Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 13
arstarfa, sagði liann, yrði framkvæmda- stjórinn að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir, bæði embættislegar og stjórnmála- legar, en það væru einmitt slíkar ákvarðanir, sem væru aðaluppistaðan í starfi hans sem framkvæmdastjóra. Til- raun kommúnista og Frakka til að halda starfi framkvæmdastjórans í spenni- treyju vax örugglega meginástæða þess að U Thant ætlaði ekki að gefa kost á sér til næsta kjörtímabils. Af þessu hlýtur að vera Ijóst, að um það eru mjög skiptar skoðanir, í hverju starf framkvæmd-astjóra Sameinuðu þjóðanna sé fólgið. Álit Rússa hefur alltaf verið og er enn, að framkvæmdastjórastaðan sé ein- ungis stjórnarlegs eðlis og að honum beri aðeins að framkvæma fyrri ákvarð- anir Öryggisráðsins og Allsherjarþings- ins. Sérstaklega megi hann ekki taka neinar þær ákvarðanir, sem varði frið og öryggi í heiminum, án þess að hafa til þess heimild frá Öryggisráðinu. Þetta er í fullu samræmi við þrákelkni Rússa viðvíkjandi kostnaðinum við að halda uppi frdði. Þeir halda því fram, að Öryggisráðið eitt geti tekið ákvarð- anir í þeim efnum, en Allsherjarþingið alls ekki. Skoðun Frakka virðist vera mjög svipuð, jafnvel þátt Frakkar, sem voru mjög andvígir hinum „ólöglegu afskipt- um“ Sameinuðu þjóðanna og fram- kvæmdastjórans af deilum í Alsír og í Kongó, væru samþykkir framkvæmdum samtakanna í Dóminíska lýðveldinu — íhlutun sem að áliti Bandaríkjanna og Suður-Ameríkubúa var ónauðsynleg og skaðleg, en sem reynslan sýndi að varð til góðs. Bandaríkjastjórn er yfirleitt hlynnt því, að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi sterka aðstöðu innan sam- takanna. Hann á að vera í aðstöðu til að taka mikilvægar og sjálfstæðar ákvarðanir, sérstaklega þegar aðgerðar- leysi og þrátefli Öryggisráðsins og Alls- herjarþingsins hafa skapað algjöra stöðnun. Áhugi Bandarikjamanna hefu-r samt dofnað, þegar framkvæmdirnar hafa leitt vandræði yfir þá sjálfa, t. d. hefur stjórnin í Hvíta húsinu ekki haft mikinn áhuga á eftirlitsmönnum U Thants í Dóminíska lýðveldinu né hin- um einhliða, að því er snýr að Banda- iríkjunum, tillögum hans um frdð í Víet- nam. Sannleikurinn er sá, að afstaða hverr- ar ríkisstjórnar gagnvart framkvæmda- stjóraembættinu mun alltaf vera háð því, hvað sá, sem embættið hefur með höndum, gerir og á hvern hátt það áhrærir það, sem stjórnir aðildarland- anna álíta vera hagsmuni sína. En að sjálfsögðu er það mikið áhugamál allra ríkisstjórna, að framkvæmdastjóraemb- ættið sé skipað manni, sem sé álíka heilsteyptur, hlutlaus og sjálfstæður í skoðunum og U Thant. Vilja ríkisstjórn- ir aðildarríkjanna gera allt til þess að stuðla að því, að U Thant verði áfram í embætti, eftir að augljóst er orðið, hvílíkar deilur mundu rísa, ef velja þyrfti annan mann í framkvæmdastjóra- starfið. AF CÖMLUM BLÖDUM Framhald af bls. 8 þeir kostuðu 2,50 krónur. Gamlir menn höfðu að sem atvinnu að skera tóbak. tækin voru tóbaksfjöl úr eik og tóbaks- jórn, sem var boginn 'hnífur, flugbeitt- or, með tveim tréhandföngum. Svo var tóbakið nuddað vel og lengi í eltum hrútspungum. „f Austurbænum bjó hann, í Vesturbænum dó hann, og til marks um það hver iðjumaður hann var, skar hann