Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 12
andi sængurfötum. Afi sat að morgun- verði svartklæddur frá hvirfli til ilja. Eftir morgunverð sagði hann, „Það var mikill veðrahvinur í nótt,“ og settist í armstólinn sinn hjá arninum við að hnoða leirkúlur í eldinn. Síðar um morguninn tók hann mig með í görgu- ferð gegnum Johntown-þorpið og inn á engin meðfram Llanstephan-veginum. Maður með lítinn veiðihund sagði, „"Það er blíðan í dag, herra Thomas“, og er hann var horfinn, mjósleginn eins og hundurinn, inn í grænan ungskóg- inn, sem hann hefði ekki átt að stíga í fæti vegna auglýsinganna, þá sagði afi: „Hana, heyrirðu hvað hann kallaði þig? Herra!“ Við gengum framhjá litlum kotum, og allir mennirnir sem hölluðu sér á garðshliðin óskuðu afa til hamingju með veðurblíðuna. Við fórum gegnum skóginn, fullan af dúfum, og vængir þeirra brutu limið er þær þustu upp í trjákrónurnar. í lágum, værum radd- kliðnum og háfleygu vængjablakinu sagði afi, eins og maður, sem hóar yfir dalverpi, „Ef þú heyrðir þessi fuglatetur að nóttu til, myndirðu vekja mig og segja að hestar væru í trján- um.“ Við gengum hægt heim aftur því hann var orðinn þreyttur, og magri maðurinn læddist út úr hinum for- boðna skógi og hélt á kanínu yfir hand- iegg sér, varlega, sem væri hún stúlku- armur í hlýrri ermi. Á næstsíðasta dvalardegi mínum fékk ég að fara til Llanstephan á hest- kerru, sem dregin var af stuttum, burðalitlum smáhesti. Afi hefði eins getað verið að temja vísund, svo fast liélt hann um taumana, svo grimmi- lega smellti hann langri svipunni, svo óguðleg voru aðvörunarköll hans til drengjanna, sem voru að leik á vegin- um, svo staðfastur stóð hann gleiðum, iegghlífargyrtum fótum og bölvaði fítonslegum krafti og þverlyndi skjögr- andi smáhestsins. „Varaðu þið, drengur!“ kallaði hann við hvert götuhorn og togaði og hnippti og kippti og sveittist og veifaði svip- unni eins og gúmmísverði. Og í hvert skipti sem skepnan hafði staulazt vol- æðislega fyrir horn, sneri afi sér að mér með broshýru andvarpi: „Við stóð- um þennan af okkur, drengur.“ Mr egar við komum í Llanstephan- þorp efst á hæðinni, skildi hann kerr- una eftir fyrir utan krána „Edwins- ford Arms“, strauk snoppu hestsins og gaf honum sykur með svofelldum orð- um: „Ok er á þig lítinn lagt, Jimmi karlinn, að draga slík heljarmenni.“ Hann fékk sterkan bjór og ég fékk límonaði og hann greiddi frú Edwins- ford með gullpeningi úr hringpokan- um; hún innti hann eftir heilsu hans og hann sagði að Llangadock færi bet- ur með brjóstið. Við fórum að skoða kirkjugarðinn og hafið og sátum í skóg- inum, sem kallaður er Brakið, og stóð- um á söngpallinum í miðjum skógin- um, þar sem gestir sungu um mið- sumarnætur og dári þorpsins var ár hvert kjörinn borgarstjóri. Afi nam staðar við kirkjugarðinn og benti yfir járngrindahliðið á engilprúða legsteina og fátæklega trékrossa. „Ekkert vit í að liggja þama“, sagði hann. Heimleiðin var farin geyst: Jim var aflur vísundur. Ég vaknaði seint síðasta morguninn, af draumastund þar sem Llanstephan- særinn fleytti björtum seglbátum á lengd við hafskip; og himneskur kór klæddur keltneskum skáldakuflum og látúnshnepptum jökkum söng í Brak- inu á annarlegri velsku til sjómann- anna, er voru á útleið. Afi var ekki við dögurðarborðið; hann var árrisull. Ég gekk um engin með nýja slöngvu og skaut að Towy-máfunum og krákunum í trjánum á prestsetrinu. Hlý gola blés úr sumarátt; daggarúði steig upp af ' •• * -- — .................................................................................................................................................................................................................................................................... • ................