Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Side 2
PAR UÖRKVIST Fyrir skömmu komu út í einu bindi hjá Bonniers í Stockhólmi þrjár síðustu bækur Pár Legarkvists. Eru það bækumar um Tobías, sem áður höfðu komið út í þremur bindum, á árunum 1960 til 1964, Ahasverus död, Pilagrim pá havet og Det heliga landet. Þess- ar bækur eru síðustu verk á yfir fimmtíu ára rithöfundaferli skálds- ins. Hann var 73 ára þegar síðasti hluti verksins kom út fyrir tveimur árum. Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði úr lífi og starfi þessa mikilvirka önd- vegishöfundar. F ar Fabian Lagerkvist fæddist í Váxsjö í Suður-Svíþjóð árið 1891. Faðir hans var járnbrautarvörður og foreldrarnir voru af gömlum bænda- ættum í Várend, trúrækin og fastheldin á ríkjandi hefðir. Gætir áhrifa frá æsku heimilinu víða í verkum Lagerkvists því að enda þótt hann reyndi þegar á menntaskólaárunum að losa sig undan því trúarfargi, sem honum fannst að sér þrengt í föðurhúsum, með því að gerast meðlimur ýmsra róttækra félagssamtaka, er þó reyndin sú, að enn á áttræðisaldri glimir hann í verk- um sínum við þær gátur, sem lögðust að honum í æsku. Lagerkvist lauk stúdentsprófi í fæðingarbæ sinum árið 1910 og ári siðar var hann um hríð við háskólanám í húmaniskum fræðum í Uppsölum, því bókmenntaáhugi hans var snemma vakinn. Námið leiddi ekki lengra að sinni, en Lagerkvist var því afkastameiri á þessum árum við gréin- ar um þjóðfélags- og menningarmál sem birtust í ýmsum róttækum blöð- um og tímaritum. F yrstu bækur Lagerkvists komu út 1912 og 1913 Manniskor og Tvá sagor om livet. Þær eru báðar mótaðar af bölsýni aldamótanna, en bera annars merki nýjunga og tilrauna, einkum hvað snertir málnotkun. Næst lá leiðin til Farísar og þar lagði Lagerkvist stund á nýjar stefnur í list, kúbisma og expressionisma, og gaf út umdeilt rit, sem bar heitið: Ordkonst och bild- konst. f ritgerð um sænska ljóðargerð um þetta leyti vísaði Lagerkvist til nýju liststefnanna, einkum kúbisma. Hann snerist öndverður gegn natúralisk- um Ijóðum, gerði strangari kröfur. Til viðmiðunar dró hann fram ýmsan þjóð- arskáldskap, svo sem íslendingasögur, þjóðvísur, Kalevala, egypsk og indversk Ijóð, Biblíuna Avesta og Kóraninn. Sam kvæmt skoðun Lagerkvists á þessum tíma var hlutverk skáldsins að „pressa út úr veruleikanum listrænt innihald“, hann átti að tjá mannleg og raun- veruleg efni í einföldu formi. ]VÍ eð Ángest, sem út kom árið 1916 aflaði Lagerkvist sér fyrst ótví- ræðrar viðurkenningar. Þar kemur fram persónulegur skilningur á lífinu og hörð- um örlögum mannkynsins. Bókin var írumleg að hugsun, máli og stíl, fyrsta expressíoniska verkið í sænskum bók- menntum. Um þessar mundir beindi Lagerkvist áhuga sínum einnig að leik- ritagerð og tók Strindberg sér til fyrir- myndar á því sviði. í Kaos, sem kom út 1919 voru sum af fegurstu Ijóð- um Lagerkvists eins og t.d. ljóðið Det ar vackrast nar det skymmer, en í því er þetta: Allt ár mitt, och allt skall tagas frán mig. inom kort skall allting tagas frán mig. Tráden, molnen, marken dar jag gár. Jag skall vandra — ensam, utan spár. T i ilgangsleysi jarðlífsins og magn- leysi mannsins gagnvart ófrávíkjanlegum dauða eru þau yrkisefni sem taka hug Lagerkvists allan á árunum milli 1920 og 1930. Veltur á ýmsu hve mikillar bölsýni gætir í verkum hans á þessum tímabili, í Iljártats sángar 1926 kemur fram sveifla frá myrkrinu til ljóssins, sem þó grundvallast ekki á neinu endan- legu uppgjöri við þau öfl, sem stjórna tilverunni. í ástarljóðum þessarar bókar sem áttu sér kveikju í einkalífi skálds- ins, kemst hann burt frá sjálfum sér: „sú leið, sem þú gengur einn, liggur burt frá þér sjálfum“. Eftir að nazistar komust til valda í Þýzkalandi gerðist Lagerkvist skelegg- ur talsmaður þeirra húmanisku menn- ingarverðmæta, sem harðstjórnin ógn- aði. Megininnlegg hans í þessari bar- áttu er Bödcln, sem er skrifað sama ár og Hitler tók völdin í Þýzkalandi. Þetta rit sem talið er éitt af merkustu verk- um Lagerkvists, var fært í leikritsform og sett á svið skömmu eftir að það kom fyrst út. Mótmæli Lagerkvists gegn valdi og ofbeldi koma einnig vel fram í ferðahugleiðingunum, Den knutna náven, 1934 og I den tiden, 