tóbak fram í dauðann, og nuddaði punginn fram í andlátið“, segir I líkræðunni, skáldskap Hafliða gamla. Munntóbak, sem ýmist var kallað rulla eða skro, var talsvert selt. Það voru skorur í brúninni á tóbaksskúff- unni, sem selt var eftir, 5, 10 og 25 aura mál. Pundsbitar voru sjaldan keyptir, helzt af sjómönnum og bænd- um. Reyktóbak var lítið keypt, það var í smábréfum, vindlar voru óhófsvara, en sígarettur keyptu helzt stálpaðir strákar, sem voru að læra að reykja, og þá helzt Capstan. En það var fyrir- mennskia að reykja Three Castles-sígar- ettur, því þá urðu puttarnir heiðgulir. En þær voru eitraður óþverri, sem manni værð illt af. E g var að enda við að selja manni neftóbak fyrir 25 aura og var að kjafta við hann, þegar Laxdals-Manga kom inn í búðina og bað um kaffi fyrir 25 aura. Ég afgreiddi hana óðar og hún fór út úr dyrunum, en kom óðar aftur. „Það er eitthvert feil hjá þér, Hannes, þetta er svo lítið“, sagði gamla konan. Ég sá að þetta var rétt, það var aðeins hung- urlús neðan í bréfinu, sem ég fyllti. „Það er eitthvert kjánabragð að kaff- inu, Hannes“, sagði Manga við mig dag- inn eftir, og kom aftur með bréfið. Ég tók við því og þefaði af kaffinu, það angaði af tóbákslykt. Ég hafði fyrst lát- ið tóbak og bætt þar á kaffi, og Manga drukkið af blöndunni. Ég skipti óðar, talaði afsakandi við gömlu kon- una, en minntist ekkert á mistök mín. Laxdals-Manga var stór og stórskorin, hún klæddi sig í hver fötin utan yfir önnur og notaði skó nr. 44. Hún var fá- tæk í anda, en framfærin og ófeimin, ávarpaði þá, sem hún mætti. „Hvað heitir maðurinn þinn?“ spurði hún mömmu. „Ég á engan mann“, svaraði mamma. „Á, áttu engan mann, og grey skinnið“, sagði Manga. Eitt af láni mínu í lífinu hefir verið það, að smælingjar, fátæklingar og um- komuleysingjar hafa komið fram við mig eins og bróður. Ég hefi reynt að sýna öllum kurteisi, gerá engan mun á mönnum. Það borgar sig, því öll hitt- umst við aftur og þá öll jafn smá eða stó-r, eftir því sem matið verður. Einn vinur minn var Jensína í Hern- um. Hún var lítil, gömul kona, fátæ-k í anda og fátæk á fé, en þó sæl og ánægð, hrekklaus sál í vanmegna lík- ama. Sólskinsstundirnar hennar voru samkomurnar í Hjálpræðishernum, og það brást va-rla, að hún kæmi við í búðinni í heimleiðinni. Hún Ijómaði af fögnuði yfir dýrð Guðs, sagðist vera í Himnaríki. RÓBERT ARNFINNSSON Framhald af bls. 7 þjóðsögurnar og Davíð Stefánsson. Djöfullinn í Hornakóralnum k-emur -upp úr jörðinni í sinni hefðbundnu mynd, með horn og hóf og kviknak- inn, biður að vísu um nærbuxur áður en hann lætur sjá sig, en hann er fljótur að samlagast nútím- anum, klæðist nútímafatnaði, heimt- ar allt það bezta og reykir vindla, og það eigum við sameiginlegt, djöfull- inn og ég, að báðum þykja okkur góðir vindlar. — Nú er skammt síðan hætt var sýningum á Marat/Sade. Var ekki hlutverk Sade nokkuð erfið raun? — Það var erfið sýning og erfitt hlutverk. — Varstu sjálfur ánægður með sýninguna? — Leikstjórinn veit sjálfur, að ég var ekki alltof ánægður með vinnu- brögðin þar. Ég var ákaflega ánægð- ur með uppfærsluna á Ó, þetta er indælt stríð, en varð fyrir því meiri vonbrigðum með Marat/Sade. Um- ræður þeir-ra Marats og S-ades, sem áttu að koma til