Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.1967, Blaðsíða 15
NÝJA PLATAN ITLANNA Bítlarnir hafa lag á því að koma á óvart. Nýjasta LP-platan þeirra, sem nefnist Sergeant Pepper’s Lonely Hearts Club liand, er í konsertformi. Hún hefst og endar á titillaginu. A milli þessara tveggja útsendinga af „Sergeant Pepper“ eru tíu lög, öll ólík hvert öðru og bráðskemmtileg. Þó er sítarlag Georges, „Within You, Within You“, eftirminnilegast á plötunni. Lög Pauls, „When I’m 64“ og „Getting Better“, eru líka mjög góð. Sama má segja um lag Johns, „She’s Leaving Home“, og hið vinalega lag Ringos, „With a Little Help from My Friends". Eltki veit ég hvort þessi plata er bezta plata Bitlanna til þessa, þar sem ég hef aðeins einu sinni hlustað á hana. Upp- taka hennar stóð yfir í fimm mánuði, svo að kröfurnar til henn- ar mega vera miklar. Mér finnst platan mjög góð og hún á eftir að seljast eins og heitar lummur. Jöhn og Paul hafa samið öll lögin nema eitt. Það er „Within You, Within You“, sem George samdi Hér á eftir ætla ég að reyna að lýsa lögunum í þeirri röð, sem þau eru á plötunum. Þess ber að geta, að engin hlé eru á milli laga (konsertformið!) HLIÐ 1: Sergeant Pepper’s Lonely Hearts Club Band: Hljómsveit er að stilla hljóðfæri sín, síðan heyrist ys og þys upptökusalarins. Að endingu verða gítarar og trommur Bítlanna yfirsterkari. Það er mikið „beat“ í laginu og Paul syngur um hljóm- sveitina og hve gaman sé að leika fyrir stóran áheyrenda- hóp. Laginu lýkur með allsherjar fagnaðarópum og næsta lag byrjar án tafar ... With a Little Help from My Friends: Lag með spurningum og svörum. John og Paul varpa fram spurningum, en Ringo svarar. Titilsetningin er endurtekin sí og æ. Mjög skemmti- legt og taktfast lag. Lucy in tlie Sky with Diamonds: í þessu lagi syngur John hárri röddu, eins og úr fjarlægð. Eftir því sem líður á lagið færist rödd hans nær. Kór syngur undir í öðrum og hraðari takti en John. Lagið er um stúlku og upplýsta bryggju. Lagið er rólegt en taktfast. Getting Better: Áþekkt gömlu Bítlalögunum, þ. e. John og Paul syngja í gamla dúrnum. Paul syngur ljóðlínuna um stúlk- una sína. Söngurinn bjargar þessu lagi. Undirleikurinn er stöðugur hávaði. Fixing a Hole: Prekar rólegt lag, þar sem Paul er aðalsöngvari. í miðju laginu kemur George með góða gítarsóló. She’s Leaving Home: John syngur um stúlku, sem er að flýja að heiman. Útsetning á þessu lagi er frábær. Strengjasveit aðstoðar og er selló þar mest áberandi. Mjög frumlegur undirleikur við algengan harmleik. Beiing for the Benefit of Mr. Kite: Lagið lýsir sirkussýningu og má sjá fyrir sér loftfimleikamennina og hestana. Þetta er gömul tónlist færð í nútímabúning og mjög áheyrileg. John annast sönginn. Þá eru upptalin lögin á hlið 1. Lögin á hlið 2 koma í næsta „Glugga“. ELVI Hér sjáum við gamla gcða Elvis klæddan í froskmanns- búning. Þessi mynd er úr einu atriði nýrrar kvikmyndar, sem hann leikur í og ber nafnið, „Easy Come, Easy Go“. HAYLEV MILLS Aldur: 20 ár. Hæð: 160.0 sm. IHár: Ljóst. Augu: Blá. Æviágrip: Hayley Mills er yngst hinnar frægu Mills-fjölskyldu. Hún lék í sinni fyrstu kvikmynd 12 ára gömul og fékk þá leik- verðlaun. Vann hjá Walt Disn- ey í Hollywood um tíma. Hún er