Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 8
Hvað skyldi maður eiga að kalla
þetta greinarkom, þessi fáu
orð, sem látin eru fylgja nokkrum
myndum, sem teknar voru á ferð
um Suðurland í ágúst s.L, ásamt
nokkrum eldri myndum að austan.
Já, því ekki það: Ljósmymdir frá
liðnu sumri?
Eða: Ekið að Odda?
Eða: Heimsókn á kirkjulegt höf-
uðból?
Nei, nú kemur Mattihías með það:
Ó, Rangárgrundin glaða ....
*
■
'v'.' "f/y
.
5
..........
.
'■■■'■■ ’■
■
'
i i 'íí
■
Oddi 1888 — teikning eftir dr. Jón Helgason biskup. (Sjá bók bls. 194).
Eftir sérn Gísla Brynjólfsson
Og nú á framhaldið sannarlega
líka vel við: Nú glóir þú við sól.
Allt þetta víðlenda, blómlega, búsæld-
arhérað beinlínis glóir í hvítu skini bless
aðrar sólarinnar þennan heita ágústdag.
Nú hlýtur maður að taka undir með
lóunni hans Jónasar:
Lofiff gæzku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.
Það fyrsta sem hver maður hlýtur að
gera þegar að Odda er komið í öðru
eins veðri er að ganga á Gammabrekku.
Þaðan er guðdómlegt útsýni þennan sól-
fagra dag.
Hið næsta er víðáttumikil sléttan, „þar
sem að una byggðarbýlin smáu“.
Já, smá voru þau á þeim tíma, er þetta
var kveðið. Nú er hér hvert stórbýlið
við annað með fallegar reisulegar bygg-
ingar yfir menn og skepnur, víðlend
tún og stórar hjarðir sauðfjár og hrossa
og nautgripa. Talandi mynd af framför-
um landbúnaðarins á íslandi á 20. öld.
H ANDAN sléttunnar rísa hin
öldnu, tignu fjöll, sem of langt yrði upp
að telja enda ástæðulaust, svo kunn sem
þau eru öllum almenningi, úr sögum og
kvæðum og af eigin sjón. En ekki skað-
ar að rifja hér upp þessar línur um
Eyjafjallajökul úr Gunnarshólma:
Viff austur gnæfir sú hin mikla mynd,
hátt yfir sveit og höfði björtu svalar
í himinblámans fagurtærri lind.
Því að enn er sú lind jafn fagurtær og
á dögum Jónasar.
Hér á Gammabrekku rifjast Upp göm-
ul minning. Hún er frá því að komið var
á þennan stað fyrir u.þ.b. hálfum fjórða
áratug. Það var vorbjartan dag í hópi
glaðra skólafélaga með góðum kenniféðr
úm. Þetta var víst í fyrsta skipti sem
guðfræðideildin fór í ferðalag. — Það
voru flestir eða allir með, líka prófess-
iorarnir. Það þótti sjálfsagt að fara að
Skálholti og Odda, aðrir staðir komu
eiginlega ekki til greina. Þegar komið
var á Gammabrekku settust allir niður.
Próf. Magnús dró ljóðmæli Matthíasar
upp úr tösku sinni og las:
Ég geng á Gammabrekku
er glóa vallartár
og dimma Ægisdrekku
mér dunar Rangársjár.
En salur Guðs sig sveigir
tíg signir landsins hring
svo hrjfin sál mín segir:
Hér setur Drottinn þing.
Matthías segir í Söguköflum, að dag-
inn eftir að hann kom að Odda, vorið
1881, gekk hann upp á Gammabrekku,
„hinn alkunna hól fyrir ofan bæinn, og
litaðist um. Er þaðan, sem kunnugt er,
hið víðasta og fegursta útsýni, enda var
þá heiðbjartur sumarmorgunn, eins og
ég hef reynt að lýsa í kvæði, er ég kenni
við hólinn“.
Upprifjun þessara gömlu minninga er
trufluð af hamarshöggum því að hér er
verið að smiða. Hér er hús í byggingu —
nýtt prestseturshús á Oddastað.
Það á að taka við af hinu 75 ára gamla
timburhúsi, sem sr. Skúli byggði á sín-
um tíma og síðan hefur hlotið mikla
endurbót, en er nú eðlilega úr sér geng-
ið, svo mjög sem það er komið til ára
sinna.
Þetta verður móðins hús, allt á einni
hæð, mikið á lengd og vídd og breidd
með flötu þaki eins og húsin í villuhverf
um þéttbýlisins.
í Oddaprestakalli eru tvö þorp, Hella
við Rangá með hundrað íbúum og ört
vaxandi fólksfjölda og Hvolsvöllur hjá
Stórólfshvoli. Þessir staðir hafa dregið
til sín flesta embættismenn héraðsins.
Þar eru læknarnir og kaupfélagsstjór-
arnir, kennararnir og yfirvaldið og dýra
læknirinn og bankastjórinn og . . .
