Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 1
Almennasta kenningin um
mannlegt eðli er sú, að
mannveran sé að eðlisihvöt friðsöm
og hóflynd, tillitssöm og ófús að
særa eða drepa meðbræður sína,
nema ef undansikildar eru aðstæð-
ur sem skapast í ófriði. Þetta er
álit auðtrúa sálna í menninganþjóð-
félögum í dag.
Slíka trú á göfuglyndi mannssál-
arinnar er eingöngu hæigt að öð'Iast
með því að loka augunum algjör-
lega fyrir sögulegum staðreyndum,
þróun mannfræðinnar í þjóðfélag-
inu og dagblöðum og sjónvarpi, sem
etöðugt færa okkur heim sannanir
um löngun mannsins til að særa
eða drepa meðbræður sína. Virð-
ast menn hafa ánægju og sæmd af
eliku.
Siðustu mánuði hafa blöðin lýst ná-
kvæmlega og birt hrollvekjandi mynd-
ir af þvi þegar Ibóar og Hausar í
Nígeríu eru að drepa hverir aðra.
íbau greina einnig frá blóðbaðinu á
Jövu milli Indónesa og Kínverja og
frá bardögum á öðrum eyjum Indó-
nesíu, þar sem ungir og uppreisnar-
gjarnir Kínverjar skreyttir rauðum
armböndum ganga á rétt eldri kyn-
slóðarinnar, að ekki séu nefndir at-
burðirnir í Víetnam. Það hjálpar okkur
ekki neitt, að verk þessi voru framin
af ósiðmenntuðu, ókristnu fólki. Búar
og hinir hvítu Rhódesíumenn krefjast
kristilegrar réttlætingar vegna níðings-
verka á dökkum meðbræðrum sínum.
Hinir óttalegu atburðir í Grenada í
Missouri gleymast seint. Engin sið-
menntuð þjóð hefur frarnið önnur eins
níðingsverk og manndráp og Þjóðverj-
ar og bandamenn þeirra fyrir einum
mannsaldrL
I öllum þjóðfélögum sem við
þekkjum til, er gerður greinarmunur
lengur vakandi en fjöldamorðin á Jövu.
Nútímasálarfræði getur ekki gefið
okkur skýringu á, hvers vegna fólk
drepur hvert annað án „sknysamlegrar“
ástæðu, samkvæmt okkar viðurkennda
mælikvarða. Það er almennt álitið á
Vesturlöndum, að mönnum sé ekki
eðlilegt að clrepa nema í ýtrustu neyð.
Þegar morð eru framin í okkar eigin
þjóðfélagi án „góðrar ástæðu", hættir
okkur til að nota orðið sálsjúkur, en
það hljómar visindalega og kemur upp
um fávisi okkar og getuleysi.
Stundum er þessi sýndarútskýring
notuð um morðingja í öðrum þjóðfé-
lögum, en oftar er malajska útskýring-
in „að hlaupa amok“ notuð. Á Malaja-
skaga og hjá nokkrum öðrum þjóð-
flokkum taka þjóðfélagsþegnarnir ein-
staka sinnum upp á því að drepa ó-
kunnuga, og er ástand þetta kallað
amok. Það verður samt að taka fram
að þetta er lýsing, ekki útskýring.
S umt fólk hafnar þeirri tilgátu,
að maðurinn sé friðsöm vera, og held-
ur því í þess stað fram, að hann hafi
tekið drápshvötina að erfðum. Þessi
eðlishvöt er álitin vera eðlileg; henni
er haldið niðri með miklum aga hjá
hinum siðmenntuðu þjóðum, en getur
komið fram hjá sálsjúkum einstakling-
um og er mest áberandi hjá hinum
frumstæðu þjóðum. Ef nokkur vissa
væri fyrir þessari eðlishvöt, fengist
nokkurs konar útskýring á drápsfýsn-
inni, en fyrir henni eru nægar sann-
anir. En ég mun leiða rök að því, að
þessi tilgáta sé ekki réttmæt.
