Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 4
Eitt tungumál fyrir allan heiminn
I. VantSamálið nú á tímum: Þorfin
3. Vanmáttur
tungumálanna
Neikvæðar hliðar — Sífelldar
breytingar — Breytingar á út-
breiðslu — Breytingarnar innan
hvers máls — Mállýzkur — Óvissa
um framtíðina.
★
ætti mannfjöldans að því er við
kemur tungumálunum hefur verið lýst
®vo, að hann væri áreiðanlegastur og
stöðugur. Ekki er að efa áreiðanleik-
ann, ef fyrir liggja skýrslur sem treysta
má um ákveðið land á ákveðnum tíma,
en um stöðugleikann er öðru máli að
gegna.
Auðvitað eru tungumálin ekki gædd
neinum fullkomnum stöðugleika frekar
en allt annað í veröldinni. Mannfjöld-
inn er breytingum undirorpinn. Nokkr-
ar siðustu aldimar hefur orðið vart
við hneigð til mannfjölgunar, jafnvel
í þeim mæli að sumir vísindamenn eru
teknir að hugleiða hvort ekki muni
þrjóta matvæli og landrými handa öll-
um þeim fjölda En jafnvel þetta get-
ur snúizt við. Atómstyrjöld í stórum
stíl gæti fækkað fólkinu niður í með-
færilegri fjólda, svo að bent sé á árang-
ursríkan möguleika. En mannfækkun
hefur átt sér stað fyrr á tímum, án
þess að atómklofning eða áformuð
bamfækkun væri þar að verki. Tvö
flærtæk dæmi em svarti dauði, sern
breif burtu helming mannfjöldans í
Evrópu, og þrjátíu ára stríðið sem fækk-
aði fólki í Þýzkalandi niður í þriðj ung.
Það er engin trygging fyrir því að eitt-
hvað því um líkt geti ekki komið fyrir
aftur.
Að því er tungumálin snertir er
meira vert um tiltölulegar breytingar
mannfjöldans, en um slíkt er ýmis-
legt athyglisvert frásagnar frá liðnum
tímum.
Af höfuðtungum Vesturlanda virðist
enska ekki hafa verið töluð nema af
1% milljón manna um 1100 e.Kr., en
mælendur á franska tungu vom þá um
8 milljónir. Um 1500 hafði enskan náð
5 milljónum, en um þær mundir telja
áreiðanlegustu tölur 12 millj. mælendur
frönsku, 10 millj. þýzku, 9Vs millj.
ítölsku og 8% millj. spænsku.
Um 1700 hafði enska náð um það
bil 8 milljónum, en eftir tvær aldir,
um 1900, var hún komin upp í 123
milljónir, aðallega vegna útbreiðslu um
meginlönd Norður-Ameríku og Astra-
h'u, og var komin fram úr frönsku sem
þá var með 52 millj. mælendur. Þýzka
var þá með 80 millj., spænska með
58 millj., ítalska með 54 millj. og rúss-
neska með 80 millj. Arið 1952 voru
tölurnar um það bil þessar: Enska 250
millj., rússneska 150 millj., spænska
120 millj., þýzka 100 millj., franska 80
millj., ítalska 60 millj., Hver sem lagt
hefði mat á aðstöðu vestrænu máianna
um 1500 mundi hafa komizt að þeirrj
niðurstöðu, að franska mundi ætíð
verða í fararbroddi en enska mundi
sífellt reka lestina og aldrei ná höfuð-
keppinautunum fjórum í Evrópu.
Mannfjöldi í Kína var áætlaður 140
milljónir árið 1741, fyrsta árið sem
fyrir liggja nokkrar skýrslur um mann-
fjölda þar í landi, og jafngildir sú tala í
rauninni tölu mælenda á kínversku. Ar-
ið 1800 hafði hún hækkað upp í 300
millj., 1900 í 440 millj. og er nú áætluð
600 millj. Hér mundi spá fram í tímann
hafa rætzt betur. Tiltöluleg fjölgun
enskumælandi manna úr 10 til 15
millj 1741 upp í 250 millj. nú, hefur þó
farið langt fram úr fjölgun kínversku-
mælandi manna.
E nginn sem hefði haft fyrir aug-
um þær fáu þúsundir sem mæltu á
latínu um þær mundir er Rómaborg
var byggð, eða um 500 f.Kr., mundi
hafa spáð þvi, að á dögum Krists mundi
latnesk tunga vera dreifð umhverfis
allt Miðjarðarhaf og þaðan langt í
norður og austur, og vera notuð af
100 millj. manna að minnsta kosti.