skila boðskap höf- undarins og eru þannig tvímælalaust þungamiðja verksins, voru undan- tekningarlítið truflaðar með ein- hverjum ofleik annarra eða ólátum; það va-r óhjákvæmilegt, að slík ólæti heils hóps af fólki drægi alla athygli frá því sem var að gerast hvert sinn; geðsjúklingarnir ærsluðust of Framhald á bls. 14 Það hefur lengi valdið mönnum gremju, þegar loftið lekur úr bíldekkj- unum, og allar tiiraunir til þess að búa til dekk sem ekki springa, hafa til þessa verið árangurslausar. Það reynist ekk- ert jafnast á við það að hafa loft í dekkjunum og meðan svo er, þarf ekki annað en einn nagla ti! þess að bíll- inn liggi á felgunni. Það er ekki sízt kvenþjóðinni, sem vex það í augum að þurfa að skipta um dekk og þær sem eru alveg hjálparvana í þessum efnum, bíða þangað til karlmann ber að. Nú hafa Fransmenn komið til hjálp- ar í þessum efnum, með lítið hjól úr massífu gúmmíi, sem komið er fyrir innan við aðaldekkið. Þetta varahjól er lítið stærra að ummáli en reiðhjóladekk, en svo sterkt að það þolir vel að bera bílinn að næsta viðgerðarstað. Á myndinni sjáum við björgnnarbát sem hefur hvolft, en er í þann veginn að koma sér sjálfur á réttan kjöl aftur. Uppfinningin er brezk og er á þann veg, að tanki, sem inniheldur rúmlega tvö tonn af vatni, er komið fyrir milli vélanna, en þær eru tvær. Þegar bát- urinn leggst á hliðina, fer sjálfvirkur útbúnaður í gang, og dælir vatninu í tóman tank, á þeirri hliðinni sem upp snýr. Þannig réttir báturinn sig sjálf- krafa við. Þeir sem búa í timburhúsum geta nú sofið rólegir vegna eldhættunnar, því fundið hefur verið upp tæki til að gera viðvart um aðsteðjandi eldsvoða. Tækið er mjög fyrirferðarlítið og er sett í samband við rafmagn á venjuleg- an hátt. Það byggist á því að hávær bjalla fer í gang um leið og hitastigið í herberginu, þar sem tækinu hefur verið komið fyrir, fer fram úr ákveðnu marki. Tækið kostar í Bandaríkjunum um 3000 kr. Sýnist vera að þama sé þarfiegt öryggistæki til notkunar f gömlum timburhúsum, sem geta fuðrað upp á ótrúlega skömmum tíma. Eins og allir vanir ökumenn vita, er ekki ráðlegt að láta það eitt duga, að líta sem snöggvast í baksýnisspegilinn og flytja sig því næst yfir á næstu akJ rein. Gætinn ökumaður lítur einnig um öxl til að vera öruggur, en á sumum bílum eru póstamir þannig, einkum að aftan, að útsýni er verulega hindraði Það getur verið nógu erfitt að sjá Itíinn bíl, sem er kominn rétt upp að hliðinni. Menn hafa látið sér detta í hug að þetta væri e.t.v. leyst i framtíðinni með þvi að notfæra sér sjónvarpstæknina. Einhversstaðar í bílnum yrði komið fyrir mynda- vél, sem hefði gott útsýni aftur með báðum hliðum bílsins, og síðan gæti öku- maðurinn séð á sjónvarpsskermi í mælaborðinu, það sem í kringum hann er. En nú liafa nokkrir Bretar fundið miklu einfaldari lausn á þessu máli; lausn sem sýnist gefa góðan árangur. Áhaldið heitir Supaseope og er gert af fimm speglum, sem er komið fyrir ofanvert við framrúðuna og taka við hver af öðrum þannig aö ökumaðurinn, sem í þá litur, hefur fullt útsýni yfir 180 gráða svæði. Speglarnir eru allir festir i einn ramma, sem siðan er skrúfaður fastur ofan við, framrúðuna. 25. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.