sér ekki að gegna neinu verulegu, stjórnmálalegu hlutverki. Síð- asta árið eða svo hafa lönd í Austur- og Suðaustur-Asíu í vaxandi mæli hóp- að sig saman og efnt til sameiginlegrar einingar samliggjandi svæða. Þessar þjóðir eru að reyna til að koma upp meiri samstöðu um áhugamál sín og reyna að finna lausn heima fyrir á vandamálum Asíu. í þessum hópi hefur Japan sérstöðu sem eina iðnvædda og nýtízkulega landið, og vitanlega gefur þetta því eðlilega forystuaðstöðu. E g 'ætla ekki að fara að gera þá háðslegu athugasemd, að með ósigri sinum hafi Japan öðlazt þau yfirráð yfir „stærri Austur-Asíu“, sem því mis- tókst að ávinna sér með hervaldi. Efnahagsleg forystuaðstaða þess kann að vera eins mikil og hefði það orðið sigurvegarinn, en stjórnin, sem þa3 beitir, verður ekki yfirráðaatriði og kúgunar, heldur andlegs eðlis. Sem það land, er hefur sýnt fram á, svo að ekki verður betur gert, að frjálst hagkerfi gef ur mestan vöxtinn — sem eina land Austursins, sem hefur komið upp full- kominni og varanlegri fyrirmynd per- sónufrelsis og þingræðislegu lýðræði, sem eina meiriháttar Asíulandið, sem hefur sannað, að einnig Asíubúar geta notið allsnægta og frelsis nútímaheims, mun Japan hafa vaxandi áhrif á þjóð- irnar í nágrenni sínu og um allan hinn vanþróaða heim. í samanburði við það, sem Japan hefur upp á að bjóða, mun hið þrælbundna líf í Kína hafa sí- minnkandi aðdráttarafl. Sumum kynni að finnast, að „andleg áhrif“ geti varla verið mikið afl í al- þjóðaviðskiptum, og að Japan sé heldur ólíklegt til að leggja það til, en þeim, er svo mæla, sést algjörlega yfir þá staðreynd, að andleg áhrif frá Japan hafa þegar reynzt vera mikið og ómótstæðilegt afl í sögunni. Á síðari helmingi 19. aldar, þegar Japan sýndi, að austræn þjóð gat jafnazt við vest- rænt stórveldi, og þó enn meir, er það sigraði rússneska risann í jöfnum bar- daga, þá vakti það mikla öldu þjóðern- ishreyfingar, sem loksins flæddi yfir Afríku og Asíu eftir síðari heimsstyrj- öldina og sópaði burt hér um bil öllum nýlendunum frá síðustu öldum. Árang- ur Japans sem þjóðríkis í nútíma skiln- ingi var aflvakinn hjá öllum þjóðríkj- unum í Asíu, sem risu eftir styrjöld- ina. Ef á komandi árum löndin í Asíu — mörg þeirra — forðast hina tiltölu- lega auðveldu leið til einræðis-stöðn- unar og sækja, jafnvel nægt og hikandi, í áttina til frjálsara, lýðræðislegra og velstæðara lífs, þá verður það að minnsta kosti að nokkru leyti að þakka andlegu áhrifunum, sem Japan getur látið í té. 20. nóvember 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.