Sannleikurinn er sá, að bæði tungu-
mál og mannfjöldinn sem talar þau
rís og fellur samkvæmt sögulegum
ástæðum, sem eru að mestu ófyrir-
segjanlegar. Ekki er aðeins um það að
gera, að fólkinu í ákveðnum löndum
íjölgi eða fækki misjafnlega mikið. Það
geta líka átt sér stað algjör tungumála-
skipti af hálfu einstaklinga og stórra
heilda. Ef latína hefði ekki verið töl-
uð af öðrum í rómverska ríkinu heldur
en afkomendum hinna fornu Rómverja,
er reistu borgina á Tíberbökkum, og
ekki af börnum Oska, Etrúska, Grikkja,
Kartverja, íbera og Galla, sem sigraðir
voru af Rómverjum, þá hafði latínan
haldið áfram að vera lítilsháttar tungu-
mál. Ef aðeins afkomendur hinna upp-
haflegu ensku landnema í Ameríku töl-
uðu ensku, þá mundi að minnsta kosti
helmingurinn af íbúum brezku Ame-
Þorsteinn Þorsteinsson,
tyrrv. hagstofustjjóri
þýddi
riku ekki tala ensku. En svo var latínan
í miklum metum í Rómaríki og enskan
í Ameríku, að þeir sem komust í snert-
ingu við þær lærðu þær og töluðu,
fyrsta kynslóð eða önnur með útlend-
um málhreim en síðari kynslóðir eins
og innbornir mælendur.
7 því að heimfæra lærdóma
liðna . ...ans til framtíðarinnar er óhætt
að fullyrða, að núverandi valdahlut-
föll tungumálanna eru engan veginn
óhagganleg og ævarandi. Sumar af
þrettán forustutungunum kunna að falla
niður úr forustuhópnum er tímar líða,
en aðrar bætast við og koma í þeirra
stað. Og þó svo ekki færi, getur röð
forustutungnanna verið orðin allt önn-
ur árið 2000.
Vér verðum vitni þess að útbreiðsla
tungumála tekur breytingum eftir
landssvæðum. Það er til dæmis sýni-
legt að enska vinnur á í sumum lönd-
um af efnahagslegum ástæðum, en
missir fótfestu í öðrum. Indland, Pak-
istan, Ceylon og Filippseyjar, ijögur
lönd, sem til skamms tíma notuðu ensku
við öll opinber stjórnarstörf, reyna nú
að láta innlend tungumál leysa hana af
hólmi. Rússneska, en ekki enska,
Eftir dr. Mario A. Pei,
prófessor i rómönskum
málum við Columbia
University i New York
mm^^mmmsmammmmmmmmum
franska eða þýzka, er það tungumál
sem mest er kennt í ríkjum Austur-
Evrópu og líklega í Kína. En enska
stígur risaskref í Japan, Vestur-Evrópu
og Suður-Ameríku, svo að jafnvel
þýzka og franska verða að víkja fyrir
henni. í Norður-Kóreu kemur kínverska
og í Suður-Kóreu enska í stað jap-
anskra áhrifa áður. í Norður-Vietnam
reynir kínverskan að útrýma frönsk-
unni. Alls staðar fylgir tungumálaút-
breiðslan í fótspor hernaðarlegra sig-
urvinninga eða við efnahagslega inn-
síun. Tungumálajafnvægi heimsins er
ákaflega óstöðugt.
Núlifandi menn, sem lærðu frönsku
og þýzku á yngri árum vegna þess að
þær voru auk enskunnar mikil heims-
mád, ráða nú börnum sínum að læra
rússnesku og kínversku. Spænska var
1 töluverðri tízku á dögum fyrra heims-
stríðsins og portúgalska á dögum hins
síðara vegna viðskipta við Suður-
Ameríku. Tungumálaútlitið í heimin-
um er ákaflega ruglingslegt fyrir hvern
þann sem ekki hefur algjörlega ákveð-
in áform í huga. Olíuverkfræðingur,
sem lærir dálítið í arabísku vegna þess
að hann hefur verið sendur til olíu-
lindanna í írak, og kaupsýslumaður,
sem fær sér námskeið í portúgölsku
til þess að geta haft umboð í Rio, hafa
sæmilega fast land undir fótum. En
hvað um þann, sem enn er óráðinn
í hvað til bragðs skuli taka, svo sem
menntaskólanemi eða stúdent, sem hef-
ur fjölda erlendra timgumála um að
velja? Útlitið er ekki aðeins ógreinilegt
heldur líka óstöðugt. Að velja eitt eða
fleiri tungumál er ekki ósvipað og
treysta á vinning í happdrætti.
Það er þessi ringulreið og óvissa sem
meir en nokkuð annað hefur átt sinn
þátt í því að draga úr tungumálanámi
í amerískum skólum. Ef til væri eitt-
hvert tungumál, sem amerískur náms-
maður gæti lært, í fullu trausti þess,
að það gæti fjallað um öll eða að
minnsta kosti flest ’ þau erlend vanda-
mál, sem kynnu að mæta honum á
ókominni ævileið, þá mundi hann taka
því með miklum fögnuði. En eins og
nú standa sakir má búast við, að í mörg
ár af sinni skömmu æfi verji hann
miklum tíma til þess að velta því fyrir
sér, hvort franskan eða spænskan eða
þýzkan eða ítalskan eða rússneskan
sem hann hefur byrjað á muni verða
tungumálið sem hann þarfnast síðar.
