Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 9
Á Gammabrekku. — TaliS frá vinstri, fremsta röð: Pétur Ingjaldsson, nú prestur á Höskuldsstöðum, Magnús Runólfsson, nú prestur í Árnesi, Pétur T. Oddsson, síðar prófastur í Hvammi, Þorsteinn L. Jónsson, nú prestur í Vestmannaeyjum, Helgi Sveinsson, síðar prestur í Hveragerði, próf. Sig. P. Sívertsen, Ásmundur Guðmunds- son, dósent, próf. Magnús Jónsson. Aftari röð: Þorsteinn Björnsson, nú fríkirkju- prestur, Gísli Brynjólfsson, nú fulltrúi, Reykjavík, Eiríkur J. Eiríksson, nú prestur á Þingvöllum. vinnuirtfenn og 9 vinnukonur. Fyrir- rennari sr. Gísla var Árni biskup Þór- arinsson. Gekk honum illa að standa skil á kúgildum, sem fylgja áttu stað og hjáleigum. Þau voru 68'/2, 48 kýr og 123 ær. Voru nokkur vanhöld á þessum leigupeningi, sem ekki var furða í slíku árferði. En fljótt gekk upp bú þeirra sr. Gísla og gerðist hann auðmaður. Þegar hann lézt var bú hans virt á 8200 rík- irdali, þar af rúmir 6000 rd. í jörðum, hitt í lausafé. Ævisaga sr. Gísla eftir Svein lækni Pálsson, sem fyrr er vitnað til, var gefin út í Kaupmannahöfn á kostnað barna hans 1845. Sá sonarsonur hans, Gísli Thorarensen, síðar prestur á Felli, um þá útgáfu. Er þess þar getið, að embætti sitt liafi þessi Oddaklerkur rækt með mik- illi alúð og haft eftir kunnugum að aldrei settist hann niður við að semja predikun án þess að tárfella. Sr. Gísli gerðist snemma heilsuveill og með ár- unum sótti á hann slík offita að með fádæmum þótti, svo að hann var talinn 32 fjórðungar að þyngd (320 pund). í fyrrnefndu æviágripi er lýst með vísindalegri nákvæmni síðustu ævidög um hans. Er þess getið, að seinast er hann messaði, við fermingu, annan sunnudag eftir trinitatis, vorið 107, gerði hann það að mestu sitjandi. Fám dögum síðar fór hann í vísitazíu upp á Land en kom heim fársjúkur þ. 13. júní. Reið hann rakleitt að bæjardyrum, — „heilsaði heimamönnum sínum er stóðu á hlaðinu. Var það svo óskýrt, að það skildist varla. Sté hann síðan af baki við dyrnar og bað fylgdarmenn sína að standa í fangi sér, svo að hann félli ekki áfram. Gekk sr. Stefán Þorsteinsson á Stóru- Völlum til við annan mann, en jafn- framt hneig hann niður á knén og heyrð ist hann segja um leið: „Ekki a tarna“. Og í sama vettfangi leið hann aftur á bak í höndum þeirra andvarpa- laust með luktum augum og munni og var örendur. Þetta var liðugri einni Hafði hann þá lifað í 48 ár, 6 mánuði, Btundu eftir nón, 13. dag júnímánaðar. 3 vikur og 3 daga. ADDAMA Jórunn lifði í ekkju- dómi í 26 ár og eins og fyrr segir, bjó hún í Odda 4 ár eftir lát manns síns. Mun ekki hafa gengið af henni þann tíma, slík ráðdeildar- og forstandskona, sem hún var. Frá Odda fluttist hún suður á Álfta- nes til Sigríðar dóttur sinnar á Brekku. En ekkert áhlaupaverk hefur það verið að koma maddömunni alla þessa leið á þeirra tíma eina farartæki — hestinum, því að hún var einum fjórðungi þyngri heldur en maður hennar hafði verið, eða 330 pund. Til fylgdar suður var henni fenginn sr. Guðni Guðmundsson á Ólafsvöllum, sem átti afbragðshesta og talinn einn sterkasti maður