Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 15
er að fá að lifa óáreittir. Þjóðfélög þessi eru að vísu bæði fá, smá, van- þróuð og illa staðsiett, en staðsetningin hjálpar þeim einnig til að verjast árás- um nágrannaþjóða sinna. Meðal þessara gæflyndu þjóðflokka eru Arapesjarnir í Nýju Gíneu, einnig Lepkasanir í Sikkím í Himalajafjöllum. Merkastir eru þó dvergarnir í Ituri- hitabeltisskógunum í Kongó, en um þá hefur Colin TurnbuU ritað. Þjóðir þess- ar og nokkrar fleiri búa á hrjóstrug- um eyðimörkum og í frumskógum og fjöllum fjögurra heimsálfa og eiga ým- islegt sameiginlegt fyrir utan það að hafa ekki löngun til að drottna yfir né drepa aðra, jafnvel þótt þær hafi yfir að ráða vopnum, sem til slíks þarf. Flestir þeirra, að dvergunum og Lepkasunum meðtöldum, lifa á veiðiskap. Það virðist vera sérkenni hjá þess- um friðsömu þjóðum, að þær hafa all- ar ánægju af frumstæðustu hvötum mannsins, svo sem eins og að éta og drekka, hlæja og hafa kynmök, og þær gera mjög lítinn greinarmun á konum og körlum; þar setja sér ekkert fyrir- myndartákn um hraustan og vígalegan karlmann. Karlar og konur hafa misjöfn frum- kynferðiseinkenni og mismunandi hæfi- leika og tilhneigingar þar að lútandi. Engin dæmi eru þess, að böx-n hafi ekki fullkomlega eðlilegar kynhvatir. Hug- mynd bárnsins xxm fullorðna manneskju er fóigin í hreinni og beinni framkomu og frjálslegri gleði, ekki háspekilegum likingum né hörðum raunum. Þau háfa hvorki hetjur né dýrlinga til að jafna sig við eða hugleysingja né svik- ara að fyrirlíta; trúarlíf þeirra skortir aðeins guði og djöfla í mannsmynd. Að svo miklu leyti sem hægt er að rekja sögu þessara þjóða, hafa þær ailtaf kosið að hörfa til enn óaðgengi- legri landshluta, fremur en halda kyrru fyrir að berjast við innrásannennina. Það er engin ástæða til að ætla, að líkamlegir og andlegir hæfileikar þeirra séu minni en hæfileikar árásargjarn- ari nágrannaþjóða þeirra, en kostir þeirra eru að sjálfsögðu meiri. Friður og samlyndi er meira virði fjrrir þá en hreysti og karlmennska. Og meðan þjóðflokkurinn fær að halda sér ó- breyttum, eru ekki líkur til að verð- mæti hans glatist. Ef hann hins vegar leysist upp, er hætt við að þessar fornu siðavenjur gleymdust. Fyrir utan það að halda þjóðflokknum saman hefur þjóðum þessxxm ekki tekizt að hafa betur í baráttunni við árásargjarnar nágrannaþjóðir. Samt er ekki öll von úti um, að þær geti sett mannkyninu fordæmi um það, hvernig draga beri úr drápsfýsninni. Öfugt við þetta hafa há- lendisbúar Nýju-Gíneu háar hugmynd- ir um, hvernig karlmanni beri að vera, og slíkt gera allar þjóðir, sem lofa karlmannlega hreysti og drepa óvini sína og aðra sér minnimáttar. íbúar hálendis Nýju-Gíneu iðka hispurslaust kynlíf, en mörg önnur hernaðarleg þjóðfélög líta á allt nautnalíf sem óvið- eigandi. Ef guðir okkar og hetjur eru morðingjar og karlmennska er dæmi- gerð löngun til að útiláta hegningu, þá er eins líklegt að drápsfýsnin skjóti alltaf upp kollinum aftur. A lþjóðleg ungmennasamtök hafa síðasta mannsaldur gert sér ljósa nauð- syn þess að setja upp fyrirmynd um það, hvexmig karl og kóna eígi að vera. Síða hárið, spjátrungsklæðnaðurinn og hinn litli mismunur kynjanna að ytra útliti, sem fer mjög í taugarnar á eldri kynslóðinni, eru allt greinileg merki þess, að hugmyndin xxm karlmanninn sem hreystimenni er á undanhaldi, en sú hugmynd er aldagömul og er enn ríkjandi hjá vanaþrælum og ný-fasist- um (hvítum ofstækissinnxxm, keisara- veldissinnum og fleirxxm). Jafnvel heimskuleg slagorð, eins og „stundið ástir, ekki stríð“, eins og þetta tvennt væri alveg ósamrýmanlegt, og notkxm deyfilyfja þjóna sama tilgangi. Mannkynið er betur sett, þegar menn sækjast eftir ánægju en þegar þeir sækja x völd og metorð. Ef meðlimir alþjóðaungmennasam- taka (the beats, the swingers, the pxrov- os, stiljagi, svo eitthvað sé nefnt) halda sama verðmætagildi og sömu kynferðishugmyndxxm næstu 20 ár, þeg- ar þeir eru sjálfir orðnir miðaldra og foreldrar, þá er mögulegt, að þeir hafi komið á áþeifanlegri breytingu á mats- gilái hluta innan sinna þjóðfélaga, sem getur breytt drápsfýsnínni í hvöt, sem eingöngu tilheyrir vissu tímabili í for- tíðinni. Tilraxmir til að finna upp fullkomn- ari þjóðfélagseiningu en þjóðríkið hafa ekki tekizt. Það er mögulegt, að al- þjóðlegum ungmennasamtökum, ,sem áherzlu leggja á allt sem er skemmti- legt og ánægjulegt, en leggja hins veg- ar litla sem enga áherzlu á karlmennsku brag og hreystimerki, geti tekizt að framkvæma áætlanir hugsjónastefn- anna. Því maðurinn býr ekki yfir neinni drápslpngun; hann er einungis hömlu- lxtill. 15. janúar 1966. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.