En söguleg helgi Oddans er svo sterk,
að engum mun hafa til hugar komið, að
hreyfa prestinn þaðan og draga hann til
þéttbýlisins þótt flest önnur gömlu prests
setrin hafi orðið að lúta í lægra haldi fyr.
ir „byggðarkjörnunum“ og nú orðin
venjuleg bændabýli.
En Oddinn virðist ætla að standa af
sér allar slíkar straumbreytingar tím-
ans, enda mun í hugum fólksins vart
vera til kirkjulegri staður á landinu fyr-
ir utan biskupsstólana.
I Odda hafa setið margir af kunn-
ustu mönnum íslenzku kirkjunnar um
aldaraðir allt frá Sæmundi fróða. Af
Oddaprestum hafa sjö orðið biskupar.
Getur enginn staður státað af jafnmörg-
um biskupum og þetta kirkjulaga höfuð
setur Rangárþings nema Skálholt sjálft
Það kemur manni því undarlega fyrir
sjónir, að slíkt brauð sem Oddi skuli
nokkurntíma hafa prestlaust verið, og
það m. a. s. í gamla daga þegar síður
en svo var um prestaskort að ræða,
rniklu fremur brauðaeklu og nóg af
prestaefnum.
Þetta var eftir lát sr. Gísla Þórarins-
sonar vorið 1807, Því þá stóð Oddabrauð
óveitt í fjögur ár.
Það tímaskeið hafði ekkja sr. Gísla,
mad. Jórunn Sigurðardóttir, búskap á
staðnum en nágrannaprestar þjónuðu
brauðinu.
Sr. Gísli Þórarinsson var sonur Þór-
arins sýslumanns á Grund en móðir hans
var systir Ólafs stiptamtmanns Stefáns-
sonar.
Hann lærði í Kaupmannahöfn og auk
theologíunnar lagði hann stund á læknis
fræði. „Þótti það þá mæla fram með
prestaefnum á fslandi“. Var sr. Gísli
heppinn í lækningum sínum. „Þótti hon-
um ekkert ljúfara en geta mýkt mein
sjúkra manna, bæði með ráðleggingum
og læknisdómagjöfum“, segir Sveinn
læknir Pálsson í ævisögu hans.
Sr. Gísli fékk konungsveitingu fyrir
Odda 4. júní 1784 og kom út síðla sum-
ars með Eyrarbakkaskipi. En skipiff
strandaði á Grímsstaðafjöru í Meðal-
landi aðfaranótt 26. ágúst og brotnaði i
spón. Missti sr. Gísli allan farangur sinn
og komst með naumindum til lands á
kaðli.
Einhverju var samt bjargað úr skip-
inu, því að sr. Jón Steingrímsson getur
þess í Eldriti sínu að úr því skipi „feng-
um vér, sem það gátum keypt, nokkurt
mjöl til góðs vitbætis, hamp, járn og
annað fleira, sem vel nægði meðan sú
harðasta dýrtíð yfirstóð“.
Sannaðist hér sem oftar, að eins dauði
er annars brauð. i
En það leit allt annað en björgulega
út fyrir hinum unga Oddapresti, er
hann stóð slyppur og snauður á eyði-
söndum Meðallands mitt á allsleysi
Móðuharðindanna.
Með mestu erfiðismunum komst hann
samt suður yfir heiðar til bróður síns,
Vigfúsar sýslumanns, sem þá hélt Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bjó á Lága-
felli í Mosfellssveit. Dvaldi hann þar i
sex vikur og fékk þar helztu nauðsynj-
ar. Urðu fleiri frændur hans til að rétta
honum hjálparhönd, svo að snauður het
ur hann ekki haldið til brauðs síns.
Árið eftir veitti konungur honum sam-
kvæmt umsókn hans, 150 ríkisdali í tjón-
bætur.
TvEIM árum síðar giftist sr. Gísli
Jórunni Sigurðardóttur, sem var ekkja
eftir Einar Brynjólfsson umboðsmann á
Hlíðarenda, og efnuð vel. Við það vænk-
aðist mjög hagur hans. Þau Jórunn og
sr. Gísli eignuðust tvö börn: Sigríði,
konu ísleifs etazráðs á Brekibu, og sr.
Sigurð Thorarensen í Hraungerði. Mad.
Jórunn var búkona mikil. Sagði sr. Árni
Helgason í Görðum um hana í líkræðu;
„Allan kvenlegan dugnað hafði hún til
að bera á hárri tröppu. Hún var mikið
umsýslusöm og fljóthuga, ráðdeildin var
að því skapi. Hún hafði og mikla
skemmtun af framkvæmdum og hugur
hennar stóð mjög til umsvifa“.
Það vantaði heldur ekki umsvifin f
Odda í tíð Mad. Jórunnar og sr. Gísla.
Búið var stórt og vinnukraftur mikill, 7
Oddi í ágúst 1966.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
15. janúar 1966.