á íslandi á sinni tíð. Var sagt að honum hefði veitzt létt að lyfta mad. Jórunni í söðulinn, og fara ekki sögur af öðru en ferðin tækist giftusamlega. Eitt örnefni í Odda ber nafn hinnar gildvöxnu prófastsfrúar. Það er Jórunn- arþúfa á sunnanverðu Oddahlaði, sem talið er að hún hafi notað fyrir bak- þúfu. Þegar lauk þessu fjögurra ára prests- lausa tímabili skipti heldur um til hins betra með prestsþjónustuna í Odda. Þar voru þá næsta aldarfjórðunginn (1811—1836) tvö biskupsefni, kirkjuhöfð ingjarnir Steingrímur Jónsson og Helgi G. Thordarsen. Sr. Helgi kom að Odda frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann var sem kunnugt er orðlagður ræðu- skörungur, að maklegleikum í miklu áliti sem kennimaður, en ekki búmaður að sama skapi. A. m. k. búnaðist honum ekki í Odda, því að haft var eftir hon- um: „f Saurbæ græddi ég, en Oddinn át það upp“. Sr. Helgi er síðasti Oddaklerkur, sem settist á biskupsstól. Nú tók við langur kafli í sögu Odda- staðar, sem ber heitið: Tveir bræður. Nær sá kafli yfir 44 ár, 1836—1880. Bræð urnir eru Ásmundur og Markús, synir Jóns lektors í Lambhúsum. Og maddöm urnar voru systurnar Guðrún og Kristín, dætur gullsmiðsins á Bessastöðum. Sr. Ásmundur fékk Odda fyrra sinn við brottför sr. Helga og var þar í 11 ár. Þá varð hann dómkirkjuprestur í Reykja- vík. En Reykvíkingum fannst hann ekki nægilega rómsterkur og heyrðu lítt eða ekki til hans. „Kirkjan var því oftast nærri tóm þegar hann embættaði. Það bar þá til, hinn 10. febrúar 1850, að Helgi biskup predikaði í dómkirkjunni. Var þar fjöldi fólks saman kominn til að hlýða röddu síns fyrra hirðis, — en eftir embættið sté Sveinbjörn Hall- grímsson ritstjóri upp á bekk á syðra loftpalli talaði til biskups og safnaðar, kvartaði hann undan því, að kirkjan stæði tóm á helgum dögum og krafðist þess að söfnuðurinn fengi nýjan prest“. Þannig segir frá þessum atburði í Ævi- sögu Péturs biskups. Þetta ásamt pereat- inu voru „febrúarbyltingar“ Reykvík- inga. Þessi hefur sjálfsagt valdið því að hann sótti aftur um Odda er hann losn- aði árið 1853. Var sr. Ásmundur prófast ur Rangæinga flest prestskaparár sín eystra bæði hin fyrri og síðari. Hann andaðist í Odda 18. marz 1880. „Hann var góðmenni og hæglátur og jafnan tal inn í heldri presta röð“. (Æviskrár.) Hann var afi Ásmundar biskups. Meðan sr. Ásmundur þjónaði hinum uppástönduga Reykjavíkursöfnuði, hélt sr. Markús bróðir hans Oddastað. Þang- að kom hann frá Holti undir Eyjafjöll- um. Þar er af honum þessi saga, sem er jafnframt fögur mannlýsing: Vinnumað- ur var í Holti hjá sr. Markúsi, sem Krist- ján hét og var auknefndur stutti. — Hann fylgdi staðnum til eftirmanns sr. Markúsar, sr. Þorvarðs Jónssonar. Þá brá svo við, að Kristján stutti, sem aldrei hafði komið í kirkju til sr. Mark- úsar, rækti vel messugerðir sr. Þorvarðs. Féll presti það vel sem vænta mátti og spurði Kristján hversvegna hann hefði svo lítt sinnt kirkjugöngum í tíð fyrir- rennara síns. Þá svaraði Kristján: „Ég þurfti þess ekki. Sr. Markús kenndi á stéttunum". Skyldi það ekki líka vera sú eina kenning, sem áhrif