Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.1966, Page 8
með sínar eigin skýringar á draumum barna sinna. ,Þegar barn segir móður sinni draum sinn, er það í rauninni að segja frá sínum eigin áhyggjum í óunn- inni mynd. Sú staðreynd sjáif að það er að láta í ljós þessar áhyggjur og móðirin vill einlæglega hlusta á það, skapar aukið samband þeirra í milli“. Hann segir að foreldrar ættu ekki að vera hrædd við að taka þátt í þessu. „Þú þarít ekki að vera neitt alvitur til þess að hugsa um það með barninu, hvað hinn eða þessi draumur geti þýtt fyrir það. Góður vilji, heilbrigð athafna- semi, jafnvel þótt þú hafir á röngu að standa, getur verið barninu gagnlegt. Afskipti af draumalífi barna eru ekki nema til ills eins, ef þau eru harkaleg, afdráttarlaus og hátíðleg. En ef þau eru spyrjandi og vingjarnleg, geta þau gert sitt gagn“. 1V1 jög fáir sálkönnuðir mundu telja sig handvissa um merkingu hvers þáttar draumanna hjá sjúklingum þeirra. Þess vegna ættu mæðurnar ekki neitt að vera að harma sína eigin óvissu. En það, sem áríðandi er, er það, að móðirin geri sér ljóst, að draumar barnsins hennar eru óaðskiljanlegir hlutar af lífi þess og þróun, og að vilja ekki taka þátt í því er raunverulega sama sem að varpa frá sér hluta af barninu sjálfu. En það er fleira, sem getur valdið martröð hjá börnum en sjónvarpsmyndir og súkkulaðiát. Martröð er breytileg Draumaheimur K onan skoðaði hverja mynd, eftir því sem þær voru réttar að henni. Þriðja myndin, af dreng, sem stóð á árbaMca og horfði á hina krafekana busla í vatninu, komu tár- unum fram í augu hennar. Voru þetta óþarflega sterk viðbrögð? Nei, í raiminni ekki. Þetta voru sem sé ekki einhverjar teikningar af handa- hófi heldur voru það myndir af draumum fjögurra bama, og eitt þeirra var sonur hennar. Tár hennar stöfuðu af meðaumkvun með drengn um á myndinni, sem henni fannst vera afskaplega einmana. stundu, að þama var draumur sonar hennar lifandi kominn. Sá, sem hún viðurkenndi þetta fyrir, var starfsmaður í barna-sálfræðideild fyrirtækisins „The Oranges, Maplewood & Milburn“ í New Jersey í Bandaríkjunum. Þessi kona og sonur hennar voru þátttakendur í rann- sókn undir stjórn dr. Irvings Marko- witz, sem er barnasálfræðingur og for- stöðumaður Iækningastofunnar og svo voru þarna einnig samverkamenn hans Joseph Mark og Edwin Bokert, frá Bandarísku geðverndarstofnuninni. Verkefni þeirra var að auka sam- bandið innan fjölskyldunnar — milli barna og foreldris og eins milli foreldr- anna innbyrðis. Eins og dr. Markowitz segir: „Því betra sem þetta samband er, því betra er að lifa“. Við þessar til- raunir eru teikningar af draumum barna sýndar foreldrunum, svo og myndir af draumum þriggja annarra barna. Foreldrarnir eru beðnir að Iýsa hverri mynd og velja úr þá þeirra, sem þeim finnst svara bezt til draums síns eigin barns. egar í fornöld voru draumar taldir vera sambandstæki, og nú á dög- um eru rannsóknir að færa betur á það sönnur. Dr. Calvin Hall, sem áður stóð fyrir svona rannsóknarstofu, hefur lýst draumum þannig, að þeir séu „hugsanir, sem verða til, meðan sofið er. Fyrir ein- hverjar verkanir, sem við þekkjum ekki enn, getur hinn sofandi séð sínar eigin hugsanir eins og í myndum. Þegar hann svo segir öðrum frá þessum myndum er hann raunverulega að segja frá sín- um eigin hugsunum, hvort heldur það er vitandi eða óvitandi“. Dr. Markowitz segir, að þegar barn segi pabba sínum eða mömmu draum sinn, komist foreldrið „í snertingu við hráefni lífs barnsins11. Þetta er sérstak- lega eftirtektarvert í ljósi þeirrar skoð- unar hans, að „jafnvel á mjög ungum aldri er vakandi samband milli barns og foreldris sífellt að þróast og mynd- ast — þannig að barnið verður alltaf að laga hegðun sína eftir hugsanlegu áliti foreldrisins. Og svefnástandið sleppur heldur ekki alveg við eftirlit, eða fyrirframskoðun foreldrisins. Öðru nær, því að draumalíf barnsins er sí- fellt háð leyfi og banni, sem þegar er fyrir hendi. Þó er hugsanalíf barnsins ekki eins bundið í svefni og það er í vöku, þar eð þá er ekki jafnharðan lagður dómur á gerðir þess“. E nda þótt barnið ætti, í orði kveðnu, að geta sett fram þessar hugs- anir í vöku, þá eru þar hindranir til staðar. Venjuleg frásögn leyfir ekki tilgátur eða hálfkaraðar hugmyndir. Þeg ar barnið situr andspænis foreldrum sínum við morgunverðarborðið og klukk an tannar sundur mínúturnar, þangað