Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 2
SÁTT ASEMJARI HEIMSINS fljóts, og auk þess er 2500 öðrum starfsmönnum dreift víðsvegar um heiminn. Um það bil fjórði hluti þessa starfsfólks er viðriðinn þær pólitísku deilur, sem þekja forsíður dagblaðanna; hinir vinna að hag- fræðilegum, félagslegum eða tæknilegum störfum, og er þeirra lítt getið opinberlega, en það eni í raun og veru þau störf sem í framtíðinni munu sanna, hvort Sameinuðu þjóðirnar fái stuðlað að betri heims- frdðarhorfum. Það er óþarft að taka það fram, að framkvæmda- stjórinn sjálfur annast ekki ráðningu og uppsögn starfsfólks, en hann er óumflýjanlega viðriðinn deil- ur, sem upp kunna að rísa vegna þess. 1 ákvæði Stofnskrárinnar nr. 101 stendur: „Það sem mestu máli skiptir við ráðningu starfsfólks og í ákvörðunum um, hvers eðlis starfið sé, er nauðsyn góðra hæfileika starfsfólksins, ásamt nákvæmni og dugnaði. Sérstaklega skal þess gætt, að starfsliðið sé sem alþjóðlegast.11 Flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virðast ein- göngu lesa siðari hluta þessarar lagasetningar. Það koma umsækjendur frá öllum löndum til að sækja um helztu stöðurnar og einnig minni stöður. („Meira en helmingur fulltrúanna eru Afríku- og Asíubúar. Hví skyldi starfsfólkið ekki einnig vera það?“) Stjórnir kommúnistalandanna kvarta sáran yfir því að vera í minnihluta hjá Sameinuðu þjóðunum, en gefa samtökunum þó aldrei heimild til að ráða starfs- fólk meðal þegna þeirra, og þær eru seinlátar við að mæla með fólki í þær stöður sem losna vegna þeirrar stefnu að leyfa engum þegna sinna að starfa lengur en þrjú ár í einu (svo hann eða hún verði ekki kapítalisma eða alþjóðahyggju að bráð), en þetta er mjög skaðlegt uppbyggingu og starfi al- þjóðasamtaka. Hvað Afríkubúum viðkemur hefur verið gerð heiðarleg tilraun til að fá þá til starfa •hjá samtökunum, en mjög erfitt er að fá hæfa menn, því að þeir, sem eitthvað geta og hafa lært, hafa meira en nóg að gera í sjálfu heimalandinu. Sú þjóðsaga hefur verið á kreiki, að Bandaríkja- menn séu í meirihluta í Skrifstofu Sameinuðu þjóð- anna. Þetta er alrangt, því að undanskildum minni- háttar ópólitískum stöðum, eins og hraðritun (en það liggur í augum uppi, þegar tekið er tillit til aðsetursstaðar samtakanna, að þau ráði innlenda þegna), eru Bandaríkjamenn í minnihluta, ef farið er eftir þeim ákvæðum, sem samþykkt voru af Allsherjarþinginu, þar sem stendur, að hliðsjón skuli höfð af íbúafjölda meðlimalandanna, fjárfram- lögum þeirra o. fl. Það var samt í anda þessa orðróms, þegar Ham- marskjöld lét hinn ágæta aðstoðarframkvæmdastjóra Andrew Cordier segja af sér. Bandaríkjastjórn gæti í raun og veru notað sér meir en hún gerir aðstöðu sína og komið sínum mönnum að. Einnig gæti hún stuðlað meir að því, að fyrsta flokks umsækjendur væru ráðnir. Þegar framkvæmdastjórinn lætur víkja fólki úr starfi, ber honum að kynna sér vandlega alla mála- Friðargæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæð- inu, þar sem átök ísraela og Egypta hafa löngum verið mest. vexti fyrst. í ákvæðum Stofnskrárinnar stendur: „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og starfs- fólk mega ekki fara eftir fyrirmælum við skyldu- störf sín frá nokkrum stjórnarvöldum né opinberum aðiljum utan samtakanna. Þeim ber að forðast þau störf utan vinnu sinnar, sem á einhvern hátt kynnu að hafa áhrif á stöðu þeirra sem starfsmenn