hefur, þegar allt kemur til alls? S R. Matthías Jochumsson fékk Odda 1880. Mátti hann velja milli Odd- ans og Hólma í Reyðarfirði. Þau voru talin landsins beztu brauð. Vildi ráð- herra Nellemann veita honum Hólma og .leggja skáldið í dún“. En Matthías kaus Oddann. Réð þar nálægðin við Reykja- vík ásamt fleiru. Frá veru sinni í Odda segir Matthías af miklu íjöri í Söguköflum. Segist hann heldur hafa þótzt orðinn maður með mönnum er hann var setzt- ur í öndvegi Sæmundar fróða „og hafa fengið umboð yfir hinu forna góssi hinn- ar ríkuslu ættar, sem á íslandi var uppi á ritöld vorri og hátt í tvær aldir var einhver hin vitrasta og bezt menntaða á landi hér. Bældi ég þó brátt niður metnað minn og leit á vandann, sem fylgdi velsældinni". Honum féll vel við fólkið, sem var frómlynt og velviljað, kirkjurækið og ræktarsamt við prest sinn og landsdrottin. „Var mér því auð- velt að auðsýna ástsemd og umburðar- lyndi í móti“. í Odda segist hann hafa átt í sálarstríði, vegna efasemda í trúar- efnum, sem aldrei létu hann í friði til lengdar. En þetta kom aldrei að sök í prest- skapnum. Enginn fann að kenningunni og sjálfur segist hann hafa séð „að meira — eða allt — er komið undir því hvern- ig prestar kenna á stéttunum, ekki í stólnum", eins og sagt var um sr. Mark- ús og getið er hér að framan. En hann fann að andlega umhverfið í Rangárþingi átti ekki við hann til lengdar. Árið áður en hann fluttist norð ur skrifar hann Herdísi Benedictsen: „Því miður eldist ég hér of fljótt og því er mér banvænt að vera hér. Ég má til með að vera nær andlegri umgengni, Interesser og Selsabelighed. Ég þoli ekki að vera innan um sult og sálarleysi. Ég er planta, sem dey án sólskins og sumarfugla“. Matthías var 6 ár í Odda, en svo mikilsverð voru þau í lífi hans, að „þar náði ég fyrst mínum þroska-aldri, fékk herzlu og lærði að neyta flestra þeirra krafta og hæfileika, sem í mér bjuggu“. Mikið orti Matthías í Odda eins og raunar öll skeið ævi sinnar og þar kvað hann það erfiljóð, sem „ef til vill er mitt bezta“, eftir því sem hann sjálfur segir í Söguköflum. Það er þetta alkunna er- indi í eftirmælum eftir Berg Thorberg: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú. Og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Matthias segir, að sér þyki vænt um að ljóðið hafi líkað veí. Pétur biskup, tengdafaðir landshöfðingja, sendi honum 50 krónur að kvæðislaunum. Til að bregða upp mynd úr daglegu lífi Oddaklerksins á þessum árum skal hér tilfærður kafli úr bréfi sr. Matthí- asar dags. 10. jan. 1887. Það er skrifað hinni miklu velgerðarkonu skáldsins, frú Herdísi Benedictsen: „Ég messaði á Keldum í gær, kom hríðskjálfandi úr kirkjunni, drakk mitt kaffi með snapsi í ásamt lækni Boga, reið síðan austur yfir Rangá að Velli, drakk þar aftur kaffi, og fór svo í tunglsljósi yfir hálsinn og gisti á Staðnum, borðaði þar Ragout og vrövlaði við séra Skúla og fékk að lokum Þorstein til að sofa hjá mér Framhald á bls. 13 Trestshjónin í Odda, frú Ólöí Jónsdóttir og sr. Stefán Lárusson. 15. janúar 1066. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.