E kki bætir það úr skák, sem kalla
mætti hið breytilega mynstur tungu-
málsins eða mismunandi svip eða ásýnd
þess. Að undanförnu hefur tíðkazt að
kenna erlend tungumál í þeirra hrein-
asta og málfræðilegasta bókmennta-
sniði, af því að ætla mætti að þau
mundu einkum verða notuð til þess
að njóta bókmenntamenningar þess
lands, sem þau væru sprottin upp úr.
Nýlega hefur þetta sjónarmið ger-
breytzt, þar sem talmálið í sem heima-
legustu viðræðuforni, ásamt götumáli
og öðru óvönduðu orðfæri, er talið
hið mesta afbragð. Þetta hefur valdið
mun meiri ringulreið. Er verið að læra
frönsku til þess að geta lesið rit Moli-
éres eða til þess að geta þjarkað við
leigubílstjóra í París? Það er ólíku
saman að jafna og það krefst mismun-
andi aðferða.
Jafnvel þótt einhver málamiðlun hafi
fengizt milli talmáls og ritmáls, þá
vandast málið enn meir þegar mállýzk-
urnar skjóta upp kollinum. Erlendir
menn sem læra ensku eiga oft úr mjög
erfiðum vanda að ráða. Á það að vera
brezk eða amerísk enska? Báðar eru
mikilsverðar. Af þekkingu á annarri
leiðir ekki fullkomið vald á hinni, sízt
á viðræðusviðinu. Ef menn ætla að
læra kínversku eða arabísku, þá verð-
ur fyrir þeim eitt allsherjarritmál en
geysilega sundurleitar mállýzkur, næst-
um óskiljanlegar innbyrðis. Jafnvel í
ríkismálum Vestur-Evrópu, svo sem
frönsku, ítölsku og þýzku, geta menn
rekið sig á mállýzkuafbrigði. Auðvitað
má segja; „Lærið það ttmgumál sem
hefur fengið opinbera viðurkenningu,
Parísar-frönsku, Kastilíu-spænsku,
Flórenz-ítölsku, norður-mandarín-kín-
versku." En hvernig fer ef maður hitt-
ir einhvern, sem talar próvensölsku, Fu-
erto-Rico-búa, Sjkileying eða Kínverja
frá Kanton? Og hvað skal segja um
tungumál eins og ensku og arabisku,
sem ekki hafa neinn alviðurkenndan
stuðlaðan framburð, af því að hvert
landsvæði fylgir sínum eigin fram-
burðarreglum.
S taðreyndirnar um tungumálin
eru beizkar en það er bezt að horfast
í augu við þær og jafnvel að endur-
taka þær. Tungumálin skiptast í fjölda-
mörg afbrigði og geta 13 þeirra kallast
stórtungur en aðeins 7 eða 8 af þeim
hafa um þessar mundir víðáttumikla
alþjóðlega útbreiðslu, ásamt efnahags-
legum, stjórnmálalegum og menningar-
legum styrk, sem er skilyrði þess að
tungumál komist í fremstu röð.
En það er engin trygging fyrir því
að innbyrðis afstaða tungumálanna
haldist óbreytt, jafnvel um vora daga.
Mannfjöldinn, útbreiðslan og hinir
efnahagslegu, stjórnmálalegu og menn-
ingarlegu þættir, allt er þetta háð
skyndilegum og óvæntum breytingum.
Tungumálin eru undirorpin stórfelld-
um breytingum og afbrigðum, eigi að-
eins utan frá heldur einnig innan frá,
í orðmyndum, orðaforða og umfram
allt í skiptingu eftir þjóðfélagsstétt og
stað, svo það að læra einhverja þeirra,
jafnvel sína eigin, er sama sem að
leggja á sig stöðuga prófun aftur og
aftur, meira málanám, læra að nota
eða að minnsta kosti skilja nýjar merk-
ingar orða, ný orð, nýja málvenju,
áherzlu og hreim.
Ef velja ætti eina þjóðtungu til notk-
unar fyrir allan heim, þá kæmi þar
ekki aðeins til greina val milli ein-
stakra tungumála, heldur einnig val
milli sérstakra afbrigða hverrar um
sig (brezkrar eða amerískrar ensku,
mandarín eða Kantonskínversku, Kast-
ilíu- eða Argentínuspönsku).
HagaEagðar
Ofan frá.
Sr. Vernharði Þorkelssyni var
veitt Reykholt 1855. Kom hann hing-
að frá Hítarnesi. Var hann þá kom-
inn um sjötugt. Mjög var hann lof-
aður fyrir mannkærleika, lítillæti og
ljúfmennsku. Myndu öll hans sóknar
börn hér hafa fúslega viljað taka
undir með Sigurði Breiðfjörð, er
hann lýsti honum með þessari stöku:
Vemharð prest ég virða má
í vina flokkinn bjarta
Hann hefir öðlazt ofan frá
anda sinn og hjarta.
(Kristl. Þorsteinsson),.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
15. janúar 1968.