til barnið á að vera komið í skólann þá verður það að fylgjast með hraða morgunsins. Þegar það svo sér það, sem því finnst vera vanþóknunarsvipur á móðurinni, þegar það fer að láta í Ijós efa, þá ýtir það undir barnið til að bregða við og dulbúa áhyggju sína, af því að hún virðist ekki falla í góða jörð í þann svipinn. Allir foreldrar tjá börnum sínum, vitandi eða óvitandi, sínar' eigin þarfir og óskir. Barn, sem vill þóknast foreldr- um sínum, leitast oft við að svara til þeirrar hugmyndar, sem foreldrarnir gera sér um það, leyna þá einhverjum sérstökum ótta, stundum jafnvel fyrir sjálfum sér. En í draumnum kemur þessi ótti fram í dagsljósið. Eitt gleðilegt atriði, sem virðist hafa feomið fram við rannsóknir dr. Markowitz, er það, að stundum er auðveldara fyrir foreldra að viðurkenna ýmis annars ótæk sann- indi um sjálf sig og börn sín, þegar þeir standa andspænis „hráefninu" úr draumum barnanna. Af myndunum, sem móður einni voru sýndar, voru aðallega tvær, sem virtust koma henni úr jafnvægi: Barn, sem skrímsli var að elta, og annað sem galdranorn haíði í höndum. Eftir nokkra umhugsun valdi móðurin skrímslismynd ina og taldi líklegra, að hún svaraði til draums dóttur sinnar. En um leið lét hún í ljós undrun yfir því, að það, sem elti barnið, skyldi vera skrímsli en ekki galdranorn. „Ég veit, að það er ein- mitt það, sem hún telur mig vera: vonda, gamla galdranorn“. Ástæður hennar til þess að hafna myndinni, sem hafði inni að halda nornina (raunveru- legan draum barns hennar), voru skiljanlegar. Hún hafði óbeit á nornar- myndinni, af því að á þeirri mynd var barnið fangi en á skrímslismyndinni var barnið að komast undan. Þörf móðurinnar á að trúa dóttur sinni var ekki skert af tregðu hennar til að taka á sig ábyrgðina á vandamálum barnsins, en hafði hindrað hana í að samþykkja álit dótturinnar á samband- inu þeirra milli. Samt viðurkenndi hún að lokum hugmyndir barnsins, eins og þær komu fram í draummyndinni. Þeg- ar móðurinni varð ljóst, hversu ósjálf- bjarga dóttir hennar var, reyndi hún að bæta sambandið milli þeirra. Dr. Mark- owitz segir: Ef foreldri vill einlæglega snúast við innri áhyggjum og hugmynd- um barnsins, þá er foreldrið orðið svo sveigjanlegt og þroskað, að það getur raunverulega hjálpað barninu og samt varðveitt foreldravald sitt. Dr Markowitz telur ekki, að foreldrar ættu að vera neitt hikandi við að koma eftir aldri barnsins, en alltaf er hún merki um óleysta misklíð eða áhyggjur. Freud kallar martröðina „misheppnaðan draum“. Dr. Markowitz er að velta því fyrir sér, hvort hún geti ekki eins vel verið staðnaður draumur. Ef sagan, reynslan og kunnáttan í minnisforða barnsins leyfir því ekki að koma með svarið við sérstöku vandamáli, getur það þurft að vakna. egar barnið er kvalið af ljótum draumum, ættu foreldrarnir að gera sér ljóst, að eitthvað hlýtur að vera að því, og spyrja sjálf sig: „geri ég eitthvað sem hræðir það svona?“ Dr. Markowitz getur þess til, að hinn mikli skrímsla- gangur í draumum ungra barna kunni að þýða, að eitthvað „afskaplegt“ komi fyrir í lífi barnsins. Þessi atvik þurfa ekki að vera af veikindum, og ekki einu sinni neitt átakanleg. Miiblu fremur geta þau verið þannig vaxin, að barnið skorti mátt til að valda eða breyta umhverfi sínu. Sem dæmi má nefna ungan dreng, sem var stöðugt hrelldur af draumum um hræðileg skrímsli, enda þótt heim- ilislífið hjá honum væri dásamlegt og foreldrar bans mjög góð við hann. Drengurinn, sem var annars vel greind- ur, átti bágt með að læra og hætti til hroðvirkni. Foreldrar hans atyrtu hann aldrei fyrir þessa galla, sem á honum voru. Engu að síður voru þau mjög regluföst viðvíkjandi heilsufari og holl- um lifnaðarháttum. Drengurinn var vægðarlaust rekinn í rúmið klukkan hálf niu, ef hann átti að fara í skólann daginn eftir, og virðist það ekki ósann- gjarnt, er 9 ára snáði á í hlut. En hjá þessum dreng varð þetta kapphlaup við kluikkuna, til þess að ljúka heimalær- dómnum, og þetta var hræðilegur fjötur, sem hann virtist aldrei mundu sleppa úr. Þegar þessum drauimum hans hélt áfram, þóttust foreldrar hans viss um, að eitthvað alvarlegt gengi að honum. Þau ákváðu að reyna að gefa honum ofurlítið frjálsari hendur og fengu hann um leið til að hugsa um, hvað gæti 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. desember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.