nú að verða fullorðin stjarna og er ákveðin í að komast áfram og giftast ekki fyrr en 26 ára gömul. Fyrsta myndin: Tiger Bay. Næsta mynd: Wedlocked, or All in Good Time. f umslón Baldvins Jónssonar og Bergs Cuðnasonar ir Hœ^ mB hseffa hgá Kinks? Það er haft fyrir satt að for- ingi The Kinks, Ray Davies, muni á næstunni hætta að koma fram á hljómleikum með hljómsveitinni og snúa sér að tónsmíði. Þá gegndi hann svip- uðu hlutverki fyrir Kinks og Brian Wilson fyrir The Beach Boys, þ. e. a. s. yrði lagasmið- ur og framleiðandi. Höfuð- ástæðan til þessarar ákvörðun- ar Rays er sú, að hann skortir tíma til þess að semja lög The Kinks, ef hann þarf að koma fram á öllum hljómleikum þeirra. Hann segir sjálfur að maður komi í manns stað. Þó segist hann munu virða alla samninga, sem þegar hafa ver- ið gerðir. „Ég hef bara ekki tíma til að koma fram á hljóm- leikum og vinna líka að lögun- um. Þegar við förum í hljóm- leikaferðir verð ég að hætta öllum tónsmíðum, þó ég sé í miðju kafi, og svo hefur þetta líka slæm áhrif á félaga mína í hljómsveitinni. Ég mun halda áfram að syngja inn á plötur með hljómsveitinni, því lög mín eru samin með tilliti til þeirra, sem nú eru í henni. Það er engin ástæða til að slíta sambandi mínu við strákana. Ég hef líka hugsað mér að taka að mér sjálfstæða vinnu, ef hún getur samræmzt starfi mínu fyrir The Kinks“. Þrátt fyrir þessar staðhæf- ingar Ray Davies vísaði um- boðsmaður hljómsveitarinnar, Robert Wace, öllu þessu á bug. Hann sagði að það væri hrein- asta fjarstæða að Ray væri að hætta í hljómsveitinni, ekki einu sinni um stundarsakir. Orðrétt sagði hann: „Þetta er hreinn uppspuni. Þeir sem komið hafa þessu af stað, hljóta að vera illa innrættir." Hvað er hið sanna í þessu máli? Tíminn einn sker úr því. Ekki vantar heimildirnar! Við skulum vona að umboðsmaður- inn hafi rétt fyrir sér. The Kinks eru mjög vinsælir hér- lendis og á Ray Davies örugg- lega stærstan þátt í því. Við getum þó treyst því að hljóm- sveitin verður óbreytt, a. m. k. þegar hún leikur inn á plötur. ENGLAND: 1. A White Shade of Pale ......... Procol Harum 2. There Goes My Everthing Engelbert Humperdinck 3. Waterloo Sunset....................The Kinks 4. Silence is Golden .................. Tremeloes 5. The Happening ..................... Supremes 6. Dedicated to the One I Love .. The Mama’s and the Papa’s 7. Finchley Central.........New Vaudeville Band 8. Carrie Anne ...................... The Hollies 9. Sweet Soul Music .............. Arthur Conley 10. Then I Kissed Her ............... Beach Boys ISLAND: 1. Ha, ha, Said the Clown ........ Mannfred Mann 2. This is my Song ................ Petula Clark 3. Waterloo Sunset ............... The Kinks 4. Puppet on a String .............. Sandie Shaw 5. Carrie Anne .......................... Hollies 6. Something Stupid ..... Frank og Nancy Sinatra 7. Mister Plesent ................... The Kinks 8. Now is the Hour .............. Rocking Ghosts 9. Ðedicated to the One I Love . . Mama’s og Papa’s 10. Then I Kissed Her ............... Beach Boys Þess má að lokum geta, að lagið í 7. sæti á íslenzka listanum er enn ekki komið á markað í Bretlandi. 25. júní 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.