1935, sem er skopádeila í óbundnu máli. Úr sama jarðvegi eru sprottin leikritin Mannen utan sjáe 1936 og Seger í mörker, 1939 V iðburðir samtíðarinnar lágu einnig að baki Ijóðunum í ljóðasafn- inu Genius, 1937, en þar túlkar Lager- kvist öryggisleysi sitt gagnvart lífinu og traust sitt á sigri andans yfir frum- stæðu dýrseðlinu. í ljóðunum kemur einnig fram ósk skáldsins, að „lifa á öðrum tíma en þessum." Den befriade mánniskan, 1939 er safn siðfræðilegra og trúarlegra hugana, sem sveiflast milli trúar og örvæntingar og eru born- ar uppi af sterkri tilfinningu fyrir þeirri ábyrgð, sem hvílir á hverjum einstökum manni í lífsbaráttunni, sem að skoðun skáldsins hlýtur að hafa til- gang. Dvárgen, sem kom út 1944, er af sumum talinn merkasta verk Lager- kvists í óbundnu máli. Sagan er sögð í fyrstu persónu, og minnin eru sótt í endurreisnartímann. Sögumaðurinn er persónugervingur illra afla lífsins, sín- girni, valdagræðgi og ofbeldis. Af öðr- um síðari verkum skáldsins má nefna Barrabas 1950, sem fjallar um illt og gott, trú og efasemdir. Árið eftir að þessi bók kom út fékk Lagerkvist Nó- belsverðlaunin, 1951. Þetta er eina bók Pár Lagerkvists, sem hefur verið þýdd á íslenzku. Af öðrum síðustu verkum skálds- Ins má nefna Aftonland, 1953, Ijóðasafn. Þar beinir skáldið enn sjónum sínum að dauðanum, en nú er breyting á orð- in frá því í Ángest. Enda þótt hér sé ekki til staðar öryggi trúarinnar, er viðhorfið til dauðans mótað af þeim þroska, sem sættir sig við dauðann og virðir lögmál hans. Yfir þessum ljóðum er sterkari persónulegur svip- ur en yfir fyrri ljóðum Lagerkvists. Fyrsta skáldsagan eftir Nóbelsverð- launasöguna Barrabas var Sibyllan, 1956. Þar fjallar Lagerkvist enn um samskipti guðs og manns, völvan í Delfí rekur sögu sína og örlög fyrir Gyð- ingnum gangandi og sonur guðsins er miðlægt minni í bókinni. S íðustu verk Pár Lagerkvists eru svo eins og óður segir sagan um Tobías í þremur bindum, Ahasverus död, Pil- grim pá havet og Det heliga landet. f Ahasverus död segir frá manni, „sem fannst eldingin elta sig“. Kvöld eitt fékk þessi maður húsaskjól í herbergi pílagríma. f öðrum hlutanum, Pilgrim pá havet, fylgjumst við með Tobíasi þar sem hann er um borð í ræningja- skipi, „sem átti að flytja hann til lands- ins helga". Á lokasíðum bókarinnar er því lýst er Tobías lá og hugsaði á stjörnu bjartri nótt. Þar segir: — Hann lá og hugsaði um það hæsta, það helgasta í lífinu, hvernig því væri farið. Kannski var það aðeins til sem draumur, kannski þoldi það ekki að vakna upp til veruleikans. En að það var samt til. Að fullkominn kærleikur er til og Landið helga er til, við getum bara ekki komizt þangað. Að við eru kannski bara á leið þangað. Erum bara pílagrímar á hafinu. En hafið er ekki allt, þannig getur það ekki verið. Það hlýtur að vera eitthvað handan þess, það hlýtur einnig að vera land handan þessara miklu eyðilegu víðerna og djúpa, sem láta sig ekkert varða, land, sem við komust ekki til, en erum á leið til þrátt fyrir allt Svo lá hann og hugsaði með greipar spenntar á brjóstinu og horfði upp til ljómandi stjarnanna. Meðan bátinn bar hljóðlega fram yfir endalaust hafið, rak eitthvað, án nokkurs takmarks. egar Pilgrim pá Havet kom út létu ýmsir ritdómarar í ljós þá skoðun, að hér væri um að.ræða lokabindi verks ins. En fyrir réttum tveimur árum kom raunverulegt lokabindi út, Det heliga landet. Sú bók hefst á frásögn af þeim Tobíasi og Giovanni, sem kunnir eru úr fyrra bindinu, þar sem þeir eru settir á land á eyðilegri strönd. Þeir vita ekki hvar þeir eru. Einu merki mannabyggða, sem þeir sjá, eru rústir af musteri, „musteri, sem reist hefur verið handa guði, sem ekki er lengur til“. — Getur það verið, að við höfum verið svo lengi á hafinu, að öll musteri séu eydd og yfirgefin? Og allir guðir dauðir. — Mundir þú í raun og veru æskja þess! hrópaði Tobías Það var auðlieyrt á röddinni að liann var í uppnámi. — Já, auðvitað. Framhald á bls. 6 Framkv.stJ.: Slgíns Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieux. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Aml Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur. [teykjavflc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.