Beztu vitneskju um þessa hlið mann-
legs eðlis er án efa að finna í riti
Konrads Lorenz um árásarhneigð, sem
heitir í ensku þýðingunni „On Agress-
ion“. Bókin greinir frá því, að öll spen-
dýr, sem eru kjötætur og drepa önnur
dýr sér til matar, séu gædd eðlishvöt,
sem hamlar á móti því, að þau dýr
drepi dýr sinnar eigin tegundar, með
tveimur undantekningum, en það eru
rottur og menn. Dýr með banvænar
tennur og álíka líffæri hætta ósjálf-
rátt við að ráðast á dýr sinnar eigin
tegundar, ef hitt dýrið gefst upp eða
' ,
,* .
■
w&mm
'> ir
.
/f:0' >
■
;.\i ■■
■: ■
Serkir mótmæla frönskum yfirráðum í Casablanca 1955.
Maðurinn hefur ekki drápshvöt
Eftir Geoffrey Gorer
6 morði — manndrápi í sínum eigin
hópi — og manndrápi utan hópsins.
Við skiljum hvers vegna morð er fram-
*ð af afbrýðisemi, ágirnd eða í öryggis-
pkynL hversu mjög sem við fordæm-
um og hegnum slíku; oktour finnst það
eðlilegt. En þegar einhver drepur án
„skynsamlegrar“ áistæðu, t.d. morðin á
hjúki-unarkonunum í svefnskálanum,
háskólastúdentunum eða á lögreglu-
þjónum á götum úti, erum við undr-
tmdi, hrærð og auk þess dálítið hrifin.
Morðin á hjúkrunarkonunum og lög-
regluþjónunum halda athygli okkar
flýr. Þegar dýr hefur einu sinni gef-
izt upp, hættir árásardýrið ósjálfrátt
við að ráðast á það, dýrið getur bók-
staflega ekki drepið sigraðan óvin sinn.
Dr. Lorenz heldur því fram, að það
sé þróunarsamband milli drápstækja
stærri tegunda kjötætna og þeirrar
eölishvatar að nota ekki þessi varnar-
tæki gegn dýrum sinnar eigin tegund-
ar. í samanburði við þetta er maðurinn
illa settur. Tennur hans og neglur eru
ekki gerðar til að drepa stærri dýr, og
jafnvel kröftugar og fimar hendur hans
koma sjaldan að notum gagnvart heil-
brigðum dýrum. Því hefur verið hald-
ið fram, að í fyrndinni hafi menn, aðrir
en þeir sem bjuggu við sjóinn, lifað á
dýrahræjum. Og þar sem maðurinn er
svo illa búinn frá náttúrunnar hendi
til að drepa, var hann heldur ekki gædd
ur þeirri eðlishvöt, samkvæmt kenn-
ingu Dr. Lorenz, að hafa á móti því
að drepa verur sinnar eigin tegundar.
Þees vegna fann hann upp vopnin.
T il að forðast misskilning verð-
ur að taka það skýrt fram, að allar
kjötætur, maðurinn meðtalinn, drepa
dýr af öðrum tegimdum sér til matar
af annarri eðlishvöt en er þær drepa
í eigin flokki vegna samkeppni, af-
brýðisemi eða sér til ánægju. 'Hjá dýr-
unum er ekkert samband milli veiði-
skapar annars vegar og grimmdar gegn
dýrum úr þeirra flokki. Engin skap-
gerðarfræði hefur stutt þá skoðun, að
maðurinn mundi mildast, ef hann hætti
að borða kjöt. Öll þjóðfélög, sem þegið
hafa siði sína, lög og mál frá hinum
fornu Rómverjum, hafa tileinkað sér
latneska spakmælið homo homini
lupus — maður er öðrum manni úlfur.
Þetta er níð um úlfana, sem eru mjög
gæfir gagnvart öðrum úlfum. Frá sjón-
arhóli skapgerðarfræðinnar væri rétt-
ara að segja: homo homini Mus rattus
— maður er öðrum manni rotta, því
rotturnar eru undantekning meðal kjöt-
ætna í þvi, að drepa stundum aðrai* rott-
Framhald á bls. 13