Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Blaðsíða 3
Eftir Dy'an Thomas
Ljóðskáldið Dylan Thomas var
fæddur í Wales árið 1914. Tví-
tugur hóf hann hinn stutta en
merkilega skáldferil sinn með út-
gáfu bókarinnar „18 poems“ og
„25 poems“ sem kom út tveim
árum síðar. Það var þó ekki fyrr
en með ljóðasöfnunum „The Map
of Love“ (1939), „New Poems“
(1942) og „Death and Entrances“
(1946) að hann vann sér sess sem
eitt af athyglisverðustu skáldum
j yngri kynslóðarinnar. Hin hug-
læga ljóðræna, hið hrífandi, hóf-
lausa og oft ruglingslega líkinga-
mál, sem einkenndi skáldsikap
hans, er táknrænt afturhvarf
frá hinni úthverfu ljóðagerð ár-
anna eftir 1930, og fjallar eink- i
um um togstreituna milli láfs og
dauða.
Dylan Thomas var máldýrk-
andi, hann lét orðin hefja sig til
flugs eða renndi þeim í greipum
sér eins og dýrum steinum sem
heilluðu með ljósbrpti sínu. Fág-
uð rödd og fágætir upplestrar-
hæfileikar gerðu hann að eftir-
sóttum upplesara og fáu mun
ljóðaunnendum hafa þótt meiri
fengur að en hlýða á Dylan
Thomas lesa úr eigin ljóðum eða i
annarra.
Á meðal þess sem eftir Dylan
Thomas liggur í óbundnu máli
eru brot þau úr sjálfsævisögu,
sem þessi kafli er tekinn úr og
kom út árið 1940 undir nafninu
„A Picture of the Artist as a
Young Dog.“
Um miðja nótt vaknaði ég af
draumi um svipur og sveifluvað á
lengd við Miðgarðsorminn, um póst-
vagna á flótta í fjallagiljum og þyt af
þeysireið yfir kaktussléttur og ég heyrði
gamla manninn kalla í næsta herbergi,
„Áfram nú!“ og „Hott!“ og skella tung-
unni í góm.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég
dvaldi hjá afa. Gólffjalirnar höfðu tíst
eins og mýs, er ég klöngraðist upp í
rúmið, og í músunum milli þilja heyrð-
ist vioarhljóð eins og annar gestur
gengi þar um. Sumarnóttin var mild
en gluggatjöld höfðu flögrað og grein-
&r rjálað við rúðurnar. Ég hafði dreg-
»ð ábreiðurnar upp fyrir höfuð og var
brátt kominn á ferð og fíug í bók.
„Áfram nú, gaeðingar!“ hrópaði afi.
Rödd hans virtist mjög ung og sterk
©g tunga hans framkallaði voldugt
hófatak og hann umbreytti svefnklefa
•ínum í víðáttumikil engi. Eg hugsaði
Framhald á bls. 11
SLÖNGVER
Effir Pétur Gunnarsson
Og nú ertu fallinn gamlingi minn
frá árum sem aldrei líða en standa kyrr
í minningu hugans enn í dag.
Hvort er nú föinaður flipinn
sem forðum leitaði brauðs í hendi minni
hjúpaður mold makkinn þinn
minning hvort man ég ei vel
er þú hljópst í þessum heimi
í hlaðið heima sveittur og þreyttur
með ólma lund sem mátti þola
að æ ofan í æ væri ég að göndlast á þér
fram og til baka berjandi fótastokkinn
og aldrei var of hratt farið
og samt bar aldrei skug'ga á vináttu okkar
enda þú lítilsmegnugur hestur og ég bara barn
já aldrei var of hratt farið
1
Þó man ég bezt er þú varst í böndum fluttur
að hólnurn fyrir neðan túnið heima
\ ungur foli. ótaminn með öllu
og hafðir til þessa ekki kynnzt mönnunum
nema að brauði einu en máttir nú þola
að um þig væri farið ókunnum höndum
og fjórir tóku þeir þig taki og
til jarðar sviptu og undir hólnum
fyrir neðan bæinn heima varstu geitur
og ég stóð með hendur í vösum og horfði
í augun þín bláu sem báðu um hjálp
en ég var bara barn og mitt var bara
að horfa á hryggur með kreppta hnefa
og hvíta hnúa í vösum
og löngu eftir að mennirnir voru farnir
lástu kyrr í blóðugu grasinu
og ég stóð einn eftir og horfði með viðtojóði
á illa útleikinn kvið þinn kraup við hlið þér
og nefndi nafn þitt en þú varst fár
svo stóðstu loks á fætur og skildir ei til ful'ls
þá smán sem þér var gerð en þú varst bara hestur
Svo löngu seinna þegar ég var ekki lengur bam
og þú varst gamall hestur hættirðu að þola
heyið sem þér var borið á stall
hósti þinn var þurr og þrek þitt dvínaði óðum
en við vissum báðir að aftur kæmi vor
og vonuðum í lengstu lög þér entist kraftur
til að hlaupa grænar grundir þessa heims
enn um stund og úða í þig grængresinu fersku
og vorið kom og þér veittist heilsa á ný
og um sumarið var þróttur þinn sem fyrr
og við báðir grunlausir um að senn
gengirðu þín hinztu spor
En íslenzkt vor er stutt og vetur kemur aftur
og við vissum báðir að þessi vetur yrðd
þér erfiðari þeim fyrri og í haust
er ég kvaddi þig við hólinn fyrir neðan
bæinn þá sögðu kvíðin augu þín mér
það yrði hinzta sinni
En Slöngver
mér er sagt að hinum megin
séu hagar alltaf grænir
og það á nú við þig og einhvern tíma
ég veit ekki hvenær verð ég líka þar
og þá þeysum við grænar grundir
þú og ég
Og Slöngver
vel á minnzt hinum megin
eru hestar ekki geltir
15. janúar 1966.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3