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... .( 1 jörðinni og sveif meðal trjánna og huldi háværa fuglana; í mistrinu og gol- unni flugu steinvölur mínar léttilega upp eins og haglél í veröld á hvolfi. Morgunninn leið án þess neinn fugl félli. 4 Slöngvan mín slitnaði og ég sneri heim til hádegisverðar gegnum aldin- garð prestsins. Eitt sinn, sagði afi mér, hafði presturinn keypt þrjár endur á Carmarthen-markaðnum og gert handa þeim tjörn í miðjum garðinum, en þær kjöguðu út í ræsið undir molnandi dyra þrepum hússins og syntu þar og görg- uðu. Er ég kom að enda stígsins gegn- um aldingarðinn, gægðist ég inn um glufu í limgerðinu og sá að prestur- inn hafði rofið göng í grjóthleðsluna milli ræsis og tjarnar og fest upp skrif- aða tilkynningu: „Þessa leið til tjarn- arinnar.“ Endurnar syntu enn undir þrepun- um. fi var ekki í húsinu. Ég fór út í garðinn, en afi stóð ekki og blíndi á ávaxtatrén. Ég kallaði yfir til manns, sem hallaðist fram á skóflu á akrinum handan við limgerðið: „Hefurðu séð afa minn í dag?“ Hann hætti að stinga upp, en svar- aði um öxl sér: „Ég sá hann í skraut- vestinu sínu.“ Griff, rakarinn, bjó í næsta húsi. Eg kallaði til hans inn um opnar dyrnar: „Herra Griff, hefurðu séð afa minn?“ Rakarinn kom út á skyrtunni. Ég sagði: „Hann er í sparivestinu sínu.“ Ég vissi ekki hvort það var mik- ilvægt, en afi var í vestinu aðeins um nætur. „Hefur afi verið í Llanstephan?“ spurði herra Griff áhyggjufullur. „Við fórum þangað í gærdag á lítilli kerru,“ sagði ég. Hann hraðaði sér innfyrir og ég heyrði hann tala á velsku og hann kom út aftur í hvíta jakkanum og bar í hendi röndóttan og mislitan göngustaf. Hann stikaði niður þorpsgötuna og ég hljóp við hlið hans. Er við hinkruðum hjá klæðskera- stofunni kallaði hann; „Dan!“ og Dan klæðskeri steig niður úr glugga sínum Jón Viðar Jónsson teiknaði. ÞULA Gekk ég upp á Helgafell, ýmislegt ég sá, sá ég sitja Hundtyrkja og meyju ofan á, kysstust þau svo ferlega ég varð að fara frá. Dvergur sat og var að smíða, annar var á hesti að ríða, silfurbúin reiðtygin og gullbúinn hnakkur, blár og fagur hálsklútur og eldrauður frakki; silfraður stafurinn og grænlitur kúturinn, silfurúrið alsett steinum. Tré með blám og grænum greinum. Þar var fullur bakki af kleinum, girnilegum að sjá, vínibrauðum, kossakökum, pönnukökum, tvíbökum. Bakarinn var feitt svín, hans var húfa fín. Geitin spilaði á víólín, haninn hann söng undir, í sjakketnum og með pípuhattinn, og fagurrauður lundi, af kökuáti hann velti sér og stundi. Þá datt mér í hug að fara og gerði það bara; ög ekki fékk ég meira að sjá, og ekki segi ég fleiru frá. Jón Viðar Jónsson 11 ára. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. janúar 1966.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.