sam- takanna." Hugmyndin að sérstakri stétt alþjóðlegra embættis- manna er ný af nálinni. Hún fékk ekki mikla áheyrn í kommúnistalöndunum og hefur verið hafnað þar bæði leynt og ljóst. Það var opinbert, þegar Krús- jeff lamdi skó sínum í fundarborð Allsherjarþings- ins og sagði: „Þó til séu hlutlaus ríki, eru ekki til hlutlausir spenn“. Það var ljóst, þegar Krúsjeff setti fram uppástunguna um þrímenningsstjórnina. Einnig þegar sovézki aðstoðarframkvæmdastjórinn Georgi Arkadev var staðinn að því að lauma upplýsingum til forseta Öryggisráðsins, V. Zorins. En það var óopinbert, þegar F.B.I. stóð kommúníska starfsmenn að njósnastarfsemi. Þeir voru síðar reknir frá sam- tökunum fyrir brot á 100. grein Stofnskrárinnar. (Það hefur ekki komið fyrir eins oft og John-Birch- félagsskapurinn vdll vera láta, en það hefur samt skeð). Öllu alvarlegra var þó fyrir Sameinuðu þjóðirnar, að trúnaðarmál hafa borizt frá skrifstofu fram- kvæmdastjórans til rússnesku sendinefndarinnar, með þeim afleiðingum að enginn framkvæmdastjóri hefur þorað að bera fullt trúnaðartraust til nokkurs sov- ézks starfsmanns síðan. Og að minnsta kosti einu sinni hafur orðið að víkja sovézkum starfsmanni úr þjónustu samtakanna vegna óþolandi ásakana, er hann hafði í frammi við starfsmenn af öðru sauða- húsi. I Stofnskránni stendur enn í 98. grein: „Fram- kvæmdastjórinn skal haga sér með hliðsjón af þessu á fundum hjá ráðunum þrem (Economic-Social, Security og Trusteeship Councils) og á Allsherjar- þinginu. Svo blessunarlega hefur til tekizt, að þess hefur aldrei verið vænzt af framkvæmdastjóranum, að hann sæti alla fundi Allsherjarþingsins og ráðanna þriggja. Ef svo væri, mundi hann kafna í ræðu- flutningi. Það sem átt er við er, að framkvæmdastjór- inn ber ábyrgð á framkvæmd þeirra samþykkta sem Allsherjarþingið og ráðin þrjú gera, sem er allt ann- að en einfalt verk, eins og síðar mun bent á. í 98. grein segir ennfremur, að framkvæmdastjór- inn „skuli inna af hendi öll þau störf, sem ráðin þrjú og Allsherjarþingið fela honum.“ Því befur verið haldið fram af þröngsýnismönnum, að hann geti einungis innt af hendi störf, sem honum séu beinlínis falin af fyrrgreindum aðiljum — eða með öðrum orðum: geti ekki gert annað en það sem fyrir hann sé lagt. En þessir þröngsýnismenn eru í minnihluta. í lok 98. greinar segir: „Framkvæmdastjórinn skal flytja Allsherjarþinginu árlega skýrslu um starf- semi samtakanna“, og í 99. grein segir: „Fram- kvæmdastjóranum ber að vekja athygli Oryggisráðs- ins á hverjum þeim aðstæðum, sem að hans áliti kunna að ógna friði og öryggi í heiminum.“ Þessi lagasetning jók mjög starfssvið framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna í samanburði við starfs- svið framkvæmdastjóra Þjóðabandalagsins, en hann var lítið meir en ritari á þingum Þjóðabandalagsins, og talaði þar aldrei sjálfur. Uppbygging Þjóðabandalagsins var að enskri fyrir- mynd, þar sem framkvæmdastjórinn og Skrifstofan voru ekki aðeins óþjóðleg heldur og ópólitísk, en markmið og stefna samtakanna voru ákveðin af framkvæmdaráði Þjóðabandalagsins. 