Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1966, Qupperneq 3
 EFTIR ERNEST HEMINGWAY „í>ú ættir að fara aftur í rúmið.“ „Nei, það er allt í lagi með mig.“ „Farðu í rúmið. Ég lít inn til þín, þeg-- ar ég er búinn að klæða mig.“ En þegar ég kom niður sat hann al- klæddur við eldinn, veikur og aumur, níu ára drengur. Þegar ég laigði hönd á enni hans fann ég að hann var með hita. GLEYMSKAN HEFUR EFTIR ARNE PAASCHE AASEN Það sem ekki alla hendir eg hef reynt, sem betur fer: Gleymskan hefur gert mér margan greiða, eins og vera ber. Þvílíkt happ! í hugans leynum hennar nafn ei lengur finnst, er með sumarsól í augum sorg mér vakti allra hinzt Víst er gott, að gleymt eg hefi Gerðu litlu í númer fimm, sem eg fylgdi’ oft heim í háttinn, haustkvöld löng og rökkurdimm. Litla, skrítna hettan hennar hefur gleymzt mér undurfljótt, einnig glettni í augum, fasi, er hún bauð mér góða nótt. Guðsélof, að lengur ekki í leynum hjartans ómað fær fótatak og hlátur hennar, heitur eins og sumarblær. Mér er borgið, eins og eflaust allir geta heyrt og séð. Ó, mig dreymir aldrei framar yndislega, mjúka hnéð... Orðum hennar, augum brúnum, eg hef gleymt, sem betur fer, eyrnalokkum, logarauðum, litlum hring, sem gaf hún mér. Minni hljóðu hugarrósemd harla lítið skil eg í, jafnvel angan hanzka hennar hef eg gleymt (eða næstum því). Hvaða galsi, góða hjarta! Geturðu ekki setið á þér, rif ji’ eg upp hve auðveldlega allt hið liðna gleymist mér? Guðmundur Frímann þýddi. Hann kom inn í herbergið til þess að loka gluggunum á meðan við vorum enn í rúminu og ég sá, að hann var veikur. Hann skalf, var nábleikur í and- liti og gekk hægt eins og hver hreyfing Væri sársaukafull. „Hvað er að, drengur minn?“ »Ég er með höfuðverk." „Nú ferð þú f rúmið,“ sagði ég, „þú ert veikur." „t>að er ekkert að mér,“ sagði hann. Þegar læknirinn kom mældi hann drenginn. „Hver er hitinn?“ spurði ég hann. „Hundrað og tvær.“ INfiðri skildi læknirinn eftir þrjú mismunandi lyf í mismunandi litum hylkjum og fyrirmæli um hvernig ætti að taka þau inn. Eitt var til að lækka hitann, annað var laxer- andi og það þriðja gegn o<f miklum sýrum. Inflúensusýklar lifa aðeins í suru umhverfi, útskýrði hann. Hann virtist vita allt um inflúensu og sagði að ekkert væri að óttast ef hitinn færi ekki yfir hundrað og fjögur stig. Það gengi vægur inflúensufaraldur og ekik- ert væri að óttast ef komizt væri h.iá lungnabólgu. Þegar ég kom aftur upp, skrifaði ég r.iður hita drengsins og hvenær gefa ætti hin mismunandi hylki „Viltu að ég lesi fyrir þig?“ „Allt í lagi. Ef þig langar til þess“, sagði drengurinn. Hann var mjög hvítur í andliti og dökkir flekkir voru undir augunum. Hann lá grafkyrr í rúminu og virtist einhvern veginn ekki með sjálfum sér. Ég las upp úr Sjóræningjabók How- ards Pyles; en ég sá að hann fylgdist ekki með lestrinum. „Hvernig líður þér, drengur minn?“ spurði ég hann. „Það er alveg óbreytt ennþá," sagði hann. Ég sat við rúmstokkinn og las í hljóði á meðan ég beið eftir að tími væri til að gefa honum annað hylki. Honum hefði verið eðlilegt að sofna, en þegar ég leit upp starði hann á fótagaflinn og leit mjög undarlega út. „Hvers vegna ferðu ekki að sofa? Ég skal vekja þig þegar þú átt að taka inn meðalið." „Ég vil heldur vaka.“ E ftir nokkra stund sagði hann: „Þú þarft ekki að vera inni hjá mér, ef þér er illa við það, pabbi.“ „Mér er ekki illa við það.“ „Nei, ég á við að þú þarft ekki að vera hér, ef þér verður illa við það.“ Ég hélt að hann væri kannski eitt- hvað ruglaður af hitanum, og eftir að ég hafði gefið honum lyfið klukkan ellefu, fór ég út svolitla stund. Það var bjartur, kaldur dagur, jörðin þakin slyddu sem hafði frosið, svo engu var líkara en nakin trén, runnarnir, grasið og ber jörðin hefðu verið lökkuð með ís. Ég tók mér göngu með írska veiðihundinn upp veginn og fram með frosnum árfarvegi, en það var erfitt að fóta sig á svellbungunum, og hundurinn rann og skrikaði og ég datt tvisvar og missti í annað skiptið haglabyssuna langt frá mér eftir ísnum. Við fældum upp hóp af kornhænum undan moldarbarði og ég drap tvær um leið og þær hurfu úr augsýn handan barðsins. Nokkrar hænur settust í tré, en flestar dreifðu sér inn í runnastóðið, og maður varð að sparka oft utan runn- „ ana til að fæla þær upp. Þegar þær skutust upp og maður stóð óstyrkur á ísi þöktu dúandi lyngi, var erfitt að skjóta þær. Ég hæfði tvær en missti af fimm, og hélt síðan heim glaður yfir að hafa fundið hóp svo nálægt húsinu, og ánægður að svo margar voru eftir þar til síðar. Heima var mér sagt að drengur- inn hefði neitað að hleypa nokkrum manni inn til sín. „Þið megið ekki koma inn,“ sagði hann. „Þið megið ekki smitast af mér.“ Ég fór upp og fann hann nákvætrv- lega eins og ég hafði skilið við hann, nábleikan en með rauða hitaflekki á kinnbeinum, starandi ennþá á fótagafl- inn. Ég mældi hann. „Hver er hitinn?“ „Eitthvað nálægt hundrað,“ sagði ég. Hann var hundrað og tvær komma fjórir. „Hann var hundrað og tveir," sagði hann. „Hver sagði það?“ „Læknirinn.“ „Það er allt í lagi með hitann,“ sagði Framhald á bls. 6. 4. desember 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.