1 Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna er hins vegar lögð rík áherzla á, að starf framkvæmdastjórans sé pólitísks eðlis, meir í líkingu við starf forseta Banda- ríkjanna. Ef hann hyggst leggja fyrir Oryggisráð- ið mál, sem að hans áliti stefnir heimsfriðnum í voða, verður hann að hafa mjög gott allsherjaryfirlit yfir, hvernig málum er háttað þar sem ófriðlega horfir, og taka stjórnmálalegar ákvarðanir um nauðsynleg- ar aðgerðir. Árið 1946, þegar fór að lita ófriðlega út í Grikk- landi, lét Trygve Lie framkvæma rannsókn þar upp á eigin spýtur, þó að Öryggisráðið veitti honum ekki heimild til þess. Lie hafði þá stuðning Ráðstjórnar- ríkjanna; nú er U Thant gagnrýndur af Ráðstjórnar- ríkjunum fyrir að hafa sent Herbert de Ribbing, sér- legan sendifulltrúa, til Thaílands og Kambodja án heimildar Öryggisráðsins, en með samþykki þessara ríkja, til að miðla málum milli þeirra. T rygve Lie kom ferskur úr stjórnmálabarátt- unni heima í Noregi í framkvæmdastjórastöðuna hjá Sameinuðu þjóðunum og hikaði ekki við að færa út kvíar embættisins. Hann samdi' afdráttarlausar ársskýrslur fyrir Allsherjarþingið, og einnig samdi hann sannfærandi áætlun í 10 liðum um leiðir til að koma á alþjóðlegum friði fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Hann reyndi með öllum ráðum að fá aðild Rauða-Kina að samtökunum samþykkta og bakaði sér með því óvild stjórnar Bandaríkjanna; hann var eindreginn stuðningsmaður varna Sam- einuðu þjóðanna og Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, en það leiddi til þess að óvild Bandaríkjastjórnar hvarf, en Sovétstjórnin snerist gegn honum. Þegar Trygve Lie að lokum þreyttist á stöðugri andstöðu kommúnista og sagði af sér árið 1953, er enginn vafi að forusturíki Sameinuðu þjóðanna álitu, að með kjöri Dags Hammarskjölds, sænsks embætt- ismanns og hagfræðings, kæmist á ró eftir sífellda athafnasemi Lies. En reynslan varð allt önnur. Það varð brátt ljóst, að Hammarskjöld leit á embætti sitt sem öflugt tæki í baráttunni til að koma fram því sem hann áleit rétt. Árið 1954 hafnaði stjórnin í Peking ályktun Alls- herjarþingsins um að hún léti lausa bandarísku flug- mennina ellefu úr Kóreuher Sameinuðu þjóðanna, sem voru í haldi hjá kommúnistum. Hammarskjöld fór til Peking, þrátt fyrir mótmælin, og fékk flug- mennina leysta úr haldi. Hann notaði sömu „Peking- aðferðina" er hann fór til Suður-Afríku 1960, en þar var róstusamt út af deilum um aðskilnað kynþátt- anna. Sú för varð árangurslaus. Snemma á árinu 1956 fór hann samkvæmt óljóst orðaðri ályktun Öryggisráðsins eina af sínum mörgu embættisferðum til Mið-Austurlanda og fékk fram- lengt vopnahlénu milli ísraela og Araba um stutt- an tíma. •Haustið 1956, þegar Súez-deilan kom upp, varð frumkvæði og framkvæmdasemi Hammarskjölds enn augljósari. Hann lagði drög að ályktun í sex liðum, sem Öryggisráðið samþykkti, er stefndi að lausn deilunnar eftir að Nasser hafði lagt hald á skipa- skurðinn. Þegar ísraelar, Bretar og Frakkar réðust inn í Egyptaland, fól Öryggisráðið Allsherjarþing- inu að leysa vandann, eftir að Bretar og Frakkar höfðu beitt neitunarveldi sínu, en framkvæmdastjór- anum var síðar falið að stofna skyndiher til að koma á vopnahléi. Það var sem sé Hammarskjöld sjálfur er átti hugmyndina að herafla Sameinuðu þjóðanna í Gaza, sem lengi varnaði því, að til átaka kæmi milli Egypta og ísraela, og Allsherjarþingið fól honum að fram- kvæma áætlun sína. Það var einnig Allsherjarþingið sem fól Hammarskjöld að gera Súez-skipaskurðinn siglingafæran aftur. Eitt af hörmulegustu atvikum sögunnar var það, að fara skyldu saman árás ísraela, Breta og Frakka Framhald á bls. 11 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.